Alþýðublaðið - 01.04.1948, Side 3
Fimmtudagur 1. apríl 1948.
ALÞYÐllBLAÐIÐ
3
ísland og orrustan um Atlantshafið: I,
H aú Mermamu
r~g •
anna
Hér sjást þeir Sveinn Björnsson, Hermann Jónasson og Winston
Churchill á svölum alþingis.
stjórnmálaviðburðir á bak við innrásina á Ibsríuskaga,
við tjöldin, að því er Morison
„HVER SÁ, sem ræður ís-
landi, heldur á skammbyssu,
sem stöðugt er miðað á Eng-
Iand, Bandaríkin og Kana-
da,“ sagði þýzki hernaðar-
fræðingurinn Karl Haushof-
er. Þessi setning er endur-
'tekin í hihni nýju bók Sarn-
uel Eliot Morisons um orrust
una um Atlanitshafið, og frá-
sagnir bókarinnar af þessum
mikla hildarleik :sýna vel, að
þessi orð voru sönn. ,,Það er
auðséð,“ segir Morison, ,,að
hafðu Þjóðverjar haft bæki-
stöðvar á íslandþ þá hefði
verið úti um samgöngur um
norðurleiðina (um Atlants-
haf).“
Morison byrjar á því að
ræða um afstöðu stríðsaðila
til sjóhernaðar almenní.
Hann bendir á það, að bæði:
Churchill og Roosevelt hafi
haft m'ikir.n áhuga á sigling-
um og sjóhernaði, ien Hitler
hafi hins vegar lítið sem ekk-
iert vit haft á þýðingu sjó-
(her.naðarins. Hitler gerði sér
Vonir um að Bretar yrðu
hlutlausir, meðan hann legði
undir sig megirnlandið. Eftir
það ætlaði hann að snúa sér
að eyjunum úti fyrir strönd-
um álfunnar. Öll áherzla var
lögð á landheri'nn og flugflot-
ann, en þýzki flotinn va-r
hvergi nærri undir það bú-
inn að heyja víðtækan kaf-
báfahernað. Hefðum við að-
eins áft 1000 kafbáta, þegar
stríðið byrjaði, hefði farið
öðruvísi, sagði Dönitz aðmír-
áll eftir stríðið-
Þegar Hitler hafði lagt
undir sig Frakkland 1940,
byrjaði hann fyrst að hugsa
sér ti:l hreyfings á Atlantshaf
inu. Þá byrjaði hann, sam-
kvæmí frásögn Morisons, að
athuga hugsanlegar leiðir til
að leggja undir sig eyjar At-
Ianíshafsins, fyrst og fremst
ísland og Azoreyjar, svo að
hann gæíi boðið Ameríku
byrgin.
Sumarið 1940 jókst kaf-
bátahernaður Þjóðverja mik-
áð, enda voru þeir þá fyrst
byrjaðir að auka kafbáta-
byggingar sínar lað mun. Var
meginþorri árásanna gerður
á svæðinu milli Bretlands-
eyja og íslands og, dálítið
vestur á bóginn. Bretar
höfðu misst mikið af smærri
skipum sínum, þeim er hent-
ugust eru til að gæta skipa-
leista, við Dunkirk, og varð
því ástand á hafinu verra og
verra er líða tók á árið.
Það var ekki fyrr en vorið
1941, sem Bandaríkin byrj-
uðu að taka meiri eða minni'
þátt í þessari baráttu, fyrst á
bak við tjöldin og síðan í
Vaxandi mæli á hafinu sjálfu,
þar til þau urðu stríðsaðili í
desember 1941. Frásögn Mo-
risons er aðallega bur.din við
hlut Bandaríkjanna og sögð
frá þeirra sjónarhól og er at-
hyglisvert að rekjia hana að 1:
nokkru, að svo miklu leyti :
sem ísland kemur þar við :
sögu. ;
Yfirflotaforingi' Bandaríkj i
enna, Harold Stark, hafði oft ■
bent á það, hversu gagnlegt •"
ísland gæti verið sem bæki-
stöð fyrir skipalestir og flug-
vélar. í apríl 1941 fyrirskip-
aði Roosevelt honum að láta
gera bráðabirgða athugun á
íslandi, og var tundurspillir-
inn. , Niblack“ valinn til þess.
„Niblack“ var úti fyrir
ströndum íslands 10. apríl,
er hann rakst á björgunarbát
hollenzks skips, sam sökkt
hafði ver.ið, og var fólkið úr
bátunum tskið um borð í
tundu'rspilli'nn. Nokkru síðar
heyrði vNiblack“ til kafbáts
■og kastaði á hann nokkrum
djúpsprengjum. Hvarf kaf-
báturiinn á brott án frekari
(írása. Mun þeíta vera fyrsta
, orrustan“ milli Þjóðverja.
ög Bar daríkjainanr.a í etyrj-
öldinni.
Morison skýrir frá því í
bók sinnii, að það hafi ekki
verið fyrr en í þessum sama
mánuði, sem Bretar gerðu
Hvalfjörð að bækistöð fyrir
fylgdarskip sín. Áður höfðu
skipalestirnar verið fylgdar-
lausar frá því herskipin, sem
fylgdu þeim úr höfn að vest-
an, yfirgáfu þau, og þar til
herskip frá Bretlandi1 tóku
við þeim. Var hinum litlu en
olíufreku fylgdarskipum of-
vaxið að fylgja skipalestun-
um alla leið yfir hafið í þá
tíð-
Bretar áttu ekki nálægt
því nógu mörg fylgdarskip
til að gæta skipalestanna,
en börðust vasklega gegn
ofurefli í þessa tíð. Nú
tóku þeir að sigla skipa-
lestunum nýja leið vegna
hinnar nýju bækistöðvar í
Hvalfilrði. og var einnig
sett upp ný bækistöð í St.
Johns á Nýfundnalandi.
Um þriggja vikna skeið.
gafst þetta herbragð Breta'
vel, og þýzku kafbátarnir
gátu ekki fundið skipalest-
irruar. Fyrstu skipalestirn-
ar, sem sigldu þessa leið,
fóru frá Halifax 27. maí, en
friðurinn- var útí 24.—29.
júní, þegar skipalestin HX
133 varð fyrir miklum á-
rásum og sex skipum var
sökkt.
AZOREYJAR
EÐA ÍSLAND?
Meðan þessu fór fram á
hafinu, gerðust mikilvægir
skýrir frá. Þeir Churchill og
Roosevelt voru nú teknir að
ræðast við um ástand og horf
ur á Atlantshaíi.
Eftir að innrás Þjóðverja á
Balkanskaga lauk. var al-
mennt búizt við, að þeir
mundu næst leggja undir sig
Spán og.Portúgal. Hóf þýzka
útvarpið áróðursherferð
gegn Portúgölum, og dr. Sa-
lazar varð mjög óttasleginn.
Bjóst hann .til þess að verjast
nokkuð á meginlandinu, en
flytja síðan stjórn sína til
Azoreyja og bað hann Breta
að vsrnda eyjarnar. Church-
ill ræddi þetta við Roosevelt,
og varð það að samkomulagi,
að Bandaríkin .skyldu senda
her ti'l ej'jar.na^ ef til áinnrás-
ar í Portúgal kæmi. Var land
göngulið þjálfað í Bandaríkj-
unum með hernám Azoreyja
fyrir augum.
Þá var það snemma í júní
mánuði, að Churchill sann-
færðist samkvæmt upplýs-
ingum leyniþjónustu sinnar,
um að Þjóðverjar hefðu hætt
þar sem Spánverjar hefðu
neitað að leyfa friðsamlegt
herr.ám Spánar. í þess stað
mundi Hitler ætla að ráðast
á Rússa í júnímánuði-
Það varð að samkomulagi
mílli Churchills og Roose-
velts, að Bandaríkin
skyldu senda herlið til ís-
lands í stað Azoreyja. Um
þetta segir Morison: „Is-
land var þegar mikilvægt
fyrir vernd skipaíestanna
- á norðurleiðunum yfir At-
lantshaf, en nú nxundi þýð
ing þess aukast, er senda
ætti hjálp til Rússa um
Archangelsk. Bretland tók
því að sér að útvega opin-
bert ,,boð“ til Bandaríkj-
anna frá Islendingum, og
það var undirbúið að
senda landgönguiiðið til
Hvalfjarðar í staðinn fyrir
Horta.“
FLOTADEILÐ NR. 19
í fyrirskipun sem Stark
aðmíráll sendi Ernest J. King
aðmírál, yfirforingja Atl'ants
hafsflota Bandaríkjanna, 16.
júní 1941, segir meðal ann-
ars: , Forsetinn hefur skipað
svo fyrir að amerískt herlið
skuli leysa brezka setuliðið á
íslandi af hólmi.“ Stark fyr-
irskipaði King síðan að hafa
herlið og skip tilbúin til far-
arinnar,
Þannig segist Moriíson frá
og heldur hann síðan áfram:
„Það var látið líta svo út,
sem þetta skref væri stigið
samkvæmt sameiginlegrii ósk
íslenzku og ensku ríkisstjórn
anna. Bretar vildu nota setu-
lið sitt annars staðar. íslend-
ingar óskuðu eftir vernd, en
óttuðust Þýzkaland mjög og
voru á háðum áttum um það,
hvort þeir ættu að óska eftir
vernd. Hermann Jónasson
forsætisráðherra bað ekki
um verndina fyrr en Winsíor
Churchill hafði lagt mjög
fast að honmn, og var það 7.
júlí 1941, um leið og fyrsta
lið okkar sigldi inn á höfnina
í Reykjavík.“
Það var flotadeild nr. 19
úr ameríska Atlantshafsflot-
anum, sem sigldi inn á
Reykja-víkurhöín 7. júlí
1941. Flotadeildin var undir
stjórn David McDougal Le-
Breton aðmíráls, og var hann
á orrustuskipinu „New
York“- Auk þess var orrustu-
skipið ,,Arkansas“ í flotan-
uin, bsitiskipin „BrookIyn“
og „Nashville1', þrettán tund
urspillar og átta önnur skip,
þar á m'eðal herflutninga-
skip, olíuskip og einn dráttar.
bátur.
Landgöngulið það, sem
þessi floti flutti til fslands,
var skipað 194 foringjum og
3714 hermönnum, og var
það undir forustu John Mar-
stons, brigadier-generals. ——
Morison segir í kaflanum um
þetta, að Hermann Jónasson
hafii beðið um „valið lið“ og
hann hafi sannarlega fengið
það. (íslendingar munu hafa
átt við ,,valið lið“ á annan
hátt ■— menn, sem góðilr
yrðu í sambúð, frekar en vel
þjálfaða hermenn.)
Lið þetta, sem var úr land-
gönguliði flotans (Marine
Corps), var í San Diego á
Kyrrahafsströnd Bandaríkj-
anna, þegar því var skipað að-
búa sig undir landgöngu í
Karabiska hafinu. Var al-
menn.t búizt við, að með
þessu væri átt við hemám
Martinique og var liðinui
skipað að búast beztu vopn-
um og taka varalið með.
Nokkuð af liðir.u sigldi um
Panamaskurðiinm, en sumt
ferðað’ist með járnbraut til
Charleston í Suður-Karólínu
ríki á Atlantshafsströndinni.
Þegar þangað kom brá svo
við, að hermönnunum voru
fengiin hlý nærföt,*. og vakti
það undrun mikla. 22. júní
var svo lagt úr höfn og siglt
til Argen'tia á Nýfundnalandi
þar sem Bandaríkin höfðu
bækistöð.
Herskipunum, sem voru í
,flotadeild 19“, var einnig
stefnt tdl' Argentia. Þar beíð
svo aliur flotinn tilhúinn í
tvo daga, meðan beðið var
eftir samþykki íslendinga, a'S
því er Morrison segir frá.
Lagt var í haf 1. júlí, og gekk
ferðin viðburðalaust, nema
hvað tundurspilliriinn „Hug-
hes“ bjargaði 14 skipbrots-
mönnum af norsku skipi, semi
sökkt hafðii verið. Meðal.
bs'irra voru fjórar amerískar
hjúkrunarkonur.
Þegar til Reykjavíkur
kom, fók skozk sekkjapípu-
hljómsveit á móti herliðinu,
og mun flestum Reykvíking-
um sá dagur miinnisstæður.
ífoúð éikas!
1—2 herbergi og eldhús,
helzt í miðbænum. Upp-
lýsingar í afgreiðslu Al-
þýðublaðsins í síma 4900.
NÝLEGA er komin út í Bandaríkjunum athyglisverð
bók, sem fjallar um þátt Bandaríkjanna í orrustunni um
Atlantshafið. Bókin heitir; „History
of United States Naval Operations
in World War II. Volume I: The
Battle of the Atlantic“ og er eftir
Samuel Eliot Morison, prófessor við
Iíarvard háskóla, sem á stríðsárun-
um var fremsti sagnfræðingur amer
ikska flotans. Þar sem margt kemur
fram í bók þessari er varðar ísland
á þessum árum, þykir bláðinu rétt
að skýra frá því í nokkrum grein-
um. Gæti það orðið eitt innlegg í
Morison. sögu íslands á stríðsárunum, og þátt
íslands í styrjöldinni. Sú saga verður þó ekki vel skrifuð
fyrr en margar heimildir hafa verið athugaðar, og er þessi
ameríkska frásögn aðeins ein slík.