Alþýðublaðið - 13.02.1948, Page 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 13. febrúar 1948
AÐSENT BBÉF
Filipus
Bessason
hreppstjóri:
Heiðraði ritstjóri!
Ætíð sæll. Efni þessa bréfs,
eða öllu heldur tilefni, er heim
sókn, er ég allsendis óforvar-
andi fékk nú fyrir skemmstu.
Væri ég þó ekki að tíunda þá
heimsókn til tíðinda, ef þannig
væri ekki að henni runnar or-
sakirnar, að ég tel frásögnina
geta orðið einhverjum lærdóms
ríka.
Síðla sunnudagsnætur var
guðað á húsglugga minn. Spurði
ég hver úti væri, og sagði sá
til sín, og kenndi ég, að þar
var komin fullorðin heimasæta
framan úr dal, alkunnugt burða
kvendi. Kvaðst hún ekki ein
vera, og þóttu mér það tíð-
indi, þar eð hún hefur ein ver-
ið þau fimmtíu og sjö ár ár,
sem hún hefur lifað. Hraðaði ég
mér til dyra. Var kóf nokkurt
úti, en veðurharka engin og
hægviðri.
Þegar út kom, brá mér held-
ur en ekki í brún, er ég leit
förunautinn. Ekki skorti hann
Iengdina, þar sem hann lá, og
ekki var hann óglæsilegur á
nefbroddinn, en það var hið
eina, er sást af andliti hans.
En mátt virtist hann skorta til-
finnanlega. Komum við honum
í bæinn, og bar sú fullorðna
hann ein, — kvaðst hafa borið
hann lengri leið. Og er við
höfðum afklætt hann og komið
honum í heitt rúm og velgt of-
an í hann mjólk, unni hún sér
að lokum hvíldar til þess að
segja ferðasöguna.
Var hún í fám orðum sú, að
sú aldna hafði brugðið sér í
kaupstaðinn, og lagt af stað
þaðan gangandi heimleiðis um
miðjan dag. Var þung færðin,
og eitthvað bar hún. Þegar hún
kom að heiðinni, sá hún þar
fara á undan sér skíðamann,
greikkaði hún þá sporið, en sá
þá brátt, að hann herti göng-
Daphne du Maurier:
una og vildi auðsjáanlega ekki
láta hana í sig ná. En þá hljóp
kergja í kerlu, og gerðist hún
skreflöng, enda þótt snjór tæki
henni í miðja kálfa eða kné.
Hann herti því meir skriðið og
gekk svo upp á háheiðina; —
þar gafst hann upp. Tók heima
sætan hann taki, en hann gat
Iitlu svarað, og svo var af hon
um dregið, að ekki þorði hún
á það að hætta, að skilja hann
þar eftir, auk þess sem hún
kenndi sér nokkuð um, hvern-
ig komið var. Tók hún hann
þá á bak sér, en skíði hans í
handarkrikann og hélt á hon-
um niður heiðina, ásamt pinkl-
um sínum, og alla leið til bæja,
eins og fyrr er sagt.
Ekki hafði hún langa hvíld,
en hélt heimleiðis. Er maður
þessi hresstist, fregnaði ég, að
hann hefði verið að þjálfa sig
undir keppni í skíðagöngu, og
var talinn eiga allgóðar sigur-
vonir.
Hef ég þessa sögu ekki lengri,
en kveð þig og árna heilla.
Virðingarfyllst.
Filipus Bessason
hreppstjóri.
Flöskubrot. |
Brezk kona, sem giftist svert
ingja einum, fluttist með hon-
um til heimalands hans, Banda
ríkjanna og tók að búa með
honum þar. Segir í Þjóðviljan-
um, að hún hafi verið sett í
fangelsi fyrir, ■ þar eð maður
hennar var svertingi. Satt er
það, að nú fer að verða vand-
lifað í ríkjum stórveldanna fyr
ir hið veika kyn. Virðist þetta
samt heldur skárra í Bandaríkj
unum en í Rússlandi. í Banda-
ríkjunum hafa þær þá svarta
litinn sér til varnaðar, en í Rúss
landi er ekki því að heilsa, því
þar ku það varða fangelsi að
giftast hvítum mönnum, séu
þeir ekki rússneskir.-----------
DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ
Útbreiðið
Alþýðubiaðið!
hestinum, og hann fór að
stökkua.
,,Það er vað hér fram und-
an, þar sem þessi girðing
liggur austur yfir. Vdð förum
yfir ána og komum út á Laun
cestonveginn hálfi mílu neð-
ar. Þá eigum við eftir sjö
mílur eða meira áður en við
náum borginni. Ertu orðin
þreytt?“
Hún hristi höfuðið.
,,Það er brauð og ostur í
körfu undir sætinu,“ sagði
hann, „og eitt eða tvö epli og
fáeinar perur. Þú verður
bráðum orðin svöng. — Svo
að þú heldur, að ég komi
skipum í strand og standi á
ströndinni og horfi á menn
drukkna? Og fari í vasa
þeirra á eftir, þegar þeir eru
orðnir bólgnir af vatni? Það
er ekki svo óskemmtileg
mynd.“
Hvort reiði hans var ein-
læg eða uppgerð, gat hún
ekki sagt; en hami var festu-
legur um munninn og rauðir
blettir á kinnunum á honum.
,,Þú hefur ekki neitað því
enn þá, er það?“ sagði hún.
Hann leit ósvifnislega á hana
með hálfgerðri fyrirlitningu
og eins og honum væri hálf-
partinn skemmt, og hann
hló, eins og hún væri krakki,
sem lítið vissi.
Hún haitaði hann fyrir það
og með skyndilegu innsæi
vissi hún, hvaða spurning
var að vakna í hug hans, og
hún svitnaði á höndunum.
»,Ef þú trúir þessu á mig,
hvers vegna ertu þá að fara
með mér til Launceston í
dag?“ sagði hann.
Hann var reiðubúinn að
henda gaman að henni
Hann mundi hrósa sigri, ef
hún færi undan á flæmingi
eða færi að stama einhverju
upp, og hún gerði sér upp
gáska.
,,Vegna þinna fögru augna,
Jem Merlyn,“ sagði hún. „Ég
fer með þér aðeins þess
vegna.“ Og hún titraði, þegar
hún mætti augnaitilliti hans.
Hann hló að þessu, hristi
höfuðið og fór að blístra aft-
ur; og allt í einu leið þeim
vel í návist hvors annars;
Það var einhvers konar
strákslegur kunnugleiki.
Djarfleg orð hennar höfðu
alveg afvopnað hann;
hann -grunaði ekkert um
veikleikann, sem lá á bak við,
og um stund voru þau félag-
ar án þess erfiðleika, að þau
voru maður og kona.
Þau voru nú komin á
þjóðveginn, og kerran skrölti
áfram á eftir brokkandi
klárnum og báðir s-tolnu
hestarnir skokkuðu á eftir.
Regnskýin hrönnuðu lofitið
þungbúin og ógn-andi, en enn
þá va-r engin úrkoma-, og
hæðirnar í fjarska voru
þokulausar.
Mary hugsaði um Francis
Davey í Altarnun l-angt til
vinstri handar, og hún velti
fyrir sér, hvað hann myndi
segja, þegar hún segði hon-
um sögu sína. Hann myndi
ekki ráðleg-gja henni aftur að
bíða. Ef • til vill yrði hann
ekkert þakklátur henni fyrir
að trufla jólahelgina. Og hún
sá fyrir sér þögult prestshús-
ið, friðsælt og kyr-rt inni í
kofaþyrpingunni, sem mynd-
aði þorpið, og stóran kirkj-u-
turninn -gnæfa eins og varð-
mann upp yfir þök-in og reyk-
háfana.
Það var hæli friðar og
hvíldar fyrir hana í Altarnun
nafnið sjálf var eins' og
hvísl — og rödd Franois
Davey myndi veita henni ör-
yggi og Íétta af henni áhyggj
unum. Það olli henni bæði ó-
róa og ónægju hve -undarleg
ur hann var. Myndin, -sem
hann hafði málað, og hvern-
ig hann bafði keyrf áfram
hestana, og hvernig hann
hafði stjanað við hana stein
þegjandi, og einkennilegast
af öllu var hin gráa þungbúna
kyrrð herbergis hans, sem
ekki bar nednn vott um: per-
sónuleik hans. Hann var eins
og iskuggi, og núna þegar hún
var -ekki nálægt honum var
eins og hann væri alls ekki
raunverulegur. Hann hafði
ekki karlmannslega dirfsku
Jem, sem sat hér við hlið
hennar, hann var ein-s og
hann vær.i -ekki holdlteg vera.
Hann var lítið annað en -tvö
hvít augu og rödd í myrkr-
inu.
Hesturinn fældist allt í
einu rifu á girðingunni, og
hátt bölvið í Jem vakti hana
óþyrmilega úr þessum hugs-
unum.
Hún kastaði fram spurn-
ingu upp á von og óvon: ,,Eru
nokkrar ki-rkjur hér i nánd?“
spurði hún hann. „Eg hef lif-
að eins og heiðingi þessa síð-
ustu mánuði, og ég fyrirverð
mig fyrir það.“
„Komdu þér burt frá
þessu, asninn þinn!“ æpti
Jem og kippti snö-gglega í
taumana. ,,Ætlarðu með okk-
ur út í síkið? Kirkjur, sagð-
■ irðu? Hvern fjandann ætti ég
að vi-ta um kirkjur? Eg hef
bara komið einu sinni í
kirkju um ævina, og þá í
fanginu á móður minni og
kom ut sem Jeremiah. Ég
get ekkert sagt þér um þær.
Ég hugsa., að þær hafi silfrið
sitt læst niður!“
„Það -er kirkja í Altarnun;
er það ekki?“ sagði hún.
,,Það er hægt að ganga þang-
að frá Jamaicakrá. Ég gæti
fa-rið þangað á morgun.“
Ævintýri Bangsa
Siggi sjómaður knýr bátinr
á fyllstu ferð. Þegar þeir kom;
upp á vatnið, sjá þeir, hvar yrð:
ingarnir fara á pappírsfleytunni
og eru þeir skammt undan. „Nt
er ég hissa!“ segir Siggi. „Þi
hefur haft rétt að mæla. Bátu:
inn er gerður úr pappír!“ Þega:
yrðlingarnir sjá vélbátinn koma
verða þeir liræddir. Og í óða
gotinu, sem grípur þá, fara þeh
út í annað borðið og hvolfa bátr
um. Þeir reka upp óskaplei
vein, um leið og þeir hverfa
kaf.
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
FORSTJÓRINN; Þið í lögreglunni
hafið brugðið óvenj-ulega fljótt
við í þetita skiptið.
LÖGREGLUMAÐURINN: Lög-
reglustjórinn fékk aðvörun frá
bandaríska sendiráðinu.
FORSTJÓRINN; Einmitt það.
LÖGREGLUMAÐURINN: Brjó-tið
upp hurðina!
CHING LO DAN: Gerið svo vélt
herrar mínir!