Alþýðublaðið - 12.05.1948, Blaðsíða 1
Veðurhorfurs
Norðaustan kaldi,
léttskýjað.
*
ARNULF ÖYERLAND, !
norska skáldið. ksmur hingað j
til lands 19. þessa mánaðar. !
Barst ritara norræna félags- i
ins skeyti þess efnis.-Mun Öv .
erland þá væntaniega flytja
fyrs-ta fyrirlestur sinn 20. þ.
m.
LUIGI EUNAUDI prófess-
or var í gær kosinn forseti
Ítalíu með 580 atkvæðum, er
kosið var í fjórða sinn. Pró-
fessorinn ei’ 75_ árá, kenndi
áður í Torino og Milano, en
hefur verið sérfræðingur í
stjórninni um hríð. í síðustu
kosningunni var Orlandu
stillt upp gegn Eunaudi.
r
A
[hurchil! fagnað
ákaf! íOslo.
WINSTON CHURCHILL
kom i gær flugleiðis til Osló
frá Haag, og fagnaði geysi-
legur mannfjöldi honum, er
hann ók um göturnar til kon-
ungshallarinnar. Er þangað
var komið, hrópaði mann-
fjöldinn: ,,We wanit Churc-
hill,“ þar til hann kom fram
á hallarsvalirnar með vindil-
inn í hendinni.
í gærkveldi hélt Hákon
konungur Churchill kvöld-
verð í höllinni, en Churchill
og frú hans eru gestir kon-
ungs, meðan þau eru í Osló.
Lögreglan auglýsir
effir 37 ára konu.
FIMMTUDAGINN 6. þ. m.
fór Guðrún Runólfsdóttir, 37
ára, frá Melshúsi við Einars-
staði, þar sem hún hafði ver-
ið í vist nokkra daga, og hef-
ur ekkert til hennar spurzt
síðan. Hún er hávaxin og
feitlagin, svarthærð og með
brún augu. Var hún í hvítum
kjól, gráum svagger, rauðum
skóm og með skýlu um höf-
uð. Rannsóknarlögreglan ósk-
ar upplýsinga, hafi nokkur
séð Guðrúnu eftir 6. þ. m.
KONUNGUR TRANSJÓR-
DANÍU hefur gefið út til-
kynningu um að varnarher
Araba í Palestínu sé leystur
upp og reglulegir herir taki
við störfum hans. Hann gagn-
rýndi Arabaráðið í landinu
helga. Vafasamt er talið, að
konungur hafi nokkuð vald
til slíkra yfirlýsinga.
XXVIII. árg.
Miðvikudagur 12. maí 1948
105. tbl.
Forustugreini
Hreinskihiari en
Brynjólfur og Einar.
*
*
monnum mjög á óvar!
bæöi í Washinoton
ÍJLTcoí
Bede'.l Smith, sendiherra Bar.daríkjanna í Moskva (t. h.),
sem afhenti Molotov orðsendinyuna.
TILKYNNING SU, sem jrefin var út skömmu eftir mið
nætti í fyrrinótt þess efnis, að Bandaríkin og Rússar hefðu
skipzt á crSsendingum um sambúð Þjóðanna, og boðið rúss
um íil viðræðna, liefur vakið geysilega aíltygli um allan
hehn. Frásögn Rússa af viðræðunum kom öllum á óvart,
ekki sízt Bándaríkjamönnum sjálfum, sem virðast ekki hafa
búizt við því, að Rússar mundu taka orSsendingu þeirra
eins og beir gerðu.
yndmenii mm mmm sfiir m
*» t^
keppni og setiu jsrjú nf me!
ÍSLENZKU SUNDMENNIRNIR sigrúðu Norðmennina
í land-sképpninni, sem endaði í gærkvöldi, með 52í^ stigi
gsgn 46VS. Kom tvöfaldur sigur íslenzku piltanna í bak-
sundinu mjög á óvart og varð íslendir.gum drjúgur að stig-
um. Þrjú Islandsmst voru sett í gærkvöldi, og norska sund
fólkið náði einnig ágætum árangri, nærri norsku metunum.
Fögnuður áhorfenda var geysilegur og hefur keppnin orðið
keppendum beggja landa til árægju og sóma.
Fyrsta greinin, sem keppt var
í, var 400 m frj. aðferð karla:
1. Ari Guðm. íslandi 5:09,6
(nýtt met).
2. Egil Groseth, Noregi 5:17,3
3. Thor Bryn, Noregi 5:41,8
4. Ólafur Diðriks., íslandi.5:41,8
Ari hafði yfirburði og fór
mjög geyst af stað, svo hratt,
að . hann mun hafa synt fyrstu
300 metrana mndir meti sínu,
eða á 3:47. Keppnin mill Thor
Bryn og Ólafs var afar hörð og
mátti ekki á milli sjá hvor bet-
ur 'hefði, svo dómarar dæmdu
þá jafna. og skiptu . stigunum
milli þeirra, þannig að hvor
hlaut 1,5 stig.
Stig eftir þessa grein: ís-
land: 30,5 stig — Noregur: 24,5
stig.»
Næsta greinin var 100 m.
frj. aðf. kvenna:
1. Liv Staib, Nóregi 1:14,2
2. Bea Balintijn, Noregi 1:14,5
3. Kolbrún Ólafs., íslandi 1:15,3
(nýtt met)
4. Anný Ástráðs®., íslandi 1:19,4
Það var varla við öðru að bú
ast en að svona færi, og er
frammistaða Kolbrúnar prýði-
leg. Hún hélt í við norsku stúlk
urnar í 75 metra, og dróst ofur
lítið aftur úr á síðustu leiðinni.
Stig: ísland: 33,5 — Norð-
menn: 32,5.
100 metra baksund karla:
1. Ólafur Guðm., íslandi 1:17,4
2. Guðm. Ingólfs, Islandi 1:18,2
3. Knut Belsbv, Noregi 1:19,3
4. Birger Jacobs., Noregi 1:21,9
Þessi úrslit voru algerlega ó-
v;ænt, og þau sneru óvissum og
kvikulum. vonum íslendingana
upp í sigurvissu, því varla var
nú bugsanlegt að Norðmenn
myndu vinna, stigin stóðu 41,5:
35,5, nema með því að vinna
boðsundið, sem vitað var að var
ein allra öruggasta grein íslend
inganna.
Ólafur ■ Guðmundsson er karl,
sem er harður í horn að taka,
ef hamx vill það við haf a, hvor.t
sem 'hann syndir á bringu eðu
baki. Haim vann mest á síð-
ustu 25 metrana.-
100 metra baksund kvenna:
1. Bea Balintijn, Noregi 1:20,9
2. Kolbrún Ólafsd., ísl., 1:26,7
(nýtt met).
3. Liv Staib, Noregi 1:30,3
4. Anna Ólafsd., íslandi 1:32,5
Balintijn var örugg með að
vinna en Kolbrúnu tókst furðu
vel að hálda í við hana, enda
þótt hún tapaði á snúingunum.
Stigin: ísland: 45,5 — Noreg
ur 42,5.
Síðasta greinin í landskeppn
inni var 3x100 metra boðsund
eða þrísund, sem kallað er.
Fyrsta sprettinn syntu Guð-
mundur Ingólfsson og Knut
Belsby og tókst Guðmundi nú
Framhald á 7. síðu,
Hálfri stundu eftir mið-
nætti í fyrrinótt skýrði Tass
fréttastofan frá því, að þeir
Molotov og Bedeli Smith,
sendiherra Randaríkjanna í
Mcskvu hefðu skipzt á orð-
séndingum um sambúð
beggja lánda. Samkvæmt frá-
sögninni kenndu báðir hin-
um urn hið alvarlega ástand
í heiminum, en virtust báðir
fús r til viðræðna.
í orðsendingu Smiths seg-
ir, að yfirráðastefna Rússa sé
aðalc-rsök þeirra erfiðinika,
sem nú séu í heiminum.
Kvartaði hann undan stefnu
Rússa, meðal annars and-
stöðu þeirra_ við endurreisn
Norðurálfu. í lok orðsending-
arinnar segir Smith að dyrn-
ar standi ávallt opnar fil
frekari samræðna, ef Rússar
vilji.
I svari Molotovs er stefnu
Bandaríkjanna kennt um á-
standið í heiminum og kvart-
að undan stuðningi þeirra við
Evrópulöndin og bækistöðv-
ar, sem þau hafi komið sér
upp. í lok svarsins þiggur
Molotov þó boð Smiths um
fund til viðræðna.
UNDRUN UM
ALLAN HEIM
Þessi frétt kom eins og
þruma úr. heiðskýru lofti og
vakti undrun, meðal annars
í Washingrton. Smith sendi-
herra var staddur í Berlín á
leið til Paris, er hann heyrði
um frásögn Rússa, og kvað
hann þetta trúnaðarbrot af
Molotov. í Washington var
fréttin um ráðstefnu beggja
landanna eins og „Molotov-
cocktaiTósprengja, að því er
einn fréttaritari skýrir frá,
aðallega það, að Bandaríkja-
menn gerðu sér ekki ljóst, að
þeir væru að flytja Rússum
sérstakt boð um ráðstefnu.
I London kom fréttin al-
gerlega á óvart, og vissi enska
stjórnin ekkert um orðsend-
ingar Rússa og 'Bandaríkja-
manna.
Truman forseti flutti
ræðu í gær, og sagði hann,
að tilgangurimi með orð-
sendingunni liefði verið sá.
að gera Rússum alger!ega
Ijóst, að Bandaríkjamenn
hefðu engan hug á stríði,
en hins vegai- stæði mikill
meirihluti þjóðarinnar á
bak við stefnu stjórnarinn
ar í utanríkismálum, og
yrði engin breyting á því,
þótt einhverjar breytingar
verði á stjórnmálalífi
Bandaríkjanna.
Forsetinn minntist ekkert
á ráðstefnu við Rússa, og í
gærkvöldi var enn óljóst.
hvort nokkuð hefði verið um
slíkan fund ráðið, og hafði
að minnsta kosti ekkert
frétzt um stað eða stund.
Fréttir þessar hafa vakið
nokkrar vonir um allan heim,
þótt óliósar séu. Þó lýsa mörg
blöð þeim ótta, að Rússar
muni aðeins æíla að nota
slíka ráðstefnu til áróðurs,
eins og þeir hafa áður gert.
Undén vill varnar -
bandafag
NorSurianda.
UNDÉN utanríkismála-
ráðherra Svía leggur fram
þá tillögu á flokksþingi
sænskra jafnaðarmanna í
Stokkhólmi í gær, að
Norðúrlöndin þrjú, Noreg-
ur, Danmörk og Svíþjóð,
geri með sér hemaðar-
bandalag, sem ekki sé
stefnt gegn neinni ákveð-
inni þjóð. Hann kvaðst þó
ekki vilja fallast á, að
slíkt bandalag yrði hluti
af bandalagi Vestur-Ey-
rópuríkjanna.
Þeir Hedtoff, forsætis-
ráðherra Dana, og Gér-
hardsen, forsætisráðherra
Norðmanna, hafa áður
mælt með hérnaðarbanda-
lagi á þingi þessu. Er-
lander, forsætisráðherra
Svia, var endurkosinn for-
maður sænska alþýðu-
flokksins.