Alþýðublaðið - 25.05.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1948, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. maí 1948. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGURINN 25. maí. Þennan tlag árið 1803 fæddist hugsuðurinn Ralph Waldo Em- erson, og árið 1840 tónskáldið P. Tsehaikowsky. Sama dag árið 1946 varð Transjórdanía frjáls. Þennan dag fyrir 7 árum sökkti þýzka herskipið Bismarck Hood, stærsta herskipi Breta, á Græn- landshafi, norðvestur af Vest- fjörðum. Alþýðublaðið skýrði frá því fyrir 22 árum, að tauga- veiki væri á fsafirði. „Símslceyti frá Vilmundi' lækni á hvíta- sunnud.: Heimilin 20, sjúkling- arnir 30 eða 31.“ Þá var og aug- lýstur í Alþýðublaðinu söngur Göggu Lund í Nýja Bíó. Sólarupprás var kl. 3,43, sól- arlag verður kl. 23,09. Árdegis- háflæður er kl. 7,50, síðdegis- háflæður er kl. 20,10. Lágfjara er um það bil 6 stundum og 12 mínútum eftir háflæði. Hádegi í Reykjavík er kl. 13,25. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvarzla: Reykjavíkur Apótek, sími 1760. Næturakstur: Hreyfill, sími 6633. Söfn og sýningar Listsýning „Höstudstillingen" í Listamannaskálanum. Opin kl. 10—22. Málverkasýning Eggerts Guð mundssonar í Hátíni 11. Opin frá kl. 13—22. Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13 •—15. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13,30—15. Fíugferðir Póst og farþegaflug milli ís- lands og útlanda samkvæmt áætlunum: Loftleiðir: „Hekla“ fer til Prest víkur og Kaupmannahafnar kl. 8 árd. Kemur til baka í kvöld. Flugfélag íslands: Leiguflugvél flugfélagsins kemur frá Prest vík um kl. 13; fer aftur kl. 15. A.O.A.: í Keflavík (kl. 12—13); frá Stokkhólmi, Kaupmanna- höfn og Prestvík — til Gand- er, Boston og New York. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 7,30, frá Borgarnesi kl. 18, frá Akranesi kl. 20. Foldin var væntanleg í nótt til Reykjavíkur. Vatnajökull er á Breiðafirði. Lingestroom er í Amsterdam. Marleen er á Siglu firði. Reykjanes er í Englandi. Brúarfoss er í Leith. Fjall foss er í Reykjavík; fer í kvöld vestur og norður. Goðafoss er í Kaupmannahöfn, fer þaðan í dag til Gautaborgar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 22. þ. m. frá Leith. Reykjafoss er í Ant- Werpen, fer þaðan í dag til Reykjavíkur með viðkomu í Hull. Selfoss kom til Siglufjarð ar kl. 11 í gær. Tröllafoss fór' frá Reykjavík 16. þ. m. til New York. Horsa fór frá Reykjavík 22. þ. m. til Cardiff. Lyngaa fór frá Siglufirði 19. þ. m. til Ham- borgar. Höfnin: Belgaum og Forseti komu frá Englandi í gær. — Skjaldbreið og Herðubreið komu úr strandferð. Tiergaríen í Berlín, hinum fræga lystigarði, hefur verið skipt í fjölda matjurtagarða, vegna vandræða á matvælaöflun borgar- búa. Hér sést fjölskylda vinna í garðinum rétt hjá minnismerki Vilhjálms fyrsta. FyrirSestrar Norska skáldið Arnulf Över- j land les upp í Normannslaget í hátíðasal háskólans í kvöld kl. 20,30. Bfjgúðkaup Á. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Árna Sigurðssyni ungfrú Margrét Sölvadóttir frá Miðvík í Aðal- vík og Friðrik Líndal Baldvins- son, Víðimel 41. H]ónaefni Nýlega opinberuðu trúlofun sína á Akureyri. ungfrú Lovísa Jónsdóttir frá Dalvík og Páll Axelsson skrifstofumaður. Blöð og tímarit Eining, 5. tbl. 6. árg. er kom- in út. Efni er meðal annars: Norskt álit á nútímamenningu, Nógur svefn barna eftir Hanni- bal Valdimarsson, Sáttir eða sundurlyndir, ritstjórnargrein o. m. fl. Skemmtanir KVIKM YNDIR: Gamla Bíó (sími 1475): „Þess bera menn sár“. Bendt Rothe, Grethe Holmer, Björn Watt Boolsen. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): „Sléttu ræningjarnir“. Robert Young, Virginia Gilmore. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó (sími 1384) ,,í fjötrum“. Ingrid Bergman, Gregory Peck. Sýnd kl. 5 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): - ,,Bræðurnir“ (ensk). Patricia Roc, Will Fyífe, Maxwell Reed. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tripoli-Bíó (sími 1182); ,Næt urritstjórinn1 (amerísk). Will- iam Gargan, Janis Carter. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): „Oft kemur skin eftir skúr“. Robert Walker, Van Heflin, Lucille Bremer. Sýnd kl. 6,30 og 9. SKEMMTISTAÐIR: Tivoli: Opið kl. 20—23,30. HLJÓMLIST: Karlakórinn Þrestir; samsöng ur í Bæjarbíó. SAMKOMUHÚSIN: Hótel Borg: Danshljómsveit frá kl. 9—11.30 síðd. Ingólfscafé: Opið frá kl. 9 ár- degis. Hljómsveit frá kl. 9 s.d Sjálfstæðishúsið: Félag ísl hljóðfæraleikara. Dansleikur kl. 9 síðd. Tjarnarcafé: Danshlljómsveit frá kl. 9—11.30 síðd. KROSSGÁTA NR. 33. Lárétt, skýring: 1. sjávardýr, 7. bið, 8. gimstein, 10. skáld, 11. jþræll, 12. orðlaus, 13. verzlun- armál, 14. borg, 15. djásn, 16, versna. I Lóðrétt, skýring: 2. fæðan, 3. smásteinar, 4. vafi, 5. kona, 6. ástarsaga, 9. guð, 10. hljóð, 12. snjór, 14. ílát, 15. leyfist. LAUSN Á NR. 32. Lórétt, ráðing: 1. haltra, 7. mát, 8. slen, 10. að, 11. kæn, 12. óðu, 13. U.S., 14. álag, 15. aka, 16. seigt. Lóðrétt, ráðning: 2. amen, 3. lán, 4. T. T., 5, auðugt, 6. askur, 9. læs, 10. aða, 12. ólag, 14. Áki 15. A. E. Otvarpið Tilkynning íii húsaváfryggjenda í Kópavogshreppi. Brunabófaféiag íslands hefur stofnað til umboðs í hinum nýja Kópa- vogshreppi. Umboðsmaður er oddviti, Finnbogi Rútur Valdemarsson, Marbakka. Húseigendur í hreppnum og aðrir, sem þurfa að tryggja hús og lausafé, snúi sér til hans varðandi allar tryggingar, hvort sem um er að ræða nýjar tryggingar eða framlengingar á eldri tryggingum. Skylt er að vátryggja hús í smíðum. Umboðsmaður Seltjarnarneshrepps Sigurður Jónsson í Mýrarhúsum innheimtir iðgjöld sern þegar eru fallin í gjalddaga. Brunabótafélag íslands. 20.20 Tónleikar: Tríó úr „Tóna fórn“ eftir Bach (plöt- ur). 20.35 Erindi: Um sjóinn, II. (Ástvaldur Eydal licen- siat). 21.00 Einsöngur: Tito Schipa (plötur). 21.15 Smásaga vikunnar: „Trefjar“ eftir Sherwood Anderson; þýðing Helga Hjörvar (þýðandi les), 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22.00 Fréttir. 22.05 Djassþáttur (Jón M. Árnason). 22.30 Veðurfregnir. — Dag- skrárlok. Áttræður i dag: Páll Einarsson, fyrrv. í DAG eru liðin 80 ár síð- an hjónunum á Hraunum í Fljólum fæddist sonur, sem heitinni var eftir móðurafa sínum, hinum merka kenni- manni og sálmaskáldi, séra Páli Jónssyni í Viðvík, sem m. a. orti hinn einfalda og sígilda barnasálm: Ó, Jesú, bróðir bezti. Yfir vöggu hans sungu hamingjudísir merkra ættstofna, enda átti hinr ungi isveinn eftir að koma mjög við sögu landsins á l'arigri ævi og sitja í sumum æðstu ábyrgðarstöðum þjóð- félagsins. Foreldrar hans voru þau Einar Baldvin Guðmundsson. lengi óðalsbóndi og bændafor kólfur á feðraleifð sinni, Hraunum, bróðursonur Bald vins Einarssonar, sem Bjarni kvað um: íslands óham- ingju verður allt að vopni, — þegar hann hné ungur í val inn. — og Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Hann ólst upp á rausnar- og höfðingsgarði, fór ungur í skóla og lauk stúdentsprófi átján ára gamall með fyrstu einkunn. Samsumars sigldi hann utan og lauk kandídats prófi frá Hafnarháskóla með fyrstu einkunn árið 1891. En þá voru hin prófin eftir og nú, þegar hann er orðinn áttræður- má dæma, hvernig hann hefur lokíð þeim. Þegar er hann kom heim, gerðist hann málaflutnings- maður við landsyfirréttinn, unz hann var skipaður sýslu- maður í Barðastrandasýslu árið 1893 og settist þá að á Patreksfirði. Hann gegndi því embætti, unz hann var skipaður sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósarsýslum og bæjarfógeti í Hafnarfirði ár- ið 1899. Sjálfur hefur hann sagt, að það starf hafi orðið sér erfiðast vegna þe,ss, að á þeim árum hafi verið þar hin ir erfiðustu tímar um af- komu manna, en eins og fað ir vildi hann vera öllum þeim, sem hann átti yfir að segja. En bæði vegna þess hvernig hann rækti það starf Páll Einarsson og e. 4. v. einnig að nokkm vegna þess, að sumarið 1908 hafði hann gegnt bæjarfógeia starfinu í Reykjavík í fjar- veru Halldórs Daníelssonar bæjarfógeta, fór svo. að þeg ar bæjarstjórn Reykjavíkur átti að kjósa borgarstjóra í fyrsta sinn, árið 1908, taldi hún engan mann til þess vanda færari en hann, og veitti hann þá Reykjavíkur borg forstöðu í eitt kjörtíma- bil sex ár, en var þá skipao- ur sýslumaður í Eyjafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á Akur eyri og fluttist þangað noro- ur árið 1914. Hann hóf ævkitarfið við landsyfirréttinn. æðsta dóm.'- stól landsins, og í æðsta dóro stólinn lá leiðin aftur, því að hann var skipaðnr hæstarétt ardómari árið 1920. Þar iauk hann merkilegum starfsferli: sínum árið 1938, er hann varð að láta af embætti fyrir aldurssakir, þótt enn væri. með. fullum starfskröftum, eins og vinir hans mega votta, sem þekkja hann ná áttræðan. Þessi er hin ytri umgjörð að lífi góðs og göfugs manns, sem verður að sætta sig við, að menn muni eftir honum í dag, þótt hann sé alira- manna hlédrægastur og kjósi sjálfur þögn um nafn sitt og verðleika. En það isýnir bet-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.