Alþýðublaðið - 12.02.1948, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. felir: 19-lt? AlþýðOBláðið_________________________— 5
Vilmundur Jónsson: Um !y fsölumál. Barátiusaga. VII
Ég tek þar upp þráðinn, er bæjarstjórn
Reykjavíkur samþykkti að beiðni lyfsölu'fræð-
inganna áskorun á heilbrigðisstjórn ríkisins um
að tvöfalda tölu lyfjabúða í Reykjavík. Það
stendur sannarlega ekki upp á bæjarstjórn
Reykjavikur að gera samþykktir um heilbrigð-
ismál, ef það ber undir heilbrigðisstjórn ríkis-
ins að eiga að framkvæma samþykktirnar. Öðru
máli gegnir,. ef bæjarstjórnin á að gera það
sjálf. Kann héraðslæknirinn í Reykjavík langa
sögu af baráttu sinni fyrir því að fá samþykkta
.af bæjarstjórninni svo sjálfsagðan hlut sem
nýja heilbrigðissamþykkt fyrir höfuðborgina í
stað löngu gersarnlega úreltrar samþykktar.
Saga þeirrar baráttu er engu lik nema baráttu
minni fyrir endurskoðun lyfsölulöggjafarinnar
• og á meðal annars sammerkt við hana í því, að
henni er hvergi nærri lokið enn. í góðu sam-
ræmi við þetta er allt ástand heilbrigðismála
Reykjavíkur, en aðgerðarleysi um þau mun
ekki eiga sér neinn líka við sambærilegar að-
stæður. Sumir leita skýringar á því og öðru
sinnuleysi um félagsmál bæjarins í því nærri
einstæða fyrirbrigði hér í álfu, að íhaldsbæjar-
stjórn sitji óáreitt við völd í höfuðborg áratug
eftir áratug. Ég hygg, að sú skýring nái of
skammt. Bæjarstjórnaríhaldið ■ hér er hvergi
nærri svo hatrammt, sem allt sleifarlagið bend-
ir til, og er reyndar engan veginn alls varnað, ef
það væri háð vakandi gagnrýni og með rögg-
semi væri á-eftir því rekio. Og hvað sem um í-
haldið er að segja, má telja því það til gildis,
að það hefur sennilega vonir engra framsæk-
inna manna svikið. Það, sem innsiglar ógæfuna,
er 'sú fyrirmunun, a'ð andófið í bæjarstjórninni
hefur nú árum saman sem ekkert verið, e.nda
virðist íhaldinu ef ekki hugsjónasnauðara, þá
a. m. k. emi handónýtara.
Þessi afdæming bæjarstjórnarinnar smitar út
frá sér og markar alla afstöðu bæjarbúa til
heilbrigðismála og annárra áþekkra félagsmála,
nema það sé afstaða bæjarbúa, sem markar af-
stöðu bæjarstjórnarinnar, og mun vera næst
sanni, að hvað verki á annað. Þeir borgarar
Reykjavíkurbæjar munu vera teljandi, sem hafa
hugmynd um, að bærinn eigi nokkur sérstak-
leg heilbrigðismál, og enn síður, að ábyrgð á
þeim beri sérstök heilbrigðisstjórn bæjarins,
bæjarstjórnin.. Um það, sem aflaga þykir fara
og varðar Reykjavík sérstaklega, er að vísu
óspart vitnað til ,,heilbrigðisstjórnar“, en það
er aldrei heilbrigðisstjórn bæjarins, lieldur
ævinlega heilbrigðisstjórn ríkisins, enda elur
bæjarstjórnin sjálf óskipt á þeim hugtaka-
ruglingi. M. a. er þess trúlega gætt, þrátt fyrir
það gegndarleysi um skrifstofuhald, serii frægt
er orðið, og deildaskiptingu bæjarmálanna til
hins ýtrasta, að hafa engum sérfróðum manni
á að skipa, er sérstaklega sé falin umsjá heil-
brigðismála bæjarins, en jafnframt fyllsta sam-
komulag um að halda öllum slíkum málum sem
lengst frá héraðslækninúm og vilja helzt í engu
nýta hans þjónustu. Nú heyra undir heilbrigð-
isstjórn ríkisins hin sameiginlegu heilbrigðis-
mál allrar þjóðarinnar, en ekki sveitarfélaga
sérstaklega, að öðru leyti en því að koma til
móts við.þau til aðstoðar og leiðbeiningar sam-
kvæmt sérstökum reglum eða eftir því, sem eftir
er leitað, enda má hafa vara á sér að gæta alls
réttlætis og g’era hvergi upp á milli. Þegar þess
er gætt, að leitun mun vera á því landi, þar
sem hlutur ríkisins í almennum heilbrigðisað-
gerðum er ríflegri en hér, en áreiðanlega hvergi
í heimi sú höfuðborg, sem leggur tiltölulega
jafnlítið í móti og vanrækir héilbrigðismál sín
svo blygðunarlaust sem Reykjavík gerir, kann
það að vera vorkunnarmál, að almenningi
hverfi heilbrigðisstjórn Reykjavíkur, en annað
mál er, hversu sanngjarnt það getur talizt, að
ávirðingar hennar skelli undantekningarlaust á
heilbrigðisstjórn ríkisins.
Einmitt þegar ég er í miðri síðustu setningu,
vindur sér inn til mín gustmikill sendiboði
borgarstjórans í Reykjavík og leggur bréf ofan
á vott blekið. Það er enn ein samþykkt bæjar-
stjórnarinnar varðandi heilbrigðismál, og svo
sem auðvitað ekki beint til sjálfrar hennar,
heldur „heilbrigðisstjórnar Iandsins“. Sam-
þykktin gengur út á að telja „drátt þann, sem
orðinn er á því, að fæðingardeild Landsspítal-
ans taki til starfa, algerlega óviðunandi og ó-
verjandi“. Fæðingardeild Landsspítalans. „Það
er póstur sá“. Misserum saman buldu áskor-
anir og samþykktir á heilbrigðisstjórn ríkisins
um að-reisa nýja og vel rúmgóðá fæðingarstofn-
un, sem tilfinnanleg þörf væri orðin *fyrir í
Reykjavík. Hér skorti ekki atfylgi bæjarstjórn-
arinnar, en hvorki hvarflaði að henni né öðr-
um, er að samþykktum þessum og áskorunum
stóðu, að -það væri á einn eða neinn hátt sér-
mál Reykjavíkur að sinna barnsburðarerfið-
leikum kvenna sinna, þaðan af síður, að það
gæti verið vandkvæðú.m bundið fyrir heilbrigð-
isstjórn ríkisins að rausnast til að reisa fæðing-
arstofnun fyrir Reykjavík sérstaklega, ef ekki
ætti að gera í því efni upp á milli hennar og
annarra landshluta. Sameiginlegt fæðingarstofn-
unarmál alls Iandsins gat aðeins talizt það að
reka fæðingardeild til að svara þörfum lækna-
og Ijósmæðrakennslunnar, en til þess var um
20 rúma deild metin við hæfi, eða litlu rúm-
betri en sú, sem fyrir var. Ef fyrirsvarsmenn
bæjarins í þessu máli, að bæjarstjórninni með-
talinni, hefðu átt að vera einir um að leysa
hinar sérstöku þarfir Reykvíkinga fyrir fæðing-
arstofnun, má af líkum ráða, að ekki væri enn
farið að leggja hornsteininn að þeirri fæðingar-
stofnun, en sennilega þá og þegar verið orðið
unnt að reisa hana úr'pappír þeirra samþykkta
bæjarstjórnarinnar um áskoranir, sem hún hefði
verið búin að beina til „hailbrigðisstjórnar
landsins11 í þessum kröggum sínum. Lengst
komst bæjarstjórnin, er henni hugkvæmdist að
bjóða ríkinu nokkurn styrk til að reisa fæð-
ingarstofnun, svipað og ríkið styrkir sjúkrahús-
byggingar sveitarfélaga, og var engu líkara en
bæjarstjórnin héldi, að ríkið væri hreppur í
Eeykjavík. Það var ekki bæjarstjórn Reykja-
víkur og enn síður málugar kvenréttindakon-
ur hins sama staðar, sem sáu lausn þessa
fæðingarstofnunarmáls og fengu til vegar kom-
ið samkomulagi ríkis og Reykjavíkurbæjar um
að reisa og reka í sameiningu, að % á vegum ]
ríkisins, en að % á vegum bæjarins, þá prýði-
legu fæðingardeild, sem þessum úrræðum ein-
um á að þakka það, að hún stendur nú þá og
þegar tilbúin, þó að of lengi hafi dregizt. Hitt
kann að orka tvímælis, hversu „óverjandi“ sá
dráttur er. Vel á minnzt dráttinn. Fæðingar-
deildin er að % hlutum reist á vegum Reykja-
víkurbæj.ar, en að Vz á vegum ríkisins. Eru þá
hlutar bæjarins löngu tilbúnir, en einungis
dráttur á hluta r.íkisins? Eða er bæjarstjórninni
enn einu sinni óviðkomandi framkvæmd heil-
brigðismála sinna að öðru leyti en því að gera
um þau samþykktir og beina áskorunum til
heilbrigðisstjórnar ríkisins? Þegar húsameist-
ara ríkisins var falin framkvæmd byggingar
fæðingardeildarinriar, sem enginn ágreiningur
var um, að gera skyldi, var ég svo framsýnn að
sjá fyrir, hverjar tafir og erfiðleikar gætu
orðið á framkvæmdúnum, eins og ástæður voru'
þá í heiminum og líklegar til að verða um lang-
án tíma, svo sem raun hefur á orðið, og hafa
allii'i sem í stórbyggingum hafa staðið,. fengið
á því að kenna. Jafnframt þekkti ég bæjarbrag-
inn svo, að mér, duldist ekki, að húsa.meistaran-
urn mundi lítt verða fundnar afsakanir, ef hann
Stæði einn að verkinu, óstuddur af fyrirsvars-
mönnum bæjarins. Þess vegna beindi ég því
bréflega til ráðuneytisins, sem ég taldi sjálf-
sagt, að um framkvæmdirnar færi í samráði
við borgarstjóra, og gerði ráð fyrir, að hann
nefndi fulltrúa fyrir sína hönd til að gæta í
þessu efni hagsmuna bæjarins "og bæjarbúa.
Vil ég ekki efa, að ráðuneytið hafi komið þessu
á framfæri. En jafnvel þó að fyrir hafi farizt,
var þetta svo sjálfsögð ráðstöfun af hálfu bæj-
arstjórnarinnar, ef hún hefði látið sig nokkru
varða, ■ hvernig til tækist um byggingarfram-
kvæmdirnar, að ekki hefði þurft á að minna.
Leitt er að þurfa að segja það, að bæjarstjórnin
hefur ekki aðeins vanrækt þetta gersamlega,
heldur hefur hún ekkert liðsinni lagt til að
hraða byggingu sinnar eigin fæðingarstofnunar
að % hlutum annað en að taka með bæjarstjórn-
arsamþykkt undir órökstuddan sleggjudóm og
rætinn skæting í garð þess embættismans rík-
isins, sem allan vandann hafði á höndum. Þetta
kann að vera góð latína í bæjarstjórn Reykja-
víkur, en víðast hvar annarst staðar mundi i
það hvorki vera kallaður marinskapur né dreng-
skapur.
Framhald á 7. síðu.
Sýningin í Lisfamannaskálanum
opin í dag frá kl. 1—11.
Ef þið viljið fylgjast með tímanum, þá verðið þið að
kunna nokkur skil á mest umrædda vandamáli nútímans,
Skýringar-kvikmyndir sýndar um byggingu efn-
isins og rafmagnið og myndir i'rá aomsprenging-
um sem hér segir: kl. 2, 4, 6, 8,30 og 10 síðd. .
Skólafólk, sem kemur í heilum bekkjum með kenn-
ara, fær aðgang fyrir háift gjald.
Skólastjórar eða kennarar geta pantað tíma fyrir
eða eftir hádegi í síma 4878 kl. 11—12.
Stúdentar úr Verkfræðideild háskólans munu
annazt skýringar frá kl. 8 á hverju kvöldi.
í eldbúsið í Kleppsspítaianum,.
Upplýsmgar hjá ráðskonunni.
Sími 3099.
KSR
Almennur dansleikur
' verður haidinn í Nýju mjólkurstöðinni
í kvöld kl. 9 sd.
K.K. s&xtettinn leikur.
Aðgöngumiðar seldir í húsinu frá kl. 8.
SKEMMTINEFNDIN.
Sfúlka vön afgreiðslu
ósfcast nú þegar.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
KJÖI 4 6RÆHMETI
Hringbrau't 56.
Fulífrúaráð verkaiýðsfél. í Rvík
FulEfÉaráðsfundur
verður haldinn föstud. 13.- febr. kl. 8 e. h. í Baðstoíu
iðnaðarmanna.
DAGSKRÁ:
1. Reikningar fulltrúaráðsins.
2. Kosning eins manns í stjórn styrktarsjóðs verka-
manna- og sjómannafélaganna í Reykjavík.
3. Kosning 1. maí nefndar.
4. Dýrtíðarmál og atvinnuhorfur.
5. Onnur mál.
STJÓRNIN.