Alþýðublaðið - 06.12.1947, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.12.1947, Síða 3
Laugardagur 6. des. 1947. AL&YÐURLAÐÉTC) 3 Þorsteinn Sveinsson lögfræðingur: Lækning verðbólgunnar meira að- kallandi en bruggun áfengs öls. ----------------«------ —-------------------------------—f III til bóiaþega almanRalryggínganna Ákveðið hefur verið, að yfirstandandi bótatímabil Tryggingastofunar ríkisins framlengist til 30. júní 1948. Þeir, sem nú njóta ellilífeyrís, örorkulífeyris, barnalíf- eyris, ekkjulífseyriis, fjöldskyldubóta eða örorkustyrks, þurfa því ekki að endurnýja umsóknir sínar um næstu áramót, þar sem úrskurðir um slíkar bætur gilda áfram fyrra missiri ársins 1948 og bæturnar verða greiddar þann tím'a með sömu grunn- upphæðum og á þessu ári, nema úrskurðum beri að breyta lögum samkvæmt. h , Þeir, sem njóta örorkulífseyris eða örorkustyrks, sem úrskurðaður hefur verið samkvæmt tímabundnum örorkuvottorðu m, er ekki gilda lengur en til næstu ára- móta, þurfa þó, ef þeir óska að njóta lífeyris eða styrks áfram, að senda nýtt lækn- isvottorð áður en hið eldra fellur úr gildi, svo að orkutapið verði metið á ný. Gréiðsl ur lífeyris og styrks til þeirra verða frá næstu áramótum miðaðar við hið nýja mat. Þeir, sem vegna aldurs eða örorku öðlast rétt til lífeyris á tímabilinu til 30. júní 1948, sendi umsóknir sínar til umboðsmanna Tryggingastofnunarinnar á venjulegan hátt. Sama er um þá, sem á nefndu tímabili öðlast rétt til fjölskyldu- bóta, barnalífeyris, mæðra eða ekknabóta eða sjúkradagpeninga. Næsta bótaár hefst 1. júlí 1948 og endar 30. júní 1949. Verður auglýst síðar, með hæfilegum fyrirvara, hvenær umsókir fyrir það bótaár skuli endurnýjaðar. Það er skilyrði fyrir bótagreiðslum, að hlutaðeigandi hafi greitt áfallin iðgjöld tdl trygginganna. Er því áríðandi, að umsækjendur gæti þess að hafa trygginga— skírteini sin í lagi. Heykjavík. 4. desember 1947. Trygglngasiofnun ríkisins Fiskiþingið viii vísitöiuna niður ---------------------♦— Telyr vélbátaflotann ekki geta farið á veiðar við núverandl aðstæður. -----------------».. . ~ FISKIÞINGIÐ, sem nýlega er lokið, taldi að fjárhags- grundvöll vantaði til þess að hægt yrði, að gera vélbáta- flotann út á þorskveiðar á komandi vetrarvertíð. Taldi þing- ið að útgerðin gæti því aðeins hafizt almennt, að útgerðar- kostnaður yrðu nieð opinberum ráðstöfunum færður niðiu* stórkostlega, eða sem svaraði lækkun vísitölunnar niður i 250 stig. láfa lækka í 250 sliol ÞAÐ hefur um langan ald- ur þótt mikill viðburður, er alþingi ísl'endinga kemur saman til funda, og hafa marg ir fylgzt af áhuga miklum með þeim málum, sem það hefur fjallað um á þeim tíma, sem' það hefur setið að störf- um. Þett'a er ekki nema eðli- legt, þegar þess er gætt, að landsmenn eiga oft mikið undir því, hvernig þeir full- trúar þjóðarinnar, sem þar sitja, ráða málum hennar. Enda er það svo, að sam- vinna þings og þjóðar er nauðsynleg í hverju því máli, sem stuðlar til heilla og vel- ferðar hinnar íslenzku þjóð- ar. Um þetta eru vafalaust allir sammála. Eitt mikið vandamál, sem óneitanlega grípur inn á svið daglega lífsins, og verður æ nauðsynlegra að leysa með degi hverjum, er ástand það, sem sfeapazt hefur vegna verðbólgunnar í landinu. Af- leiðingar hennar eru auðsæ- ar fyrir þjóðina, enda bíður hún nú eftir því, að skjótar iráðstafanir komi til lausnar vandanum, og mun vafalaust einnig hafa gert sér það ljóst, að samvinna hennar við þá, sem stjórna málefnum lands vors, er og verður nauðsyn- leg ef um meira en stundar úrbætur á að vera að ræða. En eitt er það mál, sem þrátí' fyrir hina alvarlegu tímá, hefur verið rætt meira um og ritað, en nokkuð ann- að undanfarið, bæði í þing- sölunum og utan þeirra. Það á upptök sín að rekja til frum varps, sem borið hefur ver- ið fram á alþingi, um ölgerð og sölumeðferð öls; og er að- alinntak þess, að leyfð verði bruggun áfengs öls í landinu. Nú verður mörgum á að spyrja, og það ekki að ástæðu laaisu, er þetta það, sem þjóð vórri er mest nauðsyn á þess um tímum? Er nú svo komið, að áfengt öl sé talið allra meina bót fyrir þjóðina? Ef svo er, hafa mönnum gleymzt hin sönnu orð Hávamála, því þar vaar öl alda sonum eigi talið gott, og svo að orði kom izt, að ,,færa veit, es fleira drekkr, síns til geðs gumi“. Ekki er þó vonlaust um að fylgjendur öldrykkjunnar kunni að ráma í þessi spak- málflutningi sínum viljað láta líta svo út, sem þeir með dálæti sínu á öldrykkj.unni, væru að stuðla að minni neyzlu sterkra drykkja. Á þessum vísdómi hefur svo verið hamrað af svo miklum þunga, að fátt annað hefur komizt að. Mikils þykir nú við þurfa, enda sjálfsagt mikið í húfi fyrir öldrykkjumennina, að missa nú ekki þetta einstaka tækifæri til þess að fá á- fengt öl bruggað í landinu. Að sögn þeirra manna, sem á kveðnast tala um bruggun á áfengu öli í landinu, hefur þjóð vor farið mikils á mis, að hafa ekki fyrir löngu haf- ið slíka framleiðslu. Er því ekki vonum fyrr, að því er þeir ætla, að þjóðin sjái sig um hönd og gleypi við hinni nýju kenningu þeirra. Því samkvæmt skoðun þessara manna, hlyti það að vera öllu meiri menningarauki, að hafa innlent áfengt öl svo að segja með hverri máltíð. En athugum nú þetta örlít- ið nánar. Ef áfengt öl fengist í landinu, væri ekki nokkur vafi á því, að drykkjuskap- urinn yrði almennari, og finnst þó öllum hugsandi mönnum nóg -af honum í landinu eins og er. Ölið yrði mikið notað, og sterku drykk irnir yrðu hafðir .um hönd í sama mæli og áður. Það eina, sem áynnist, yrði það, að æskunni yrði talið vanza- laust að neyta ölsins, enda sennilega eins og kom fram í einu dagblaði bæjarins, álit- ið tilheyra, að hafa allar um- búðir með sem skærustum litum og fögrum lokkandi myndum. Og þegar neyzla ölsins væri orðin svo almenn, að menn teldu sjálfsagt að hafa það með á matborðinu, yrði auðveldur eftirleikurinn hjá æskunni; en hvaða af leiðingar slíkt gæti haft í för með sér getur enginn reikn- að út. Allt tal öldýrkendanna um það, að starf góðtempiara sé orðið óþarft, þar sem fræðsla þeirra sé orðin al- menningseign, en bannkenn- ing þeirra ekkert an-nað en trúaratriði, og sett fram til þess að koma af sér störfum, stenzt ekki dóm reynslunar. Þeir, sem þekkja vel starf góðtemplara, vita með vissu, að engir eru fúsari en þeir til þess að fóma kröftum sínum fyrir málstað bindindisins', og að þeir hafa gert, og munu gera þjóð sinni gagn með þessu starfi sínu. Og meðan jafnmikið kveður að alls- konar afbrotum og óknytt- um, sem unnin eru í ölæði, er ekki hægt með neinum rétti að tala um það, að fræðsla góðtemplara sé orð- in- almenningseign, því mið- ur. Enginn getur talið þau tár, sem fallið hafa af hvörmum mæðra eða eiginkvenna, sem hafa orðið fyrir þeirri miklu sorg, að ástvinir þeirra hafa týnt sjálfum sér í áfengis- flóðinu, þrátt fyrir mikla hæfileika og líkamlegt at- gjörfi. Og ætli það væri ekki nokkuð stórt dæmi fyrir hagl fræðinga landsins, að reikna það út, hversu þjóð vor hef- ur farið mikils á mis við það, að missa af mörgum góðum mannsefnum fyrir það, að leyfa sölu áfengis í landinu? Eða finnst mönnum ekki nóg um hin tíðu afbrot, sem unn- in eru í ölæði, eða eiga rót sína að rekja til þess? Þeir, sem eru í vafa, ættu að kynna sér alla þá dóma, sem fallið hafa um þessi mál. Og halda menn að úrbæturnar sé að finna í bruggun áfengs öls í landinu, samhliða neyzlu sterkra drykkja, og áfengu öli í hverri sölubúð? Nei, það er áreiðanlegt, að hér þarf eitthvað annað að koma til, og að almennings álitið þarf að breytast í þá átt, að áfengi sé skaðlegt, og því sé bezt að hafa það ekki um hönd. Oft getur lítill neisti kveikt stórt bál. Og eng inn getur fortekið það, að á- fengt öl, sem mörgum kann Framh. á 7. síðtt. í samþykkt fiskiþingsins um þetfa segir: ,,Til þess að starfsgrund- völlur geti skapazt fyrir báta útveginn, vill fiskiþingið benda á eftirfarandi: 1) Að vísitalan verði lækkuð í a.m.k. 250 stig og komið verði í veg fyrir allar grunnkaupshækkanir. 2) Að landbúnaðarafurðir verði lækkaðar í samræmá við vísitölulækkunina. 3) Að alþingi, ríkisstjórn, bæjar. og sveitarfélög taki upp- víðtækan sparnað á öllum sviðum. 4) Að lækka svo sem frekast er hægt alla álagningu á þarfir útvegsins. 5) Að því leyti sem framan rlitaðar ráðstafanir nægja ekki til þess að fá heil- brigðan starfsgrundvöll fyrir útveginn, verði gerð ar leiðréttingar í gegnum gjqídeyrisverzlunina. Má í því sambandi bsnda á eftirfarandi: a) tvenns. ko,nar gengi b) gjaldeyrisskatt b) leiðréttingu á gjaldeyr isskráningunni d) að útflytjendur fái verulegan hluta af gjaldeyri sínum (25%) til ráðstöfunar, til þess að leiðrétta taprekstur sinn, enda sé verziua þessi -undir eftivliti’ g j aldeyrisyf irvaldanna. 6) Fiskiþingið telur brýna nauðsyn til þess, að ríkis- stjórnin geri mögulegt að að fá hagkvæm lán til þess að létta sjóveðskröfum og öðrum aðkallandi skuld- um af útgerðinni vegna tapreksturs á árinu 1947. Ný Ijóðabók eftir Guðrúnu frá Brautarholti NÝLEGA er komin út ný ljóðabók eftir Guðrúnu Jó- hannesdóttur frá Brautar- holti, o gnefnist hún Liðnar stundir. Bókin er 100 biaðsíður að stærð og flytur 42 kvæði. —• Þetta er sjötta bók Guðrún- ar. Fyrri bækur hennar eru: Tvær þuiur (1927), Tóm- stundir I (1929), Börnin og Jólin (1941), Tíu þuiur (1943) og Hitt og þetta (1945). , legu orð, því að þeir hafa í Aðilfundúr Blindravinafélags Islands verður haldinn mánudaginn 8. desember í Odd- fellowhúsinu, uppi. DAGSKRÁ: Venjuleg aðaifundarstörf og bnnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum fást í skrifstofu félags- ins, Ingólfsstræti 16. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.