Alþýðublaðið - 06.12.1947, Síða 4
4
ALÞÝSUBLAÐiÐ
Laugardagur 6. des. 1947.
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Pingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 490G.
Áfgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan b-f.
Undrun Einars.
EINAR OLGEIRSSON,
hinn framhleypni og froðu-
mælsfci forustumaður kom-
múnísta í neðri deild alþing-
is, lét í ljós undrun sína yfir
því, við umræðurnar um hið
svokalaða dýrtíðarlagafrum-
varp hans og þeirra félaga,
að ríkisstjómin skuli ekki
vera búin að leggja fyrir
þingið eitthvert „mála-
myndafrumvarp“, eins og
hann orðaði það, um ráð-
stafanir gegn verðbólgunni
og til stuðnings sjávarútveg-
inum.
*
Þessi uimnæli Einars eru
einkennandi fyrir hunda-
vaðshátt hans og flestra kom-
múnista. Fyrir þeim vakir
ekki að eiga þátt í neinum
raunhæfum ráðstöfunum
gegn verðbólgunni, sem nú
ógnar sjávarútveginum, held-
ur aðeins að bera fram sýnd-
arfrumvarp, eða „mála-
myndafrumvarp“ um ráðstaf-
anir gegn henni, eins og Einar
orðaði það, til þess að blekkja
almenning flokki sínum til
framdráttar. Og Einar veit,
að það kostar ekki mikla
fyrirhöfn að flaustra saman
einhverju slíku „málamynda
frumvarpi“. Þess vegna undr
ast hann svo mjög þann drátt
sem orðið hefur á tillögum
ríkisstjórnarinnar.
Það má segja um slíkan
hugsanagang Einars, að
margur heldur mann af sér.
*
Eins og sýnt var fram á
við umræðurnar í neðri deild
um málamyndafrumvarp
kommúnista, er það þá Iíka
allt í einstaMega góðu sam-
ræmi við lýðskrumstálgang
sinn. Þar á allt að vera út-
látalaust fyrir almenning,
ríkið hins vegar að halda á-
fram að ábyrgjast fiskverðið,
en jafnframt að afsaila sér ó-
hjákvæmilegum tekjustofn-
um, ef það á að geta risið
undir slíkum ábyrgðum!
Þannig heimta kommúnistar,
að það afn-emi tollana, sem
lagðir voru á í fyrra til nauð-
synlegrar tekjuöflunar; á það
að vera til þess að lækka
vísitöluna, sem að vísu myndi
mjakast niður við það um
ein 15—17 stig, en ríkið sam-
tímis tapa um 25 milljónum
króna í tekjum, svo sem upp-
lýst var við umræðurnar um
þetta loddarafrumvarp á al-
þir.gi!
Jólasvipur á Reykjavík. — Tjaldað því sem til er.
— Ný bókasýning. — Málverk og listmimir. —
Islenzk lisí. — Dr. Áskell Löve og erindi hans.
ÞAÐ ER KOMINN jólasvipur
á miðbæinn í Reykjavík. Verzl
animar eru farnar að skreyta
glugrga sína og tjalda því sem
til er og fólkið er farið að
streyma um göturnar og inn og
út um búðadyrnar. Heldur eru
búðimar iatæklegari á að líta
en undanfarin ,ár um þetta
leyti, enda er ekki undarlegt
þó að innflutningsstöðvunin
sjáist. Eitt er þó sem eklti er
minna en undanfarin ár, bæk-
urnar, enda segja menn að' það
sé raun og veru aðeins hægt að
gefa bækur í jólagjafir að þessu
sinni.
ÞAÐ ER SVO SEM ekki í kot
vísað. Fjölmargar ágætar bækui’
eru á markaðinum. Efast ég um
að nokkur staðar sé gefið út
jafn mikið af góðum bókum og
hér um þessar mundir. Það
væri ósanngjarnt að segja að
bókaútgefendur reyndu ekki að
velja vel bækur til útgáfu og
þó er það vitað mál, að það er
sízt minni forretning að gefa út
lélegax þækur en góðar. Bækur
eru líka nú heldur ódýrari en
þær voru í fyrra og munu all-
margar bækur vera seldar
lægra verði en leyft er af hálfu
verðlagsyfirvaldanna.
HELGAFELL OPNAÐI aðra
bókasýningu sína í gær. Að
þessu sinni er sýningin þó meira
en bókasýning. Þar eru mörg
málverk af ýmsum kunnum
skáldum og rithöfundum og ber
þar mest á hinu mikla listaverki
Jóns Engilberts af Þórbergi
Þórðarsyni. Skyldi Þórberg
nokkru sinni hafa dreymt um
það, þegar hann var eiturbras-
ari og skítkokkur á skútu í
„gamla dagana“, eins og Oddur
Sigurgeirsson segir, að af hon-
um yrði gjört eitt bezta „port-
rett“, sem málað hefur verið á
íslandi? — Varla. Og Þórberg
'hefur líkast til heldur ekki
dreymt um það að hann yrði
eins snjall rithöfundur og raun
er á.
ÞÁ ERU ÞARNA og nýir list
munir, sem vekja munu mikla
athygli. Þetta er mikil framför
í listiðnaði okkar og mætti þó
betur vera. Skreyting munanna
fellur mér ekki eins vel í geð
og ég hefði óskað. Fyrirmyndm
eru flestar ekki íslenzkar. Fn
slíkir munir eiga fyrst og
fremst að vera skreyttir á ís-
lenzku. Vill ekki forstjóri eóa
eigendur þessa iðnaðar gefa ís-
lenzkum listamönnum almennl
tækifæri til að búa til rammis-
lenzkar skreytingar á þcssa
muni?
VIÐ VERÐUM að reyna að
skapa þjóðlega list á öllum
sviðum og það er einmitt tæki-
færi til þess nú. Ég er þó ekki
með þessu að segja að í þessu
eigi að ríkja ofstæki. Við eigum
að vera opin fyrir erlendri list
og öllum straumum sem hing-
að berast. En aðaláherzlu eigum
við að leggja á það að skapa
íslenzka list. Við eigum í þessu
sem öðru að kunna að velja cj
hafna.
DR. ÁSKÉLL LÖVE getur
ekki kvartað undan því að er-
indi það, sem hann hefur flutt í
útvarpið tvisvar sinnum hafi
ekki vakið athygli. Það er mik- {
ið talað um þetta erindi og- skoð
anir þær sem fram komu í því
og mér berst ótrúlega mikið af
bréfum um það. Öll eru þau,
undantekningarlaust frá fólki,
sem virðist vera sárreitt dokt-
ornum fyrir kenningar hans.
Því þykir sem hann hafi ráðist
á móti guði almáttugum, Biblí-
unni, sköpunarsögunni og öllu
tilheyrandi. — Vísindamenn á
öllum öldum hafa orðið að þola
slík hróp.
— ■ 4
Tyrone Power kominn
til Hollywood.
TYRONE POWER kom til
Hollywood á laugardaginn
var úr hinni löngu flugferð
sinni, semmeðal annars setti
Reykjavík á annan etndann.
Sn emma morguninn eftir
kom Lana Tumer skyndilega
í bæinn og blöðin grófu þá
upp mynd af henni og „Ty“,
þar sem þau voru aðathuga
áætlun leikarans í flugferð-
inni.
Kunningjar Lönu segja, að
hún hafi beðið eftir „Ty“ í
New York, en hann hafi vilj-
að forðast blaðavargana þar
og flokið beint til Hollywood.
Um helgina tilkynnti eigin-
kona Powers, franska leik-
konan Annabella1, að hún væri
fús til að veita honum skiln-
að. — Það lftur út fyrir að
þetta sé vonlaust fyrir blóma-
rósirnar okkar.
í grein í blaðinu í gær um
bókaútgáfu barnablaðsins „Æsk
an“ var sagt að forlagið hefði
gefið út 700 bækur frá upphafi
til þessa dags, en átti að vera
,,um 700 bækur“. Auk þess gef
ur forlagið út að þessu sinni 7
bækur en ekki 6 eins og segir í
fyrixsögn greinarinnar.
Það er svo sem ekki mikill
vandý að „leysa“ dýrtiðar-
málin og vandræði sjávarút-
vegsins með slíkum hunda-
kúnstum á pappírnum. En
ríkisstjórnin mun nú samt
sem áður heldur kjósa að
bera fram tillögur um ráð-
J stafanir til bjargar sjávarút-
veginum, sem eitthvert vit er
í, þótt þær kosti nokkrar
fórnir fyrir alla og ofurlítið
lengri, undirbúning, en hið á-
ferðarfallega „málamynda-
frumvarp“ Einars Olgeirsson-
ar og félaga hans.
S. S. J. {>
sleikur
í Breiðfirðingabúð í kvöld klukkan 10.
Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri
hússins eftir klukkan 5.
Stokkseyringafélagið í Reykjavík:
AÐALFUNDUR
félagsins \7erður í Tjarnarcafé
sunnudagirm 7. desember kl. 3%
stundvíslegaa
Venjuleg aðalfundarstörx og ýmis mál.
STJÓRNIN
Eldri-dansarnir
í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld
befst kl. 10.
Aðgöngumiðar frá k)l. 5 í dag. Sími 2826.
HARMONÍKUHLJÓMSVEIT leikur.
S.K.T
ELDRI DANSARNIR í G.T.-húsinu
í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðar
®kl. 5 e. h. í dag. Sími 3355.
heldur fund sunnudaginn 7. des.
kl. 2 e. h. á stöðinni.
Vörubílstjórafélagið Þróttur
Alþýðiiblaðið
vantar ungling til blaðburðar á
Seltjarnarnes
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSL CJNÁ.
Alþýðublaðið. Sími 4900.
Auglýsið í AlþýSubiaðinu