Alþýðublaðið - 09.03.1948, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 09.03.1948, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐiÐ Þriðjudagur 9. marz 1948 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Eitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. MeS Moskvu — á móii eigin þjóð SVO AÐ SEGJA fyrir til- viijun eina gat Alþýðublaðið flutt þjóðinni þá fregn á sunnudaginn, að Alþýðusam bandi íslands hefði verið boð ið að senda fulltrúa á verka lýðsráðstefnu þá fyrir Vest ur- og Norður-Evrópulöndin, sem hefjast á í London í dag og ætlað er að ræða þátt verkalýðshreyfingarininar í viðreisn þeirra landa á grund velli Marshalláætlunarinnar, en að stjórn Alþýðusam- bandsiins, sem skipuð er kom múnistum, éins og kunnugt er, hefði hafnað þessu boði. farið með þetta mál eins og mannsmorð og ekki getið þess með einu einasta orði í Þjóðviljanum; og dylst eng- um, að það hefur verið ætlun þeirra, að halda því alger- lega leyndu fyrir þjóðinni. * Það er skiljanlegt, að kom múnistar hafi v-iljað komast hjá því, að skýra opinberlega frá þessu boði og þeirri á kvörðun sinni, að neita því í nafni íslenzkra verkalýðs samtaka. Það er Alþýðusam band Bretlards, sem boðar til verkalýðsráðstefnunnar í London, en á ráðstefnuna er boðið alþýðusamböndum allra þeirra sextán lýðræðis landa, sem bundizt hafa sam tökum ; um viðreisn- Vestur- og Norður-Évrópu á grund- velli Marshalláætlunarinnar, þar á meðal íslands. Hafa al- þýðusamböndirj í flestum þessum löndum þegar þegið boðið, þar á meðal alþýðu samböndin í Noregi, Dan mörku og Svíbjóð. En Al- þýðusamband íslainds hefur, sem sagt, hafnað því! Ekki er vitað, að neitt annað al- þýðusamband hafi svarað boðinu neitandi, að einu und an skildu, Alþýðusambandi Ítalíu, er það er einnig und ir kommúnistastjórn. Óstundvísi. — Tímaklukkur í opinberum skrif- stofum. — Skorað á þingmenn. — Óþægilegar fyrirspumir — Um nám og kennsluréttindi. hæfir til að kenna, þó þeir geti ekið skammlaust sjálfir. Svona ætti það að vera með alla kennslu. Ég hef veitt því at- hygli, hvað margir auglýsa kennslu í ýmsum greinum, enda fer þar harla misjafnt orð af. Auðvitað eru einnig nemend- ur mjög misjafnir, en mér finnst þó að það gæti þó ekki minna verið, en að það sé ein- hver lágmarkskrafa, sem hér verður að vera til grundvallar sett fyrir mennturr til þess að mega annast kennslu“. „EKKI GET ÉG TIL ÐÆMIS skilið þdð, þegar til iðngreina kemur, að um leið og svo nefnd réttindi eru fengin, þá komi um leið réttindi til kennslu. Þetta getur ekki staðizt. Sem dæmi skal ég geta þess, að kona fær meistararéttindi í kjólasaumi en hefur aldrei lært að sníða, en bjargar sér eins og gengur með alla aðra, sem eru að leitast við að vinna á sig, án alls lær- dóms. — Svo fara þessir sömu meistarar á eitt lítið námskeið, fara svo heim og taka til að kenna, og veldur þetta oft skemmdum á efni og vandræð- um. Svo bætist það hér við, að oft kemur fólk, sem engin rétt indi hefur. Mér skilst nú, að hér sé um tvennt ólíkt að ræða, sem sé að sauma flík, og annað að sníða flík, og þar finnst mér að komi til kasta mikillar kunn- áttu,' svo alls ekkert fari til spillis af efnum. Væri það nú nokkuð fyrir hagfræðinga okk- ar að reyna að reikna það út, hvað mikill gjaldeyrir liggur í eyðilögðum efnum“. „NÚ ER ÞAÐ VITAÐ, að til er það fólk hér sem vinnur þessi störf, svo sem bezt verður ákosið og hefur sín réttindi eins og þau eru útgefin, og hef ur lagt mikið í sölurnar af fjár munum og tíma, enda vel að sér í sinni grein. Nú vil ég segja það, að hér hlýtur að vera mik ið misrétti á ferð, að annar hef ur mikla og ákjósanlega mennt un í grein sinni en annar aðeins eitt lítið námskeið, og svo eru báðir að kenna.“ „ÞETTA ER ALGJÖR Ó- FÆFA, annar getur verið vel að sér í því að sauma flík, en kann lítið að sníða eða hefur fórnað litlu þar til, hinn er fyrsta flokks í að sauma og einn ig í að sníða, enda fórnað miklu þar til. Þetta fólk ætti að fá sér staka löggildingu til að kenna sniðið og málið, því á þessu er stórkostlegur sparnaður og sjálfsagður réttur þeirra, sem miklu hafa fórnað sér til mennt unar, annað á að þurrka út. Þetta mun nú þykja hörð ræða, en ég legg hana undir dóm vitiborins fólks, og svona er um margt annað. Þetta eru að- eins dæmi, sem ættu þó að vera tekin nú strax til réttlátr- ar athugunar og framkvæmd- ar eins og ég hef bent á, — með löggildingu um kennslu- rétt og lágmarksnám til þess réttar. Hætt er við að fólk sé ekki að leggja mikið á sig til náms, þégar menntun þess er ekki meira metin en hér hefur verið lýst“. ÁHORFANÐI SKRIFAR þetta bréf um óstundvísi: „Ég' hef áður í dálkum bínum, Hann es minn, rætt um óstundvísi op- inberra starfsmanna. Ég geri það nú og mun gera það fram- vegis, ef ég fæ rúm fyrir það. Ég stakk einu sinni upp á, að opinberar stofnanir hefðu sömu reglu og einstaka fyrir- tæki hafa komið á hjá sér. Það er að hafa tímaklukku í hverri opinberri stofnun. Starfsmenn- irnir stimpla miða þegar þeir koma, sem sýna hvenær þeir hefja verkið, og einnig þegar þeir hætta. Launin séu svo greidd samkvæmt þessu“. „ÞETTA FYRIRKOMULAG myndi leiða til gífurlegs sparn- aðar í opinberum rekstri og kenna mönnum stundvísi, því ekki að fyrirskipa þetta með lög um. Ég skora nú á einhvern þingmann, að flytja frumvarp um þetta. Ég hef áður í dálkum þínum lýst ástandinu, sem við- gengst víða, og Morgunblaðið sagði nýlega frá einum embætt- ismanni (hjá Reykjavíkurbæ?), sem mætti til viðtals fyrir al- menning skömmu fyrir hádegi. Ekki var sú saga felleg?“ ❖ Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur tfl þess að fá skýringu á slíkri fram- komu hinnar kommúnistísku Alþýðusambandsstjórnar ís lands. Rússland hefuar, eins og menn vita, barizt þrálátri og lævísri baráttu gegn við- reisn Vestur- og Norður- Evrópu á grundvelli Mar- shalláætlunarinnar; og í þeirri baráttu hafa ekki að- eins leppríki þess í Austur- Evrópu, heldur og verkalýðs samtökin í beim löndum orð ið að fylgja því í blindni. Hefur það meðal annars kom ið fram í því, að hin ófrjálsu verkalýðsamitök Rússlands og leppríkja þess, hafa hindr að það með ofríki, að Al- þjóðasamband verkalýðsfé- laganna tæki Marshalláætl! unina til umræðu, enda þótt þess væri krafizt af hinum frjálsu verkalýðssamtökum lýðræðislandar.na. Er verka lýðsráðstefnan, sem Alþýðu samband Bretlands boðar nú til í London, afleiðing þess. En með neitun Alþýðusam- bands íslánds, að þiggja boð ið á þá ráðstefnu og senda þangað fulltrúa, hefur stjórn þess iskipað íslenzkri verka- lýðshreyfingu, að herjni for- spurðri, á bekk með verka- lýðssamtökum einræðisland- anna í Austur-Evrópu í bar- áttunni gegn viðreisn Ves't- ur-Evrópu. Hér Iiggur tvennt fyrir, sem enginn íslendingur, í hvaða ’stétt, sem hann er, get ur tekið með þögn: 1) Al- þýðusambandi íslands er nú stjórnað áf mönnum, sem taka afstöðu á móti yfirlýstri stefnu íslenzku ríkisstjórnar innar á alþjóðavettvangi til þess að þóknast utanríkis- rrAIH í hönk" Gamanleikur í 3 þáttum eftir Noel Coward. verður sýndur í Bæjarbíó í Hafnarfirði m|ið-i viíkudaginn 10. marz klukkan 8,30. — Aðeins þessi eina sýning. Aðgöngumiðar í Bæjarbíó élftir klukkan 2 í dag og á morgun eftir kl. 2. — Sími 9184. KARLINN í KASSANUM Sýning í kvöld klukkan 8,30. Aðgöngumiðasala í dag frá klukkan 2. Sími. 9184. Fasíeignaeigendaíélag Reykjavíkur heldur fund í Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 9. þ. m. Fundurinn hefst klukkan 8.30 síðdegis. D A G S K R Á : 1. Hús aleigula gaf rumv ar pi ð. 2. Önnur mál. Félagsmenn! Fjölmennið og mætið stund- víslega. • Félagsstjórnin. ,;LÖGFEÆÐINGUR vinnur hjá ríkinu, fær full laun, en hef ur lögfræðiskrifstofu niðri í þæ. Hversu mörg símtöl þarf hann að ynna af hendi í sínum vinnutíma vegna málaflutnings skrifstofu sinnar? Bankastarfs- menn reka fyrirtæki samhliða .bankastarfinu. Alþingismenn eru margir hverjir opinberir starfsmenn. Ég spyr í einfeldni: Er þingfararkaupið dregið frá, þegar þeir fá útborgað hjá við- komandi stofnun? Geturðu upp- lýst mig um þetta?“ „ÞAÐ ERU MÖRG KÝLIN, sem þarf að stinga á í okkar litla þjóðfélagi. Nú verðum við að spyrna við fæti og skera upp herör móti ýmsu því, er mið- ur fer í opinberum reksti og auðvitað einnig í einkareksti, því þar er engu síður pottur brotinn." X — Y . Z SKRIFAR; „Hér er mikið hugsað og talað um sparnaðinn. Það er gott að ein: hver hugsar um sparnað, og er óskandi að hann komi þá víða við, og ætti að sjálfsögðu að byrja hjá ríkinu sjálfu. Svo mun það koma af sjálfu sér, að lim irnir dansi eftir höfðinu, Ann-. ars verður ríkið sjálfu sér sund urþykkt og lítið að marka það. Það er þá líkt heimilishúsbænd- um, sem ljótt aðhafast í orði og verki, en banna svo börnum sín lum að gera þg.ð sama, sem er þó rökrétt og eðlileg afleiðing, 'annað er ranglát tilætlunarsemi. Ekkert barn ber eðlilega virð- ingu fyrir banni slíkra forelda,“ >,NÚ ER KOMIÐ fram í þing inu frumvarp um löggildingar ákvæði fyrir kennslu í bifreiða ekstri. Það líkar mér vel. Það getur ekki verið að allir séu Árshátíð Barðstrendingafélagsin Verð- ur í Sjálfstæðishúsinu laugar- daginn 13. marz og hefst með borðhaldi kl. 6. Mörg skemmti- atriði. málastefnu Rússlands; því að ísland ier, eins og áður segir, eitt þeirra landa, isem gerzt hafa aðilar að viðreisnar- áætlun Marshalls; og 2) hin kommúrústíska stjórn Al- þýðusambands íslands er að einangra íslenzk verkalýðs- samtök frá verkalýðssamtök um. bræðraþjóðanna á Norð urlöndum, og lýðræðisþjóð- anna í Viesitur-Evrópu yfir- leitt, til þess að spenna þau fyrir vagn einræðisríkjanna .í Aústur-Evrópu og suður á i Balkanskaga! Hér er um svo alvarlegt | tilræði við íslenzk verkalýðs samtök og íslenzka þjóð yfir leitt að ræða, að ekkert verkalýðsfélag og enginn ær- legur íslendingur má láta kyrrt liggja. Slíku tilræði verða alliir þjóðhollir' menn að mótmæla, og þeim mót- mælum verður að fylgja svo rækilega eftir, að það komi aldrei fyrir iaftur, að komm- únistar getí í nafni íslenzkra verkalýðssamtaka tekið af- stöðu á móti isínu eigin landi á alþjóðavettvangi eða skip- að þeim á bekk með öflum einræðis og harðstjórnar í baráttunni um frelsi og lýð- ræði í heiminum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.