Alþýðublaðið - 12.03.1948, Page 7

Alþýðublaðið - 12.03.1948, Page 7
Fösíudagur 12. marz 1948. ALÞÝÐUBLAÐEB 7 »---------------------O Bœrinn í dag. é------------------—* * Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvarzla: Lyfjabúðin Ið- unn, sími 1911. HANNES A HORNINU (Frh. af 4. síðu.) og það er kallað í daglegu tali, fellst engin hugprýði, heldur fíflsdirfska og hana skal aldrei lofa, nema ef vera skyldi, þegar verið er að bjarga mönnum. NÝLEGA VAR FLUGVÉL frá erlendu flugfélagi að leggja af stað frá Oslo. Hún ætlaði að fara til Kaupmannahafnar. í tvo daga beið hún í Gardemoen eftir því að nógu gott skyggni væri yfir Kaupmannahöfn. Þeg ar það kom, lagði flugvélin af stað. Þetta var fjögurra hreyfla vél. Eftir að hún lagði af stað frá Kaupmannahöfn, og var kom in allangt út á Atlantshaf, bil- aði einn hreyfillinn. Það var hægur vandi að fljúga flugvél- inni alla leið til íslands á þrem ur hreyflum. En flugmaðurinn vildi ekki tefla á neitt. Hann sneri við og fór til Skotlands. Ekki var talið rétt að gera við hreyfilinn heldur var skipt al- veg um vél. Síðan var flogið til íslands. ÞETTA LÝSIR FYRIR- HYGGJU. Dirfskan var útilok- uð. Öryggið var aðalatriðið. Tíminn var nægur. Hvers vegna er flogið milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í myrkri, regni og þoku? Er leyfilegt að, aðeins einn flugmaður sé í flugvél, sem tekur 8 farþega? Hvernig eru hæðarmælar á þessum flugvél- um? Hvar eru þeir í flugvélinni? — Ég ber frám aðeins nokkrar spurningar, sem almenningur spyr nú. ÖLL SLYS á að rannsaka. Þetta eru frumbýlingsár okkar í flugsamgöngum. Dugnaður okk ar er stórkostlegur, og framfar irnar svo glæsilegar, að ekkert dæmi þekkjum við slíkt'úr sögu okkar. En þetta er ekki nóg. Við eigum svo margt ólært. Ég vænti þess, að opinbar rannsókn verði látin fara fram á slysinu í Kömbum. Ekki til þess að fá á stæðu til að taka neinn eða neitt heldur til þess að leita að or- sök, sem við gætum svo lært af. Við eigum svo margt ólærí. Van trú fjöldans á flugið má e'kki aukast. En með hverju slysi fær þessi vantrú næringu. Og það er eðlilegt. | Margi er nú fil í malinit. Nýtt liréfnukjöt. Norðlenzik isaltsíld í í áttungum. Þurrkaður og pressaður isaltfisíkur í 25 fcg. pk. Úrvals kinnar saltaðar. Ó-söltuð kæst skata. Reyktur fiskur. FISKBÚÐIN, ■ Hverfisg. 123. Sími 1456. flafliði Baldvinsson. íaup og kjör á fog Framhald af 3. síðu. in megi faka félagsgjaldlið á skrífstofu útgerð armanna; það er til hægðarauka fyrir félögin, en skiptir litlu máli fyrir isjómenn, sem greiða allt af félagsgjöld sín. Þá gefa útgerðarmenn, yf- irlýsingu um það, hvernig haga skuli siglingafríi há- seta, bátsmanna, kyndara, matsveina og 2. stýrimanns. Útgerðarmenn hafa gefið yfirlýsingar sem þessar áður, og hafa þeir jafnan staðlið við þær og eru því- jafngiildar samningi. Yfirlýsinglin er svo hljóðandi: „Þegar iskip að lokiinni veiði för isiglir ur heimahöfn með afla sinn til isölu erlendis og ekki ákveðið fyrirfram að skip/ið í næstu ferð hefji veið ar við Austurland eða á öðr um fjarlægri fiskimiðum, áð ur en það kemur aftur tlil heimahafnar, mun utanlands siglingu skipshafnar hagað á sama hátt og gert hefur ver- ið á undanförnum árum, með þeirri breytingu þó, að sex til tíu hásetar fari í söluferð ina. en, undanfarið hafa aðeins fjóriir farið hana- Skal skip- stjóra þá iskylt að sjá um að siglingar skiptist jafnt á þá skipverja, sem samningur þessi tekur til, enda sé skip verjum og skylt að itaka að sér hvers annars störf, eftir því, sem auðið er, til þess að sem fyllstur jöfnuður náist.“ Hér ier breytingin sú, að þegar skipið siglir út með afl ann, að lokinni veiðiför, skuiu ailir hásetar, kyndarar, 2. stýrimaður og matsvelinn, eiga allir sama rétt til sigl- ir.gafrís og fríunum dei'It jafnt á alla þessa skipverja, enda haldi þeir allir kaupi sínu og söluprósentu, ásamt fæðiis- peningum, á meðan iskipið er í útisiglingu. Tala þessara skipverja, sem út 'sligla í hverri ferð, skal vera 10, það er 6 háset- ar, 2 kyndarar 1 maitsvein'n og 2. stýrimaður. Skipi, sem kemur í heima- höfn til að undirbúa útsigl- ingu, en vantar fisk til við bótar, ier þó heimiilt iað sigla með allt að 10 hásetum, ef ósk að er að fiska til viðbótar, áður len útsiglinglin er hafin. Útgerðarmenn, vildu ekki láta orða þetta- á isama hátt og hér er gert, en þeir marg lýistu því yfir, að þdiir vildu binda sig við 6 háseita í út- sliglingu í framkvæmd allt af, þegar ekki þyrfti iað fiska til viðbótar. Á togara með 26—28 manna áhöfn, en það eru eldri skipin, eru 20—22 menn, sem siglingafríin ná til; þessi skip fiska væntan- iega allt árið bér við land. Fari þessi skip 12 ferðir á ári, fá skipverjar frí aðra hvora ferð eða 6 ferðir á ári. Á togara méð 30 manna á höfn, en það eru nýju skipin, skiptast fríin á 23 menn. Veiði þessi skip 6 mánuði í norðurhöfum og eða við Austurlandið, en 6 mánuði á heimamiðum, fá skipverjarn- ir siglingafrí 3—4 útsigling ar. Sú kvöð fylgir þessum frí um, iað hásetar verða að leysa af kyndara og matsveina 'í útsiglingum endurgjalds- laust, en háseti, sem leysir 2. stýrimann af í útsiglingu, hef ur 2. stýrimannskaup í útsigl ingum, samkv. samningi frá 30. sept. 1942, þótt 2. stýri- maður, sem er í siglingafríi, haldi sínu kaupi óskertu. Við, sem um áratugi höfum unnið ólaunuð þegnskyldustörf í verkalýðshreyfingunni, telj- um það félagslega skyldu skipsfélaganna að leysa hvern annan af, svo að þeir igeti allir notið sömu fríðinda, því allir erum við félagar, sem vegnar því að eins vel, að við stöndum sameinaðir og styðj- um hverjir aðra. Þegar farið væri að fram- kvæma þetta, myndu skip- sitjórar ráða ákveðna menn úr hópi háseta til að leysa kyndara og matsveina af, og hin almenna kvöð um afleys- ingar þar með falla niður. Til eru menn, sem halda því fram, að útgerðarmenn og skipstjórar muni svíkja þetta samkomulag og jafnvel gera leik að því, að Ijúka veiðiför utan heimahafnar til þess að losna við að gefa skipverjum frí. Þetta er ó- skiljanlegur hugsunarháttur, því yitað er, að siglingafríin hafa engan kostnað í för með sér fyrir útgerðina. Og halda menn, að skipstjóri, sem bryti þefcta samkomulag, yrði ekki fljótt einn á skipinu? Ég býst ekki við, að háset- arnir létu brjóta þetta á sér nema einu sinni; þeir mundu fljóitt yfirgefa þann skip- stjóra, sem bryti samkomu- lagið eða aðra samninga. Menn verða að muna það, að fran-kvæmd allra samninga hyJiir fyrst og fremst á þeim, isem að þeim eiga að búa. Ég hef gert uppkastið að umræðuefni til þess, að gera mönnum Ijóst, hvað í því felst. Einhver misbrestur mun hafa o v-Vð á bví ao skips höfnum hafi borizit það ó- brenglað og að þeim ha'fi verið afhent það skrifað til yfirlésturs og athugunar. Því miður mun í allmörgum til- fellum hafa átt sér stað veru- legur misskflningúr á ýms- um ákvæðum samningsupp- kastsins, sem varð þess vald- andi, að mönnum þótti það óaðgengilegt, og er grein þessi tilraun til að eyða þeim misskilningi. Sæmundur Ólcifsso7i. Við þökkum öllum, er sýndu okkur samúð og vin- semd við andlát og jarðarför eiginkonu, móður og tengdamóður okkar, GuSrúnar 3Crisf]áresdóttur. Árni E. Árnason, börn og tengdasonur. Kvennjósnarinn (Frh. af 3. síðu.) ið Þýzkalandi“. — En hann brosti breitt og svaraði: ,,Yður skal veitast sá heið- ur að fara til Póllands. Ég skal láta búa allt undir há- tíðarleiksýningu í hinu sögu- fræga leikhúsi í Krakau. Það, að þér komið fram á meðal fólks yðar, mun fá jafnvel þá, sem andvígastir eru oss, til þess að skilja, að vér vilj- um vinna vináttu þeirra“. Þetta var þung raun, og Olgu var þungt í skapi, er hún nokkrum vikum seinna heyrði það, sem menn sögðu í myrkvuðum sýningarsaln um í Krafcau. Og lengi á eftir heyrði hún orðið „föðurlands svikari“ hljóma fyrir eyrum sér, lenda þótt viðstaddur SS- foringi lýsiti því yfir, að slúð- Skrifsfofum vorum og vöruafgreiðslu verður lokað föstudaginn 12» þ. m. til 17? þ, m, vegna flutn- inga í Borgartún 7. Tóbakseinkasala ríkisins. urberunum yrði hegnt og þeir ættu skilið. * * * Tíminn leið og ástandið varð an,nað. Giestirniir í skrauthýsi hennar urðu ótta- slegnir og taugaóstyrkir. Það fór að bóla á kvíða fyrir því, að ekki væri allt með felldu á austurvígstöðvunum. „Við erum að tapa stríðinuú sagði von Leeb marskálkur. „Hvaðia ráðsljafanir ætlið þér iað gera gegn.því?“ spurði Olga. Því næst skýrði marskálk- urinn henni frá sinni skoðun og sagði henni hvað væntan lega yrði gert á næstunni á austurvígstöðvunum. Bifreiðastjóri Olgu Tsche- chovu var í raun og veru út- farinn rússneskur njósnari og var aðsitoðarmaður herm- ar. Fyrirvaralaust hvarf hann og bifreið hennar líka. Vissi enginn, hvert hann haíði farið eða hvað hafði konúð fyrir hann. Olga fór að vera tortryggin. Var Gestapo á hælunum á henni? En ekkeirt kom fyrir, og rauði herinn þokaðisi nær. Loftárásir urðu meiri og meiri og smám saman fóru fallbyssudrunurnar að heyr- ast frá Odervígstöðvunum. Úrsltastundin nálgaðist. Kvöld eitt í apríl var dyra- bjöllunni hringt á húsi Olgu Tschehovu. Verkamaður stóð úti fyrir og vildi fá að itala við hana undir fjögur augu. Þegar þau voru orðin tvö ein, sagði hann: „Starfi yðar er lokið. Bif- reiðarstjórinn yðar er á ör- uggum stað. Hverfið-“ Olga leitaði nú hælis í loft varnabyrgi, sem áður hafði verið gert í grennd við hús hennar. Dvaldi hún þar í tíu iaga, og þegar hún loksins mátti koma upp úr þessu neðanjarðarfylgsni var stríð- nu lokið á þessu svæði. Grannvaxin, brúneyg, með eiriraut hár og munaðar eins drætti kringum munninn mætt hún rússneskum fót- gönguliðsforingja og talaði við hann á rússnesku. Nokkrum klukkustundum seinna var hún í flugvél á ieið austur til Moskvu, og frá flugvellinum fór hún beina leið til Kreml. Að þessu sinni hitti hún annan kunn- an stjórnmálamann. Hún jrýsti hönd Jósefs Sitalins og rorfði í stálgrá augu hans; ennið var breitt og grátt hár ið afturkembt, en bros lék festulegan munn hans undir jykku yfirskegginu. — En þegar Olga 'Tschechova fór aftur ftil Berlínar til þesis að leika í leikhúsum á bernáms svæði Rússa í Þýzkalandi, bar hún heiðursmerkið, ,,hetja Sovétríkjanna" á brjósti sér. SKIPARTGCRÐ RIKISINS vrr rr fer í byrjun næstu viku sani- kvæmt áætlum austur um land til Sigiufj'arðar. Vönumóttaka á ’hafnir sunman Fáskrúðsfjarð ar og enn írcmur milli Seyðis- fjarSar og Húsavíkur í dag. „Esja" Áætlun Esju hreytist þannig, að skipið fer héðan um 17. þ. m. austur um land heint til Seyðisfjarðar og snýr þar við til Reykjavíkur með viSkomu á aðalhöfnunum. Vörumóttaka í dag og fram til hádegis á morgun. Síðaii' er áætlað að Esja komizt ;inn í áætlunina og fari frá Rvík 24. marz vestur um land til Akureyrar og Siglufjarðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.