Alþýðublaðið - 31.01.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIB
Laugardagur 31. jan. 1948.
Jón Gangan.
FRÁ JÓNI J. GANGAN.
Langt er nú síðan ritstjóri
þessa dálks hefur nokkuð heyrt
frá vini vorum, Jóni J. Gangan,
sem eins og flestum mun kunn-
ugt, dvaldi í Englandi. Var ekki
laust við, að vér værum farn-
ir að óttast um hann, einkum
vegna þess, að síðustu bréfin
og skeytin, sem frá honum bár-
ust, g'áfu til kynna, að annað-
hvort væri hann breyttur orð-
inn og það meira en lítíð, eða
ekki algerlega andlega heil-
brigður. Það styrkti og nokkuð
þann ótta vorn, að vér vissum
hann dálítið ölkæran og ást-
hneigðan, en hvorttveggja hef-
ur komið mörgum góðum dreng
úr andlegum skorðum, — enda
sannaði það mjög þann grun,
að viðkomandi var tekinn að
fást við skáldskap og áleit sig
þar líklegan til afreka, en fram
að þessu höfðum vér fremur
kynnzt honum seni raunsæis-
manni heldur en hitt.
En nú höfum vér fengið ýt-
arlegar fregnir af honum í
löngu bréfi, sem ekki eru tök á
að birta hér öðruvísi en í út-
‘drætti, og munum vér láta af
því verða innan skamms. Að
sinni getum vér aðeins gefið
þær upplýsingar, að fregnir
þær eru hinar furðulegustu, og
að Jón J. Gangan er nú við
hina beztu heilsu.
Virðingarfyllst.
Ritstjórinn.
FLÖSKUBROT.
KJARNORKUSÝNING.
stendur nú yfir í Listamanna-
skálanum. Er hún hið fróðleg-
asta og sýnu auðskildari heldur
en sýningin, sem ungu lista-
mennirnir héldu þar á dögun-
um.
Þarna er meðal annars veitt
ókeypis tilsögn öllum þeim, er
vilja í tilbúningi og gerð kjarn
orkusprengjunnar. Er hún því
ekkert leyndarmál lengur, — en
hamingjan hjálpi þeim, sem
þurfa að vera á ferli um mið-
bæinn næsta gamlaárskvöld!
TOLLVERÐIR
vilja fá sterkan bjór. Þá er
fengin sönnun þess, að ekki hafa
þeir fengið að njóta þess smygl
bjórs, sem þeir hafa gert upp-
tækan.
B'er maður sást á ferli allvíða
hér í bænum fyrir nokkru, og
olli ótta og umtali, sem vonlegt
var.
Samkvæmt fregn, er birtist í
einu bæjarblaðinu fyrir nokk-
ru, er þessi náungi sennilega tek
irun að klæðast, og telur blaðið
að enginn hafi séð eða orðið ber
sírípaðra. manna var, síðustu
vikurnar.
Vér trúum öllu, sem birtist
á prenti. —
NÝ INNRÁS f EVRÓPU.
Samkvæmt nýjustu fregnum,
eru Bandaríkjamenn nú að
stofna til nýrrar innrásar í Ev-
rópu.
Að þessu sinni áforma þeir
að senda kattahersveitir, og í
því skyni að herja á evrópiskar
rottur, sem þeir ásaka um und
anróts- og skemmdarvea-kastarf
semi. Verður þetta úrvalslið, og
er þess getið, að einkum muni
það skipað grimmum og viltum
borgarköttum, en mömmukisur
látnar sitja heima í þetta skipti.
Er nú aðeins eftir að vita af
stöðu Rússa til þessara fyrirhug
uðu innrásar, og ekki munu þeir
enn hafa gefið neina yfirlýsingu
gagnvart rottunum og starf-
semi þeirra. Hins vegar kváðu
kisur meginlandsins hyggja all
gott til þessara nýju styrjaldar
ráðstafana, og sannar það, að
kisur eru eins í öllum löndum,
— ekki síður en rotturnar.
og fór að tyggja það, og leit
út undan sér á gestiimn.
,,Hvað bjóst Bassat við að
sjá á Jamaica kránni?“ sagði
hanm-
Mary horfði befiínt framan
í hann!. ,,Þú ættir að viita það
betur sn ég“, svaraðd hún.
Jem' tiuggði stráið, hugsaði,
og skilrpti við og við út úr
sér.
„Hvað mikið veizt þú?“
sagðii hann skyindiiega og
fiSeýgðii burt stráinu.
Mary ypptii öxlum. „Ég
kom ekki hingað tii að svara
spuirningum", sagði hún, „ég
fékk nóg af þeim hjá hr.
Bass'at.“
,,Það var hepplegt fyrir
Joss, að búið var að skdpta
gósinu og flytja það burt“,
sagði bróðir hans hæglátlega.
„Ég sagði honum í vikunni
sem leið, að hanni sdgldlii held-
ur djarft. Þeir geta náð hon-
um á hverri' stundu. Og al'lt
sem hamn' gerir sér tiil bjarg-
air er að fara á fyllirí, bölvað
ur asininn isá arna“.
Mary sagði ekki neitt. Ef
Jem var að reyna að veiða
hana í gildru með því að vera
svona opinskár, þá yrði hann
vonsvikinn.
„Þú hlýtur að hafa gott-út-
sýni úr þessu herbergi fyrir
ofan veröndina,“ sagði hann.
„Vekja þeir þig af fegurðar-
blundinum?“
„Hvernig veizt þú, að það
er mitt herbergi?“ spurði
Mary snögglega.
Spurning hennar virtist
koma honum að óvörum.
Hún sá undrunina í augum
hans. Svo hló hann og tók
upp annað strá.
„Glugginn var galopinn,
þegar ég reið í hlaðið um
daginn,“ sagði hann, „og
það blakti gluggatjald í gol-
unni. Ég hef aildrei séð glugga
opinn á Jamaica fyrr.“
Skýringin var frambæri-
leg, en þó varla, að Mary
gæti tekið hana gilda. Hræði
legur grunur vaknaði 1 huga
hennar. Gat það hafa verið
Jem, sem hafði verið falinn
í tóma gestaherberginu laug-,
ardagskvöldið? Henni rann
kalt vatn milli skinns og hör-
unds. I
„Hvers vegna ertu svona
þögul um þetta alit?“ hélt
hann áfnam. ,,Heldur þú, að
ég fard til bróður míns og segi
við hann: Heyrðu, þessi
frænka þín, hún hefur ekki
taumhald á tungu sinni?
Fjárinn sjálfur, Mary; þú ert
hvorki bhnd né heyrnarlaus.
Jafnvel barn yrði vart við
eitthvað óhreint á Jamaica-
krá, þó' að það væri þar ekki
ríema mánuð.“
„Hvað viltu fá mig til að
segja þér?“ sagði Mary. ,,Og
hvað skiptir það þig, hve
mikið ég veit? Allt sem ég
hugsa um, er að fá frænku
mína í burtu úr þessurn stað
eins fljótt og hægt er. Ég
sagði þér það, þegar þú komst
til Jamaioa.Það geitur verið,
að það taki dálítinn tíma að
telja hana á það, og ég verð
að vera þolinmóð. Og hvað
bróður þínum við víkur, þá
má hann drekka sig.í hel fyr-
ir mér. Hann á sitt líf sjálfur
og ræður hvað liann gerir.
Það kemur mér ekki við.“
Jem blístraði og sparn við
lausum steini með fætinum.
,-,Svo að þér finnst smygl þá
ekkert voðalegt?“ sagði
hann. „Þú mundir láta bróð-
ur minn fylla hvert einasta
herbergi á Jamaica með
brennivínskútum og rommi
og þér dytti ekki í hug að
koma upp um hann? En segj-
um nú svo, að hann væri að
fást við ýmislegt annað, setj-
um nú svo, að um líf eða
dauða væri að tefla og að
morð ætti sér stað — hvað
þá?“
Hann snéri sér að henni,
og hún sá, að nú var hann
ekki að gera að gamni sínu
við hana. Kæruleysi og gam-
ansemin voru horfin; augu
bans voru lalvarleg, en hún
gat ekki ráðið í, hvað á bak
við bjó.
„Ég veit ekki hvað þú átt
við,“ sagði Mary.
Hann leit lengi á hana án
þess að segja nokkuð. Það
var eins og hann væri að
velta einliverju fyrir sér og
gæti aðeins tekið ákvörðun
með því að sjá svipinn á
henni. Allur svipur, sem
hafði verið með honum og
bróður hans, hvarf. Hann
vairð harðari og skyndilega
eldri, og eins og af allt öðr-
um stofni.
„Ef itil vill ekki,“ sagði
hann að lokum; ,,en þú munt
komast að því, ef þú verður
þaxna nógu lengi. Hvers
vegna er frænka þín alVeg
eins og vofa — getur þú
sagt mér það? Spurðu hana,
næst þegar bann er að
vestan.
Og hann fór að blístra aft-
ur, lágt og þýtt, með hend-
urnar í vösunum.
Mary horfði á hann þegj-
andi. Hann talaði í líkingum,
en hvort það var til að
hræða hana eða ekki, gat
hún ekki sagt. Hún gat skilið
hestaþjófinn Jem og kæru-
leysisilega og ábyrgðarlausa
framkomu hans, en þetta var
alveg ný hlið á honum. Hún
Ævintýri Bangsa
Dabbi digri álítur, að Siggi
sjómaður muni reynast bezt til
þess fallinn að leysa vandræði
prófessorsins. „Hann er hag-
leiksmaður!“ segir Dabbi. Þeir
halda í áttina til þorpsins, en
Bangsa verður litið um öxl, og
rekur upp undrunaróp. „Sjáðu,
Dabbi!“ segir hann. „Yrðlinga-
skammirnar hafa stolið bátnum,
og lagt af stað í honum út á
vatnið. Það er ég viss um, að
þeir hvolfa honum, og hvað
segir prófessorinn þá?“ „Við
getum ekkert við því gert!“ seg
ir Dabbi.
ÖRN: Hvers vegna eru þeir að
kasta þessum handklæðum til
áhorfenda?
CHING KAI: Ævaforn kínversk
siðvenja. Áhorfendumir svitna
venjulega mjög vegna hitans í
sýningarsalnum, og svitinn veld-
ur þeim óþægindum.
OG Á SÖMU ANDRÁ fær Örn
eitt handklæði framan í sig. —
Honum bregður,og ekki verður
undrun hans minni, þegar hann
tekur handklæðið frá ásjónu
sinni og sér, að innan á það er
rituð orðsending, — stíluð til
hans.