Alþýðublaðið - 20.04.1948, Qupperneq 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Reneðikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
• Auglýsingar: Emilía MöIIer.
Auglýsingasími: 4906.
AfgreiSsIusími: 4900.
Aðsetur: AlþýSuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan hi.
Frjálsar kosningar
og ófrjálsar
„ÞAU ERU SUR,“ sagði
refurinn um vínberin, þegar
hann sá, að hann gat ekki
náð í þau; og í eitthvað svip-
uðu sjálfshuggunar skyni
skrifuðu ritstjórar Þjóðvilj-
ans á smmudaginn: ..Itölsku
kosningarnar eru ekki frjáls-
ar.“ Það leyndi sér ekki, að
þeir voru þá þegar vondaufir
um sigur hinnar kommúnist-
ísku samfylkíngar á Italíu,
þótt ekki Vantaði að vísu dig-
urbarkaleg orð um_. þann
,,yfirgnæfandi meirihluta
ítölsku þjóðarinnar“, sem
væri henni fylgjandi. Þeir
munu því hafa fundið þörf
hjá sér til þess að hressa eitt-
hvað upp á skapið og vara
Moskvasöfnuðinn við allt of
mikilli bjartsýni; og því
stundu þeir upp þessu ' and-
varpi: ,,ítölsku kosningarnar
eru ekkl frjálsar.“
'i'
En það er nú svo með
„frjálsar kosningar", að þær
hafa aðra merkingu í orða-
bók kommúnista, en hjá fólki
með heilbrigða skynsemi. Að
dómi kommúnista eru kosn-
ingar þá fyrst frjálsar, er
kommúnistísk ógnarstjórn
hefur afnumið allt málfrelsi,
ritfrelsi og fundafrelsi, fang-
elsað forustumenn stjórnar-
andstöðuflokkanna eða flæmt
þá í útlegð, svipt milljónir
manna kosningarétti og því
næst boðað til „kosninga11,
þar sem aðeins einn listi er
í kjöri, listi kommúnista og
‘bandamanna þeírra, og kjós-
endunum eru settir tveir
kostir, — að greiða honum
atkvæði, eða eiga ofsóknir,
fangelsi og jafnvel dauða á
hættu!
Þannig hafa ,,kosningar“
verið undanfarið í þeim lönd-
um, sem kommúnistar ráða
fyrir, svo sem í Júgóslavíu,
Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverja
landi og Póllandi. Og þannig
eiga þær að verða í Tékkó-
slóvakíu í lok maímánaðar,
svo sem nú hefur verið opin-
berlega boðað af hinni nýju
stjórn „alþýðulýðræðisins“
þar, — en svo kalla kommún-
istar nú hvarvetna einræði
sitt..
*
Nei, kosningarnar á Italíu
voru vissulega ekki með þess-
um hætti. Þar voru éngin blöð
bönnuð, öllum flokkum leyft
að halda kosningafundi, eng-
inn tekinn fastur, enginn
flæmdur úr landi og enginn
sviptur atkvæðisrétti! Allir
flokkar, nema fasistar, fengu
að hafa lista í kjöri og gera
kosningabandalög eins og þá
Íysti. Kommúnistar, sem
töldu sér heppilegra að
breiða yfir nafn og númer
við kosningarnar, fengu
meira að segja að fela sig á
bak við nafn samfylkingar-1
Bréf um börn og skólalærdóm. — Tekið undir
umniæli mín. — Brevttir tímar. — Skólaþreyt-
an. — Freisi við ferminsu. — Nokkur orð um
samkomuhús og hreytandi skrif.
JÓH. KR. SKRIFAR MÉR á
þessa íeið. „Ég vil þákka þér
og taka undir ummæli þín um
að hvert orð seni þú segir um
bömin og skólana. Mér finnst
þessi mál sé satt og rétt, og
byggi ég það á reynslu minni
Iivað snertir mín eigin börn.
Þegar ég var ungur og upp-
rennandi, þyrsti mann eftir að
Iæra eitthvað meira en þá var
kostur fyrir fátækan bóndason.
Þá varð maður ekki þreyttur af
því einu að sjá bók. Nei, maður
gleypti i sig hverja bók, sem
niaður náði fangarhaldi á. Nú
er þetta breytt. Rörnin -eru
löngu orðin þreytt áður en
barnaskólanum lýkur, enda
finnst mér það ekki furða.“
„NÚ ER SVO KOMIÐ, að börn
in eru tekin frá leikjum sínum
kornung og sett á skólabekk,
og þar eiga þau að dúsa öll feg
urstu og beátu barnsárin, í allt
að sjÖ ár. Þetta verða þau að
gera, hvort sem þeim líkar bet
ur eða verr. Þau eru orðin dauð
uppgefin íj, þvælunni fram og
aftur og hlakka mest til þess,
þegar þau eru fermd að losna
við alla -skóla og allar bækur.
Það getur vel verið að hægt sé
að finna einhverjar ástæður fyr
ir þessu í nýjum þjóðfélagsleg-
um aldaranda, og að allt sé ekki
að kenna fræðslulögum okkar.
En þar hygg ég þó að sé að
finna aðalveiluna."
„ÉG TEL, að skólaskyldan sé
of löng og að fræðslan sé of
margbrotin. Það er svo sem
ekki neinn sérstakan aðila að
saka um þetta. Það er næstum
því eðlilegt að við gengjum of
langt þegar loksins við urðum
frjálsir og gátum skapað okkur
fræðslulöggjöf eftir eigin höfði.
En eigum við ekki að læra af
reeynslunni? Og reynslan er
þegar fengin. Reynslan segir
okkur að við eigum ekki að
pína börnin of lengi. Þroskinn
er aðalatriðið, en hann fæst
ekki nema að litlu leyti, mér
liggur við að segja, að ótrúléga
litlu leyti, á skólabekknum.
Vinna og samlífið við náttúruna
eru aðalatriðin fyrir okkur öll.“
>,ÞAÐ KÆMI MÉR ekki á ó-
vart, Hannes minn, þó að ein-
hver risi upp og héldi því fram
að skoðanir þínar og mínar
störfuðu af menningarfjandskap
og afturhaldi. En það er fjarri
því að svo sé. Ég vil helzt sjá
íslenzku þjóðina menntuðustu
þjóð veraldar og við höfum
sannarlega mörg góð skilyrði
til þess að verða það, en það
verður ekki gert með því að
gera skólaveru barnanna að
kvöl. En kvöl er hún nú fyrir
fjölda barna af því að hún er
of löng.“
LEIKHÚSSGESTUR SKRIF-
AR. „Víkverji virðist sjá eld-
rautt í hvert sinn, sem hann
lítur Iðnó. Mig furðar á þessu
og vildi óska þess að hann hugs
aði sig dálítið betur um áður
en hann skrifar næst um þetta
hús, sem hefur nú um tugi ára
verið skjól og skjöldur leiklist
ar og samkvæmislífs í Reykja-
vík. Iðnó var á sínum tíma
byggð af svo" miklum stórhug
að undrum sætir og þrátt fyrir
margvíslega erfiðleika hafa eig
endur hússins, og þá ekki sízt
þeir sem eiga það nú, reynt að
fylgjast með kröfum tímanna
og tekizt það vel að mínum
dómi. Iðnó var ekki, þrátt fyrir
bjartsýnina þegar hún var
byggð, reist fyrir svo marga í-
búa í Reykjavík og þeir eru nú.“
>,Á MÖRGUM SVIÐUM þarf
umbóía við og því neitar enginn
að leikhúsið þarf stærra svið og
meira húsrúm en Iðnó hefur
að bjóða, en það er ekki Iðnó
-eða eigendum þess að kenna,
að ekki er búið að byggja bjóð-
leikhúsið. Væri nær fyrir Vík-
verja að segja nokkur orð i fullri
meiningu við þá, sem því
ráða, en að verg sí og æ að naga
stoðirnar undir því húsi, sem
hýzt hefur leiklitina hér í bæn
um um langan aldur og vafa-
mál er á hvaða stigi sú listgrein
væri hér á landi ef ekki befði
3iotið við Iðnó og umhyggju eig
enda þess húss.“
,>VÍKVERJI VAR eitthvað að
tala um eldhættu. Er ekki eld-
hætta í öllum húsum í Reykja-
vík? Og hverriig er það með
Sjálfstæðishúsið. Þetta er gam-
allt timburhús, og aðeins tveir
útg'angar. Víkverji ætti að minn
ast á þetta hús. Það hefur hann
ætíð fyrir augunum. En ef til
vill blindar umhyggjan fyrir
þessu husi hann svo að hann
geti ekki unað Iðnó og eig-
endum þess húss sannmælis.“
Lesið Álþýðublaðið!
innar; en þeir urðu að þola
það, að lýðræðisflokkarnir
itöluðu óhindrað sínu máli,
engu ssíður en samíylkingin.
Það vilja kommúnistar hins
vegar hvergi sætta sig við.
Þeir viija fá að beita and-
stæðinga sína ofbeldi og
meina þeim máls; og af því
að þeir fengu ekki að gera
það á Italíu, segja þeir nú,
að ítölsku kosningarnar hafi
ekki verið frjálsar!
%
Það skal óságt látið, hver
úrslit ítölsku kosninganna
verða, enda er þess nú
skemmst að bíða, að þau
verði gerð heyrinkunb. En
víst er, að kommúnistar gera
sér litlar vonir um sigur í
þeim. Og í raun og veru'er
af orðbragði Þjóðviljans um
ítölsku kosningarnar á sunnu
daginn augljóst, að kommún-
istar treysta sér hvergi til
þess að mæta lýðræðisflokk-
unum í frjálsum kosningum.
Þess vegna líka allur sá blóð-
ugi og andstyggilegi skrípa-
leikur, sem þeir kalla kosn-
ingar, í löndum Austur-Ev-
rópu, þar sem þeir hafa söls-
að undir sig einræðisvald í
skjóli rússneskra skriðdreka
og byssustingja.
Þriðjudagur 20. apríl 1948.
Alþýðuílokksfélag Reykjavíkur og
Félag ungra jafnaðarmanna
halda sameiginlegan
í Albýðuiiúsinu við Hveríisgötu
miðvikudaginn 21. b. m. ísíðasta.vetrardag).
ÁðgönguKiiðar seldir í skrifstofumii.
um endurnýjun umsókna um lífeyri frá
almannatryggingunum.
Yfirstandandi bótatímabil almannatrygg-
inganna er útrunnið hinn 30,'júní næstkomandi.
Næsta- bótatímabil hefst 1. júlí 1948 og stendur
yfir til 30. júní 1949. Samkvæmt almannatrygg-
ingalögunum skal endurnýja fyrir hvert ein-
stakt bótatímabil allar umsóknir um eftirtaldar
tegundir bóta:
Ellilífeyri og örorkulífeyri,
foarnalífeyri og fjölskyldubætur,
ekknalífeyri og makabætur,
örorkustyrki.
Ber því öllum þeim, sem njóta framan-
greindra bóta og óska að njóta þeirra næsta
bótatímabil, að sækja á ný um bætur þessar.
Uniboðsmenn Tryggingastofnunarinnar
munu veita umsóknum viðtöku frá 1. maí næst-
■komandi til loka þess mánaðar. Ber því um-
sækjendum að hafa skilað umsóknum sínuni til
umboðsmanna eiei síðar en 31. maí næstk.
Eyðublöð fást hjá umboðsmönnum.
Sérstaklega er áríðandi, að öryrkjar, sem
misst hafa 50%—75% starfsorkunnar og sækja
um örorkustyrk, skili umsóknum á tilsetfum
tíma, ella má gera ráð fyrir, að ekki verði unnt
að taka umsóknirnar til greina, þar sem upp-
•hæo su, sem nota má í þessu skyni, er fast-
ákveðin.
Fæðingarvottvorð og önnur tilskilin vott-
orð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið
lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjald-
skyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna, með
tryggingaskírteini sínu eða á-annan hátt, að þeir
hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða
skerðingu eða missi bótaréttar.
Umsóknir um aðrar tegundir bóta en þær,
sern hér að framan eru nefndar, svo sem fæð-
ingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur,
svo og nýjar umsóknir um lífeyri, verða af-
greiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt,
enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld
sín til tryggingasjóðs.
Beykjavík, 16. apríl 1948.
Tryggingastofmm ríkisins.
Kaupum hreinar léreftstuslmr.
Álþýðuprentsmiðjan h.f.
áugfýsiS
é