Alþýðublaðið - 04.03.1948, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. marz 1948.
Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetúrsson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía MöIIer.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Hæfian á nýrri
heimsstyrjöldc
ÞEGAR Hitler var að
brjóta undir sig Austurríki
og Tékkóslóvakíu fyrir um
það bil tíu árum, voru menn
úti um heirn ekki í miklum
vafa um það, að ný stór
styrjöld væri í aðsigi, né
heldur um hitt, hvaðan ófrið
arhættan kæmi. Svo augljós
var stríðsundirbúningur Hitl
ers þá orðinn, og svo óþol-
andi yfirgangur hans, að þeár
stjórr.málamenn með lýðræð
lisþjóðumum, sem á síðustu
stundu reyndu að afstýra
styrjöldinni eða fresta henni,
að mir.nsía kosti, til þess að
fá nauðsynlegan ,tíma til víg
búnaðar, sem af andvaraleysi
hafði verið vanræktur árum
saman, fengu margt Ijótf orð
í eyra fyrir ,,undanlátssemi“
við Hitler- Voru óánægju
raddimar yfir henni aldrei
háværari, en einmitt þegar
Hitler var að brjóta undir
sig Tékkóslóvakíu án þess, að
Vesturveldin, treysfust til að
hafast nokkuð að.
Það er vert að minnast
þess í dag, að engir voru þá
háværari í kröfum sínum um
tafarlaust vopnað viðnám
gegn hinu þýzka, naziiistíska
ofbeldi, en éinmitt kommún'
•isitar. Það kom að vísu síðar
í Ijós, að þá kröfu gerðu
þeir ekki til Rússlands, þótt
stór orð hefðu verið höfð
austur þar um ,,baráttu gegn.
stríði og fasisma“, ehi því
freklegri voru frýjunarorð
þeirra í garð Vesturveld-
anna, sem þeir töldu stöð
ugt vera að svíkja málstað
frelsisins og friðarins vegna
þess, hve seinþreytt þau
voru til vandræða.
*
Það er mjög lærdómsríkt,
að bera þessa afstöðu komm
úndsta þá saman við afstöðu
. þeirra nú. þegar Stalin er
með hjálp kommúnismans að
svipta hvert smáríkið eftir
annað, þar á meðal Tékkó
slóvakíu, sjálfstæði isínu og
innlima það í leppríkjakerfi
sitt, á nákvæmlega sama
hátt og Hitler gerði fyrir tíu
árum.
Þá vissu kommúr.istar, eins
og allir aðrir, að afleiðing
slíks yflirgangs hlyti að
verða stórstyrjöld; en nú
Iáta þeir eins og kúgunin og
ofbaldið sé öruggasta leiðin
tíl tryggingar friðinum, — af
því að það er í þetta siinn
Stalin, sem hefur það
frammi! Og nú er ekki mik-
Vantar nýjar mjólkurbúðir í Vesturbænum. —
Bréf frá nokkrum konum.-----Sjómaður biður mig
fyrir orðsendingu til bifreiðastjóra.
NOKKRAR KONUR í Vest-
urbænum skrifa mér eftirfarndi
bréf: „Það eru vinsamleg til-
mæli okkar að Mjólkursamsal-
an sjái sér fært að fjölga mjólk-
urbúðum í Vesturbænum, því
þær, sem fyrir eru, eru bæði of
fáar og Iitlar. Fólki hefur fjölg-
að mjög í þessum bæjarhluta
síðustu 5—6 ár (samanber
„Goðahúsin“ svonefndu), en þó
ery sömu „kompurnar“ Iátnar
nægja.“
„í ÞESSUM EFNUM er ekki
húsnæðisleysi til að dreifa. Við
getum bent á stóra og rumgóða
búð (á horninu Framnesv. og
Sólvallagötu), sem stendur ó-
notuð ár eftir ár. Hér er hægt
að bæta úr ef vilji er fyrir
hendi og tillit er tekið til þess,
að allflestar húsmæður eru
hjálparlausar með börn og
heimili, og hafa nóg annað með
sinn dýrmæta tíma að gera en
að hang'a fyrir utan þessar
kompur í hvaða veðri sem er
til að bíða eftir afgreiðslu. Við.
vonum fastlega að þessi tilmæli
okkar verði tekin til greina."
SJÓMAÐUR biður mig fyrir
þennan pistil til bifreiðarstjóra:
„Það hefur farið heldur betur í
taugarnar á gömlum sjómanni,
sem nú er bílstjóri í „Hreyfli“,
það sem ég skrifaði 21. f. m. út
af verkfallinu, sem bílstjórarn-
ir í Hreyfli gerðu í mótmæla-
skyni við takmarkaðan nætur-
akstur og dóm hæstaréttar, sem
féll þeim ekki í vil. Það er eins
og bílstjóri þessi hafi viljað
standa utan við þetta verkfall
vegna álitshnekkis, sem félagið
mundi fá af þessu, en hann
ekki ráðið við það að einhverju
leyti, því hann segist hafa átt
von á þessu, og þessi „reiðilest-
ur“, sem hann kallar svo, hafi
ekki komið sér neitt á óvart.“
„EN ÞAÐ, sem fer mest í
taugarnar á bílstjóranum, er að
ég skuli kalla þessa nýju
straumlínubíla „flatlýs“; og að
þeir sletti „aur og leðju á veg-
farendur“. Hann segir, að ég
minnist ekki á einkabíla, sem
geri hið sama. Sannleikurinn er
sá, að ég tók engan af fólksbíl-
um undan. Svo mín vegna eiga
þeir þessar aurslettur sameigin-
lega. Bílstjórinn segir að það
sé búið að hrósa og lofa sjó-
mennina svo mikið, að lof
þeirra sé orðið „væmið“, og
vegna lofsins séu sjómennirnir
orðnir hrokafullir, og jafnvel
hrokagikkir. Hann ségist vera
gamall sjómaður og ætli bráð-
um að fara á togara. Þess vegna
þolum við sjómennirnir þennan
dóm hans vel, og tökum hann í
sátt þegar hann kemur um
borð.“
„BÍLSTJÓRINN segir, að eg
hafi „skorað á samgöngumála-
ráðherra, að hann dragi úr ben-
zínskammtinum vegna verk-
fallsins, sem þeir gerðu“. Þetta
er algerlega rangt hjá honum.
Ég sagði orðrétt: „Þegar þessar
60 stundir voru liðnar hjá bíl-
stjórunum í Hreyfli, Qg þeir
byrjuðu aftur að keyra, þá
hefði ég sem samgöngumálaráð- ^
herra stöðvað alla benzínaf-1
greiðslu til þessara bílstjóra í I
60 tíma og minnkað benzín-
skammtinn niður í- 400 lítra
eins og hann áður var.“ Svo er
bílstjórinn kominn með heiting-
ar og segir, að bílstjórar skuli
muna þessa kveðju frá sjó-
mönnum."
„ÉG SEGI BARA: Það mun
koma harðast niður á bílstjór-
unum sjálfum eins og í verk-
fallinu sem þeir gerðu. Bílstjór-
inn spyr orðrétt: „Heldur sjó-
maðurinn að við bílstjórar sé-
um að „harka“ þegar við keyr-
um á næturnar?“ Ég verð að
segja það eins og það er, orðið
að „harka“ hef ég ekki heyrt
fyrr, en það tilheyri
næturakstri og brennivínssölu
getur meir en’vel verið. Ég vil
segja það, ef þeir bílstjórar,
sem gera þennan starfa að at-
vinnu, geta ekki komizt af án
þess að stunda næturakstur og
brennivínssölu, þá eiga þeir
ekki tilverurétt sem slíkir. Og
það mundi breytast mikið til
batnaðar hér í Rvík ef nætur-
akstur legðist aiveg niður. Um
brennivínssöluna vil ég þó taka
það fram, að þar eru aðeins fá-
ir bílstjórar í sök.“
„ÞAÐ, SEM KOM mér til að
skrifa hinn fyrrnefnda „reiði-
lestur“ var ekkert annað en
merkilegheitin og mikilmennsk
an, sem mér fannst að lægi bak
við þetta verkfall hjá bílstjór-
um. Að þeir skyldu vera kall-
aðir til saka fyrir lögbrot, af
(Fbh. á 7. síðu.)
Áðvörun,
Vörubílstjórafélagið Þróttur vill hér
með vara menn við að kaupa vörubíla
með það fyrir iaugum að stunda akstur
og ganga í Þrótt vegna aivarlegs at-
- &
vinnuleysis í stéttinni.
Sfjórn Þróífar.
Ibúð óskasf.
Korska sendiráðið í Reykjavík óskar
eftir íbúð fyrir konsulatritara sinn,
eitt eða tvö herbergi, helzt. eldhús og
aðgang að baði.
Tiiboð sendíst sendiráðinu, pósthóif 68, Reykja-
vík, fyrir næstkomandi iaugardag.
Nokkur hljóðhom fyrirliggjandi. Heppileg í minni skip.
Landssmiójan,
Sími 1680.
Alþýðublaðið
vantar ungling til að bera út blaðið á
SÓLVALLAGÖTU
Talið við afgreiðsluna.
Alþýðublaðið. Sími 4900.
Auglýsið í AlþýðublaSinu
ið verið að kvarta yfir ,,und
anlát$'semi“ Vesturveldanna,
þó að þau reynist, eins og
fyrr, sainþreytt til vandræða!
Þvert á móti brigzla komm-
úniistar þeim nú um stríðsæs
ingar og stríðsundirbúning,
hversu hógværum andmæl-
um, sem hreyft er gegn hinu
rússneska og kommúnistíska
ofbeldi!
*
En slík skynskipti komm-
únista, sem nú eru orðnir
höfuðpostular undanláltssem
innar við kúgunána og yfir-
ganginn, breytir engu um
þá ægilegu staðreynd, að
heiminum stendur nú ná-
kvæmlega sama styrjaldar-
hættan iaf framferði Stalins
og fyrir tíu árum af aðför-
um Hitlers.
Víst er undanlátssemi
Vesturveldanna við Rússland
í dag, að vísu vottur þess,
að þau vona enn að geta af-
stýrt styrjöld á síðustu
stundu, eins og þau vonuðu
það í lengstu lög fyrir tíu
árum. En jafnvíst er hitt,
sem ,,Tribune“, hið gagn-
merka sósíaiistíska vikurit í
London, skrifaði fyrir nokkr
um dögum og frá er skýrt á
öðrum stað hér í blaðinu í
dag, að ef Rússland Staliins
heldur áfram uppteknum
hætti, að brjóta undir s'ig
lönd og, þjóðir á meginlandi
Ejvrópu, hlýtur afleiðmgin
fyrr eða síðar að verða r.ý
heimsstyrjöld, með öllum
þeim ógurlegu hörmungum,
sem hernaði með núitíma-
vopnum er isamfara.
Það er ótrúlegt, að Rúss-
land óski islíkrar styrjaldar.
En áframhald á yfirgangi
þesis og stríðsundirbúningi
getur engan annan endi haft.
Eftir er aðeins að vita,
hvorit hinir rússnesku vald-
hafar gera sér það nægilega
ljóst, áður en það er um
seinan.