Alþýðublaðið - 09.01.1948, Blaðsíða 6
6
AUÞYÐUBLAÐI0
Föstudagur 9. janúar 1948
Frú Dáríður
Dulheims:
„SKRÍLSLÆTIN“ Á GAMLA-
ÁRSKVÖLD.
Ég er ein þeirra, sem lesið
hafa í blöðum bæjarins ófagrar
lýsingar af hinum svonefndu
skrílslátum unglinga á gamla-
árskvöld, — og ég verð að segja
að mig tekur sárt að heyra þann
ig með unglingana í orði farið.
Þeir eiga það ekki skilið; vesa-
lingarnir. Getum við, sem teljum
okkur fullorðið fólk, og sem
munum enn okkar unglingsár,
álasað krakkagreyjunum, þátt
þau láti undan sinni ærslalöng
un einn dag ársins, eftir að
hafa haldið sér í skefjum hina
364, — því smáærsl eins og
slagsmál á dansleikjum, getur
maður ekki verið svo smánar-
Iegur að minnast á.
Og hvað gerðu svo krakka-
greyin þetta umrædda kvöld?
Jú, þau komu sorptunnunum af
stað, en síðan ultu þær af sjálfu
sér fyrir bílana. Má því til sanns
vegar færa. að þetta hafi verið
eins mikið sorptunnunum að
kenna. En þó finnst mér sök
in vera mest hjá bílunum, því
hver bað þá að vera að flækj-
ast þarna. Og ég bara spyr:
Hversvegna er bílum ekki blátt
áfram bannað að vera á al-
mannafæri á gamlaárskvöld,
svo krakkagreyin og sorptunn
urnar fái að leika sér í friði.
Jú, og svo voru krakkagrey-
in eitthvað að glettast við lög-
regluna. Það sér nú hver heil
vita maður, að slíkt er eingöngu
lögreglunnar sök. Hví ósköpun
um heldur lögreglan sér ekki í
afviknum stöðum þetta kvöld
eins og endranær? Eða, ef hún
getur það ekki, hversveg'na get
ur hún |)á ekki leikið kött og
mús við stripalingana í Stór-
holtinu? Og enn eitt. Ég hef
heyrt, að lögregluþjónar hafi
tekið suma af þessum blessuð-
um unglingum höndum, og jafn
vel barið þá! Ég trúi þessu ekki
fyrr en ég tek á. Hafa þessir
lögregluþjónar aldrei ungling-
ar Verið?
Já, — og svo er verið að
býsnast út af því, að krakka
angarnir hafi kveikt í einhverj
um skúr, sem stendur einhvers
staðar við benzíntanka, og ógur
leg sprengingarhætta hafi af
stafað. Er þetta unglingunum
að kenna? Reistu þeir skúrinn
þarna hjá benzíntanknum eða
benzíntankinn hjá skurnum?
Nei. Mundu þeir hafa reynt að
kveikja í skúrnum, ef hann
hafði aldrei verið byggður? Nei
og aftur nei! Þarna er því bein
línis verið að koma sök þeirrra
fullorðnu yfir á veikbyggðar
herðar blessaðra unglinganna.
Öldugis hið sama er að segja
um gluggabrotin á Hótel Borg.
Ef það hús hefði ekki staðið
þarna hefði enginn gluggi ver
ið brotinn.
Við þykjumst alltaf vera að
gera eitthvað fyrir unglingana.
Já, — og svo berum við þá röng
um sökum, og sigum á þá lög-
reglunni. Nei, — það eina, sem
oss ber að gera fyrir næsta
gamlaárskvöld, er að rýma all
an miðbæinn, — flytja öll hús,
alla tanka, alla bíla, og auðvit
J að fyrst og fremst alla lögreglu
á brott þaðan, og lofa síðan
blessuðum unglingunum að
kveðja þar gamla árið, eins og
þeir hafa vit og siðferðisþroska
til, — og þá mun allt fara frið
samlega fram, verið þið viss.
Það borgar sig að gera eitt
hvað fyrir unglingana. Þeir
launa það í verki, blessaðir.
frú Dáríður Dulheims.
FJÖLSKYLDAN HANANÚ
— — — Og nú óskar maður
öllum óvinum sínum þess að
þeir fái íbúð á hitaveitusvæð-
inu!
höfðu þeir jafnvel enn dýpri
og varanlegxi áhrif á Mary,
því að nú skildi hún í hver j u
viðskipti þeixra voru fóigin.
Þetta voru menn, sem
einskis svifust, og lögðu leið
sín,a með flutindng sinn til
Jamaica og seinast þegar þeir
komu með vagna sína þangað
hafði einn þeirra verið myrt
ur. Ef tál vill yrði enn einn
glæpur framinn í kvöld, og
neipið myndi hanga aftur nið
ur úr bitanum.
Það sem fram fór var
óhugnanlega ,,spennandi‘; og
Mary gat ekki slitið sig frá
glugganum. í þetta sinn
höfðu vagnarnir komið tóm-
ir og voru hlaðnir af því,
sem eftir var af farmi þeim,
sem. fluttur hafði verið þang
að síðast.
Mary gat sér til að svona
væri starfstilhögun þeirra-
Veitingaliúsið yar notað sem
geymsla nokkrar vkur í einu,
og svo þegar tækifærd gafst,
fóru vagnarnir aftur af siað
og farmurinn var fluttur að
Tamar ströndinni og þar
I skipt niður. Þetta hlaut áð
vera mjög vel skipulagt, og
það voru auðvitað verðir
víðs vegar, sem gættu að
öllu, sem fram fór. Ef til vill
voru mörg hundruð manns
viðriðnir þetta, sunnan frá
Peneancl og St. Sues til Laun
c’eston á Devon landamærun-
um. Það hafði lítið verið tal-
að um smygi í Helford, og þá
sjaldan það var, þá var bros-
að í kampinn, rétt eins og
smá tóbakslús eða ein brenni
vínsflaska úr skipi í ■ Fal-
mouth væri óvenjulegur
munaður, en íþyngdi ekki
samvizku nokkurs manns.
Þötta var samt allt annað.
Þetta voru hörkuleg við-
skipti, þar sem teflt var um
líf eða dauða og það fylgdu
þeim viðskiptum fá bros eftir
því sem Mary bezt hafði séð.
Ef samvizkan íþyngdi ein-
hverjum þeirra, þá fékk
hann kaðalinn um hálsinn í
staðinn. Það mátti enginn
‘veikur hlekkur vera í keðj-
unnii frá ströndinni að hér-
aðsmörkunum, og þetlta var
skýringin á reipinu, sem
hafði hangið á bitanum. Ó-
kunni maðurinn hafði hikað
viið, og þá varð hann að
deyja. Það olli Mary dálitlum
vonbrigðum, þegar henni
datt í hug, hvort heimsókn
Jem Merlyn til Jamaica í
morgun væri í einhverju
sambandi við þetta. Það hitt-
ist einkennilega á, að vagn-
arnir skyldu koma alveg á
hælana á honum. Hann hafði
komið frá Launceston, sagði
hann, og Launceston var á
Tamarbökkum. Mary var
honum reið og sjálfri sér
líka. Þrátt fyrir allt þá hafði
það verið hennar síðasta
hugsun áður en hún sofnaði,-
að það værd möguleiki að
eignazt hann sem vin. Hún
væri heimskingi, ef henni
dytti það í hug núnia. Þessir
tveir atburðir hlutu að vera
í sambandi hver við annan.
Það gat verið, að Jem og
bróðir hans væru ekki sam-
mála um allt, en þeir voru
báðir viðriðnir þetta mál.
Hann hafði komið til Jama-
ica til að láta húsbóndann
viita, að hann mætti eiga von
á vagnalest um kvöldið.
Þetta var mjög auðskilið. Og
svo af því að hann var ekki
gersneiddur allri vorkunn-
semi, hafði hann ráðlagt
Mary að fara til Bodmin.
Þettia var enginn istaður fyrir
stúlku, sagði hann. Enginn
þekkti það betur :en hann
sjálfur, þar sem hann var
einn úr hópnum. Þe-tta var
andstyggilegt og hættulegt
allt saman, algerlega von-
laust. Og þarna var hún
flækt í þetta allt saman með
Patiience frænku eins og
bam á eftir sér.
Nú voru báðir vagnarnir
fullhlaðnir, og ökumennirm
ir klifruðu upp í sæti sín
með félögum sínum. Þetta
hafði tekið stuttan tíma í
kvöld. Mary gat séð stórt
höfuðið og herðamar á
frænda sínum fyrir framan
veröndina, og hann hélt á
ljóskeri í höndunum og á því
va-r skermur. Svo iskröltu
vagnamir af stað út úr garð-
inum, og héldu til vinstri,
eins og Mary hafði búizt við.
Og svo í áttina til Launces-
ton.
Hún fór frá glugganum og
skreið svo upp í rúmið. Rétt
á eftir heyrði hún fótatak
frænda síns í stiganum. Og
hann fór eftir göngunum,
sem fjær voru og inn í svefn
herbergið sitt. Það var eng-
inn í felum í gestaherberginu
í kvöld.
Næstu dagar Mðu án þiess
nokkuð bæri til tíðinda, og
eina farartækið, sem fór um
veginn, var póstvagninn til
Launceston, ©n hann fór
fram hjá Jamaica eins og
hræddur járnsmiður. Einn
morgun var indæit veður,
frost og heiðríkja, svo að
einu sinni náði sólin að skína.
Hamratindarnir gnæfðu tign
arlega við sterkbláan himin,
og heiðagrasið, sem venju-
Ævintýri Bangsa
Prófessorinn spyr þá félaga
margs um álit þeirra á húsinu,
og þeir hæla því auvitað á hvert
reipi. ,,Nú skulum við gera dá
litla tilraun“, segir hann. Að
svo mæltu tekur hann vatns-
slöngu og lætur þéttan vatnsúða
steypast yfir þak hússins. „Ekki
eru þau húsakynni góð, sem
leka!“ segir hann. “Verðið þið
þess varir, að nokkurt vatn koni
ist inn í húsið, drengir?“ „Nei,
nei!“ hrópa þeir báðir „Síður
en svo. Það er allsendis vatns
þétt.“ Gott, ágætt! „Svarar pró
fessorinn.
MYNDASAGA AUÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
ÖRN: Jæja; — heyrðu þarna, há-
karl! Ég vil ekki neinar viðhafn-
armóttökur. Faíðu heim!
EN UM LEIÐ og hann sleppir orð-
inu, ber að fleytu nokkra. Þeir
sem henni stjórna, krækja
fjaðraspjóti í fót Arnar og róa
síðan til lands með hann í eftir-
dragi- ..ÚÍ.JJ