Alþýðublaðið - 12.11.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. nóv. 1947
ALÞVÐUBLAÐIÐ
3
ílalskir
haltar
smekldegt úrval,
fallegir litir,
nýkomnir
(án s'kömmtunar).
Geysir h.f.
Fatadeil'dm.
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
Tilkynning frá
Skipaútgerð
ríkisins.
í vöruhúsi voru hér liggja
ómerktar vanskiil'avöírur frá
síðastliðnu ári og eldri.
Ef réttir eigendur hafa
ekki igefið síg fram fynir 30.
þ. m. verða vörur þessar sefd-
ar á opimberu uppboði til
greiðslu áfallins kostnaðar.
UIEarsokkar
fyrir karlmenn, silki-
sokkar fyrir konur
á kr. 7,50.
Ðyngja li.f.
Laugaveg 25.
Brunabótafélag
r
Islands
vátryggir allt lausafé
(nema verzlunarbirgðir).
Upplýsingar í aðalskrif-
stofu, Alþýðuhúsi, (sími
4915) og hjá umboðs-
mönnum, sem eru í
hverjuim kaupstað.
Píanóhljómleikar
Jórunnar Viðar.
FRÚ JÖRUNN VIÐAR
hélt fyrstu sjálfstæðu píanó-
hljómleika sína hér í bæ í
Austubæjarbíó miðvikudags-
kvöldáð 5. þ. m. Eru þetta
fyrstu hljómleikarnir, sem
haldnir eru í þessum húsa-
kynnum siðan þau voru full-
gerð, og má segja, að mjög
hafi hækkað hagur tónlistar-
innar í Reykjavík við að fá
aðsetur í þessum svipfagra
og hljómgóða sal.
Á verkefnaskrá frúarinn-
ar voru verk eftir Bach,
Beethoven. Chopin, Debussy
og Paganini—Liszt, og var
Chopin þeirra fyrirferðar-
mestur á efnisskránni. Nokk-
urs taugaóstyrks gætti í
flutningi prelúdíunnar og
fúgunnar eftir Bach (í As-
dúr, úr Wohltemperiertes
Klavder), og má vera, að sá
óstyrkur hafi einnig valdið
nokkrum annmörkum á
flutningi sóncitunnar eftir
Beethoven (op 109), einkum
í fyrsta kaflanum. Andstæð-
urnar komu þar ekki nógu
glöggt fram, og form kaflans,
sem frá hendi höfundanins
er eins skýrt og orðið getur,
missti mikið af áhrifamætti
sínum Tveir siðari kaflar
sónötunnar voru vel ieiknir,
einkum itilbrigðakaflinn.
í Chopin-verkunum virtist
frúin þó fyrst komast veru-
lega í essáð sitt. og nutu þau
sín öll ágætavel í meðferð
hennar. Sama má segja um
lagaflokkinn „Pour lie piano“
eftír Debussy og ,,Etude“ nr.
6 eftir Paganini—Liszt. og
var þetta síðast talda verk
ílutt með talsverðum glæsi-
'brag. Þessi síðari hlutá tón-
léikanna tók af allan efa um
það, að hér er á ferðinni
mjög efnilegur píanóleikari,
sem mikils má af vænta, þeg-
ar fram líða stundir.
Þeim, sem þetta ritar,
þótti það helzt ávant um
þessa hljómleika. auk þeirra
ágalla, sem að. ofan getur, að
efnisskráin var ekki nógu
vandlega samán sett. Þar
skorti nokkuð á jafnvægi og
skynsamlega niðurröðun við-
fangsefnanna. Höfundunum
var raðað eftir tímaröð. að
undanteknu því. að þeir Pa-
ganini—Liszt voru settir á
eftir Debussy. Slík röðun
•eftir aldri höfunda er oft
höfð á efnisskrám þessarar
tegundar og getur stundum
blessazt ágætlega, en hún e.r
fjarni því að vera einhlít. í
þeittá skipti varð niðurstað-
an að tvö verk á efnásskránni
sem verulegur mergur
er í. prelúdía og fúga Bachs
og sónata Beethovens, komu
fyrst. en síðan — ef borið er
saman við þessi verk — ein-
tómt léttmeti Chopiin, sem
að vísu er ágætt og elskulegt
tónskáld, stenzt engan sam-
anburð við hina tvo fyrr-
nefndu meistara að dýpt og
kyngi. og gildir það sama um
Debussy og þá félaga Pagan-
ini—Liszt. Hefði því verið
kærkom:ð að fá í síðari hluta
efnisskrárinnar eitthvert
verk, s>em að innra krafti
hefðá getað vegið nokkuð á
móti verkum þeirra Bachs og
Beethovens
Hljómleikaskrá þarf að
„kompcniera“, ef vel á að
vera, með svipuðu tilliti til
forms og jafnvæigis eins og
um eánstakt tónverk væri að
Framh. á 7. siðu.
Ný harnabók —
eftir Hedvig Collin
íslenzkar fornaldarsögur hafa öldum saman verið einhver bezti skemmti-
lestur íslenzkra unglinga. Danska listakonan, Hedvig Collin, sem mörgum
mun kunn af sýningu þeirri, er hún hélt hér 1946, hefur sótt eftið í þessa
bók sína í Hrólfs sögu kraka og kappa hans og gert það lifandi með fjölda
ágætra teikninga, sem munu hljóta sömu vinsældir hjá íslenzkum börnum
og aðrar myndir höfundar hafa aflað sér í öllum þeim löndum, þar sem
barnabækur hennar hafa farið sigurför.
Helgi og Hróar
munu strax vinna hjörtu lesendanna og ævintýri og hrakningar þess-
ara konungs sona, unz þeir h afa komið fram hefndum fyrir víg
föður síns, munu verða lesin aftur og aftur.
Bókin er prýdd 30 heil’síðumyndum, einhverjum þeim beztu, sem hér hafa
sést, auk margra smærri mynda. — Þetta er einhver fegursta barnabók-
in, sem völ er á.
— Fæst hjá næsta bóksala.
H eimskringla.
i