Alþýðublaðið - 12.03.1948, Page 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fösíudagur 12. marz 1948.
AÐSENX BRÉF.
Herra ritstjóri.
Ég er í svo æstu skapi, að.
ég á ekki gott með að skrifa, •—
en ég verð að gera það samt,
því eitthvað verð ég að gera!
Eitthvað verð ég að gera! Ó, e£
ég hefði strætisvagna bílstjór-
ann í greipum mínum! Ég
skyldi . . . ég skyldi. . . . Nei,
manngreyið á raunar ekki nema
hálfa sök. Það er árans ekki sen
(Hér stóð þrítvinnað blótsyrði,
inu, sem á mesta sökina. Ég
vegna. Ritstj). klukkan á torg-
ingu, sem á nmesta sökina. Ég
stilli mig ekki til lengdar gagn
vart þeirri skepnu! Ég hleyp
einhvern tíma niður á torg og
mölbrýt hana og dansa síðan,
grenjandi og froðufellandi á
brotunum!
Vifið þér hvað hefur komið
fyrir og hvers vegna það kom
íbúð óskasl
1—2 herbergi og eldhús,
helzt í miðbænium. Upp-
lýsingar í afgreiðslu Al-
þýðublaðsins í síma 4900.
! Smurt brauð
og snittur
Til í búðinni allan daginn.
Komið og veljið eða símið.
SÍLD & FISKUR
Barnaspítalasjóðs Hringsins
eru afgreidd í
Verzl. Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12, og í
Bókabúð Austurbæjar,
Laugavegi 34.
fyrir? Nei, hvernig ættuð þér'
að vita það. Uunnustan hefur
sagt mér upp . — Og það, —
það er árans ekki sen torgklukk
unni að kenna, — fyrst og
íremst.
Ég var búinn að segja henni
að ég kæmi til hennar á tiltekn-
um tíma. — unnustunni sko, en
ekki klukkunni. Og ég er með
úr, sem alltaf gengur hárétt. En
þegar ég kem niður á torg, er
strætisvagninn að fara, 2 mínút
um á undan áætlun. Ég varð
svo gáttaður, að ég bara stóð
og glápti“! Strætisvagn á und-
an áætlun! Svo varð mér litið
á torgklukkuskepnuna. Hún var
þrem mínútum og fljót. Og á
meðan ég stóð í þessum hugleið
ingum þaut strætisvagninn veg
allara veraldar.
Hin raunalegu sögulok eru
skjótsögð. Næsti vagn fór ekki
fyrr en eftir hálftíma. Bilaði á
leiðinni. Ég kom til unnustu
minnar fimmtíu mínútum á eft
ir áætlun. Hún krafðist skýr-
pnga. Trúði ekki sögunni um
torgklukkuna. Kvaðst ekki trúa,
að strætisvagnaferðir stöðvuð-
ust, t. d. ef torgklukkan stöðv-
aðist,- Fór út í öfgar. Ég líka.
Harmleikur! Allt búið okkar á
milli. Torgklukkan — fari hún
. . . (sleppt úr).
Hvað á ég að gera? Höfða
mál? Á hvern?-------
Ég veit aðeins um eitt, sem
ég hef ákveðið að gera! Torg-
klukkan skal, að mér heilum og
lifandi ekki valda fleiri slíkum
harmleikjum!
Yðar sorgmæddi
Torgklukkuhatari.
FLÖSKUBROT.
Stundum virðist svo, að ef
mönnum eða manni væri gef-
inn örlítið stærri skammtur af
þolinmæði, mundi þeim hafa
tekizt að gera það að snilldar-
verki, sem því miður varð ó-
fullkomið í höndum þeirra.
Hefði kommunum verið gefin
dálítið stærri skammtur fyrr
nefndrar dyggðar, mundu þeir
hafa látið Ijósmyndarann bíða,
unz allir fundargestir voru
gengnir út úr Austurbæjarbíó
og komnir heim til sín.
XII. KAFLI
Ferhymd gluggarúðan
kom henni kunnuglega fyrir
sjónir. Hún var stærri en
rúðan í vagnglugganum, og
það var svolítill stallur fyrir
framan, og það var brestur í
rúðunni, sem hún mundi svo
vel. Hún horfði stöðugt á
hana og reyndi að muna, og
hún furðaði sig á því, hvers
vegna hún fann ekki lengur
regnið í andlit sér né blást-
urinn. Hún hreyfðist heldur
ekkert, og fyrst datt henni í
hug, að vagninn hefði orðið
að stanza, því að hann hefði
rekizt aftur á gilbarminn, og
hún yrði neydd til að lifa upp
aftur hina hræðilegu atburði,
sem hún hafði nýlega orðið
vitni að. Þegar hún klifraði
út um gluggann, myndi hún
detta og meiða sig, og þegar
hún færi aftur upp stíginn,
rækist hún á Harry skran-
sala, þar sem hann húkti í
gilinu; en í þetta skipti hefði
hún iekki krafta til að standa
í móti honum. Niðri á malar-
bakkanum biðu mennirnir
eftir flóðinu, og stóri, svarti
skipsskrokkurinn valt á hlið-
ina í hafrótinu.
Mary stundi og bylti sér
eirðarlaus; út undan sér sá
hún brúnan skjöldóttan
vegginn við hlið sér, og rið-
ugan nagla, þar sem einu
sinni hafði hangið mynd.
Hún lá í svefnherberginu
sínu á Jamaicakrá.
Þó að hún hataði þetta
herbergi, og þó að það væri
kalt og leiðinlegt, þá var það
að minnsta kosti skjól fyrir
regni og stormi, og vörn fyrir
höndum Harrys skransala.
Ekki gat hún lengur heyrt
í sjónum. Brimhljóðið myndi
ekki ónáða hana framar.
Ef dauðinn var í nánd, þá
var hann velkominn; hún
fagnaði ekki tilverunni leng-
ur. Lífið hafði verið hálf-
murkað úr henni, og líkam-
inn, sem lá þarna í rúminu,
var ekki hennar eiginn. Hún
óskaði ekki að lifa. Þetta ó-
fall hafði bugað hana og
krafta hennar; sjálfsmeð-
aumkunartárin streymdu
fram í augun á henni.
Nú laut andlit niður að
henni, og hún hrökk undan
og grúfði sig.niður í koddann
og ýtti frá sér með höndxm-
um, því að daunillur munn-
urinn. á Harry og brotnar
tennurnar voru enn í huga
hennar.
Höndum hennar var hald-
ið mjúklega, og augun, sem
litu á hana, voru blá og
höfðu rauða hvarma, eins og
hennar eigin, af gráti.
Þetta var Patience frænka.
Þær gátu ekki slitið augun
hvor af annarri og reyndu að
leita huggunar í nálægðinni,
og þegar Mary hafði grátið
um stund og létt á sorgunum
og gefið geðshræring sinni
lausan tauminn, þá náði eðli
hennar yfirtökunum aftur og
hún styrktst, og hún öðlaðist
eitthvað af sínum fyrra krafti
og styrkleik.
,,Þú veizt, hvað hefur
skeð?“ spurði hún; og Pati-
ence frænka hélt þétt í hend-
ur hennar, svo að hún gæti
'ekki dregið þær að sér, og
í bláum augunum mátti lesa
qpðmjúka fyrirgefningar-
bæn, eins og hjá dýri, sem er1
refsað fyrir annarra yfirsjón.
,,Hvað er ég búin að liggja
hér lengi?“ spurði Mary; og
henni var sagt, að þetta væri
annar dagurinn.
Andartak þagði Mary og
íhugaði þessar upplýsingar,
sem voru henni svo nýjar og
óvæntar. Tveir dagar var
langur tími fyrir þann, sem
aðeins fyrir örfáum augna-
blikum hafði séð dögun við
ströndina. Margt gat, komio
fyrir á þeim tíma, og hún
hafði legið þarna hjálparlaus
í rúminu.
,,Þú hefðir átt að vekja
mig“, sagði hún hranalega,
og ýtti frá sér höndunum sem
heldu í hana. ,,Ég er ekkert
barn, sem þarf að hampa og
dekra við þó að ég hafi feng
ið fáeinar skeinur. Það er ým
islegt, sem ég þarf að gera,
þú skilur það ekki.“
Patience klappaði henni,
feimni'slega og tilþrifa
laus't..
,,Þú gazt ekki hreyft þig“,
kjökraði hún. „Veslings
kroppurinn þinn var allur
blóðugur og brotinn. Ég bað
aði þig á meðan þú vart rænu
laus. Ég hélt fyrst, að þeir
hefðu meitt þig hræðilega, en
guði sé lof fyrir, að þér hefur
ekki verið unnið neitt alvar
legt mein- Skeiniur þínar
munu gróa, og það hefur
hvílt þig að sofa svona lengi“.
„Þú veizt hverjir gerðu
það er það ekki? Þú veizt
hvar þeir tóku mig?“
Beizkjan hafði gert hana
grimma. Hún vissi, að orð
hennar voru eins og svipa,
og hún gat ekki stillt sig. Hún
fór að fala um mennina
á ströndinni. Nú var komið
að þeirri eldri að fara að
kjökra,- og þegar Mary isá
þunnar varirnar fara að
kiprast, dauf blá augun stara
Gullni lúðurinn
hans Bangsa
Surtur leggur af stað og geng
ur svo hratt, að Bangsi og svarta
kisa verða að hlaupa við fót,
til þess að hafa við honum. Eft
ir nokkra stund koma þau þar
að sem litla flugvélin stendur.
„Þetta er nú farartækið mitt!“
segir Surtur, stoltur og hróðug
ur um leið og hann setur bréfa
pokann sinn í aftursætið. ,,Já,
svo þetta er flugvélin þín“, seg
ir Bangsi. „Það hlaut að vera.
Nú skil ég þetta allt“. „Jæja, ég
verð að leggja þegar af stað,
því svarbréfin verða að komast
til viðtakenda fyrir jól“. Að svo
mæltu sezt hann í flugmanns-
sætið.
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
ÖRN: Já; svo þetta er í sambandi
við kjarnorkuframleiðslu.
GEORG: Við höfum þegar starf-
andi mikla tilraunastöð þar í
borg.
OG' ÞEIR ræða málið áfram, en
að baki þeim lauma ískyggilegir
náungar bréfum á milli sín.
OG KÁRI laumast til þess að at'
huga laglega fótleggi.
UUX'-JX UP iiKJ ibjacbu uti (liikJ