Alþýðublaðið - 28.11.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.11.1947, Blaðsíða 8
ALÞVÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- iinga til að bera blaðið í þessi hverfi: MELA ■ Föstudagurinn 28. nóv. 1947 ALÞVHUBLAÐie vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið I þessi hverfi: | Seltjarnarnes. Talið við afgr. Sími 4900. 1. desemberhátíð Alþýðuflokksins. \LÞÝÐUFLOKKSFÉ- LAG REYKJAVÍKUR efnir til 1.. desemberhátíða halda í Iðnó n. k. mánu- dag. Þar verða margs konar skemmtiatriði, svo sem kvikmyndasýning, gam- anvísnasöngur, Brynjólf- ur Jóhánn'esson leikari, upplestur, Ævar Kvaran, leikari og ræða, sem Ás- geir Ásgeirsson, alþingis- maður flytur, auk þess verður stign dans. Aðgöngumiða getur Al- þýðuflokksfólk, eldra sem yngra fengið í skrifstofu flokksins í Alþýðuhúsinu eftir kl. '5 í dag. Ef að líkum lætur, verð ur hvergi betra að skemmta sér þennan dag en í Iðnó, enda fjölbreytt skemmtiskrá. Olafur Bjarnason laskasf í sí í FYRRADAG brotnaði skrúfan á línuveiðaranum Ólafi Bjarnasyni, en hann var á leið norður til Siglu- fjarðar með síldarfarm. Komst skipið undir Grænu- hlíð við ísafjarðardjúp og lá þar þangað til varðskipið Ægir kom því til aðstoðar og dró það inn-á Patreksfjörð. Verður síldin losuð úr Ólafi Bjarnasyni og brædd á Patreksfirði. Verður ný skrúfa sett á skipið þar, og mun nú vera búið að senda skrúfuna áleiðis til Patreks- fjarðar. Vélar í nýja síidar- og beinamjö verksmiðju hér að koma til landsins --------------------«------- Síldar- og beioamjölsverksmiðjao h.f. fær vélar, sem gætu uooið úr I5ÖÖ mál- um síldar eða 250 smáSestum blautbeioa á hv.erjum degi. -------4------- VÉLAR í nýja síldar- og fiskimjölsverksmiðju hér í Reykjavík eru nú að koma til landsins, ein vélasamstæða er þegar komin og önnur stænri er væntanleg í næsta mán- uði. Er það .,Sildar- og íiskimjölsverksmiðjan h.f.“, sem fær þessar vélar, en fyrirtæki þetta var stofnað hér í bæ í byrjun þessa árs til þess að fá hingað nýtízku vélar til fiskimjölsframleiðslu, og stóðu meðal annarra eigendur hraðfrystihúsanna að stofnun félagsins. Vélar þær, sem nú em að koma, munu geta unnið úr 250 smálestum af blautbeinum á sólarhring eða 1500 málum af síld. Fjögur ný skip bætast við til flutninga og ber þá ailur flofinn um 97 000 mál í ferð. ---------------------------«---------- SÍLDARAFLINN við Faxaflóa og ísafjarðardjúp er nú orðinn tæp 200 þúsund mál og má vel búast við að gjaldeyristekju.r af svo mikilli haustsíld geti orðið um 16 milljónir króna, að því er Sveinn Benediktsson skýrði blað- inu frá í gær. Um 40 þúsund mál bíða nú umskipunar á Reykj avíkurhöfn og va.r þó um þriðjungur síldarflotans enn þá úti eftir hádegíð í gær. Er nú unnið af kappi að því að fá skip til að flytja síldina norður, svo að ekki verði alvarleg töf á veiðinný en það er miklum erfiðleikum bund- ið, þar sem varla er um annað en erlend skip að ræða til viðbótar, og þá aðeins þau erlend skip, sem stödd eru hér við land. Á hverri vertíð falla nú að jafnaði til 7 000 smálestir' af fiskúrgangi hér í Reykjavík, og er brýn þörf að vinna bet- ur úr þessu en gert hefur verið, enda hafa verkunarað- ferðir við þetta verið sein legar og dýrar og varan ekki orðið fyrsta flokks. Hið nýja félag fékk sérfróða menn til að velja nýjar vélar, og var til þess ætlazt, að einnig yrði hægt að vinna síld með þeim. Var ein vélasamsítæða keypt í Englandi og getur hún unn- ið úr 30 smálestum á sólar- hring og er þega.r komin hingað. í desember er vænt- anleg önnur vélasamstæða frá Ameríku, sem vinnur 220 smálestir á sólarhring, en báðar eiga vélasamstæðurn- ar að geta unnið úr 1500 mál- um síldar. í fyrstu var ákveðið að byggja verksmiðjuna á Grandagarði, en af ýmsum ástæðum var það ekki hægt, en hlutafélagið hefur nú keypt eignir F.iskimjöls h.f. við Köllunarklettsveg, og verða vélarnar settar þar nið- ur. Er nóg rúm til að auka afköst verksmiðjunnar um helming og stór hjallur, sem með litlum tilkostnaði mætti breyta í þróarhús. I stjórn Síldar- og fiski mjölsverksmiðjunnar h.f., eru nú Baldvin Jónsson, lög- fræðingur; formaður, Ingvar Vilhjállmsson, ú'tgerðarmað- ur, vairaformaður, og með- stjórnendur íþeir Björn. Ólafs frá Mýrarhúsum, Þorleifur Jónsson, formaður Fiskiðju- vers ríkisins, og Jón Guð- var ðsson, verksmið j ust j óri. Hlutaféð er 1 000 000. Að því er Sveinn Bene- ♦ diktsson forstjóri hefur tjáð blaðinu, fer síldveiðin á Hvalfirði stöðugt vaxandi, og sér þar hvergi hcjgg á vatni, þótt mergð skipa sé þar að veiðum. Á þrem síðast iiðnum sólarhringum hafa 35 000 mál síldar borizt á land og nemur síldaraflinn á þessu hausti nú alls 200 000 málum. Fram að þessu hefur burð- armagn síldarflutningaflot- ans numið 42 000 málum, en nú hefur floti sá aukizt um fjögur skip, er bera samtals 55 000 mál í ferð; og nemur þá burðarmagn flotans 97 000 málum í ferð. Þessi skip eru: True Knot, sem ber 30—35 þúsund mál, pólska skipið „HeF1, sem ber um 14 000 mál, og tvö skip, sem hér eru á vegum Öskars Halldórsson- ar útgerðarmanns og bera samtals 6 500 mál. Heildaraflinn eftir hádeg- ið í gær skiptist sem hér seg- segir: Til Reykjavíkur höfðu þá komið 112 þúsund mál og þar aí voru 73 þúsund mál komin ti'l Siglufjarðar eða á ieiðinni þangað. Til frysting ar höfðu alls farið um 15 þúsund mál, á Akranesi hafa verið lönduð 21 þúsund mál, í Keflavík og Njarðvíkum 7 þúsund mál, á Patreksfirði 7 þúsund mál og um 25 þús- und mál á ísafirði. Martin Larsen ráðinn blaðafuiltrúi. MARTIN LARSEN sendi- kennari, hefur verið ráðinn blaðafulltrúi við dönsku sendisveitina í Reykjavík. Martin Larsen er orðinn kunnur maður hér á landi fyrir sendikennarastörf sín við háskólann, og hefur hann í hvívetna getið sér mjög gott orð. FORSETI ÍSLANDS sendi þann 20. þ. m. konungshjón- unum brezku ámaðaróska- skeyti til þeirra og brúðhjón anna út af brúðkaupi Elísa- betar krónprinsessu. Hefur honurtx borizt mjög hlýlegt þakkarskeyti frá Bretakon- ungi fyrir hönd konungshjón anna og brúðhjónanna. Fiskiþingið vill skýrsiu um framlag þjóðar- innar til styrjaldar- innar. Framh. af 5 síðu- FISKIÞINGIÐ telur að ekki megi undir höfuð leggj- a-st að bixita skýrslu og grein argerð um framleiðslu og út flutning sjávarafurða, sigling ar og tjón það á mönnum og skipum, er íslendingar biðu af völdum nýlokinnar styrj- aldar, svo hægt verði að glöggva sig á framlagi þjóð- arinnar vegna styrjaldarinn ar. Kemur þetta meðal anmars fram í ályktunum þingsins, sem afgreiddar voru í gær, en þá voru á dagskrá þingsins 18 mál, og voru mörg þeirra afgreidd. Af öðrum ályktunum þings ins má nefna: ályktun varð- andi endurbyggingu brim- brjótsins í Bolungarvík, rýmk un landhelgirmar, landhelgis gæzlan, orlofslögin, réttindi ísendinga á Grænlandi, veð urfregnir, verkstæði til að hnýta herpinætur og síldar- net með vélum, fljótvirk Bækur Menningar- sjóðs korna út FÉLAGSMENN Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins fá að þessu sinni 5 bækur fyrir árgjald sitt, og eru þær þessar: 1. Almanak Hins íslenzka Þjóðvinaféiags umfárið 1948. Það flytur m. a. grein um ís- lenzka leikara eftir Lárus Sigurbjörnsson rithöfund. 2. Skáldsöguna „Timglið og tíeyring“ eftir enska skáld ið W. S. Maugham í þýðingu Karls ísfelds ritstjóra. 3. Úrvalsljóð Guðmundar Friðjónssonar með formáia eftir Vilhjálm Þ. Gíslason skólastjóra. Þetta er sjötta bókin í flokknum ,,íslenzk úrvalsrit“. 4. Heimskringla, II. bindi, búið til prentunar af dr. Páli E. Ólasyni. 5. Andvara, 72. árgang, Hann flytur m. a. sjálfsævi- sögu Stephans G. Stephans- sonar. Félagsgjaldið 1947 er eins og s.l ár fr. 30,00. Fyrir það fá félagsmenn áðumefndar 5 bækur. Erfitt er nú, svo sem kunn. ugt er, um útvegun pappírs og bókbandsefnis, ekki sízt, þegar um stór upplög er að ræða. Horfur eru þó á, að fé- lagsbækumar fyrir þetta ár kami allar út rétt fyrir ára- mótin. Nýlega er komið út III. bindið af Bréfum og ritgerð- um Stephans G. Stephans- sonar, búið til prentunar af Þorkeli Jóhannessyni pró- fessor. Er þar með lokið prentun bréfasafnsins. Síð- asta bindið, ritgerðasafnið, mun koma út á næsta ári. I. bindi Bréfanna hefur nýlega verið Ijósprentað. Odysseifskviða er nú í prentun. Mun hún koma út á næsta ári og einníg Iliions- kviða, ef hægt verður að út- vega pappír til útgáfunnar. Nýtt bindi af Sögu íslendinga er einmig væntanlegt á næsta ári. Er það VII. bindi, samið af Þorkeli Jóhannessyni pró- fessor. Haldið er áfram und- irbúningi að útgáfu íslands- lýsingarinnar. Verður I. bindið sennilega prentað á árinu 1949. Á Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARDEGI Sovétríkjanna, 7. þ. m., sendi forseti íislands N, Shvernik, forseta æðstaráðs Sovétríkj anna heillaóskaskeyti. Hefur honum borizt alúðlegt þakk- arskeyti frá forsetanum. löndumartæki við Reykjavík urhöfn og tillögur um tal- stöðvamál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.