Alþýðublaðið - 14.03.1948, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Suimúdagur 14; marz 1948»
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Beneclikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h-f.
inir 45!
ÞINGIÐ I TÉKKOSLO-
VAKÍU hefur samþykkt
traustsyfirlýsingu til handa
hinni nýju stjórn Klements
Gottwalds, kommúnista-
stjórninni, sem nú beitir sömu
kúgun, sama ofríki og sömu
níðingsbrögðum og iepp-
stjórnir Rússa á Balkan-
skaga.
Traustsyfirlýsingin til
handa kommúnistastjórninni
í Tékkóslóvakíu var sam-
þykkt með 255 atkvæðurn
300 þingmanna. Hinir þing-
mennirnir, 45 italsins, voru
ekki viðstaddir, og var engin
skýring gefin á fjarveru
þeirra.
*
Það leikur auðvitað ekki
á tveim tungum, hvaða saga
felst á bak við fréttina um
itraustsyfirlýsingu tékkneska
þingsins á einræðisstjórn
Iandsins. Hreinsunin, sem átt
hefur sér stað í Tékkóslóva-
kíu eftir valdrán kommún-
ista, hefur náð alla leið inn í
raðir þingmannanna. Afleið-
ingin er sú, að 45 af 300 þing-
mönnum eru horfnir, hafa
verið sviptir þingmennsku og
sennilegast hnepptir í fang-
elsi og fangabúðir, sömu
pyndingarstofnanirnar og
voru kvalastaðir tugþúsunda
beztu sona og dætra Tékkó-
slóvakíu á hinum myrku ár-
um nazistakúgunarinnar.
Hinir úr hópi þingmannanna
hafa beygt sig fyrir ofbeld-
inu. Þannig er traustsyfirlýs-
ing tékkneska þingsins á
hina nýju stjórn Gottwalds
fil komin.
Slík eru örlög tékknesku
þjóðarinnar í dag; slíkt er
nú lýðræðið og þingræðið í
landi Masaryks og Benes.
*
Og svo er hér úti á Is-
landi stjórnmálaflokkur, sem
velur sér það hlutverk að
verja og Iofsyngja aðfarir
kommúnista í Tékkóslóvakíu.
Bláð hans, Þjóðviljinn, hefur
hér nákvæmlega sama hlut-
verkið og blaðsneplar nazista
höfðu á sínum tíma. Það —
eins og þeir — er gefið út til
að verja kúgun, yfirgang og
óhæfuverk erlendra hús-
bænda.
En ekki nóg með það.
Kommúnistarnir hér á landi
eiga sér enga ósk æðri en að
enaurtaka hér sama leikinn
ög átt hefur sér stað í Tékkó-
slóvakíu. Eða hvort mundi
þeim herrum, sem gripu til
brottrekstra andstæðinga
sinna úr Kaupfélagi Siglfirð-
inga á sínum tíma og reka
andstöðufélög sín burt úr
Alþýðusambandi íslands,
verða mikið fyrir að fram-
kvæma hér sömu hreinsun
og í Tékkóslóvakíu, ef þeir
fengju slíku við-komið?
❖
Þjóðviljanum tekst að
Aukið starf Ferðaskrifstofu ríkisins. — Tiílögur
Ragnars Jóhannessonar. — Starf fyrir þá, sem
koma til Reykjavíkur. — Kynnisferðirnar á Kefla-
vílturflugvöllinn. — Landkynning þar. — Fyrir-
lestrar og kvikmyndasýningar. — Athyglisverð
kvikmynd.
FERÐASKRÍFSTOFA RÍKIS-
ÍNS er starfssöm. Flestir héldu
að hún hefði ekki mikið að
gcra yfir vetrarmánuðina, en
það kemur í Ijós, að hún er
önnum kafin, og' að mjög marg
ir leita til hennar og fá fyrir-
greiðslu. Ragnar Jóhannesson
skólastjóri á Akranesi skrifaði
grein hér í blaðið í gær, þar
sem hann drap á þáð, að gott
væri ef ferðaskrifstofan gæti tek
ið á móti hér í Reykjavík hóp-
um námsfólks, sem kemur hing
að í kynnisferðir og veitti þeim
aðstoð til að geta notfært sér
sem allra bezt stuttan tíma,
sem það getur dvalið hér.
ÞETTA LÝST MÉR mjög
vel á. Með því færir ferða-
skrifstofan út kvíarnar. Áætl-
að var að hún sæi fyrst og
fremst um ferðalög úr Reykja-
vík og leiðbeiningar fyrir er-
lenda rnenn, sem hingað koma,
en með þessu er bætt úr býnni
þörf fyrir þá, sem heima eiga ut
an Reykjavíkur, en vilja heim
sækja höfuðstaðinn, því þó að
við, sem hér eigum heima vilj
um fyrir alla muni komast sem
oftast úf á landið, þá er það
víst, að þeir sem fjær búa óska
eindregið eftir því að ferðast
til Reykjavíkur og kynnast
henni.
FERÐASKRIFSTOFAN hef-
ur nú í nokkra sunnudaga skipu
lagt hópferðir til flugvallarins
við Keflavík. Geysimikið hafði
verið skrifað um þetta merkasta
mannvirki á landi hér og mik-
ill fjöldi manna óskaði eindreg
ið að fá að kynnast því af eig-
in raun. Var ekki trútt um að
sumir héldu jafnvel, að þar
syðra væru margskonar ógnir,
leynibrugg og djöfulskapur. En
með hópferðum þessum og
kynnum þeim, sem fólk hefur
fengið af mannvirkinu hefur
þetta allt eins og fengið annan
svip í hugum fólksins.
ÞEIR SKIPTA nú orðið mörg
um hundruðum, sem hafa heim
sótt Keflavíkurflugvöllinn á veg
um - Ferðaskrifstofunnar.
Skemmtilegast er að skólarnir
hafa efnt til hópferða suður á
vegum hennar og nemendunum
hefur þótt mjög fróðlegt að
skoða hinn mikla flugvöll og öll
mannvirkin þar. Enda hefur
gestunum verið tekið af mik-
illi prýði suður þar, og allir
starfsmenn gert allt sem í þeirra
valdi stendur til að sem bezt
not yrðu af kynnisförinni.
' EN ‘ FERÐASKRIFSTOFAN
lætur sér þetta ekki nægja. Nú
hefur hún hafið kynningarstarf
meðal hinna erlendu manna
sem vinna nú að mikilfenglegum
byggingum á vellinum. Fulltrúi
skrifstofunnar Gunnar Stefáns
son hóf þetta starf í fyrra
kvöld. Flutti hann fyrirlestur
um landið, sýndi þrjár íslenzk
ar kvikmyndir með enskum
taxta og lék nokkur íslenzk lög.
Þarna voru um 350 manns og
þó að margt væri þar íslendinga
þá var mikill meiri hluti Banda
ríkjamenn. — Margir þeirra
komu á eftir til fyrirlesarans og
lögðu fyrir hann spurningar, en
það er amerískur siður.
EINN SAGÐI; „Ég hefði aldrei
haldið að ísland byggi yfir slík
um dásemdum. Hér er svo
hrjóstrugt óg ljótt og ég et
varla sagt að ég hafi farið neitt
héðan síðan ég kom“. Aðrir
spurðust fyrir um það hvort
Ferðaskrifstofan gæti ekki á
komandi sumri skipulagt ferða
log fyrir þá félagana. Þetta er
góð landkynning. Og ódýr.
Ferðaskrifstofan sýnir hug-
kvæmni og framtak og ber að
þakka forstjóra hennar dugnað
inn.
UM ÞESSAR MUNBIR er all
mikið talað um heimilin í
Frh. af 7. síða
vonum óhöndulega vörnin
fyrir ofbeldinu í Tékkósló-
vakíu. Hann hefur engin
önnur ráð í því sambandi en
að fullyrða, að fréttir and-
stæðinganna séu samkvæmt
vafasömum heimildum" og
því sé lítið mark á þeim tak-
andi.
Það er nú svo.
Fréttir:ahdstÖðublaða Þjóð
viljans eru þó komnar frá
fréttariturum blaða hinna
frjálsu landa, byggðar á upp-
lýsingum manna í landinu
sjálfu eða frásögnum Tékka,
sem tekizt hefur að flýja
land.
En með Qeyfi að spyrja:
Hvaðan eru fréttir Þjóðvilj-
ans um atbúrðina í Tékkó-
slóvakíu komnar?
Því er fljótsvarað. Þær
eru runnar undan rifjum
sj álfrar einræðisstj órnarinn-
a-r í Tékkóslóvakíu, komnar
bent frá Prag eða Moskvu,
aðalbækistöð kommúnista-
áróðursins. Þetta eru sömu
fréttirnar og kommúnista-
blöð annarra landa fly'tja
þessa dagana um ástandið í
Tékkóslóvakíu; sömu lygarn-
ar og sömu augljósu fjarstæð
urnar.
Það er vissulega í meira
lagi dapurlegt, að til skuli
vera hér istjórnmálaflokkur
og blað, er lítur á það sem
heilaga skyldu sína að verja
kúgun þá og ofbeldi, sem
Tékkar nú eru beittir. En það
ætti þó við þetita áð vinnast,
að hér eftir þarf ekki fleiri
vitna við um, hver sé afstaða
íslenzkra kommúnista til lýð
ræðisms og þingræðisins. Og
það er nokkurs um vert.
Erindi og lénleikar
i mmmmimm
mánudaginn 15. marz klukkan 8.30.
1. Dómkirkjukórinn syngur:
Mozart: Senn meS ljóma blika blóm.
Beethoven: Sem vorsól ljúf, er Jýsir grund.
2. Guðrún Ágúsísdóttir: Einsöngur.
Beethov-en:
a. Bitten.
b. Die Liebe des Náchsten.
c. Vom Tode.
d. Gottes Macht und Vorsehung. .
3. Jóhann Hannesson: Erindi: Hugur og hjarta.
4. Páll Isólfsson: Einleikur á orgel.
Walter: Kóraltilbrigði um: Margt er manna bölið.
5. Dómkirkjukórinn syngur.
Hallgrímur Helgason: Þér sé, guð, þökkin tjáð.
ísólfur Pálsson: Lofsöngur: Þér lof sé, drottinn, Ijós-
anna guð.
8. Sálmur.
Kvennadeiíd Slysavarnafélagsins
í Reykjavík
heldur fund mánudaginn 15. þ. m. kl. 8Vz í Tjarnarcafé.
Til skemmtunar: Öskubuskur syngja.
DANS.
Fjölmennið.
Stjómin.
verður haldinn í MJÓLKURSTÖÐINNI kl. 9.
Aðgöngumiðar verða seldir frá klukkan 5—6
í anddýri hússins.
Að gefnu tilefni skal athygli aknennings vakin á því,
að 1. apríl næstkomandi ganga úr gildi skömmtunarreitir
þeir, er nú skal greina:
Kornvörureitirnir, sykurreitirnir, 'hreinlætísvöru-
reitirnir, kaffireitirnir og vefnaðarvörureítírnir, sem
gilda á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, íeins og um ræðir í
auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 32/1947.
Þeir, sem fengið hafa úthlutað vegna stofnunar heim-
ilis eða vegna barnshafandi kvenna á yfirstandandi árs-
fjórðungi vefnaðarvörureitunum 51—100, geta þó fram til
1. maí 1948 fengið skipti á því, sem ónotað' kann að vera
af slíkum úthlutunum, ef þeir snúa sér til úthlutunar-
stjóranna. Þeir, sem fengu úthlutanir á síSasta ársfjórð-
ungi 1947, 'fá ekki skipti á slíkum reitum eftir 1. apríl n.k.,
hvort sem þeir hafa fengið reitina endurnýjaða eftir ára-
mótin eða >ekki.
Smásöluverzlanir geta þó fengið afgreiddar skömmt-
unarvörur frá heildverzlunum fram til 15. maí 1948, gegn
þessum núgildandi skömmtunarreitum. Eftir þann dag
geta smásöluverzlanir fengið sérstök innkaupsleyfi hjá
bæjarstjcrum eða oddvitum, -gegn skilum á þessum nú-
gildandi reitum, er þær kynnu þá að eiga ónotaða.
Reykjavík, 13. marz 1948.
SKÖMMTUNARSTJÓRI.