Alþýðublaðið - 04.02.1948, Síða 5
Miðvikudagur 4. <febr. 1948
5s'
Sérfræðingar Hanhalláætiunarinnar um ísland og viðreisn Vestur-Evrópu:
efa Islendin
ÍSLAND varð ekki fyrir
neinu tilfinnanlegu tjómi af
völdum stríðsins. Núverandi
friamleiðslugeita þess, sem
nær eiimgöngu er beint að
fiskveiðum og fiskfram-
leiðslu, er mikið meiri, í ýms
um greinum 100% meiri, en
fyrir stríð. Það er afieiðing
af veltiárum ófriðarins og
jþeirri endumýjun og aukn-
ingu framleiðslutækjanna,
sem byrjað var á 1945 og
búizt er við, að lokið verði
að mestu leyti í árslok 1948.
Með því að fiskur og fiskaf-
urðir gera meira en 90% af
öllum útflutningi Islands,
verður þáttur þess í viðreisn
Evrópu bundinn nær ein-
göngu við fisk, fiiskimjöl og
fiskilýsi; enda er landið
mjög háð •innfluitnimgi á flest
um öðrum lífsnauðsynjum,
þar eð aðeins lítiil hluti þess
er ræktanlegur og veðráttan
yfirleitt óhagstæð landbún-
aði.
Hin efnahagslegu viðfangs
efni íslands á næstu fjórum
órum munu fremur verða
falin í lagfæringu á því, sem
úr lagi hefur farið, en í
beinni viðreisn. Þær hindran
ir, sem orðið geta á því, að
þjóð þess nái settu marki á
sviði framleiðslunnar, eru
verðbólgan, sem hefur skrúf
að friamleiðslukostnaðinn upp
fyrir heimsmarkaðsverð, svo
og hinn ófyrirsjáanlegi afli,
sem öll -velferð þjóðarinnar
byggist á. Kostnaðurinn við
fiskframleiðsluna er nú þeg-
ar svo. hár, að ekki er hægt
að halda flotanum á arðbær-
um veiðum nema með styrk
veitingum stjórnarinnar. Til
þess að draga úr hinum óhag
stæða viðskiptajöfnuði út á
við og ná settu heildarfram-
leiðslumarki á þessum fjór-
um árum mun hvort tveggja
í senn reynaist nauðsynlegt,
að lækka verðið á íslenzkum
fiski, svo að hann verði sam-
keppniisfær, og að halda á-
fram að hafa eftirlit með inn
flutningi. Þess vegna getur
það skeð, að nauðsynlegt
verði, þrátt fyrir framleiðslu
möguleika íslands, að lækka
eitthvað þá áætlun, sem gerð
hefur verið um framleiðslu
þess á fiskilýsi pg fiskimjöli.
Heildarframleiðsla á hvoru
.tveggja hefur 1947 orðið
minni, en vænzt var.
Við þær áæ'tlanir, sem hér
eru seittar fram, hafa sér-
fræðingar Bandaríkjanna
stuðzt við þær áætlanir, sem
gerðar voru í skýrslu sam-
vinnunefndar Parísarráð-
stefnunnar. Áætlanir Banda
ríkjasérfræðinganna eru í
rnokkrum tilfellum frábrugðn
ar áætlunum samvinnunefnd
arinnar. Þær eru, að því er
framleiðslu og útflutning
einstakra afurða snertir,
lægri. Sú lækkun hefur í
fyrsta lagi verið gerð með til
liti til óvissunnar sem ríkir
um framleiðsluna af vöiÍSum
árferðis. En þar að auki þyk
ir nákvæm athugun á mögu-
leikum þess, að birgja landið
upp að þeim vörum, sem það
þarfnast, benda til þess, að af
sumum vöruitegundum verði
ekki t'il nægilegar birgðir til
þess að mæta að'fullu þeirri
innflutningsþörf landsins,
sem upp er gefin í skýrslu
samvinnunefndarinnar.
Framleiðsluáætlun
Islands.
Enda þótt um það bil þriðj
ungur íslenzku þjóðarinnar
starfi að landbúnaði, er hún
mjög háð innflutningi á mat
vælum. Búskapurinn bygg-
ist á grasrækt, en framleiðir
ekkert korn til manneldis.
1. Fiskveiðar.
Framleiðslan á feiti er
nær eingöngu failin í fram-
leiðslu á síldarlýsi; fram-
leiðslan á þorsbalýsi, sem
nam um það bil 8000 smá-
lestum 1946, er ekki eins
mikilvæg. -Heildarframleiðsl-
an á báðum þessum tegund
um lýsis varð miklu minni
1947, en áætlað var af Is-
lendingum, og hefur senni-
lega ekki farlð fram úr 25
þús. smálestum. Bandarikja--
sérfræðingarnir telja ekki lík
legt, að framleiðslan á síld-
arlýsi og þorskalýsi nái á við
reisnartímabilinu þeim 57—
60 000 smálestum árlega,
sem gert er ráð fyrir í áætl-
un Islands til samvinnu-
nefndar Parísarráðsitefnunn-
ar. Það er ekki ósennilegt,
að í þeirri áætlun hafi verið
treyst á, að sá landburður af
síld, sem var 1944, myndi
endúrtaka sig. Sannleikurinn
er, að síldveiðin gengur að
jafnaði ekki vel nema eitt ár
af hverjum þremur. Hins
vegar telja Bandaríkjasér-
fræðingarnir allar líkur til,
'að lýsisframleiðslan muni
fara langt fram úr þeim 22
þús. smálesitum, sem hún
yenjulega var íyrir stríðið,
og þeim 23 þús. smálestum,
sem hún vairð 1946. • Sömu-
leiðiis mun framleiðslan á
síldarmjöli á viðreisnartíma
bilinu sennilega ekki ná
þeim 64—70 000 smálestum
árlega, sem Islendingar á-
ætla; en hún æltti hins vegar
að fara langt fram úr þeim
22 000 smálestum, sem var
að jafnaði 1934—1938, og
þeim 25 000 smálestum, sem
hún varð 1946—1947. Fram-
leiðslugeta tslands hefur vax
ið mikið við nýtízku tækni
síðan fyrir stríðið.
1 Afköst íslenzku fiskfram-
leiðslunnar, eru nú þegar
mikil, og þó er gert ráð fyrir,
að auka þau enh með nýjum
framleiðslutækjum, og má
telja sennilegt, að fram-
leiðslugeta landsins á þessu
sviði verði í árslok 1948 orðin
yfirleitt 75% meiri en 1945.
En hins vegar getur svo far-
ið, haldi hinn hái framleiðslu
kostnaður áfram, að hann og
hugsanlegt verðfall á fiski á
heimsmarkaðinum, dragi úr
fiskframleiðslunni. Þar við
bætist sú óvissa, sem er um
hinar árlegu síldveiðar. En
með tilliti til hinna bættu
skilyrða og þess, að, fram-
leiðslan á öðrum fiski en sild
getux vaxið, er það ekki ó-
hugsanlegt, að heildarfisk-
framleiðslan nái 1951 þeim
470 000 smálestum, sem gert
er ráð fyrir í áætlun Islend-
inga.
'2. Landbúnaður.
Islenzkur Iandbúnaður
framleiðir ofurlítið útflutn-
ingsmagn af dilkakjöti, ull,
húðum og skinnum. Yfirleitt
er þó langt frá því, að Island
sé sjálfu sér nóg um mat-
væli; jafnvel grænmeti verð
ur að miklu leyti að flytja
inn. Afköst landbúnaðarins
er verið að auka með nýjum
framleiðslut^ekjum, sem
keypt hafa verið samkvæmt
,,nýsköpunaráætlun“ ' stjórn
arvaldanna; en það er ekki
búizt við því, að framleiðsl-
an vaxi mikið. Aftur á móti
er þess vænzt, að með hin-
um nýju tækjum verði hægt
að viðhaída því framleiðslu-
magni, sem nú er, jafnframt
því að fiskveiðarnar og aðrir
atvinnuvegir fái aukinn
vinnukraft, sem nú er bund
inn í landbúnaðinum.
3. Iðnaður.
Þegar undan er skilinn
fiskiðnaðurinn og takmörk-
uð framleiðsla fyrir innan-
landsmarkað á nokkrum
neyzluvörum, er um mkil-
væga iðnaðarframleiðslu að
ræða á Isiandi.
i
Vélsfjora
og vana línumenn vantar á mótorbát frá Akra-
nesi. — Upplýsingar hjá Haraldi Böðvarssyni
& Co., Akranesi, og Landssambandi ísl. út-
vegsmanna, Reykjavík.
Otflutningur.-
Mikllvægustu útflutnings-
vörur Islands eru fiskur og
fiskafurðir (einkum lýsi cg
fiskimjöl), Það lætur mjög
nærri að öll fiskiðnaðarfram
leiðslan sé flutt út, eins og
sjá má á hinni íslenzku áætl
un varðandi lýsi og fiskimjöl
fyrir árin 1950—1951. Það
framleiðslumagn, .sem þar er
gert ráð fyrir að ná, er talið
vel hugsanlegt, hvað fiskinn
snertir; en vel getur svo far
ið, að það náist ekki á sviði
síldarlýsis- og síldarmjöls
framleiðslunnar. Hvað síld-
armjölið snertir þykir líklegt
að útf'lutningur á því verði
eifthvað undir þeim 64—70
þús. smálestum á ári, sem
áætlaðar eru í skýrslum Is-
lands til samvinnunefndar
Parísarráðstefnunnar. Og lík
legt þykir einnig að útflutn
ingur á síldarlýsi og þorska-
'lýsi, sem í þeim skýrslum er
áætlaður 57 000 smálestir
1947—1948 og eftir það hægt
vaxandi upp í 60 000 smálest
ir 1950—1951, verði nokkru
rninni.
Inoflutningur.
Innflutningur íslands óx á
ófriðarárunum stöðugt, allt
til 1946, og ýttu tekjur striðs
áranna af fisksölunni til Bret
lands og viðskiptunum við
brezka og ameríska setuliðið
undir þá þróun. En nú hefur
skorturinn á erlendum gjald
eyri gert það nauðsynlegt að
driaga úr innflutningnum á
svo að segja öllum sviðum.
Þessi óhjákvæmilega tak-
mörkun innflutningsins kem
ur og fram í þeirri innflutn-
'ingsáætlun fyrir fyrstu mán
uði viðreisnartímabilsins,
apríl 1948—júní 1949, sem
ísland lagði fyrir samvinnu-
nefnd Parisarráðstefnunnar.
En vel má svo fara, að lækka
verði enn þá áætlun Islands,
jafnvel um einn fjórða eða
einn þriðja, sökum skorts á
korni, sykri, kolum, stein-
ol'íu, timbri, jámi og stáli í
heiminum. Það er þó hugsan
legt, að hækka mætti inn-
flutningsáætlunina aftur eft
ir fyrstu 15 mánuðdna, að
minnsta kosti um nokkurn
hluta þess, sem hún yrði
lækkuð nú; enda getur inn-
lend framleiðsla ekki birgt
landið upp af neinni hinna
framangreindu nauðsynja.
Island filut-ti 1946 inn tvisv
ar til þrisvar sinnum meira
korn, tóbak, sykur, járn sitál
og aðra málma, en fyrr stríð-
ið. Og með því, að íbúum
þess fjölgaði á sama iiíma
ekki nema um sem næst
14%, sýnir þessi vöxtur inn-
flutningsins fyrst og fremst
aukna neyzlu. Á síðustu
þremur mánuðum . ársins
1947 varð Island að draga
verulega úr þessum innflutn
ingi, og það má búast við
því, að það verði að tak-
marka innflutninginn mjög
að minnsta kosti til ársloka
1949. Frekari skerðing á lífs
kjörum þjóðarinnar, svo að
þau yrðu eitthvað svipuð
því, sem þau voru 1937, þeg-
ar næstum því kreppuástand
var í landinu, væri hins veg-
ar frá efnahagslegu sjónar-
miði óæskileg. Og jafnvel
þótt nauðsynlegt yrði að
draga eitthvað að auki úr
innflutningi vegna skorts á
ýmsum vörum í heiminum,
.ætti Island að geta tryggt
þjóð sinni lífskjör, sem væru
Brunaboíafélag
vátryggir allt lausafé
(nema verzlunarbirgðir).
Upplýsingar í aðalskrif-
stofu, Alþýðuhúsi (sími
4915) og hjá umboðs-
mönnum, sem eru í
hverjum kaupstað.
Minnlngarspjöid (
:
Barnaspítalasjóðs Hringsins |
eru afgreidd í
Verzl. Augustu Svendsen, |
Aðalstræti 12, og í
:
:
Bókabúð Austurbæjar,
Laugavegi 34.
Mirm.'ngsrspjöld
Jón Baldvinssonar for-
seta fást á efti-rtöMum stöð
um: Skrifstofu Alþýðu-
flokksins. Skrifstofu Sjó-
'(mannafélags Reykjavíkur.
Skrifstofu V.K.F. Fram-
sókn, Alþýðubrauðgerð-
Laugav. 61, í Verzlun Valdi
mars Long, Hafnarf. og hjá
Sveinbirni Oddssyni, Akra
nesi.
Köld borS cg
heítur veizlumafur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
Smurt brauð. — Köld borð.
Heitur veizlumatur.
Sent út um bæinn.
BREIÐFIRÐINGABÚÐ
Sími 7985.
Imiklum mun betri, en þau,
sem hún átti við að búa sið-
ustu árin fyrir stríðið.
(Niðurlag á morgun.)
reioi
KATAILAIII
Pósthólf 831, Reykjavík.
Flytur fjölbreytt lesefni fyrir yngri og
eldri.
1. og 2. tlb. nýkomið út.
Askriftarsími: 5484.
m