Alþýðublaðið - 16.03.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1948, Blaðsíða 3
Priðjudagnr 16. marz 1948. ALg»YÐUBLAÐEÐ 3 Frasnsöguræða Gylfa Þ. Gíslasonar á síúdenlafundinum vað er að gerast i Tékkóslóvakí og á FinnlandH GYLFI Þ. GISLASON PROFESSOR flutti fram- söguræðuna um viðburðina í Tékkóslóvakíu og á Finn- landi á hinum ahnenna stúdentafundi, sem Stúdenta- félag Reykjavíkur gekkst fyrir í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn og sagt er frá í fréttum á öðrum stað í blað- inu í dag. Hefur Gylfi orðið vTið þeirri ósk blaðsins, að fá að birta ræðuna orðrétta, og fer fyrri hluti hennar hér á eftir, en síðari hlutinn birtist í blaðinu á morgun. HINN 13. FEBRÚAR síð- astliðinn gerðust mikil tíð- indi í stjórnmálalífi Tékkó- slóvakíu og vöktu athygli um allan heim. Tólf ráðherrar af 24 í ríkisstjórn Tékkóslóva- kíu sögðu af sér, en það voru fulltrúar þjóðlega sósíalista- flokksins. r.æststærsta flokks landsins, þjóðflokksins, þriðja stærsta flokks lands- ins, og slóvakíska þjóðflokks ins, lítils flokks. Þeir ráðherr ar, sem kyrrir sátu í stjórn- inni voru fulltrúar Kommún isitaflokksins, sem er stærsti flokkur landsins, jafnaðar- manna, sem eru fjórði stærsti flokkurinn, og utan flokka. Ríkisstjórnin hafði verið þjóðstjórn allra flokka og samkomulag verið fremur gott um endurreisnarstarfið að styrjöldinni lokinni eh þó hafði það farið versnandi síð- ustu mánuði og vikur, enda játtu kosnir.gar að fara fram nú í vor. Kommúnástar höfðu tekið að ókyrrast og haft úti öll spjót til þess að treysta að stöðu sína, einkum í her og lögreglu. Kom þar, að sam- starfsfiokkunum þótti nóg um ýtni þeirra og yfirgang. Á leynilegum ráðherrafundi 23. jan. lagði dómsmálaráðherr- ann, sem var úr flokki þjóð- legra sósíalista, fram skýrslu og gögn um það, að innanrík- isráðuneytið. sem var undir stjórn. kommúnista, hefði ráð ið flugumenn, til ýmissa myrkraverka, sem síðan ætti að nota sem efni í ákæru á þjóðlega sósíalistaflokkinn um samsæri og uppreisn. Harðar deilur urðu. Komm- únisitar hófu, iei;nkum í verka lýðsfélögunum, ákafan áróð- ur fyrir aukinni þjóðnýtingu og meiri en samkomulag þjóðstjórnarininar hafði gert ráð fyrir, en hægri flokkarn- ir voru slíkum ráðstöfunum mjög andvígir, og mun þetta einkum hafa verið gert ti'l þess að reyna að koma í veg fyrir, að samvinna tækist með jafnaðarmör.num, sem að sjálfsögðu voru fylgjandi aukinni þjóðnýtingu, og hægri flokkunum gegn kom- múniistum, enda tókst það. Innanríkisráðherrann rak átta lögreglustjóra í Prag úr embættum og skipaði dygga kommúnista í stað þeirra. Meirihluiti ríkisstjórnarinnar samþykkti, að innamríkisráð- herrann skyldi setja hina fyrrverandi lögreglustjóra aftur í embætti sm Innanrík- ísráðherrann þverskallaðist við samþykktum ríkisstjórn- .nefnda um gerva'Ilt landið, og skyldu þær gæta hagsmuna ríkisins sem svo var kallað, og eyða áhrifum fjandmanna þess. Með stofnun og starfi framkvæmdanefndanma var lýðræði afnumið í Tékkósló- vakíu. Þær tóku ráðuneyti og opinberar stofnanir í sín- ar hendur, þær viku emb- ættismönnum og opinberum arinnar. Þá sögðu hinir 12 ráðherrar af sér. Benes forseti reyndi að endurreisa þjóðstjórnina, en það tókst ekkþ enda biðu kommúnistar nú ekki boð- anna. Gottwald forsætisráð- herra fyrirskipaði myndun svonefndra framkvæmda- starfsmönnum svo hundruð- um og þúsundum skipti úr embættum, þær handtóku menn og fangelsuðu án dóms og laga, lokuðu flokksskrif- stofum og tóku eignir eignar námi, bönnuðu blöð, lokuðu prenitsmiðjum o fl. Þau ráðu- neyti, sem kommúnistar réðu yfir, höfðu nána samvinnu við framkvæmdanefndirnar. Menintamálaráðherrann vék tuttugu prófessorum frá háskólanum í Prag, þar á meðal rektor háskólans, víðfrægum vísindamanni, og hundruð stiidenta voru gerðir rækir úr háskól- anum- Stúder.tum var varn- að þess að láta í Ijós skoðan- ir sínar, þeim var meinað að hylla forseta ríkisins og lýsa yfir hollustu við lýðræði og lýðfrelsi á útifundum og með kröfugöngum og skotvopn- um jafnvel beitt gegn þeim. Eftir mikið þóf meðal stjórnmálamanna voru hin auðu ráðherrasæti skipuð nýjum mönnum, helmingur þeirra kommúnistum, en hinn helmingurinn mönnum úr öðrum flokkum. Jafnaðar, mennirnir sátu kyrrir í stjórninni og Jan Masaryk: var áfram utanríkisráðherra. Höfuðsjónarmið þeirra mun hafa verið það, að reyna að bjarga því, sem bjargað yrði. En, Masaryk framdi sjálfs- morð. Og jafnaðarmenn hafa verið kúgaðir til þess að reka menn úr flokki sínum og víkja þeim af þingi. Flokkur- inn mun þó telja sig geta gert málstað sínum meira gagn með því að sitja í stjóm inni heldur en að afhenda kommúnistum hana alla, og hið sama mun að segja um þá fulltrúa hægri flokkanna, sem enn sitja þar, þótt aug- ljóst sé að kommúnistar ráði nær öllu, isem þeir vilja ráða. Þingkosningum hefur ver- ið frestað, þingmöninum vik- ið iaf þingi og aðrir neyddir til að segja af sér, embættis- menn reknir úr stöðum og sendir í nauðungarvinnu í kolanámum og verksmiðjum, hreinsað til í flokksstjórnum, ritstjórnum, skólum og við útvarpsstöðvar. Og síðast en ekki sízt þetta: Eirtt megin- einkenni alls einræðisstjórn- arfars virðist vera að setja svip sinn á landið- Ottinn við ríkisvaldið og lögregluna, ótt in,n við að vera svipitur at- vinnu og sjálfsforræði virð- ist vera að verða að því ægi- lega, þjóðfélagsafli,. sem1 ra.an er á í öllum einræðisríkjum og vera að drepa málfrelsi, skoðanafrelsi og allt andlegt frelsi í dróma. MEÐAN á þessu gekk í Tékkóslóvakíu bárust ugg- vænlegar fréttir frá Fi-nn- landi. Skömmu eftir nýár höfðu Rússar skipt um sendiherra í Hélsingfors og skipað í embættið hershöfð- ingja þann, sem áður var formaður eftirlitsnefndar bandamar.na í Helsingfors. Innanríkisráðherra finnsku stjórnarinnar, sem er einn af þremur kommúnistum í rík- isstjórninni, en hún. er skip- uð 16 mönnum, hafði og far- ið til Moskvu um sama leyti ásamt konu sir.ni, Herthu Kuusinen, en hún er formað- ur þingflokks kommú.nista og dóttir Kuusinens þess sem frægur er í sögu Finna. Þóitti 'allt þetta vera ills viti. Hinn 27- febr. varð svo kunn ugt, að.Jósef Stalin hefði rit- að Paasikivi Finnlandsfor- seta bréf, þar sem hann æskti þess, að Finnar gerðu varnarbandalag við Rússa. Kommúnisrtar lýstu þegar yfir fylgi sínu við varnar- bandalagið, og hið sama gerðu svonefndir fólksdemó- kratar, en það er flokksbrot úr Alþýðuflokknum, sem klauf sig út úr flokknum þar eð það vildi nánari samvinnu við kommúnisita en megin- hluti flokksins. Bændaflokk- urinn og íh'aldsflokkurinn lýstu sig andvíga öllum við- ræðum um slíkt var.nar- bandalag. Jafnaðarmenn og Sænski flokkurinn vildu hins vegar ræða við Rússa og töldu sig reiðubúna til að geria við þá vináttusamning, en vitað er hins vegar, að þeir eru varnarbandalagi andvíg- ir, hvað svo sem þeir kunna að telja sig neydda til að gera. Skipuð hefur verið sam,n- inganefnd undir forusitu for- sætisráðherrans, og fer hún heftur relzEumafur sendur út um allan bæ. SÍLÐ & FISKUR Smuri brauð og sniiiur Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR til Moskvu innan fárra daga, ,en uggur mikill er í Finnunn. öllum, að kommúnistum og‘ fólksdemókrötuip frátöldum, iví að af varnarbandalagi við Rússa mundi það vafa- laust leiða, að Rússar fengju herstöðvar í Finnlandi og- rétt itil að herseta landið, ef til ófriðar drægi, og án eía. mundi aðstaða kommúnista. eflast með istuðningi Rússá, en reynslan frá Austur-Ev- rópu og nú síðast frá Tékkó- slóvakíu sýnir, til hvers slikrt getur leitt. ; NÚ ER EÐLILEGT, að mer.ii spyrji: Hví er verið að ræða þessa atburði hér? Snertir það okkur íslendingá nokkuð, hvað gerist í Tékkó- slóvakíu og Finnlandi? Ef þeir atburðir, sem ég var að lýsa, væru algert inn- anríkismál þessarar landa, mætti auðvitað segjia, að þeir snertu okkur ekki beinlír.is. En er hér einungis um nð ræða innanlandsmál þessara ríkja? Nei, vissulega ekki. Allir menn, sem gefin er ó- brjáluð dómgreind mega sjá, að átburðirnir í Tékkóslóva- kíu gætu aldrei h'afa gerzt nema sökum þess, að komm- únistaflokkurinn tékkneski nýtur beins og óbeins stuðin- Lngs ráðstjórnarinnar í Moskvu og hún hefur vel- þóknun á viðburðunum, ea ekki andúð á þeim, sökum þess að hún itelur þá tengja Tékkóslóvakíu og Rússland sterkari böndum. Og atburð- irnir í Finnlandi eru enn sern komið er beinlínis utanríkis mál og hafa enn ekki haft í- hrif á innanríkismáþ en hér er um það að ræða, hvort Fimnar eigi að hverfa írá hlutleysisstefnu sinni og tengjast Rúsum. Atburðirnir í Tékkóslóvakíu pg Fiim- landi hafa því heimspólírtíska þýðingu. Þeir eru nátengdir utar.ríkisstefnu Ráðstjónnar- ríkj'anna og þáttur í heimsá- tökunum- Þess vegna snerta þeir okkur íislendinga, og þess vegna eigum við sS ræða þá. En þeir eru ekki einungis athyglisverðir fyrir þá sök. í báðum löndunum er aístaða og framkoma kommúnista- Framh. á 7. síðu. fr MONTA 15 —200 amp. MEDIA 20—350 amp.' útvegum við gegn innflutnings- og gjald- eyrisleyfum með stuttum fyxirvara frá ARC. MFG. CO. Ltd. London Einnig hinn viðurkennda Blue-Red raf- suðuþráð. F Umboðs- og Raftœkjaverzlun Islands h.f. Nýja Bíó-húsmu, sími 6439 Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.