Alþýðublaðið - 25.01.1948, Qupperneq 6
Sunmidagur 25. jan. 1948.
Vöðvan
Ó. Sigurs
RABBAÐ UM ÍÞRÓTTIR
Fyrir nokkru las ég það í
blaði, að menn gætu gengið of
langt í íþróttaáhuga. Já, því var
meira að segja dróttað að í-
þróttunum, að þær gætu skert
vit manna. Þessari lævíslegu og
augljósu stórlygi, þessum þræls
lega og ósvífna níðrógi, get ég
ekki látið ósvarað.
Sönnunin er sú, að íþróttirn-
ar styrkja og göfga sálina um
leið og þær gera dittó við lík-
amánn. Það er að segja, sálin
er í líkamanum, og hlýtur því
að þjálfast um leið og hann.
100 m. hlauparar hljóta, sam-
kvæmt því, að verða öðrum
fljótari að hugsa ákveðna hugs
analengd, þolhlauparar öðrum
þolnari að hugsa, hástökkvarar
og stangarstökkvarar að lyfta
huganum hærra en aðrir, og
svo framv. Tel ég einmitt nauð
synlegt, að þeir menn, sem
hafa hug á að taka að sér for-
ustu þjóðmálanna, iðki íþrótta-
greinar sem undirbúning að
starfi sínu, og þó einkum þær,
er talizt geta miðaðar við það,
t. d. kafsund og leikfimi; þarf
ekki að skýra tilgang hinnar
fyrri, en sú síðari miðar auð-
vitað að því, að stjórnmála-
menn geti orðið nægilega leikn-
ir í að fara í gegnum sjálfa sig.
Auðvitað væri og sjálfsagt, að
þeir, er þann undirbúning kysu,
fengju tilsögn og æfingu í jafn-
vægisgangi á slá eða línu, og
nauðsynlegt væri öllum þeim
að þjálfa sig í köstum undir
væntanlegt aurkast.
Það kann að vera, að til séu
þeir, sem ekki hafa iðkað í-
þróttir sér til beilsubóta, hvorki
andlegra né líkamlegra. En það
er þá sjálfum þeim að kenna,
en ekki íþróttunum. Og ættu
menn að hætta að iðka íþróttir
þess vegna? Hafa menn ekki
orðið brjálaðir út af kvenfólki?
Eiga kannsbe allir karlmenn
að hætta að líta á kvenfólk
þess vegna? Ég bara spyr.------
Ég gæti ritað um þetta langt
um Iengri grein, en ég má ekki
vera að því, vegna þess að ég
.verð að undirbúa útvarpssýnis-
horn af fjölskyldu-heimaleik-
fimi. Með íþróttakveðjum!
Þjálfið líkamann og þá þjálfast
sálin með, — ef hún er nokkur.
Með endurteknum íþróttakveðj
Leifor
Leirs:
MEÐ GLEÐIRAUSTU!
Templarahöll!
Takmark og draumur
staffírugra stúkubræðra
og saklausra systra!
Templarahöll!
Árangur
allra minna sjússa!
Árangur og afrakstur
allra minna sjússa
og allra þeirra,
sem drekka brennivín. ■—■
Að hugsa sér----------
í hvert skipti
sem Hafnarstrætisróninn
ber kámugan flöskustút
að skeggjuðum grönum,
leggur hann lítinn stein
að hinu veglega vígi:
Templarahöllinni. — ■— •—
Styttir hann um nokkur
augnablik
bið bræðranna
eftir því
að þeir fái að svífa
í Óla Skans
með þriggja tonna systrum
um gljáfægð parketgólf —
tóna skrælþurrum kverku-m
með gleðiraustu o. s. frv.
í hályftum húsakynnum,
strjúka augnabrúnirnar
eftir alþjóða reglum. — ■—
Að hugsa sér!
í hvert sktipti
sem dauðadrukkinn ræfill
liggur í rennusteininum,
þjónar hann
þrælgöfugri hugsjón!
Drekkum, drekkum!
Templarahöllin
verður veglegasta hús,
og bræðurnir
eru beztu menn.
Að maður nú ekki tali
um systurnar!
Daphne du Maurier:
DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ
Yður langar ekkert til að
það verði eldsvoði. Góða
nótt, Mary Yellan, Ef þér er
uð einhvem tíma í vanda
stödd og þurfið mín með, bíð
ég eftir yður í Altarrnun“.
Síðan sneri hann fyrir hús
homið og var horfinn. Mary
Iseddist inn í eldhúsið og
læsti dyrunum. Hún hefði
getað skellt þeim, ef hún
hefði viljað, það hefði ekki
getað vakið frænda hennar.
Hann var í sinni himnarík
issælu, og vissi ekkert af um
heiminum. Hún slökkti á
kertinu og skildi hann eftir
einan í myrkrinu.
VIII. KAFLI
Joss Merlyn var drukkinn
í fimm daga. Hann var viti
sínu fjær nær allan tímann,
og lá endilangur í rúmi á eld
húsinu, sem Mary og frænka
hennar höfðu flutt þangað.
Hann svaf með galopinn
munniinn og hrotumar í hon
um heyrðust alla leið upp á
loft. Um fimm leytið á
morgnana vaknaði hahn,
heimtaði brennivín og grét
eins og barn. Kona hans fór
til hans, sefaði hann og lag-
aði koddann hans. Hún gaf
honum veikt blandað 'brenni
vín talaði blíðlega við hann
eins og hún væri að tala við
veikt bam, og hélt glasinu
að munni hans; og hann
starði í kringum sig blóð-
hlaupnum augum, tautaði
við sjálfan slg og skalf eins
og hundur.
Patience varð eins og önn
ur kona; sýndi því líkt ró-
lyndi., stillingu og snarræði,
að hún ætti það til. Hún
sökkti sér algerlega niður í
að hjúkra manni sínum.
Hún var neydd til að gera
allt fyrir hann, og Mary sá
hana skipta um rúmfatnað
og nærföt á honum, svo að
henni bauð við, þvi að sjálf
hefði hún ekki getað komið
svo nálægt honum. Patience
tók þessu eins og sjálfsögð-
um hlut, og blótið og öskrið,
sem hann lét dynja á henni
virtist ekki skjóta henni
minnsta skelk í bringu.
■Þetita voru einu skiptin, sem
hún hafði algerlega yfirhönd
ina yfir honum, og hann
leyfði henni jafnvel að baða
á sér ennið með heitu vatni
mótmælalaust. Síðan vafði
-hún utan um hann hreinni
ábreiðu, sléttaði á honum
hárlubbann, og eftir örfáar
mínútur var hann sofnaður
aftur, andlitið á honum var
blóðrautt og munnurinn gal
opinn með tunguna út úr og
hann hraut eins og uxi. Það
var ómögulegt að vera í eld
húsinu og Mary og frænka
hennar breyttu litlu van-
hirtu dagstofunni í setustofu
fyrir sig. I fyrsta sinn varð
Patience dálítill félagi. Hún
masaði ánægjulega um gamla
daga í Helford, þegar hún og
móðir Mary voiru telpur. Hún
gekk hraðar og léttar um
húsið, og stundum heyrði
Mary hana vera að raula brot
úr gömlum lögum meðan
hún var að bjástra í eldhús
inu. Það leit út fyrir að þessi
drykkjarköst kæmui alltaf
yfir Joss á tveggja mánaða
fresti. Venjulega hafði verið
lengra á milli, en nú voru
þau farin að verða tíðard og
Patience var aldrei viss um,
hvenær að því kæmi. Þetta
siðasta var vegna heimsókn-
ar Bassats þangað — veit-
ingamaðurinn hafði verið
reiður og æistur, sagði hún
Mary, — og þegar hann kom
heim af heiðinni um séxleyt
ið, hafði hann farið rakleitt
inn í veitingastofuna. Hún
vissi þá, hvað fyrir mundi
koma.
Patience tók alveg gilda
þá skýringu frænku sinnar,
að hún hefði villzt á heið-
inni. Hún sagði, að hún skyldi
vara sig á keldunum og lét
það svo niður falla. Mary
létti stórum. Hana langaði
ekki að fara að segja ná-
kvæmleg frá því, sem fyrir
bar, og hún var ákveðin í
að segja ekkert frá fundi sín
um og prestsins í Alt'arnun.
A meðan lá Joss í drykkju
æði sínu í eldhúsinu, en kon
urnar tvær áttu fimm tiltölu
lega friðsæla daga.
Veðrið var kalt og drunga
Iegt og freistaði ekki Mary
til útiveru, en fimmta morg-
uninn lægði storminn og sól
in skein og þrátt fyrir ævin
týri það, sem Mary hafði
lent i aðeins nokkrum dög-
um fyrr, ákvað hún að hætta
sér út á heiðina aftur. Hús-
bóndinn var vaknaður um
klúkkan níu og fór að kalla
hástöfum, og hávaðinn. í
honum og lyktin úr eldhús-
inu, sem nú gegnsýrði allt
húsið, og það að sjá Patience
vera að þjóta niður stigann
með hrein rúmföt á hand-
legignum, kom svo miklum
viðbjóði og leiða upp í Mary
á þessu öllu.
Hún hálfskammaðist sín,
læddist út úr húsinu og
stakk brauösnaið inn í klút
og fór yfir þjóðveginn upp á
heiðina. í þétta fsinn lagði
hún leið isína til East Moor
-og tók stef.nu á Kilmar, og
íþar sem hún átti allan dag-
inn fyrir höndum þurfti hún
ekki að óttast, að hún villt-
:ist. Hún var alltaf að hugsa
um Francis Davey, skrítna
prestinn í Altarniun. og hún
sá hve lítið hann hafði sagt
Ævintýri Bangsa
wammPT&M
.
vl &5k7í
ei
En Bangsi kannast ekkert við
landslagið umhverfis árbakk-
ana, og er hálfsmeykur um að
liann hafi villzt af leið. Til allr-
ar hamingju hittir hann Skugga
skógarmörð, og spyr hann til
vegar. „Jú,“ segir Skuggi. „Þú
ert á réttri leið, lagsmaður! En
furðulegur þykir mér farkostur
þinn. Úr hvaða efni er hann
gerður?" „Það er hernaðar-
leyndarmál,“ svarar Bangsi
drýgindalega og heldur áfram
för sinni.
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
ÖRN kynist Ching Kai hjá kon-
súlnum, og býður þessi grun-
samlegi náungi honum í söng-
leikahús eitt.
CHING: Konsúllinn sagði mér,
að þér væruð farinn úr flug-
hernum vegna einhverra mis-
taka, og að þér hyggðust vinna
fyrir yður sem einkaflúgmaður.
ÖRN: Satt er það.
CHING: Og hann kvað yður hafa
flugvél til umráða.
ÖRN: Það er einnig rétt.