Alþýðublaðið - 20.04.1948, Page 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. apríl 1948.
Hjjartanlega þakka ég öllum þeim nær og fjær,
sem glöddu mig með hemsóknum, gjöfum og
toeiUasfceytuáa á sjötugsafmæli mínu. Sérstáklega:
þaklka ég st. Víking nr. 104 fyrir þá vinsemd, er
ihún sýndi mér. — Guð þlessi ykkur öll.
3JÁLMRÚN HJÁLMARSDÓTTIR.
Daphne du Maurier:
DULARFULLA VEIIINGAHUSIÐ
Kvénrétlindafélag íslands
Framhaldsaðalfundur
verður haldmn þriðjudaginn 20. apríl kl'. 8V2 í Tjarnar-
:afé, niðri. — Fundurnn hefst með stjómarko'sningu.
m
Stjórnin.
ilM
Bifreið,
Viljum selja sendiferðabifreið, olíukyndingar-
tscki og lítinn gufuketil.
KEXVERKSMIÐJAN ESJA.
Þverholti 13. — Snni 3600.
Filipus
Bessason
hreppstjóri:
AÐSENT BREF
Ritstjóri sæll.
Þá taka vorannir að færast
nær, ef fjandi allrar grózku, haf
ísskrattinn hundskast aftur frá
landi, en hann liefur stundum
ruglað illa tímarími voru, og er
til með að gera það enn, því
ekki trúi ég því fyrr en óg tek
á, að nokkur sú nútímatækni,
er vér höfum yfir að ráoa bíti á
helflota þann. Honum ráða illar
vættir, og bítur ekkert á þá
nema ófreskir kraftar andlegra
berserkja og galdramanna, en
þeir eru nú allir dauðir. En sú
var tíðin að þjóðskáld vor köst-
uðu kveðjum á hafísinn, er nann
heimsótti strendur landsins og
spörðuðu þá hvorki rímkynngi
né hamhleyping hugsananna, og
megum við segja með sanni, að
nú sé mest eftir á orðið, hvað
þá íþrótt snertir, er vitlausir
rímleysingjar eða rímlausir vit
leysingjar staulast þar kiðfætt-
ir við lægsta stokk meðal
mennskunanr sem liðnir garpar
hófu sig á flot svo að arnsúgur
stóð úr fjöðrum þeirra. Er þar
illt um efni, ef sá verður árang
ur langskólasetu unglinganna,
að þeir grói fastir við bekki
og drepi fjölfræðastaglið svo
hugsun þeirra í dróma próf-
svaralærdóms og einkunnarmet
ings, að aldrei megni þau á lífs
leiðinni að slíta af sér tjóður-
band tvípunktsins og kommunn
ar. Og mun hafísinn fá að vera
í friði fyrir kjarnork.ukveðskap
þeirrar kynslóðar um iangan
aldur, því sífellt eykst lærdóm-
urinn og þekkingin, en minnk
ar menntunin, — og manndóm
urinn. '
En það var nú ekki hafísinn
og vor andlega eymd, sem ég
ætlaði að gera hér að umtals-
efni, heldur hugmynd sú um
svo nefnda æskulýðshöll, sem
ég hef heyrt mikið rædda í
blöðum og jafnvel útvarpi að
undanförnu. Er auðvitað gott
eitt um slíka höll að segja, hún
verður sjálfsagt reist fyrir
peninga úr vasa happdrættis-
brjálaðra bíldraumaráðleys-
ingja og ofríkra öðlingsmanna.
En orsökin, sem færð er fyrir
þörf slíkrar hallar, kemur mér
furðulega fyrir sjónir, þar eð
talað er um að svartadauða-
þamb, ruslbrennuhneigð og næt
urgöltur Reykjavíkurunglinga
stafi helzt og einkum af því,
að þeir geti hvergi verið og hafi
ekkert fyrir stafni. Er mér þá
spurn, hvort allir þeir villu-
götugeisendur séu heimilislaus
ir, eða hvort heimili þeirra séu
slík, að þeir vilji alls staðar
fremur vera? Sé svo, væri þörf
in meiri að athuga foreldrana
en afkvæmin. Og er þá ekkert
verk efíir óunnið með þjóð
vorri, fyrst loka verður æskuna
inni í lúxussölum, svo að ekki
valdi hún spellvirkjum sökum
ósvalaðrar athafnaþrár? ■— Nei,
látið unglingana vinna. Vinna,
svo að þeir sofni út af árla
kvölds og leiti heilbrigðum,
þreyttum líkama hvíldar og
endurnæringar eins og verk-
svangur maður matar, og rísi
upp að morgni frá óútspýjuð-
um rekkjuvoðum til nýrra á-
taka; — — — og sendið alla
uppeldisfræðinga og kerfistjóð
urkálfa út í Kolbeinsey, og haf-
ið þá þar.
Virðingarfyllst.
Filipus Bessason hreppstjóri.
ina á enni hennar og sagt
henni að gleyma. Og svo sofn
aði hún eins og hann hafði
boðið henni.
Klukkan var næstum fjög-
ur um daginn, áður en hún
vaknaði, og fjórtán tíma
langur svefninn hafði haft
þau áhrif, sem hann ætlaði,
dregið úr mestu sorginni og
deyft kvöl hennar. Hin sára
sorg út af Patience frænku
hennar hafði mildazt og
beiskjan líka. Skynsemin
sagði henni, að hún gæti að-
eins kennt sjálfri sér um;
hún hafði aðenis gert það,
sem samvizkan bauð henni.
Réttlætið varð að sitja í fyr-
irrúmi. Iiin sljóa skynsemi
hennar hafði ekki séð fyrir
þennan sorglega atburð; það
var villan. En iðrunin gat
ekki fært Patience til lífsins
aftur.
Þetta voru hugsanir henn-
ar, þegar hún vaknaði, en
þegar hún hafði klætt sig og
farið niður í dagstofuna og
sá, að eldur brann á arni og
tjöld voru fyrir gluggum og
presturinn var farinn út í
einhverjum erindagerðum,
þá kom gamla öryggisleysið
yfir hana aftur, og henni
fannst öll ábyrgðin út af
glæpnum hvíla á sér einni.
Hún sá andlit Jems stöðugt
fyrri sé.r, eins og hún hafði
séð það í síðasta sinn, þreytu-
legt og tryllingslegt í grárri
skímunni, og það hefði mátt
lesa ásetning úr augum hans
og af dráttum hringum
munninn, en hún hafði vilj-
andi látið sem hún sæi þá
ekki. Hann hafði verið sá,
sem á bak við var frá byrjun
til loka, frá því hann kom
fyrsta morguninn inn á veit-
ingastofuna á Jamaicakrá, og
af frjálsum vilja hafði hún
lokað augunum fyrir sann-
leikanum. Hún var kona, og
án nokkurrar skynsamlegrar
ástæðu elskaði hún hann.
Hann hafði kysst hana og
hún var tengd honum að
eilífu. Henni fannst hún vera
djúpt sokkin og niðurlægð,
veikari fvrir bæði á sál og
líkama. Og stórlætið hafði
horfið með sjálfstæði hennar.
Ef hún segði eitt orð við
prestinn og send yrðu boð til
sýslumannsins, yrði Patiénce
hefnt. Jem myndi deyja í
snörunni eins og faðix hans,
en hún færi aftur til Helford
og tæki upp sitt fyrra líf.
Iiún stóð upp úr stólnum
við eldinn og fór að ganga
um gólf í herberginu og hafði
óljósa hugmynd um, að nú
væri hún að glíma við það
vandamál, sem hefði úrslita-
þýðingu fyrir hana, en jafn-
vel samtímis því vissi hún,
að það sem hún gerði var
blekking, vesælt bragð til að
friða samvizkuna, og hún
myndi aldrei segja neitt. Jem
var öruggur fyrir henni núna,
og hann riði burt með söng
á vörum og hlæjandi á henn-
ar kostnað, búinn að gleyma
henni, bróður sínum og guði;
en hún myndi dragnast á-
fram, beisk og leið í lund; á-
reynsla þagnarinnar myndi
setja mark sitt á hana, og
hún yrði á endanum eins
hlægileg eins og gömul pip-
arjómfrú, sem hefur einu
sinni verið kysst og getur
ekki gleymt því.
Kaldhæðnin og væmin við-
kvæmni voru hvort tveggja
öfgar, sem bar að forðast, og
þegar Mary reikaði um her-
bergið, eirðarlaus á sál sem á
líkama, fannst henni eins og
Francis Davey sjálfur væri
að horfa á hana, eins og kulda
leg augu hans sæju gegnum
sál hennar. Herbergið bar
einhvern vott um hann, þrátt
fyrir allt, núna, þegar hann
var þar ekki, og hún gat
hugsað sér hann standa úti í
horni við málaratrönurnar
með pensilinn i hendinni,
starandi út um gluggann á
ýmsilegt, sem var dautt og
horfið.
Það lágu nokkur málverk
upp við vegginn rétt við
Trönurnar, 0 g Mary snéri
þeim í ljósið af forvitni.
Hérna var mynd af kirkju
að innan — kirkjunni hans
hélt hún — máluð í rökkri
síðsumars, að því er virtist,
og miðskipið var í skugga.
Það var einkennilegur grænn
blær á hvelfingivmi, sem
teygði sig upp undir rjáfrið,
og þessi bjarmi var eitthvað
svo óvæntur, að hún mundi
lengi eftir honum eftir að
hún hafðr lagt myndina til
hliðar, svo að hún tók hana
upp aftur og athugaði hana
aftur.
Það gat verði, að þessi
græni bjarmi væri eðlilegur
og sérstæður fyrir kirkju
hans í Altarnun, en þrátt fyr-
ir það varpaði hann óhugn-
anlegum og óviðfeldnum blæ
á myndina, og Mary vissi, að
ætti hún heimili, þá vildi
hún ekki hengja hana upp á
vegg.
Hún hefði ekki getað lýst
þessari óþægilegu ti-lfinn-
ingu sinni, en það var eins og
einhver andi, er elkkert átti
skylt við kirkjuna sjálfa,
hefði þrengt sér inn í hana
og andað annarlegu lofti yfir
skuggsælt miðskipið. Þega.r
hún snéri málverkunum
hverju eftir öðru, sá -hún, að
þau báru öll sama blæ, og
það sem hefði getað verið
skínandi mynd af heiðinni
fyrir neðan Brown Willy á
vordegi, þar sem skýin voru
hrönnuð yfir fjallstindinu.m,
hafði verið spillt með dökk-
um lit , og útlínur skýjanna,
sem voru mest áberandi á
myndinni, höfðu þennan
sama græna blæ.
Hún fór a ðvelia því fyr-
ir sér í fyrsta skipti, hvort
i'tskynjun hans væri e'itt-
hvað verri,' ar því að hann
var fæddur hvítingi og því
náttúruafbrigði, eða hvort
sjálf sjón hans vær’i eðlileg
og heilbrigð. Þetta gæti ver-
ið skýringin; en jafnvel þótt
svo væri, gat hún ekki losnað
við óþægindatilfinninguna,
þó að hún væri búin að leggja
málverkin upp að veggnum.
Hún hélt áfram að skoða
s’ig um í herherginu, en
græddi líitið á því; það var
lítt búið húsgögnum og laust
við allt skraut og bækur.
Meira að segja á skrfiborði
hans voru engin blöð, og það
Tillögur kjörneín
um fulltrúar og’ varafulltrúa á aðalfund Kaup-
félags Reykjavíkur og nágrennis liggja frammi
ásamt kjörskrá í skrifstoíu félagsins, S'kóla-
vörðustíg 12, frá 20.—26. apríl að báðum þeim
aögum meðtöldum.
Á sama tíma hafa bverjr tíu félagsmenn rétt
til að gera tillögur um fulltrúa og vanafulltrúa
samkvæmt 20. gr. félagslaganna.
Reykjavík, 19. apríl 1948.
Kjörstjórn KR0N