Alþýðublaðið - 31.01.1948, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.01.1948, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Norðaustan stinningskaldi, skýjað með köflum, en úr- komulaust. Forustugrein: Aðfarir kommún,ista' við; síldarútvegmn- XXYIII. árg. Laugardagur 31. jan. 1948. 25. tbl. Var andiepr leiö íooi illra Sodierja. Hvatti til baráttu með krafti sálar- innar, en vopnavaidio MAHATMA — sálin mikla — var nafn það, sem millj- ónir Indlands gáfu hiniim gamla leiðtoga, sem í gær lét lífið fyrir skotum morðingj- ans. Þetta nafn, Mahatma, lýsir betur en nokkuð annað forustu þeirri, sem Gandhi veitti þjóð sinni, og fordæmi því, sem hann gaf heiminum öllum. Hann hvatti til óvirkr ar andstöðu, andstöðu með krafti sálarinnar, en ekki vopnanna. Fáir vestrænir menn geta skilið magn slíkr- ar baráttu mcð milljónum Austurlanda, eða áhrif þau, sem Gandlii vann sér í huga Indverja af öllum trúflokk- um. Mohandas Karamchand Gandhi fæddist 2. október 1869 í Porbandar. Hann var af tignum ættum og fór ung ur til Bretlands til að læra lögfræði. Ætt hans var mót- fallin nómsför hans, eri fjöl- skyldan studdi hann, eftir að hann lofaði að neyta ekki kjöts. Þegar Gandhi hvarf aftur heim að loknu námi gekk honum illa að hefja lögfræði störf, Eftir nokkra hríð fór hann til Natal í Suður- Afríku og starfaði þar. Þá var það, að augu hans opnuð ust fyrir hinum hörmulegu lífskjörum Indverjanna, sem þar eru margir. Þar hóf hann baráttu sína, sem endaði í gærmorgun.. Gandhi hvatti þjóð sína tiil að beita ekki ofbeldi, nota ekki vopn. Meitið að e'iga s'amvirinu við kúgara ykkar, veitið óvirka and- stöðu. Oft dró Gandhi sig í hlé, en kom svo fram á sjón ■arsviðið aftur og leiddi and- stöðu þjóðar sinnar. Hann braut niður mikið af hinni geysilegu stéttaskiptingu landsins, hann vann að jafn rétti kvenna og gekk á und- an öðrum í því að lifa ó- brotnu bændalífi. Allir hafa heyrt um geitina og rokkinn. Þegar settur var á ealtskatt ur í Indlandi, leiddi Gandhi geysifjölmenna hópgöngu Indverja út á strönd Ind- landshafsins, þ'ar sem þeir unnu salt úr sjónum í mót- mælaskyni. SAT OFT I FANGELSI Hvað eftir anniað var Gandhi itekinn fastur, og það Framhald á 7. síðu. lililS manDÍiöidi vlðstaddQr lorilð Fregíiio vékur bryggð og ólífj nm gervaS!ay heln.'e Þetta er ein af síðustu myndunum, sem tekin var af þeim Gandhi og Nehru saman. Hún var tekin á þingi Hindúa Tilræði kommúnista við síldarútveginn hrundið. Dagsbrðnarstjðrnin aftirkall- aði eætiirvmanbaRnið i gær. f>ingmöiiuym neSri málstofuonar á Bretlandi fækkað? INNANRIKISMÁLAKAÐ- HERRA Breta hefur borið fram frumvarp um, að þing- mönmmi neðri málstofunnar verði fækkað um 32, eða úr 640 í 608. Er í frumvarpi þessu lagt til, að borgarhlutinn City í London hafi hér eftir aðeins einn þingmann í stað tveggja áður, en City er verzlunar- , hverfi borgarinnar, og eru jkjósendur þar fyrst og | fremst kaupsýslumenn, sem hafa flestir kosningarétt einn ig annars staðar. Þá er og gert ráð fyrir, að 12 háskóla kjördæmi verði lögð niður, þar ieð kjósendur þeirra hafi svo til allir einnig kosninga rétt annars staðar. Eftir að sjómenn tóku til sinna ráóa og stöðvuóu aila vinou við skioin. FRAM er komið í sænska þinginu frumvarp um, að Is- lendingar, Danir og Norð- menn þurfi hér eftir ekki dvalarleyfi í Svíþjóð. Það fylgir fréttinni, að búizt sé við, að hliðstætt frumvarp verði flutt í danska þinginu innan skamms. EFTIR AÐ SJÓMENN Á SÍLDVEIÐISKIPUNUM liöfðu í gærmorguu svarað síðasta tilræði kommún- ista við síldarútveginn, næturvinnubarminu- með því að stöðva sjálfir ailla vinnu við skipin, sá Dagsbrúnar- stjómin sitt óvænna og féllst á það, á fundi með full- trúum sjómanna, sildarverksmiðj a ríkisins og lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna síðdegis í gær, að leyfa vinnu við skipin allan sólarhringinnH Var strax í gærkveldi hafin vinna á ný viS losun síld- veiðiskipanna, en 60 þeirra biðu í höfn allan daginn í gær með rúmlega 50 000 mál innan borðs. Vinna var einnig hafin í gærkveldi við fermingu síldarflutningaskipanna. NætuirvinniubaTm komm- únistasítjórnaninnar í Dags- brún við sílldveiðiiskipin og síldarflutiningaskipin mælt ist sitrax mjög illa fjmir, ekki aðéilnis hjá sjómönmiuim, heild- ur og hjá verkamönnum, svo augljós: sam niauðsyn þess er, að unnið sé allam sólarhring- inin við skipin, meðiaín hin mikla sfldveiði stendúr yfir. Hefuir um fáitit verið meiina talað síðustu tvo sólairihrmg- ama en þetta síðasta tilíræði kommúnista við síldjarútveg- mn. Dagsbiúniai'atjórnin lét sér þó ekki segjast við það, heldur lengdi hún í fyrra- kvöld þann tíma, sem nætur- vinniuibannið átti að ná til, MOHANDAS GANDHI var myrtur í New Delhi rétt fyrir hádegi í gær, er hann gekk til bæna. Of- stækismaður úr þeim flokki Hindúa, sem höt- uðu Gandhi, skaut að hon uffl þrem eða fjórum skammbyssuskotum á stuttu færi, og lézt hinn aldni leiðtogi 35 mínútum síðar. Miki’ll mannfjöldi var viðstaddur, er morðið átti sér stað, og 'brast upp sorgaróp, er fréttin um lát leiðtogans barst út til fjöldans. Árásarmaðurhm náðist þegar í stað. Fregnin um morð hins fræga leiðfoga Indverja hef- ur vakið hryggð og ótta um allan heim. Eim ér ekki hægt að sjá, hverjar afleiðingarn- ar verða, en það er talið lán í óláni, að morðinginn var Hindúi, en ekki Múhameðs- trúarmaður. I dag er hænadagur um gervallt Indland. Lík Gand- his verður flutt niður • að hinni helgu á, Jumna, og þar verður líkið hrennt. Nehru, forsætisráðherra Indlands, hefur haldið ræðu og lýst sorg Indverja yfir hin um mikla missi. Hann hvatiti þjóðina til þess að starfa á- jfnam í anda Gandhis og |vinna þau verk, er honum vannst ekki tími til að ljúka. Um allan heim hafa áhrifa menn farið lofsamlegum orð um um hinn látna leiðtoga, jafnvel þeir, sem hann barð ist gegn á Indlandi. Attlee flutti í igærkvöldi ræðu í út- varpið, og kvað hann lát Gandhis ómetanlegt tjón fyr ir brezku stjórnina. Gandhi lézt sem píslar- vottur, þegar sókn hans gegn blóðsúthellingum var að byrja að bera árangur. Hann var nýbúinn að fasta og fá með því alla leiðtoga lands- ins til að lofa friði. Hverjar afleiðingar þessa hryllilega morðs verða, er að svo búnu ógerlegt að sjá fyrir. Næstu vikur munu skera úr um það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.