Alþýðublaðið - 10.03.1948, Síða 5

Alþýðublaðið - 10.03.1948, Síða 5
Miðvikudagtir 10, onarz 1948 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 lírgir Einarsson: Lokagrein nnflyfning lyfja 1 LYFJAINNFLUTNINGUR „Nú er minnstur hluti lyfja lífsnauðsynleg lyf, öllu til skila haldið, að helmingur þeirra hangi í að vera nauðsynleg lyf og hæpið að telja verulegan hluta þess, sem þá er eftir, til nauðsynjavöru. Drjúgur Irluti lyfja og lyfjaefna er jafnframt hversdagslegasta verzlúnarvara. Auk þess er eitt og sama lyfið falt og að þarflausu flutt inn í hégómlega breyttu formi, iðu- lega heitið eitt, sem skilur teg- undirnar, en jafnvel fróðustu læknum um megn að átta-sig' .á öllum þeim glundroða.“ Þannig hljóðar lífsspeki Vilmundar Jónssonar og þekking á inn- flutningi lyfja. Ekki er ljóst, hvort þetta á eingöngu að vera auglýsing þess hrossakarlslega hugsunarháttar, að allar lækn- ingar, sem - ekki eru fram- kvæmdar með hníf og sög, sé hégómi og hysterí, eða hvort lesendum eigi að lærast, að ap-' ótekarar séu upp til hópa búllu- kollar og fífl, sem engin skil kunni á hégóma og nauðsyn, brjóstsykri og lyfi. í sambandi við innflutning lyfja eiga apótekarar í raun- inni sáralítið val, því að þeir eru í senn bundnir af fyrirskip- un lyfjaskrár og skömmtuðum gjaldeyri. Lyfjaskráin og önn- ur löggilt heimildarrit greina þau lyf og lyfjaefni, sem apó- tekarar eru skyldugir að hafa. Heimildarritin eru löggilt af landlækni og hefur hann enga undantekningu gert fyrir ,,ó- nauðsynleg" lyf, þótt apótekar- ar hins vegar felli niður þau lyf, sem úrelt efu orðin og betri komin í staðinn. Og hvað um lyf, sem eru „hversdagslegasta verzlunarvara"? Skyldu þau vera með öllu ónauðsynleg, ef þau eru þáttur í hversdagslífi þjóðarinnar? Sú lyfjaskrá, sem hér er í gildi, er danska lyfja- skráin. Er hún orðin 15 ára gömul og hafa orðið miklar framfarir síðan hún kom út. Væri þá hlutverk apótekaranna . illa rækt, ef engin hinna nýju lyfja stæðu almenningi til boða, i þar með talin súlfónamíðlyfin, antibíotísku lyfin (penicillin, streptomycin), vítamínlyfin, )auk margra annarra mikil- íyirkra lyfja. Þessi lyf eru greind í amerísku lyfjaskránni, sem gefin er út með fárra ára millibili, og í viðurkenndum heimildum dönskum og ensk- iim, Bera . lyfin nöfn, sum þeirra eru gefin í heimildar- ritunum, og er um engan „glundroða11 þar að ræða. Það, sem nú hefur verið talið, gerir jneginhluta alls lyfjainnflutn- jngsins. Þau lyf, sem ekki fást öðruvísi en sem patenteruð verksmiðjulyf, eru hverfandi brot innflutningsins. Eru það nýjustu lyf stórverksmiðjanna, sem að fenginni reynslu þykja þess virði að hafa þau íslenzk- um læknum til boða. Fyrir ó- friðinn gætti þess nokkuð, að litlar „lyf javerksmiðjur11 í Þýzkalandi og víðar reyndu með aðsíoð söluagenta, dump- prísa og annarri sölutækni að troða framleiðslu sinni inn á jslemfca. rnarkað. Fratnleiðsla - þessara verksmiðja samanstóð mestmegnis af eftiröpuðum lyfjasamsetningum apóteka og þeim líkum samsetningum með margvíslegum patenteruðum sérheitum, en læknar og apó- tekarar ginu lítt við. Gætti þeirra lítið þá og alls ekki nú. Væri Vilmundur Jónsson apó-. tekari í stað þess að vera iand- læknir, og tæki hann upp á því að sýna trú síná í verkunum, Detta auglýsta mat sitt á lyfj- um, væri það fullvíst, að ríkj- andi landiæknir teldi það sitt mest aðkallandi skylduverk að gera hann óskaðlegan með því að koma honum frá apótekara- starfinu. Það væri apótekurum áreið- anlega óendanlega þyngri sam- vizkuraun, ef þeir yrðu réttilega sakaðir um að hanga í úreltum lyfjum og hagnýta ekki fram- farir og nýjungar lyfjavísind- anna íslenzkum almenningi til Durftar, heldur en það, að ein- hver maður í þeirra stétt hafi einhvern tíma flutt inn brjóst- sykursslatta á lyfjaleyfi. En af- staða apótekara í því máli var sú, að jafnskjótt og vart varð við brjóstsykursinnflutning eins apótekara, gerði formaður Apó- tekarafélagsins ráðstafanir til þess að slíkur innflutningur af hálfu apótekara án sérstaks þar til fengins leyfis yrði stöðvaður. Hétu hlutaðeigandi innflutn- ingsyfirvöld að fyrirbyggja endurtekningu. Verður land- lækni vísað til heimilda, ef hann óskar. Þessi var hin þegn- lega afstaða stéttarinnar í mál- inu og er ólík þeirri, sem V. J. vill vera láta. En aðrir innflytj- endur hafa flutt inn brjóstsykur í stórum stíl og boðið hann hverjum, sem hafa vildi, apó- tekum, almennum verzlunum, brauðsölubúðum o. s. frv. Eitt þekktasta og stærsta firma þessa lands mun hafa flutt inn 10 tonn af brjóstsykri á einu ári. Hefur þó ekki 'verið rætt um að syipta það eða þann flokk verzlana, sem það tilheyr- ir, innflutningi sínum. Mun og eiga sterkari talsmenn en aumir apótekarar, og landlæknir oft- ast skipa sér þar í hóp. NIÐURLAGSORÐ Mál þetta er orðið miklu lengra en með sanngirni verður krafizt, að lesendur blaðsins um beri. Margt er þó eftir af mál- flutningi landlæknis, sem full þörf hefði verið að ræða. En sú leið hefúr heldur verið farin, að drepa á þau atriði, sem ein- hverju skipta í sambandi við lyfsölumálin, og vera mega um leið sýnishorn af „sannfræði“ hinna smærri atriða í málflutn ingi hans. Eitt af því, sem sleppa hefur orðið, er hin hlálega viðleiðtni landlæknis að uppnefnda lyfja- fræðinga og kalla' þá „lyfsölu- fræðinga“. Fyrir skömmu fékk hann skyndilega þá vitrun, að lyfjafræðingar bæru vanheilagt nafn, og síðan hefur hann tekið sér fyrir hendur að troða upp á þá nýju nafni. Við þá end.ur- skírn viðhefur hann þann sama innblásna eldmóð, sem skáld- ið viðhefur við snapsagjöfina í vísunni; . . þótt þú ekki viljir hann, þá skal hann í þig samt. Og svo mikill er grandvarleiki hans að nefna ekki hið vanheil- aga orð, að hann forðast að nefna Lyffræðingafélagið með nafni, heldur teprast utan um það eins og meykerling um feimnismál. En með sömu for- sendum og hann notar má nefna alla þá, sem vinnu sína selja, sölufræðinga. Læknar héu þann ig lækningasölufræðingar og landlæknirinn héti landlækn- ingasölufræðingurinn. Tvær prentvillur slæddust inn í greinina um launagreiðslur, en kunnugir lesa þær í málið. Stendur: . .útgjöld apóteksins um ca. 7%. . . . Les: launa- útgjöld apóteksins um ca. 7%. Stendur: .... og sér- lyfjataxtann um rúm 50% . . . Les: . .og sérlyfjavinnutaxtann um rúm 50%. í 2. grein hefur fallið niður í prentun úr nið- urlagi: Hví nefnir hann ekki Húsavík? Þar var stofnað apó- tek fyrir forgöngu lyfjafræð- ings fyrir nokkrum árum. Lyffræðingafélagið kann Al- þýðublaðinu beztu þakkir fyrir birtingu greina landlæknis og þessara greina félagsins. Enn fremur eiga allir þeir þakklæti skilið, sem haft hafa þrek og þolinmæði til að lesa greinarn- ar í gegn. Tómas Tómasson hét sá, sem talaði af hálfu Sjálfstæðismanna á stúdenta- fundinum í fyrradag, en ekki Tómas Árnason, eins og mis- sagt var í blaðinu. Vörujöfnunarseðlar 1948 til 49 eru afhentir í skrifstofunni dag- lega kl. 9—12 og 1—5. Laugardaga 9—12 til þeirra félagsmanna, sem skilaS hafa kassa- kvittunum fyrir 1947. Jafnframt eru eldri vörujöfnunarseðlar fallnir úr gildi.' Sir Stafford og blómarósir í Burma Þegar Burma fékk sjálfstæði sitt í vetur var mikið um dýrðir í sendisveif Burma í London. Þar voru margir helztu ráðherrar brezku jafnaðarmannastjórnarinnar mættir, þar á meðal Sir Stafford Cripps, sem hér á myndinni sést í hópi nokkurra blómarósa frá Burma. Námskeið Norræna félagsins á komandi sumri YMIS NÁMSKEIÐ og mót verða haldin á Norðurlönd um í vor og sumar á vegum Norræna félagsins, og ^eru þetta þau helztu: DANMÖRK: Námskeið fyrir Æskulýðs- leiðtoga verður á Bindsgavl höli 9.—15. maí. Fluttiir verða fyrirlestrar jneðal annars: Viðfangsefni norrænnar sam vi,nnu, Norðurlöndin og Þýzkaland, Aðstaða Finn- lands, Norðurlör.din og Rúss land. Þá verða umræðufund ir í framhaldi af fyrirlestrun um, ýmis skemmtiatriði og ferðalög um nágrennið. Tveim íslendingum er boðin þátttaka. Dvölin meðan á mótinu -stendur kostar kr. 60. 00. Sumardvöl fyrir félags- menn Norræna félagsins verð ur á Hindsgavl dagana 11. —25. júlí. Dvölin, yfir allan tímann kostar d. kr. 266.00, en yíir eina viku d. kr. 133. 00. Ýmis skemmtiatriði fara fram á Hindsgavl meðan á sumardvölinni stendur og er það iinnifalið í verðinu. NOREGUR. Námskeið fyrir sögukenn- ara verður í Guðbrandsdalens folkehögskole á Hundorp 4. —11. júlí. Þar verða fluttir margir fyri^lestrar um sögu rannsóknir og kennsluaðferð ir. Ýmsar ferðir verða farnar í sambandi við námskeiðið til sögufrægna staða í Noregi. Þátttökugjald er n. k. 100.00. FINNLAND. Fulltrúafundur Norrænu félaganna allra á Norðurlönd um Verður í Helsingfors 22. — 23. ágúst. SVÍÞJÓÐ. Bíaðamannanámskeið vero ur í Stokkhólmi um miðjan maí (dagarnir eru ekki á- kveðnir er.n þá). Fluttir verða fyr.'rlestrar um ýmis efni að allega það, sem varðar Svi- þjóð og síðan verða umræðu fundir um margvísleg efni. Æskulýðsmót verður í Bohusgarden í Uddevalla 23. júní til 3- júlí. Þetta er fyrst og fremst kynningarmót, með stuttum fyrirlestrum, upp- iestrum, söng, músik og skemmtiferðum. Þátttöku- gjald er s. kr. 55.00 þar í inni falið matur og húsnæði með an á mótinu -stendur. Uppeldisfræðingamót verð ur í Bohusgarden 18.— 25. júlí, á móti þsssu vsrða aðal1 lega umræðufundir með stutt um inngangserindum. Farið verður í nokkrar ferðir í ná grsnnið. Félagsmálanámskeið eink- um ætlað fulltrúum bæja- og sveitafélaga svd og starfs mönnum þeirra, er fjalla urn ými'S' félagsmál. Námskeið þetta verður í Bohusgarden 23, júlí til 1- ágúst. Þátttöþ>i- gjald er kr. 85-00 s. Námskeið fyrir móðurmáls kennara verður í Ingesunds folkhögskola 8. — 14. ágúst. Frh. af 7. síða

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.