Alþýðublaðið - 12.11.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.11.1947, Blaðsíða 7
“ X ‘ittfgfihiíitiiijSíM Miðvikudagur 12. nóv. 1947 ALÞÝOUBlAélP Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1618. Ljósatími ökutækja er frá klukkan 16.50—7.30 að morgni. — Enginn má stýra bif reið nema hann hafi ökuskír- teini, er heimili honum að s'týra bifreið. Meðan ekið er, má bif- reiðarstjóri ekki sleppa hendi af stýri bifreiðar sinnar, og varast skal hann að tala við farþega. FimmSa herdeiíd Framh. af 5 síðu- 1947 ályktar, eftir að hafa feingið fullkomna grein gerða fyrir iþeim atburðum og á- stæðum, sem liggja til grund vallar grein í septemberhefti félagsblaðs norska sjómanna sambandsins um „fimmtu herdeildina“. að greiniin var fullkomlega réttmæt. Fumdurinn lýsir sig enn fremur andvígan beim mönn um, sem í ræðu, riti og fram komu viinna í gegn hinni sameiginlegu frelsisbaráttu, sem nú er háð vegna smá- þjóðanna o.g til þess að frelsa Norðurlönd undan ógnar- stjórn nazismans“. Tillagan var samþykkt með 262 atkvæðum gegn 38. Hinór kommunistísku for- ingjar höfðu hlotið verð- skuldaðan dóm. Norskir sjó- memn kváðu hann upp yfir þeim og verkum þeirra. SKEMMDARVERK HÉLDU ÁFRAM ÞAR TIL VIND- STAÐAN BREYTTIST Stjórn S.S.K. sagði samt ekki af sér. Þvert á móti fannst henni fremur en áð- ur ástæða til að hafa í frammi gagnaðgerðir með það fyri,r augum að draga úr stríðsframlagi norskra sjó- manna í baráttunni við naz- ismann. Tilraunir þeirra til iað kljúfa norska sjómannasam- tökin héldu áfram með öll- um mögulegum ráðum, þar til Þjóðverjar réðust á Rússa 22. júní 1941. Þá gátu fyrst þjóðernis- og lýðræðiskennd ir kommúnista vaknað (!!) En þá höfðu S.S.K. forkólf arni,r þrír lokið hlutverki sísnu. Bandarísk stjórnarvöld hófu þá að taka aíla fimmtu herdeildarmenn til nákvæmr ar athugunar. Og þremenn- ingarnir lýstu yfir því í skyndi, að S.S.K. væri leyst upp og að því væri bréytt í sérstaka deild í ameríska sjó manna samtökunum, „Nati- onal Maritime Union, sem frá árunum 1934—35 vernd- aði S.S.K. WILHELM AAGAARD VIÐ „LAND OG FOLK“ Þannig emdaði þessi þátt- ur í sögu norskra sjómanna- samtaka. — Staðreyndirnar tala. Eftir er aðeins að bæta því við að dansfci kommúnistinn Wilhelm Aagaard, sem var einn þeirra, er norskir sjó- menn dæmdu sem fimmtu herdeildarmann, heldur enn ií dag áfsam sundrungariðju sinni sem meðhjálpard við „Land og Folk“. Minningarorð Steinþór Sigurðsson magister Margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg er sjötugur hjarði. STEINÞÓR SIGURÐSSON var fæddur í Reykjavík 11. janúar 1904, sonur Sigurðar Jónssonar skólastjóra og Önnu Magnúsdóttur, fyrri konu hans. Ég sá Steinþór í fyrsta sinn haustið 1920, þegar ég settist í fjórða bekk Mennta skólans. og síðan höfum við verið sambekkiingar og síðar samstarfsmenn nær óslitið hátt á þriðja tug ára. Mér var strax sagt, að þessi granni, kviklegi ljóshærði piltur væri „geni“ í eðlis- fræði, og ég komst fljótt að raun um, að ekki var ofsög- um sagt af því. Það getur komið fyrir þeztu menn að svara spurningum kennar- ans á annan veg en til er ætlast, en hefði það komið fyrir að Sfeinþór væri á öðru máli en eðlisfræðikennarinn, hefðum vð bekkjarbræður hans varla vitað hverju við ættum að trúa, en slíkt köm aldrei fyrir. Það kom þegar í ljós í skóla, hve Siteinþóri var sýnt um að gera athuganir og mælingar allar, sem fyrir okkur voru lagðar. í því þekkti ég engan hans líka, enda varð það . einn veiga- mikill þáttur í hans mikla ævistarfi. Siteinþór va,r ekki mikill iþróttamaður í skóla, og ýarð fyrir því áfalli í leikfimi í 6. þekk að handleggsbrotna illa. Guðmundur prófessor Magnúson var þá sóttur nið- ur í alþingishús, þar sem hann var að kenna. Prófess- orinn gerði svæfingargrímu úr handstúku sinni, svæfði Steinþór og b|ó um meiðslin svo. að eigi varð um bætt. Handleggurinn varð þó aldrei alveg réttur síðan. Engum okkar mundi þá hafa komið tiil hugar að Steinþór ætti eftir að verða þjóðkunn ur fjallgöngumaður og skíða. garpur. Steinþór sigldi áleiðis til Kaupmannahafnar til þess að leggja stund á eðlisfræði á miðju sumri 1934. Ég lagði af stað þangað í október um haustið og kunnugir spáðu mér að haustmissirið mundi verða mér ódrjúgt þar sem Steinþór Sigurðsson. liðiiin var nær þriðjungur þess. En þegar til Hafnar kom var Steinþór þar fyrir og hafði fylgzt með kennsl- unni frá upphafi og vissi allt, sem ég þurfti að váta og var óþreytandi að setja mig inn í allan sannleika, eins og jafnan fyrr og síðar, þótt hann væri sjálfur önnum kafinn. . Við áttum alveg samleið við námið enn um nokkur ár og iþað voru fleiri en ég, sem vöndu komur sínar á Römars göitu 24, þar sem Steindór átti heima, þegar ráða þurfti fram úr ýmsum vanda, þótt enginn hafi senmlega átt eins oft erándi þangað og ég. Eftir að Steinþór kom til Hafnar fór hugur hans að hneigjast meir og meir að sitjörnufræði. og það varð úr, að hann tók maistarapróf siítt í þeirri grein. Auk skyldunámsgreinanna lagði hann á íAiari Hafnar- árum sínum stund á ýmsar aðnar greinar, svo sem land- mælingar og ljósmyndagerð, en á þeim sviðum vann hann síðar eins og kunnugt er ómetanlegt starf. Þrátt fvrir námsannirnar vannst Steinþóri tími til að starfia manna mest að félags málum íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, og var hann formaður stúdentafé- lagsins um skejð. Að háskóllanámi loknu gerðist Steinþór stærðfræði og eðlisfræðikennari við hinn nýstofnaða Mennta- skóla á Akureyri og vann þar brautryð.jsndastarf, var aðalkenmari fyrstu stúdent- Skrífstofunum verður lo'kað eftir hádegi' í dag vegna minning- ar a thafn arin n a r um. Steinþór Sigurðsson, magistér. Raf orkumálast j óri Rafmagnsveitur ríkisins Rafmagnseftirlit ríkisins Jarðboranirnar. HJARTANLEGA ÞAKKA ég öllmn. vinum mínum, aem með gjöfum, skeyt- um og heimsáknium gjörðu mér daginn áigleymanleg- an, er ég varð sjötíu ára. Guð blessi ykkur öll. JÓN ARASON. anna, sem brautskráðir voru úr stærðfræðideild skólans. Alla tíð síðan hefur Stein- bór hafit á hendi kennslustörf á vetrum, þótt kennsla væri eigi aðalstarf hans hin síð- ani ár eftir að hann gerðist framkvæmdastjóri rannsókn arráðs. Hann kenndi eðlis- fræði í verkfræðideild há- skól'ans frá stofnun hennar, en sjálfur var hann einn hinn ótrauðasti hvatamaður þess að deildin yrði stofnuð og kom þar fram bjartsýni hans og trúin á þjóðina. Þetta umfangsmikla auka- starf vann hann, eins og svo margt annað, endurgjalds laust, því honum var um ann að sýnna en að safna þessa heims auði. Þegar er Steinþór var kom inn heim til íslands að loknu skólanámi hóf hann mæling ar síniar og' rannsóknir á nátt úru landsins og vann að þeim síðan, á sumrin í rann- sóknarferðum og á vetrum vann hann úr þeim gögnum, er hann hafði safnað. Ætla ég mér ekki þá dul að lýsa þeim margþættu rannsókn- um. en það hef ég fyrir satt, að eigi hafi getið fróðari rnann um staðháttu og ann- að það í fari íslenzkrar nátt- úru, sem hann lagði einkum rækt við. Steinþór kvæntist árið 1938 Auði Jónasdóttur, 'al- þingismanns Jónssonar, á- gætri konu, og áttu þau tvö mannvænleg þörn. Þau hafa misst mikils. Og mikill er missir Fjall- konunnar, sem nú á að sjá á bak þeim syninum er stóð hjarta hennar svo nærri. • Og stórt finnst okkur bekkjarbræðrum bans það skarð, sem höggvið er í fylk- ingarbrjóst okkar. Við kveðjum hann með kærri þökk fyrir samveruna og fyrir þann sóma, sem við viljum mega telja að hann hafi gert okkur með fram- görngu sinná allri. Sigurkarl Stejánsson. Framhald af 5. síðu. ræða. Með því verða heildar áhrif hljjómleikanna ákjósan- legust, og hin einstöku tón- verk njóta sín bezt. J. Þ. Þá sparið þér steypuefni. Ekkert efni í súginn. Nýtízku tæki tryggja fljóta afgreiðslu og mikil afköst. Nákvæmlega ve^ið efni tryggir góða steypu. Allar upplýsingar í skrifstofunni. Lindargötu 9. — Sími 7450. HANNES Á HORNINU. Frh. af 4. síðu- maður nú verið einfaldur. Þetta geta verið upplýsingar fyrir Loft og aðra, sem vilja fá að vita hvernig í öllu liggur.“ EN SVO er það svar þitt. Af framanrituðu verður ljóst, að furðu margt missagt er í þeirri klausu, þótt lítil sé. í fyrsta lagi að þú hefur ekki, ein- hverra hluta vegna, leitað upp- lýsinga á réttum stöðum. í öðru lagi að við skátarnir höf- um ekki skilað aftur neinum 'gjaldeyri, af þeirri einföldu ástæðu að Landsþankinn vildi ekki kaupa hann. í þriðja lagi að við höfum aldrei farið fram á það við neinn að frá franka til þess að endurgreiða þau þrjú sauðskinn, sem við, fyrir þrá- beiðni þriggja erlendra skáta, lofuðum að reyna að senda þeim er við kæmum heim. „ÉG geri ráð fyrir, að það sé gáleysi þínu að kenna að þú lætur líta svo út, sem að við hefðum tekið á móti greiðslum á svo og svo mörgum skinnuin (þau voru þrjú), sem við höf- svo ekki getað sent út eða end- urgreitt. Þetta gæti fólk haldið. En auðvitað höfum við aLltaf haft nóg af frönkum til þess og höfum enn. En að lokum eina spurningu. Það skyldi þó aldrei standa á þeim gjaldeyr- isleyfum, sem maður fær, að öllum óeyddum gjaldeyri beri að skila aftur? Með góðri reynslu fyrir því, að þú viljir heldur hafa það er sannara reynist í hverju máli, þakka ég fyrir birtinguna’1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.