Alþýðublaðið - 12.02.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.02.1948, Blaðsíða 6
6 AIÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. febr. 1948 Jón Gangan. Frá Jóni Gangan. Framhald. Þannig leið tíminn. Ekki veit ég hversu lengi ég hef setið þarna og leitað að glætunni í sjálfum mér, sem hvergi virt- ist finnanleg. Var ég satt að segja farinn að dotta, — já, ég var meira að segja farinn að selja einhverjum náunga ónýt- an shevrolett fyrir offjár, og man það síðast, að hann var eitthvað að kvarta um, að það væri ekki nema eitt hjól undir skrjóðnum, en ég kvað það fjandann ekkert gera til, og sagði að hjólbörur hefðu heldur ur ekki nema eitt hjól og gengju þó bezt allra farartækja. Þá vaknaði ég af dvalanum við það, að einhver hnippti í mig. Ég hrökk af blundinum og var að því kominn að spyrja, hvern andskotann og svo fram vegis, en mundi þá skyndilega, að ég var innan um menntað fólk. Leit ég því hæversklega við, og sá, að einglyrningurinn fyrirmannlegi var að gefa mér einhver dularfull merki, sem heima á Fróni mundi hafa kallazt að drepa smáfugla. Ég hugði að þessi merki væru einn liðurinn í siðbetrunarstarfinu og reyndi að gera nákvæmlega eins eftir beztu getu. Þegar þess ar dulskeytasendingar höfðu gengið nokkra stund, sé ég hvar hann réttir mér hönd sína, lúshægt og hátíðlega. Og er ég geri eins og hendur okk- ar mættust, finn ég að hann er með granna gúmmíslöngu í lóf anum og lá hún ofan 1 jakka- vasa hans. Ég varð hálf hvumsa við, en þá hef jast enn dulskeyta sendingar, og skildist mér, að hann vildi, að ég brygði slöng- unni í munn mér, hvað ég gerði. Saug ég að mér, — — og viti menn! munnur minn fylltist af þrælsterku konjaki! Framhald. Kennt sofandi. Samkvæmt fregnum frá Ame ríku hefur sú aðferð nú verið reynd þar að kenna mönnum sofandi, og talið til framfara, auk þess, sem það er auðvitað talin sönnun þess, að Ameríka sé á undan öllum í þessu eins og öðru. Ojæja! — Ekki veit maður nú samt betur, en að þessi kennsluaðferð hafi verið lengi notuð hér, bæði í skólum og kirkjum, — að minnsta kosti svo lengi, að hún ætti að vera fullreynd. Það skyldi þó aldrei koma á daginn, að við fyndum flest á undan þeim, eins og við fundum Ameríku fyrstir manna. CHI—BABA Chi—baba , chi—wawa, tyggi-gúmmí! Enjallawa Svartadauðadrykkja cookala frammi á klósettum. Gomba, gomba komdu greyið, gomba Chibaba, cookala gomba í leigubíl-------— Chibaba •— Unga ísland! Enjallawa •— Enn yngra ísland. Chiwawa, •— sussu, anginn þinn farðu að sofa! Mamma ætlar í geim! Chibaba My bambino ---------- Gomba, gomba undirmeðvitund. Húrra! Húrra! Tyggi-gúmmí — Unga ísland. Leifur Leirs. hann talað við sjálfan sig,“ hélt hún áfram. ,,Það hefði ekki mikil áhrif á veggina á Jamaica krá. En í þetta sinn var hann þó ekki einn. Það vildi svo til, að ég yar við- stödd, þegar hann vaknaði. Og hann hafði verið að dreyma.“ ,,Og þegar þú heyrðir draumana hans, þá lokaðir þú þig inni í herberginu þínu í fjóna daga; var það ekki?“ sagði Jem. „Það er eins nálœgt því sanna og þú munt nokkurn tíma komast,“ svaraði hún. Hann laut skyndilega yfir hana og tók frá henni taum- ana. Þú gætir ekki að, hvert þú ert að fara,“ sagði hann. „Ég sagði þér, að þessi hestur hrasaði aldrei; en þar fyrir er ekki sjálfsagt að þú keyrir hann áfram yfir kletta og hvað sem er. Láttu mig taka við “ Hún hallaði sér aftur á bak og lét hann aka, Það var satt; hún hafði ekki gætt að sér og verð- skuldaði ásökun hans. Hest- urinn herti á sér og fór að brokka. „Hvað ertu að -hugsa um að gera við því?“ saði Jem. Mary yppti öxlum. ,,Ég hef ek!ki ákveðið það enn þá,“ sagði hún. „Ég verð að taka tillit til Paitience frænku. Þú býst þó ekki við, að ég fari að segja þér það?“ „Hvers vegna ekki? Ég er ekki neitt fylgjandi Joss.“ „Þú ert bróðir hans, og það er nóg fyrir mig. Það eru margar glompur í sögunni og þú getur mjög vel passað í sumar þeirra.“ ,,Heldurðu að ég færi að eyða mínum tíma í að vinna fyrir bróður minn?“ ,,Ég get nú ekki séð, að það sé óþarfa tímaeyðsla. Það er nógur hagnaður á við- skiptum hans, og enga borg- un þarf hann að láta af hendi fyrir vörur sínar. Dauðir menn segja ekki frá, Jem Merlyn.“ Nei, en skipin segja sína sögu, þegar þau stranda í nærri því blæja logni. Það eru ljósin, sem skipið gætir að, Mary, þegar það leitar hafnar. Hefurðu nokkurn tíma séð mölflugu flögra að kertaljósi og sviðna á vængj- unum? Það fer eins fyrir skipi, sem fer eftir fölsku ijósi; það getur komið fyrir einu sinni, tvisvar, og ef til vill þrisvar; en í fjórða sinn vekur þetta strandaða skip fólkið til umhugsunar um, hvemig á þessu standi. Bróð- ir minn er sjálfur búinn að taþa stjórn og er á hraðri. leið upp á sker.“ „Ætlar þú að fylgja hon- um „Ég? Hvað kemur mér hann við? Hann getur komið snörunni um hálsinn á sjálf- um sér, ef hann vill. ,,Það getur verið, að ég hafi náð mér í tóbaksögn við og við, og ég hef smyglað vörum, en ég ætla að segja þér eitt, Mary Yellan, hv’ort sem þú trúir því eða ekki: Ég hef aldrei drepið mann — ekki enn.“ Hann sveiflaði svipunni grimmdarlega yfir höfðinu á Ævintýri Bangsa Og nú ganga þeir um borð í vélbátinn, Siggi sjómaður og Bangsi. Bangsa lízt mætavel á sig um borð. „Þetta er örugg- ari fleyta heldur en pappírs- báturinn“, hugsar hann. „Ekki dylst mér það“. Dabbi digri stendur á bakkanum. „Þeir eru enn ofanvatns yrðlingabjálfarn ir!“ segir hann. „Ef þeir leita hér að landi, skulu þeir fá fyr- ir ferðina“. Og nú setur Siggi sjómaður vélina af stað. varð litið á hendur þínar,“ sagði hún snögglga. „Þær eru Jákar og á bróður þínum. Hve langt förum við eftir heiðinni? Er þetta þjóð- vegurinn, sem liðast þarna áfnam?“ „Við förum upp á þjóðveg- inn lengra niður frá. — Svo að þú tekur eftir höndum á karlmönnum? Ég hefði aldxei getað trúað því á þig; þú ert þá kvenmaður eftir allt sam- ian, og ekki hálfgerður strák- ur. Ætlarðu að segja mér hvers vegna þú sazt í her- berginu þínu í fjóra daga án þess að tala við neinn, eða viitu að ég geti upp á þvi? Konur elska að vera leynd- ardómsfullar.“ ,,Það er ekkert leyndar- dómsfullt við það. Þú spurð- ir mig síðast, þegar við hitt- umst, hvort ég vissi, hvers vegna frænka mín liti út eins og 'afturganga. Þetta voru orð þín, er það ekki? Jæja; ég veit það núna; það er allt og sumt. Jem leit á hana forvitnis- augum, og svo blístraði hann aftur. ,,Það er einkennilegt að vera drukkinn,“ sagði hann eftir stundarkom. ,,Ég varð fullur einu sinni í Amster- dam; það var þegar ég strauk til sjós. Ég man eftir, að ég heyrði kirkjuklukku slá hálf tíu um kvöldið, og ég sat á gólfinu með laglega rauðhærða stúlku í fanginu. Næst, þegar ég vissi af mér, var klukkan orðin sjö morg- uninn eftir, og ég lá aftur á bak í rennunni, skólaus og buxnalaus. Ég furða mig oft á, hvað ég hef verið að gera þessa tíu tíma. Ég hef hugs- að og hugsað, en fjandinn hafi það, ef ég get munað það. „Það er mjög heppilegt fyr ir þig,“ sagði Mary. „Bróðir þinn er ekki svona heppinn. Þegar hann verður drukkinn, fær hann minnið í staðinn fyrir að missa það.“ Hesturinn hægði á sér og hún tók í taumana til að herða á honum. ,,Ef hann er einn, þá getur DRN: Mér þykir þú finna sitt af hverju í regnhlíf bróður þíns sáluga, Ching Lo Dan. En nú berja einhverjir að dyrum. CHING LO: Ég var að vona, að okkur tækist að komast að ein- hverju markverðu viðvíkjandi sambandi hans við forstjórann og leikkonuna. ÖRN: Okkur? — Ég var einmitt að vona, að þú gætir gefið mér einhverjar upplýsingar. LÖGREGLAN: Opnið, eða við brjótum upp hurðina!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.