Alþýðublaðið - 09.01.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.01.1948, Blaðsíða 4
4 AL.ÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 9. janúar 1948 Skömmtim og atvinna. — Innlendur iðnaður og erlendur. — Vestfirzkur siómaður sítrifar um slysahættu á sjó og talstöðvar. SKÖMMTUNARYFIRVÖLD- Úígefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfrétíir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðupreijtsmiðjan þ-f. ÞAÐ vekur að sjálfsögðu mikla athygli, hversu hljóð- ur og hógvær Þjóðviljinn hefur verið eftir áramótin út af dýrtíðarlögunum og fram kvæmd' þeirra. Fyrir hótíð- arnar birti hann hverja lang lokuna af annarri um dýrtíð arlagafrumvarpið, afgreiðslu alþingis á því og væntanlega framkvæmd laganna. En nú minnist hánn ekki' á þesái mál fremur en engin dýrtíð arlög hefðu verið sett. Öllum, sem fylgzt hafa með þessum málum, liggur auðvitað í augum uppi, hvað þessu veldur. Stóryrði komm úíiista út af dýrtíðarlögunum hafa reynzt fleipur eitt og staðlausir stafir,- og hinn ósvífni og upplogni málflutn ingur þeirra hlýtur að koma þeim eftirminnilega í koll. Kommúnistar fuHyrtu, að vöruverð í 1 andinu myndi stórhækka vegna dýrtíðarlag anna. Dómur reynslunnaa- er hins vegar sá, að verð á svo til öllum vörum lækkar og á sumum vörujtegundum að miklum mun. Kommúnistar staðhæfðu einnig, að vísitala framfæirslukostnaðar myndi stórhækka og gerðust meira að segja svo djarfir að nefna tölur í því sambandi. Dómur reynslunnar reynist sá, að vísitalan muni lækka þó að enn verði ekki sagt með vissu hve mikil sú lækkun verður. Þessi tvö aðalatriði í mál- flutningi kommúnista hafa nú sætt dórni reynslunnar. Lygar Brynjólfs Bjarnason- ar og Ásmundar Sigurðsson ar við útvarpsumræðurnaíT um dýrtíðarlögin hafa reynzt heimskuorð ómerkra manna. Staðhæfingar Þjóðviljans eru íallnar um sjálfar sig. Dóm- ur. reynslunnar er svo skýr og óvefengjanlegur, að kom- múnistar sjá þann kost vænst an að þegja. * Þjóðinni hefur nú verið gefínn kostur á að skera úr um, hvor stefnan sé líklegri til úrbóta á öngþveiti dýr_ tíðarmálanna, ríkisstjórnar- innar eða kommúnista. Ríkis stjórnin valdi það ráð að miða kaupgreiðslur við 300 stiga vísitölu, en jafnframt hefur hún gert ráðstafanir til þess, að almennar vörur og aðrar daglegar nauðþurftir Iandsmanna lækkuðu í verði. Þar með er fyrsta raunhæfa tilraunin gerð til þess að stöðva verðbólguna og dýr- tíðina og feta sig niður eftir þessum óheillastiga í stað þess að klifora upp eftir hon- um eins og gert hefur verið til þessa. En með þessum ráð- stöfunum er tryggt, 'að sjáv- arútvegurinn, sá atvinnuveg- ur, sem hagur og heill ís- lenzku þjóðarinnar stendur IN virðast hafa haft það ríkt í huga, að haga skömmtun þann- ig, að ekki drægi nema hið allra minnsta ur atvinnu fólks. En ekki tekst þetta að fullu. Iðn- aðurinn virðist verða að þola nokkurn samdrátt vegna þess. Með þessu er vinnan skömmtuð. NOKKUR ÍÐNAÐUR er hér með tilbúning fatnaðar, íil dæmis nærföt og þess háttar, er bæði unnið úr erlehdum og innlendum hráefnum, en enn fremur er tilbúinn erlendur fatnaður fiuttur inn. Mér finnst sanngjarnt að önnur skömmtun gildi fyrir þær vörur, sem framleiddar eru í landinu en hinar. Það er ekki ósanngjarnt t. d. að heilan miða þurfi fyrir erlendu fati, en hálfan fyrir það, sem unnið er hér og búið til. ÞÁ ER ÞAÐ, sem að öllu leyti er unnið úr innlendu hráefni. Ber nokkra nauðsyn til að skammta það? Getum við ekki einmitt nú kennt þjóðinni a.ð nota íslenzkan fatnað með því að upphefjá með öllu skömmtun á honum? Við þurfum ekki að skammta innlenda framleiðslu, sem við flytjum heldur alls ekki út. Ekki þurfum við heldur að skammta vinnuna sjálfa hvað þessa framleiðslu snertir,' því ekki fara konurnar á fiskiskip- in. ÉG VÆNTI ÞESS að skömmt ‘unaryfirvöldin hafi þetta í huga og noti nú tækifærið til þess að auka not innlendrar fram- leiðslu. Væri t. d. nokkuð á 'móti því, þó að við notuðum aðeins ínnlend nærföt og inn- lenda fatadúka? SJÓMAÐUR AÐ VESTAN skrifar: ,,Við björgun skipverj- anna af mb. Björg fyllast hugir manna þakklæti yfir því að þeím var forðað frá því að gista hina votu gröf. En jafnframt verður ekki hjá því komizt að minnst sé á það ófremdará- stand, sem enn þá ríkir víða út um land í því efni að fá - gert við bilanir á talstöðvum þeim, sem Landssíminn leigir fiski- bátum.“ „í ÞESSU TILFELLI var báturinn búinn að hrekjast í átta sólarhringa við strendur og fellur með, verði rekrnn á arðbæran hátt. Kommúnistar vildu fara hina leiðína. Þeir vildu spenna boga verðbólgunnar og dýrtíðarinnar enn meira. Hvar sem þeir geta, reyna þeir að framkvæma þessa stefnu sína. Lítill vottur þess var það, að um ánamótin, þeg- ar velflest annað lækkaði í verði, var áskriftargjald Þjóð viljans hækkað úr 8 krónum í 10 á mánuði. Og því fylgdi ekki eitt einasta orð um, að verið væri að seilast niður í íandsins án þess hans yrði vart og hann getur ekki látið vita um sig vegna þess að talstöðin er biluð. Mér eru allar aðstæð- ur kunnastar á Vestfjörðum. Þaðan ganga árlega á vertíð 40 —50 fiskíbátar, sem flestir eða allir hafa talstöðvar. Eins og allur aðbúnaður er í litlum fiskibátum, verða ávallt einar og aðrar bilanir á stöðvunum og skiptir þá miklu að hægt sé að fá gert við þær sem fyrst, en því miður hefur reynslan orðið önnur. Viðgerðir hefur ekki verið hægt að fá nema með því að senda stöðvarnar til Reykja- I víkur, og oft hefur tekið vikur og jafnvel mánuði þangað* til þær koma aftur, en viðkorhandi bátuf orðið að vera talstöðvar- laus á meðan.“ „TIL ÞESS AÐ halla ekki réttu máli skal þess getið, að fyrir ítrekuð tilmæli hafa í til- fellum legið á ísafirði ein eða tvær varastöðvar, en það er þó allsendis ófullnægjandi og kem- ur ekki að gagni fyrir alla. Mér er kunnugt um það, að fram á það hefur verið- farið við for- ráðamenn Landssínians, að sett yrði á stofn viðgerðaverkstæði á Vestfjörðum, þar sem heppi- Iegast þætti og bent hefur verið á leiðir í því sambandi, t. d. að -Landssíminn og Ríkisúvarpið sameinuðust um slíka stofnun og ætti það að tryggja að nokk- uð mikið verkefni væri ávallt fyrir hendi. Við þessu hefur á- vallt verið daufheyrzt, svo sjálfsagt sem það virðist þó vera að því væri á. einhvern hátt sinnt. Ég þykist vita að á- standið í þessum efnum sé svip- að á Austfjörðum.“ „VÆRI NÚ EIvKI RÉTT að láta þetta síðasta dæmi, sem minnzt er á í upphafi þessara orða, -sér að kenningu verða? Það er illt tíl þess að vita, ef framkvæmdaleysi í þessum efn- um á ennþá eítir að yerða þess valdandi að atburðir á borð við þann, sem nú er í fersku minni, eiga éftir að eiga sér stað. Landssíminn hefur einkarétt á því að leigja og reka talstöðv- ar og forráðamönnum hans verður að vera ljós sú skylda, sem á þeim hvílir um það að sjá fyrir viðgerðum á stöðvunum vasa alþýðunnar eftir pen- ingum, sem hún ætti bágt með að sjá á bak og hefði þuirft að verja til annarra hlu-ta og nytsamlegri! * Auðvitað liggur öllum viti bornum mönnum í augum uppý hvað fyrir kommúnist- um vakti. Þeir ætluðu að magna dýrtíðina og verð- bólguna, unz leitt hefði til hruns fyrir íslenzkt atvinnu- líf. Þá gerðu þeir sér von um, að þeirra tími væri kominn, að draumurinn langþráði (Framh. á 7. síðu.) og með tilvísun til auglýsingar viðskiptanefndar frá 17. desember vill fjárhagsráð vekja athygli á, að þeir aðilar, sem hafa í höndum eingöngu gjaldeyris'leyfi til kaupa á skipum varða að senda bau inn til framlen'gin'gar nú þeg ar og gera grein fyrir notkun þeirra. Fjárhagsráð. Hafnarfjör^yr Hafnarflörður Verkakvennafél. ,Framt|in' biður vinsamiega allar þær féiagskonur, sem sem eiga ógreidd félagsgjöld sín, að greiða þau í skrifstofunni í Alþýðuhúsinu þe-ssa daga: Eftánudaga IVðlÖvikudaga Föstudaga kl. 8,30—10,30 síðd. 'frá 12. janúar, alian þennan rnánuð.. Stjórnin. Vantar stúikur til eldhússtarfa og á ganga. — Uppl. á Ráðningarstofu Reykjavíkur. Sími 4966. vantar fullorðið fólk og unglinga til blaðburðar í þessi hverfi: RanSarárlioIt Miðbæinn. Talið við afgreiðsluna. Auglýsið í Alþýðublaðinu væri að rætast. Ríki hins „austræna lýðræðis“ átti að reisa á rústum hins núver- andi íslenzka þjóðfélags, eft- ir að ófreskja dýrtíðarinnar hefði sligað það. Þessi tilraun kommúnista hefur mistekizt. Abyrgir menn annarra stjórnmála- flokka hafa tekið höndum saman um raunhæfa og rót- tæka tilraun til að leysa hinn mikla vanda og .bægja á brott hinni válegu hættu. Þjóðin kann vel að meta þessa til- raun og tengir við hana mikl- ar vomr. Þetta ©r kommúnistum ljóst. Þess vegna eru þeir hljóðir og hógværir út af dýr_ tíðarlögunum og framkvæmd þeirra. í vandræðum sínum er Þjóðviljinn ‘látinn endur- prenta þvaður kommúnista um flugvallars'amninginn og áburðinn um landráð og landssölu. Þögnin um dýrtíð- arlögin táknar uppgjöfina, en þvættingurinn um flug- vallarsamninginn reykskýið, sem kommúnistar reyna að hylja sig á flóttanum. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.