Alþýðublaðið - 20.04.1948, Síða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1948, Síða 3
r Þriðjudagur 20. apríl 1948. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 BÆKUR OG HÖFUNDA Skáld speglar sig á almannafæri Ólafur Jóh. Sigurðsson- færaisit um, að hann fái notið slíkrar liistar svona nokkurn veginn eins og til verði ætl- azt af dauðlegum manni. In te, domine, speravi — ha? Þetta mundii þó ekki vera lat ína, lasm? . . . Ég skal bæta þér til: Adagio molto e canta bile — andante moderato! Er þetta latína, eða er það í- talska eða máski þú haldir, að það sé málið, sem þeir tala í Mahabarata? . . . En nú hef urðu gott af að heyra um fleira en músíkk, karl minn! . . . Og lesandanum skilst það mætavel, að höf- undurinn þekki skartgripa- verzlanir, veitingastaði, kvik myndahús og hvað annað í New York eins og þú her- bergiskompuna. sem þú hír- ist í hér á þessu kalda ey- landi — og þarna rigmir nið- ur Riverside Drive, Eiízabetu Arden, Beauty Salon for Dogs, Stockholm Restaurant, Rockefeller Center Three Crowns, Casino Russe, Corn eliusi Codolgan og Barbizon Plaza — og slagari er íil taks. Jamm! ... I Vér höfð- ingjarnir, sem er langlengsta sagan, er sagt frá heldur en ekki ólánlegum náunga, sem tekst þó á styrjaldarárunum að græða allmikið fé og í sögulok er mjög líklegur til frama í stjórnmálum, enda notar sér það óspart, sem Ólafur auminginn trúir að sé raunveruleg staðreynd, en það er óskapleg fíkn íslenzkra borgara í að selja landóð — manni gæti næstum dottið í hug undan sér og sínum — vestur um haf! Þessi saga hefði hreint ekkíi þurft að verða svo afleit, ef höfundur hefði í fyrsta lagi fellt fram an af henni kaflann um Nonna litla, en auðvitað finnst höfundi sá kafli dýr gripur og Nonni Ijómandi drengur. í öðru lagi haft vit á að vera ekki að flíka sem heillögum sannleika því kommúnistíska áróðursslúðri (Framh. á 7. síðu.) Nýtt meistaraverk eftir Maugham ÓLAFUR JÓHANN SIG- URÐSSON lét prenta. eftir sig tvær bækur árið, sem leið. Önnur þeirra er Lit- brigði jarðarinnar, snotur og listræn skáldsaga, hin heitir Speglar og f'ðrildi, og hefur hún að flytja sex smásögur. Útgefandi bókarinnar er Helgafell, og er hún að öllu mjög vel út gefin. Það er og auðsætf á sögun um, að höfundurinn kann góð tök á máli og stíl, og enn frem ur getur enginn gengið þess dulinn, að hann vill' vanda sig- Er þetta hvort tveggja góðra gjalda várt. En svo . . . Já, hér skal nú stinga við fótum. Prófessorinn er allgóð saga, þó að stíllinn sé nokkuð líflítill og silalegur á köfl- um. Sagan Viðnám er og vel formuð, enda ekki mjög vand gerð, ekki lengra en farið er út í þá sálma, sem þar eru sungnir. Dulið erindi er hins vegar smíð, sem krefur mikils af höfundi- og liggur nærri, að honum takiist að ganga frá henr.i eem sérstæðu Ijsta-i verki. Gerð hennar er þan,n- ig, að hvorki má fara of stutt né of langt, án þess að lítið verði, úr því, sem vel er til stofnað. Höfundurinn fer of stutt — og kæmi mér ekki á óvart, þó að mörgum skilgóð um lesanda 'tækist alls ekki að eygja það, sem til er ætl- azt. Blindi drengurinn heitiir enn ein sagan- og er hún mun lakari en nokkur hinna. sem ég þegar hef nefnt, höfund- urinn veltandi vöngum yfir tveim efnum. sem stangast, kéttlingi og sálmalagi — og er varia von, að vel fari. En þá er nú komið að garminum honum • Katli — sögunum Myndin í speglinum og Ní- unda hljómkviðan og Vér höfðingjarnir. Myndin er saga, sem sýnír gjöría- að höfundurinn er orðauðugur, kann vel að fella orð í eðlilega saanstöðu og veit glögg skil á tengslum setninga. Það er alveg auð- sætt, að hann hefur lagt sig ■fram, legið yfir þessar.i sögu. En jafnglöggt er hitt, að hann hefur þarna eytt tíma, þekk- ingu og kunnáttu í verra en ekki neitt, því að þá er les- andinn hefur pælt í gegnum söguna, situr hann og glott- ir heldur en ekki ónotalega a höfundarins kostnað. gott ef hann fussar ekki líka. Les andanum virðist sem isé auð- sætt, að sagan sé eingöngu skrifuð til þess að sýna, að höfundurinn sé isvo sem ekki lengur neinn Graíningsdreng ur — gott ef hann hafi nokk urn tíma verið það! Hljóm- lÍGtarkaflinn á að upplýsa um að sá, sem þíi hefur kannski haldið að kynni ekki skil á öðru en munnhörpu gargi, harmoníkuskarki og spóavelli, sé heldur en ekki að sér' í hinni æðri tónlíst, enda hafi hann setið og hlýtt á slíka list dögunum oftar í helzitu hljómliisitarhöllum milljónaborgarinnar New York, — og þú átt að sann ÞAÐ eru mikil og góð tíð- indi, að á einu og sama árinu skuli gefnar út í prýðisvönduð um útgáfum íslenzkar þýðingar á tveimur af frægustu og viður kenndustu skáldsögum víðkunn asta núlifandi rithöfundar Breta, en hann er jafnframt í fremstu röð * meðal smásagna- höfunda og skáldsagnahöfunda heimsins. Um svipað leyti og bókaútgáfa menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins sendi á út- líðandi síðasta ári skáldsögu W. Somersets Maughams, Tungl ið og tíeyringur, inn á um 12000 heimili hér á landi, kom önnur skáldsaga Maughams, IJf og leikur eða skuggi fortíðarinn ar, út í íslenzkri þýðingu Skúla Bjarkans á vegum Prentsmiðju Austurlands, sem rekur nú orð ið umfangsmikla bókaútgáfu og hefur gefið út nokkrar ágætar bækur. Fyrst í stað mætti ætla, að hér væri um að ræða þýðingu á skáldsögu Maughams, Theatre, en hún birtist sem framhalds- saga hér í blaðinu fyrir örfáum árum og var í þýðingunni ein- mitt nefnd Líf og leikur. Þýð- ing hennar var með miklum á- gætum, og hefði því verið með öllu ástæðulaust að þýða hana upp á ný, þótt ráðizt væri I að gefa hana út í bókarformi, en það væri sannarlega ekki illa til fundið, því að sagan er í senn frábærlega listrænt byggð og einstaklega skemmtileg aflestr- ar. Við nánari atliugun reyndist þetta þó ekki ný þýðing á Theatre, heldur þýðing á skáld sögunni Cakes and Ale, en það er álitamál, hvor sé bezta skáld saga Maughams, hún eða Tungl ið og tíeyringur, — en bezta bók hans hinna stærri er tví- mælalaust Of Human Bondage, sem er sjálfsævisaga í skáld- söguformi. Mestum listræn- um árangri hefur W. Somerset Maugham þó náð sem smásagna höfundur, þótt hann eigi skáld- sögum sínum og leikritum mun fremur að þakka frægð sína og lýðhylli. / Cakes <and Ale kom út í heimalandi höfundarins árið 1930 og hefur að sjálfsögðu fyr ir löngu verið þýdd á mál I flestra siðmenningarþjoða. List rænt gildi sögunnar er ekki hvað sízt fólgið í byggingu hennar, sem er sannkallað meistaraverk. Efnislega minnir sagan helzt á Theatre, söguna, sem með sanni ber heitið L:f og leikur, og mun hafa átt meiri vinsældum að fagna en flesíar aðrar framhaldssögur íslenzku blaðanna um langt skeið. .Betri meðmæli er varla hægt að gefa þessari bók við lesendur Al- þýðublaðsins. Efni skáldsögu þessarar verður ekki rakið hér, enda er slíks varla kostur nema í löngu máli. En lesendum skal á söguna bent og henni gefin framanskráð meðmæli. Eftir það má ætla, að vandlátir les- endur Iáti hana naumast fram hjá sér fara. W. Somerset Maugham er mik ill meistari í skáldsagnagerð, og Líf og leikur er eitt af glæsi legustu en vandgerðustu meist araverkum hans. Þýðing Skúla Bjarkans er góðra gjalda verð, þótt á henni séu misfellur, og frágangur prentsmiðju og út- gefanda er með miklum mynd- arbrag. syngur þjóðlög frá ýmsum löndum. Alveg nýtt prógram með aðstoð í Austurbæj'arbíó föstudagskvöld kl'. 9. s ? Aðgöngumiðar á 10 krónur hjá Eymundsen, < » t ' Blöndal og Bækur og Ritföng. \ í : : { ' Ný bók eftir MARY O'HARA: Grænsr hagar Bækur Mary G:Hara hafa böðskap að flytja. — Boðskapurinn, sem Grænir hagar flytj-a les- endunuan frá höfundin- um, er vitnisburður hans um kærleikann og sam úðina á öllum sviðum lífsins, hvort heldur er í einkalífi fjölskyldunnar á hjarðbýlimr Gæ'sa- tanga, viðskiptum m;anna bver við annan, skjlnáng á dýrunum og samúð, sem skylt er að! sýna þeim. Og síðast en ekki sízt kærleikann til jarð- arinnar, sem elur menn og málleysinigj'a. Hann er hrópandans rödd til allra, um að breyta eyði- mörkum og örfokalandi í Græna haga. Grænir hagar er þriðja bókin, sem birtist á íslenzku eftir skáldko.nuna. Hinar tvær eru Trygg ertu Toppa og Sörli sonur Toppu, sem báðar haf a hlof ið mifclar vinsældir lesenda á öllum aldri. Grænir hagar eru lengdir fyrr- nefndum sögum þannig, að fjölskyld- an á hjarðbýlinu Gæsatanga og ann- að heimilisfólk, ásamt Toppu og Sörla, kemur þar við sögu. Grænir Iiagar er hrífandi saga og falleg gjöf handa hverjum sem er í fjölskyldunni................. Elernit þakskifur ; v ■ Engin b máhiing. L Ekkert > viðhald. ; Odýrara en allt annaS þakefni Einkaumboð: Óiafur R. Sjömsson & Sími Auglýsíð í k\ Helgi Sæmunclsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.