Alþýðublaðið - 14.03.1948, Blaðsíða 5
SuxMítdagur 14í marz* 1948.
ÞAÐ hefur ætíð verið stolt
brezku samveldisþjóðanma,
að styrjöld milli þeirra væri
áhugsanleg. Hefur einnig ver
ið litið á það sem siðferðilega
skyldu þeirra að fara hver
annarri ti'l aðstoðar, ef til á-
rásar kærni á einhverja
þeirra. Það er því þumgt á-
íall fyrir samveldið, að tvö
ríki innan þess — Indland og
Paki'stan — skyldu hafa senit
öryggisráði sameinuðu þjóð-
anna kærur og gagnkærur, og
virðist ógn yfirvofandi styrj
aldar iiggja á bak við. Ef
mál þetta verður ekki leyst
getur komið til borgarastyrj
aldar á Indlandi, svo geigvæn
legrar að óeirðirnar í Pund-
jap í fyrra yrðu smávægileg
ar í sama,nburði við hana.
Geta orsakir slíks blóðbaðs
gerbreytt allri þróun alþjóða
mála, enda hefur lengi ríkt
friður við Indlandshafið.
Þarna kemur einnig ann-
að til greina; en til þess að
skilja það verða menn að at
huga landakortið. Kashmir-
ríki og Jammu er land hárra
fjalla og djúpra dala norð-
vestur í Indlandi. Það er um
lukt þrem hæstu fjallgörðum
í heimi, Himalaya er í austri
Karakorum að norðan og
Hindu Kush að vestan. Á
flötu kortinu virðist þetta
sviplaust land, en sé norð-
austur hlutinn skilinn eftir,
Iíkist það mannfæti sem
sftigið' er í gegnum fjálla-
skörðin niður á sléttur Ind-
lands. Táin snertir ríki Hindú
anna en ilin og hællinn Pak-
istan. Aftan við hælimn og
öklann er Jandamærahéraðið,
sem nú itilheyrir einnig Pak-
istan, landamæri Sovét-Rúss
lands og enn fremur landa-
mærahéruð, sem stjórnað er
af ættflokkum. Þetta svæði
við hælinn var talið svo
míkilvægt fyrir>and(varnir
Indlands að það var tekið af
Kashmir og sameinað Ind-
landi.
Þótt manni verði á að
halda, að Kashmir 'sé einangr
að land utáii hinna eðli'legu
landamæra garnla Indlands,
er það á því svæði við norð-
vestur landamærin, sem
nauðsynlegast þótti um alda
raðir að verja. Og síðan 15.
ágúst í fyíra hefur það verið
einu tengslin milli Indlands
og norðvesturlandamæranna.
Kemur þannig fram þriðja. á
stæðan fyrir Kashmirvanda-
málinu.
Þegar brezka istjórnin af-
salaði sér völdum á Indlamdi
i ágúst í fyrra, var ind-
verku ríkjunum í sjálfsvald
sett hvort þau sameinuðust
ríki Hindúa, Pakistan eða þá
að þau væri báðum þessum
ríkjum óháð. Þetta seíiti kon-
ungirn í Kashmir í vanda.
Sjálfur er hann Hindúi, sem
og yfirstéttin, og hallast
á sveif með Indlamdi, en
stór meirihluti þegna hans
eru Múhameðstrúar og fylgja
ÍPakistan að málum, enda
þótt fjöldi Múhameðtrúar-
manr.a tilheyri lýðræðis-
flokknum, sem er í nánu sam
bandi við Kongressflokkiinn
indverslia cg andstæður
MIKIL ÓLGA hefur
verið á IndLandi síðan Iand
ið var gert að tveim sjálf
síæSum ríkjum. Hefur
mest kveðið aS óeirðum í
Kashmir, sem er fvlki norð
vestast í landinu. Hér fer
á efíir grein urn þessi mál
eftir H. V. Hodson; er hún
lauslega þýdd úr ,,The
Listener“.
Múhameðtrúarbandalagi
Jimnah. Niðurstaðan varð
sú að Kashmir varð utan við
bæði hin líýju ríki. Áður en
lyki hygg ég, að það mundi
hafa lenti í sambandi við
Palcistan, ef það hefði verið
látið afskiptalaust. Hef ég þá
skoðum ekki einungis af því
að sérréttindi stjórnandans
og yfirstéttarinnar hefðu ver
ið brotin niður af Múhameðs
trúarmönnum, heldur vegna
atvimiumála og samgangna-
Það eru aðeins tvær leiðir
suður á við frá Srinagar, höf
uðborg Kashmirs. Sú betri
liggur til Pakistan ;en hin
gegnum Banihalskarðið til
Irdlands. Skarð þetta er
9000 feta hátt yfir sjó og
fannfergi þar á vetrum.
En Kashmir fékk ekki að
vera eitt um sín mál. Síðast
liðið sumar var órólegt í land
inu, sumpart vegna imnbyrgð
is uppþota og einnig vegna
deilanna í Punjap. 26. októ-
ber var talið að erlendir inn
rásarmenn, sem komið hafðu
inn í Iandið væru allt frá 3.
000 til 10-000, og þótti höfuð
borginni stafa mikil ógin af
þeim, enda þótt hún sé langt
inn í landi. Ég get um dag-
inn, vegna þess að þá féllst
stjórn Indlands á bæn kon-
ungsins í Kashmir um það, að
Kashmir sameimaðist Ind-
landi og að hann fengi aðstoð
til þess! að reka innrásarflokk
ana af höndum sér. Stjórnin
setti það skilyrði, að þegar
friður væri komin á skyldi
vera reyní að komast að því
hvað þjóðin vildi, og um leið
skyldi foringi lýðræðisflokks
ins, Sheikh Abdullah beðinn
að mynda stjórm.
Var nú mikil ólga í Pak-
istan, og var þar litið svö á,
að gsngið hefði verið á rétt
þess. Sé það athugað, hvort
stjórn Indlandis gerði rétt eða
rangt varðandi Kasmir, verða
menn að hafa hugfast, að hún
hefði annars orðið, að horfa
upp á það, að stjórn nágranna
ríkis yrði steypt af stóli, og
fjórar milljóinir manna ættu
örlög sín undir geðþótta lög-
lausra innrájarmanna ,,enda
hefðu óeirðir þessar vel get-
að náð inn fyrir landamæri1
índlands. Annars lagði ind-
verska stjórnin sitt í hættu
með því að reka innrásarlið
ið út úr Kashmir, jafnvel þótt
Kashmir gæti svo um síðir
sameinazt Pakistan.
Það kom í Ijós að meira var
í húfi en Pandit Nehru og
ráðunautar hans gerða sér í
hugarlund, því að brátt varð
útlitið ískyggilegra, þótt ind
verskir herir frelsuðu Srina
gar. Herir Indverja og kon-
ungsins misstu yíirráð yfir
veginum, sem liggur um
Jammu, og borgum nálægt
lcfndamærum Punjap og voru
króaðar inni, Varð því að
hefja aðgerðir til þess að ná
aftur sambandi við herinn og
herferð Indverja er enn langt
frá því að hafa heppnazt. En
af hvaða orsökum? Landið
er mjög örðugt yfirferðar og
vetrarveðrin ill; auk þess var
langt að sækja með aðdrætti.
En verst er það, að innrásar-
flokkannir hafa vaxið stór-
lega, og Indverjar hafa þarna
tiltölulega lfitinn liðsafla, telja
sumir að hann sé undir
16000. Fyrir skömmu1 sagði
Nehru forsætisráðherra' að
ekki minna en 50 þúsund er
lendir irunrásarmenn, væru í
Kashmir og 100 þúsund í her
búðum í Pakistan rétt við
laudamærin. Hótaði stjórn
hans því, ef öryggisráðið
fyndi ekki ráð til þess að
koma þessum innrásarherjum
úr landinu, að indverksir her-
ir yrðu látnir ráðast inn í
Pakistan til þess eims að verja
sjálfa sig. Og Pandit Nehru
gelck lengra- Hann sakaði yf
irvöldin í Pakistan um að
hafa skipulagt nákvæmlega
innrásina í Kashmir með
þeim ákveðna ásetningi að
taka landið með hervaldi.
Talsmenn Pakistan hafa
ekki aðeims hafnað þessum á
sökunum heldur einnig borið
fram álíka þungar gagnkær-
ur. Utanríkiismálaráðherra
Pakistan Mohammed Zar-
frullah Khan lýsti yfir því, að
,,tilgangurinn með stefnu ind
verksu stjórnarinnar gagn-
vart Pakistan hefði verið sá,
að ná sér niðri á Múhameðs
trúarmönnum fyrir það, að
þeir kröfðust þess að landinu
yrði skipt“. Á þessu sést
hversu geigvænleg átökin
eru orðin. Fljótt á litið virð-
ist lítið bera á milli Báðir
viðurkenna rétt Kashmirbúa
til þess að ráða því hvoru rík
inu þeir sameinast. Indverjar
Framh. á 7. síðu.
B r
rjora:
við Kaupfélag Skaftfellinga, Vík í Mýrdal,
er laxis til umsóknar frá 1. maí n. k. Um-
sóknum um starfið sé skilað til Sambands
íslenrkra samvinnufélaga fyrir 15. apríl.
STJÓRNIN
Frá og með 15. þessa mánaðar verður brauð-
búoum okkar í Hafnarfirði lokað kl. 6 síðd.
f
Alþýðubrauðgerðin,.
Asmundur Jónsson.
LAGIÐ
TONBELEYO
eftir SIGFUS IIALLDÓRSSON
er komið I hijóðfæraverzlanir.
Gömlu dansarnir að Röðli í kvöld
kl. 9. — Aðgöngumiðapantamr 1
síma 5327. — Sala hefst kl. 8. —
Húsinu lokað k'l. IOV2.
Nýju og gömlu dansarnir í G.T.-
í kvöld kl. 9.
Aðgöngum. seldir frá kl. 6,30 e. h.
Húsinu lokað kl. 10,30.
7—10 tonna báSur
óskast til kaups eða leigu 1 maí næstkom-
andi. Verðtilboð ásamt upplýsingum um
bát og vél, sendist í Pósthólf 72, Norðfirði.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er, eða hafna öllum.
Viðskipfasamningar
við Tékka
SAMNINGAUMLEITUN-
UM um viðskipti milli íslands
og Tékkóslóivakíu lauk fyrir
nokkrum dögum, og fékk ut-
anríkisráSuneytið skeyti um
það frá Pétri Benediktssyni
sendiherra, sem dvalið1 hefur í
Prag unidanfarið til þess að
ganga frá samningunum fyrir
Islamds hönd, að samningarnir
myndu' verða undirritaðir á
fimmtudagihn 11. marz. En
staðfesting foefur >enn ekki bor-
izt á því, að samn.ingar foafi
verið gerðir, og verður ekki
fyrr hægt að birta frekari upp
Iýsingar.
Árbók Ferðafélags-
ins 1947 um
Daíasýslu.
' ARBOK Ferðafélags Is-
lands árið 1947 fjallar um
Dalasýslu og er samln af
Þorsteini Þorstieinssyni, sýslu
manni. Mun árbókin koma út
næstu daga og afgreádd til fé
lagsmanna.
Höfundur skiptir bókinni
í 12 megin kafla, og er bók-
ini 120 blaðsíður að stærð,
prentuð á mjög góðan papp-
ír.
Myndirnar í bókinnii hafa
þeir Páll Jónsson og Þoi-
steinn Jósepsson tekið.
fer til Kaupmarmafoafnar (um
Thorsfoavn) 18. marz. Farþeg-
ar sæki farseðla mánudaginn!
15. þ. m. og sýni venjuleg skír-*
teini.
Tilkyiming um flutning
komi sem fyrst.
SKIPAAFGREIÐSLA !
JES ZBISEN !
Erlendisr Pétursson,