Alþýðublaðið - 26.10.1947, Blaðsíða 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. okt. 1947
Á STOPPUSTÖÐINNI.
Það er rigning og þær standa
og bíða eftir aukavagni, vegna
þess að aðalvagninn hefur gefið
upp öndina í bili eftir margra
túra offyllerí.
„Hugsaðu þér, elskan“, segir
sú feita með stóru innkaupa-
töskuna, „hugsaðu þér elskan,
að nú eru þeir farnir að hafa
einna mestar áhyggjur af því
hvort við eigum að gef'a henni
Betu litlu brúðargjöf!"
„Hverjir? . . . Hvaða? . . .
Hvaða Betu?“ spyr sú, sem er
ekki alveg eins feit og sem læt-
ur sér nægja venjulegan inn-
kaupapoka, — þessa brún- og
svartröndóttu, þig vitið. . .
„Nú henni Elísabetu litlu
Bretlandsprinssessu!“ segir sú
heldur feitari, og er auðsjáan-
lega steinhissa á því, að sú, sem
er ekki alveg eins feit, skuli
ekki þegar vera með á nótun-
um.
„Ja, hérna!“ segir sú með
pokann og skellir sér á lær. „Ja,
hérna. Erum við nú kannske
eitthvað í fjölskyldu við hana?“
„Veiztu . það ekki! Veiztu
virkilega ekki, að brezka kon-
ungsættin er úr Hrútafirðinum.
Það sagði afi minn sálugi mér,
og hann var Hrútfirðingur. En
þótt við sleppum nú allri frænd
semi, finndist mér ekki nema
ósköp huggulegt af okkur,- að
við sendum henni eitthvað smá-
vegis. Svona bara til þess að
sýna henni, að við hérna mynd
um eftir henni, litlu blessun-
inni!“
„Og ætli hún fái ekki nóg!“
,, Jú, mikil ósköp! Auðvitað
fær hún nóg af silfurborðbún-
aði, svefnsófum, dönskum hús-
gögnum og öllu slíku. En það
er nú svo með það, að það er
eins og svo er. Ég þekki stúlku,
sem var að gifta sig um daginn,
og hún fékk þau ósköp af
myndastyttum og þvottavél og
ég veit ekki hvað. En þegar allt
var afstaðið, trúði hún mér fyr
ir því, að sér hefði komið svo
langbezt, það sem ég gaf henni.
Og veiztu hvað það var, . . ull-
arnærföt. . . Alíslenzk ullarnær
föt . . .?“
„Þú ætlast þó víst ekki til að
við förum að senda Elísabet
prinsessu . . . “
„Ullarnærföt? Ónei, ekki bein
línis. En þú manst nú kannske
samt eftir öllum frostunum, sem
gengu í Englandi í fyrravetur.
Og auglýsing gæti þetta nú orð-
ið fyrir íslenzkan ullariðnað. Og
svo mætti prjóna í þau skjaldar
merkið. . .“
í þessu ' kom aukavagninn,
hikstandi og hóstandi eins og
mæðiveik rolla. En það kvað
nú líka ganga kveffaraldur í
bænum, og hverjum ætti að vera
hættara við að smitast af slík-
um faraldri en einmitt strætis-
vögnunum, sem sí og æ eru
troðfullir af hóstandi og óhóst-
andi fólki.
Misheyrandi.
Baráttusöngur beggja aðila í
orustunni milli Austur- og Vest
urbæinga í dag.
Austurbæingar:
Þyrpumst á básinn,
bjargi oss sá mergur,
er bezt okkur dugði er í orusstu
sló!
Mættur er Clausen!
Margt segir Bergur!
Magni nú Jónatan Brynjólf vorn
Jóh!
Fram, Fram!
fram til harðar sennu!
Fram á jafnan sigurvon.
Miðið helzt á mörkin!
Munið Friðjófsspörkin!
Gúdag, Magnús Guðbrandsson!
Vesturbæingar:
Óli í Hala,
er laust pláss hjá þér?
Auðvitað sigrum við, hvernig
sem snýst!-
Hver er að tala
um kappana í K.R.
Kominn er Erlendur
„jo, tak for síðst!“
Lengi . . . lifi Vesturbærinn!
landar, stöndum okkur nú!
Bjössi í búð og Gvendur!
Brúkum munn og hendur
Kobbi Möller . . . hvar ert þú?
Utbreiðið
Aiþýðu blaðið.
John Ferguson:
MAÐURINN í MYRKRINU
það að ég sé nærstaddur,
skilurðu?“
Ég gekk þangað, sem
þlindi maðurinn sat.
„Góðan daginn, hr. Holl-
•ins! Þér munið kannske ekki
eftir mér?“ bætti ég við, þeg-
ar hann hikaði við að taka
kveðju minni.
„Jú; ég man það. Þér eruð
blaðamaðurinn.11
„Þér gleymið þá ekki rödd-
um?“
Hr. Hollins hló.
„Ekki þegar þeim fylgir
hálf króna eins og í gær.“
McNab tvísté fyrir aftan
hann eins og köttur.
„Og fingur yðar eru jafn-
góðir fyrir yður og augu?
Mér þætti gaman að vita,
hvernig væri að koma við
þessa bókstafi. Má ég?“
Ég gaf honum ekki ráð-
rúm til að svara, en laut á-
fram, og með þeirri hendinni,
sem ég lagði ekki á bókina
ýtti ég af honum hattinum.
Ég afsakaði klaufaskap minn
og beygði mig til að taka
hattnn upp. Og meðan ég
þóttist vera að bursta af hon-
um gaf ég McNab gætur.
Hann hélt einhverju þétt
upp að höfðinu á manninum.
Ég sá, hvað það var — lítill
dökkur hárlokkur.
Þá skildi ég, hvers vegna
hann hafði farið til Scotland
Yard. Þetta var hluti af hái'-
inu, sem fannst í herbarginu
í Ealing.
Hann var ekki svipstund
að því að bera þetta saman.
Hér um bil jafnskjótt og ég
tók eftir því, sem McNab var
að gera, var hann búinn að
stinga hárlokknum ofan í
glerhylki aftur. Ég setti
hattinn aftur á sinn stað.
Mc.Nab kinkaði aðeins til
mín kolli.
„Það er betra að sjá yðar
fingur eiga við þetta“, sagði
ég við Hollins. „Finnst yður
það verra?“
„Verra? Auðvitað ekki.
Ég er oft beðinn um að gera
það,“ svaraði Hollins og
lyfti hendinni til þess að lag-
færa hatt sinn.
'Þetta kom mér til að brosa,
því að öllum finnst sjálfsagt
að gera það, þegar annar set-
ur; hatt á höfuð manns, jafn-
yel þó að það sé kona manns.
■Þessu hafði McNab auð-
sjáanlega búizt við, því að
leiftursnöggt hafði hann tek-
ið pappírsörk, — hvaðan, sá
ég ekki, — og sett hana ofan
á bókina á hnjám Hollins. En
um leið og blind maðurinn
lagði fingurna aftur á bók
sína, tók hann undir eins
eftir blaðinu, kippti að sér
hendinni, eins og hann hefði
brennt sig, og leit upp sjón-
lausum augunum.
Hvað það var, sem Hollins
hann og lét hendurnar síga
niður aftur til þess að þreifa
á því. En McNab hafði þeg-
ar náð í pappírsblaðið.
„Þetta var einkennilegt,
— eins og hálf límkennt að
koma við það. Það hefur víst
ekki komið neitt vatn á bók-
ina; er það?“ spurði Hollins
ringlaður.
„Það hlýtur eitthvað að
hafa verið á höndunum á yð-
ur,“ sagði ég. „Það er ekkert
á bókinni yðar.“
,Það virðist allt vera í lagi
núna,“ sagði hann.
Hva ðþað var, sem Hollins
las fyrir mig, veit ég ekki.
Ég fylgdi McNab með aug-
unum, þar sem hann gekk
hægt í burtu. En ég varð að
bíða þangað til hann hætti
að lesa, því að hann mátti
ekki gruna neitt.
Einhvern veginn kvaddi ég
Hollins, og árnaðaróskir hans
fylgdu mér, þegar ég laum-
aði aftur háKri krónu í lóf-
ann á honum.
McNab beið fyrir handan
Lundúnabúa, og samanburð-
urinn á hári hans og hár-
hornið. Hann virtist ánægð-
ur með sjálfan sig.
„Þetta, hugsa ég,“ sagði
hann, „að sé í fyrsta sinn,
sem fingraför manns eru tek-
in honum óafvitandi."
En þó að þetta bragð væri
fimlega gert, vissi ég að á-
nægja McNabs hlaut að stafa
af einhverju öðru en því, að
hann væri svona ánægður
með kænsku sína. Þó að
hann hefði náð fingraförum
Hollins án þess að hann yrði
var við, yrði hann ekki svona
Ijómandi af ánægju. Aðeins
það, að mikilvægt atriði hefði
áunnizt í erfiðu máli gat hafa
valdið því, hugsaði ég með
mér, þegar við flýttum okk-
ur af stað.
Við hornið á Bayswater-
götu veifaði McNab bíl sem
fram hjá fór. Meðan við bið-
um varð mér að orði:
„Svo að blindi maðurinn
er ekki Dick Hollins?“
„Hann er ekki fremur Hol-
Ævintýri bangsa
Maggi mús er kominn í heim-
sókn til Bangsa. Þeir leika sér
saman góða stund; teikna og
skoða myndabækur. Svo kem-
ur Bangsi litli með kubbana
sína. „Nú verður gaman!“ seg-
ir Maggi mús. „Við skulum vita
hvor okkar verður fljótari að
byggja fimm hæða hús.
Bangsi sezt á gólfið í þungum
þönkum. „Ættum við ekki að
reyna að byggja eitthvað, sem
er auðveldara“, segir hann.
„Fimm hæða hús eru svo marg
brotin“. Og um leið hrynur það,
sem hann er byrjaður að byggja.
ÖRN EbDING
ÖRN: Hvert þó í heitasta! Stelp-
an hefur fiktað eitthvgð við
fallhlera lokuna, — — og nú
þeytist hún ein í flugvélinni með
fimm hundruð mílna hraða á
klukkustund. —
FLU GFORINGINN: Og hann
stekkur út úr flugvélinni, hug-
leysinginn! Hver bjargar litlu
telpunni?-------
FLUGMENNIRNIR: Af stað. —
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
'■ ’jpr"™'.
, -.. •-•**-**..