Alþýðublaðið - 07.01.1948, Qupperneq 5
MiSvifeudagur 7. janúar 1948. ALÞYÐUBLAÐÍÐ
5
TAKMARKAÐ er gildi
verkailýðshreyfingárinhar. ■—
Og það er vafasamt að hve
miklu lieyti hægt er að tala
um verkalýðshreyfingu í
landi, þar sem einn er aðeins
flokkurinn, ein verkalýðs-
hreyfingin og henni stjórnað
af þessum eina flokki. Verk-
fallsrétturinn er ekki fyrir
hendi, á hinn' bóginnn er
vinnuagi næsta harður. Var
ég viðstaddur réttarhaid fyr
ir héraðsrétti, þar sem átján
ára gamall verkamaður var
dæmdur í fimm mánaða
hegningarvinnu, það er að
segja þvingunarvinnu í verk
s'miðjunni, sem hann hafði
■starfað i, vegna sex daga ó-
Ieyfilegrar fjarveru.
Vinnubókin fylgir verka-
mönnum ei'n-s og skugginn.
Itéttindi til þess að fá hús-
næði (hvers konar hús-
næði?) og skömmturiarseðil
o. s. frv. eru bundin við v'rnn
una. Má pað talj.r skínandi
góða aðferð tii þess að festa
3,vinnuaflið“ á kostnað freis-
ís verkamannanna.
Kússneskur verxamaðúr er
daglaunaverkama lur í þess
o'. ts' fyllstu merkingu (fg
heiði ef tn vill átt að segja
„í hinni kapítalistísku merk-
ingu orðsins). Nýtur hann
minni réttinda og minna
frelsis en verkamaður ann-
arra Evrópulanda eða verka-
maður í Ameríku.
En hverjir eru nú þeir,
sem forréttindanna njóta í
þessu hagkerfi, sem vissulega
er skilyrðislaust undir stjórn
ríkisvaldsins?
Það eru fyrst og fremst
ráöamenn í tækni og stjórn-
málum, og þeim er strang-
lega raðað niður eftir stig-
Um, þeir lúta járnhörðum
aga og bera ábyrgð á öllu.
Er hér um að ræða mar_
skálka og hershöfðingja og
aðra hásetta hermenn svo
marga að furðu gegnir. Und-
árforingjar geta jafnvel náð
því að verða teknir í töiu
forréttindamanna, .að því
leyti er starf þeirra arðvæn.
legra í samanburði við ó-
breytta hermenn — en fyrir
byltinguna. Þá eru þeir
mennta- og listamenn, sem
sovétstjórnin og sovéthag-
kerfið þarf á að halda. Mikl-
ir vísindamenn og prófessor-
ar, frægir læknar, blaða.
menn, rithöfundar, skáld,
leikarar og listmálarar, það
ler að segja þeir, sem ekki
hefur orðið fótaskortur á lín-
unni.
Fyrir þessa menn hefur
„'verzlunarbúðum11 verið
komið upp og hótelunum,
sem einnig eru næturklúbb-
ar, fyrir þá var byggt íburð-
armesta hótel Evrópu, þar
sem við dvöldum meðan á
ráðstefnunni stóð, og fyrir
þá eru smíðaðar ,,Z. I. C.“-
bifreiðar, en þær eru íburð-
armeiri en nokkur Packard.
Það var einnig vegna
þeirra að erfðaréíturinn var
tekinn upp á nýjan leik, en
hann orsakar misrétti meðal
barnanna frá fæðmgu. Og
vegna þeirra var leyfi ve' ‘t
til að byggja hús( á lóðum,
sem ríkið leigir með vægu
verði) og heimilað að selju
þau, ráðstafa þeim og jafnvel
leigja.
TEKJUR ÁN VINNU
Pessir forréttindamenn
e.u þegar farnir að myncís
stc-'t. og innan þessarar sh-tt-
ar ^ólar a þvi að in'm revni
að ireysta aðstöðu sína. Þeg
a*> og ált, viotal vtð fulltrúa
• *arár séitar, va1:? ég var
við stéttahroka, stéttarstolt
og sjálfsbjargarhvoc scéttar-
arinnar. Srór» hi ííi þessa
kja.-na meu. atamanna og for
ingja er af alþýðubergi brot
inn. Margir sfu syúr verka-
maima og bærda. Þar eð bylt
:ngin þurrkaði út mennta-
stétt, embættismannavald og
herforingjakjarna . hinnar
fyrri stjórnar, urðu bylting-
armenn að fá menn til stjórn
arstarfa og annars þess
konar úr alþýðustéttum. En
nú er af sú tíð, og þessi kjarni
endurnýjar sig sjálfur. .
Endursamþykkt erfðaréttar
ins, afnám ókeypís menntun.
ar æðri og lægri,*) breyting á
fræðslukérfinu, er torveldar
nemendum mjög að halda á-
fram, en Merkavaldið kemur
aftur til . skjalanna, hinn
feiknalegi mismunur lífsskil-
yrða milli forréttindamanna
og hins mikla fjölda verka-
manna og bænda, mismunur,
sem er úr garði gerður af
ráðnum, huga, >en ríkið held-
ur honum við — allt þetta
þykir gott og rétítmætt af
þeim, sem rjómann fleyta,
allt stefnir þetta að því að
skapa ,,mennitaða forustu-
stétt“, sem er aðgreind frá
,,almienningi“.
Það væri mjög fróðlegt að
kynna sér, hvernig þessi stétt er
ið ibreytast í „broddborgara".
Ekki get ég tekið það til meðferð-
ir hér, en mun láta fáein atriði
rægja. Núverandi löggjafar leit-
íst nú við að treysta fjölskyld-
una, þvert á móti því sem gert var
á fyrstu áriínum eftir bylting-
una. Hjónaskilnaðir eru kostnað-
arsamir og miklum erfiðleikum
bundnir. Frjálst samlíf er illa
þokkað. Miklár hegningar iiggja
við fóstureyðingum. Bannfært er
allt í hinum fögru listum, þar
með leiklist og~ músik, sem er
í ætt við byltinagsinnaðar list'a-
stefnur, til dæmis impression-
ismi, futurismi og kubismi, og all
ar slíkar myndir hafa hor-fið úr
söfnum í Moskvu. A öllum svið-
um er horfið á ný til klassikism-
ans og einkum realismans. Ég
segi og skrifa að horfið sé, á ný
til realismans, því að. ekki er
um að ræða neina nýja leit að
raunveruleika, heldur stælingu
þess sem >var á 19. öld. Stíllinn
*) Hópur blaðamanna kom í
heimsókn til æðri kvennaskóla.
Spurðu blaðamennirnir nem-
endurna um heimili þeirra. All-
ar voru stúlkurnar dætur emb-
ættismanna, verkfræðinga, pró
fessora, lækna o. s. frv. Aðeins
ein var verkamannsdóttir, en
hún sagði ekki frá því. Hún
svaraði, er hún var spurð:
„Faðir rriinn er formaður verka
lýðsfélags".
er íburðarmikill og með blæ
broddborgaranna.
Með hverjum deginum sem líð-
ur er krafizt meiri afkasta af al-
menningi, því að nú ríður á að
skjóta Ameríkönum ref fvrir rass.
Og'markmiðið er að gera Sovét-
ríkin að voldugasta ríki heims.
Almenningur lifir við nauman
kost. Veliíðan kynslóðarinnar, er
nú er uppi, er fórnað vegna ham-
iri-gju hinna óbornu. Framléiðsla
neyzluvara er takmörkuð, vegna
áðnbyltingarinnar í landinu. Nauð
synjarnar eru takmarkaðar til þess
að hægt sé að halda völdunum,
nema þegar um er að ræða „sög-
una um smjör og fallbyssur".
Hins vegar hafa forréttinda-
mennirnir, stjórnmáiamenn, hátt-
settir herforingjar og ásamt þeim
skáld rithöfujndar, listamenn og
dansmeyjar rétt til að lifa við
allsnægtir og lífsins unaðssemdir.
Forréttindamennirnif 3ansa og
„drekka sig drukkna a£ víni“ í
luxusveitingahúsum og fyrsta
flokks hótelum og þeir hafa svo
miklu fé úr að spila að einn pró-
fesso.r gat látio þessi orð sér um
munn fara dálítið gleiðgosalega
við mig: „Eg veit ekki til hvað
ég á að gera með periinga núna“.
I kapítalistískum löndum þar
sem „blind lögmál hagfræðinnar"
drottna skilyrðislaust, er þetta eðli
legt fyrirbrigði, fyrirbrigði, sem
særir réttlætiskennd okkar og
samvizku og kveður okkur til
baráttu gegn kapítalismanum.
þsn hvað eigum við að hugsa um
land, sem heimtar að það sé talið
socíalistísk ríki, en skipuleggur,
styður og viðheldur þessu félags-
lega misrétti.
Blaðamaður sagði við mig, er
hann fúr á brott úr Moskvu: „Trú
socíalistá hlýtur að vera mikil,
ef þeir eru áfrarn sama sinnis
eftir að hafa séð Rússlancl“. En
horium skjátlast. 'S'kopstælingin
rússneska er socíalismanum óvið
komandi. Eigi að skýra Rússland
og^ástandið þar, má ekki rugla
samari socíalisma og „r'íkiskapi-
talisma". Það verður að.ákvarða
h.ina félagslegu hlið ríkiskapítal-
isrnans og þá öðlast menn skiln-
ing.á stjórninni, sem drottnar í
Rússlandi, og fá þá einnig skilið
utanríkismálastefnu Rússa. Og
þá er enn fremur ljúsi varpað á
það félagslega fyrirbæri, sem nefn
ist „byltingin í Rússlandi“. Það
var byltingin í Rússl.andi, sem
hinn mikli rússneski Marxisti
Paul Axelrod sagði árið 1920:
„Hún er mesta blékking þessarar
aldar“.
Jón Baldvinssonar for-
seta fást á efti-rtöldum stöð
um: Skrifstofu Alþýðu-
flokksins. Skrifstofu Sjó-
jmannafélags Reykjavíkur.
Skrifstofu V.K.F. Fram-
sókn, Alþýðubrauðgerð-
Laugav. 61, í Verzlun Valdi
mars Long, Hafnarf. og hjá
Sveinbirni Oddssyni, Akra-
nesi.
1
gerir hverju heimili íært að eignast safn valinna bóka.
Félagsbækurnar 1 Ul.
Þær eru nú allar komnar út og eru þessar:
1. Tunglið og tíeyringur, saga eftir W. S. Maugham,
■einn vinsælasta skáldsagnahöfund >vorra daga. Þessi
bök, sem er íslenzkuð af Karli Isfeld ritstjóra, er
ævi- og örlagasaga listmálara, færð í skáldsögu
búning.
2. Úrvalsljóð Guðmundar Friðjónssonar. Hér birtast
rúmlega 60 kvæði og vísur, sem Vilhjálmur Þ.
Gíslasomskólastjóri hefur valið. Hann skrifar einnig
ítarlega riígerð um 'skáldið.
3. Heimskringla II. bindi (Ólafs saga helga), búin-til
prentunar af dr. Páli E. Ólafssyni. — III. og síð-
asta bindið kemur út næsta ár.
4. Andvari 1947, 72 árg. Hann- ílytur m. a. sjálfsævi-
sögu Steþhans G. Stephanssonar.
5. Almanak Þjóðvinafélagsins 1948. Þar birtist m. a.
grein um íslenzka leiklist eftir Lárus. Sigurbjörns-
son rithöfund.
Félagsmenn fá allar þessar 5 bækur fyrir 30 kr,
Þrjár hinna fyrstnefndu fást einnig í bandi gegn auká-
gjaldi. ■
Bréf og riígerðir Síephans G. Stephanssonar.
Komið er út Ill.-bindi þessa stórmerka ritsafns, búið
til prentunar af Þorfceli Jóhannessyni p.rófessor. Er þar
með lokið prentun bréfasafnsms. — IV. og síðasta bind
ið, ritgerðasafnið, kemur út á næsta ári. -— I. bindi fæst
nú ljósprentað. — 12 síður, með myndum af skáldinu'
og fleiru hafa verið prentaðar og fylgja ritinu án> sér-
staks gjalds. Öll þrjú bindin fást í vönduðu skinnbandi.
Allir, sem unna kvæðum Stephans G., þurfa að
eignast Bréfin hans.
Heiðinn siður á íslandi bók um trúarlíf íslendinga
til forna, eftir mag. art. Ólalf Briem. Af þessari bók fást
nú aftur nok'kur eintök í bandi.
Athugið. Enn >er hæg.t að fá allmikið af eldri félags-
bókum við hinu upprunalega lága verði svo sem hér
segir: Ársbækur 1942: 5 bækur fyrir 10 kr., 1943: 4
bækur fyrir 10 ikr., 1944: 5 bækur fyrir 20. kr., 1945
5 bækur -fyrir 20 'kr. og 1946: 5 bækur fyrir 30 kr. Sum
ar þessara bóka er hægt að fá í bandi gegn aukagjaldi.
•Höfum nú >einndg til sölu nokkrar gamlar forlagsbækur
Þjóðvinafélagsins og Bókadeildar Mennmgarsjóðs, m.
’ a. Almanakið, 30 ár>g. á 30 kr,. Andvara, 20 árg. á 20
kr. og Jón Sigurðsson, 5 bindi á 3 kr. — Notið tæki-
færið >til að gera sérstaklega góð bókakaup í dýrtíðinni.
af mörgum þessara bóka. >eru aðeins ör'fá eintök óseld.
Ókeypis bókaskrá er send þeim, sem þess óska. Fé-
lagsmenn í Reykjavík eru beðnir að vitja bókanna sem
fyrst að Hverfisgötu 21, símí 3652.
Verðlagsstjérinn.
Viðskiptanefnd hefur ákveðið aS greiða nið
ur 'Verð á 1. flofcks fuljþurrkuðum saltfiski á
sama hátt og áður og skal því hámarksverð í
smásöiu vera kr. 3.15 pr. kg.
Reykjavík, 6. janúaa.' 1948.
íyTmTjTjTmTCTvTcTmrmrmTCTvr^^
Augiýsið í Alþýðublaðinu
VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVi