Alþýðublaðið - 25.05.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Þriðjudagur 25. maí 1948. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Fjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Bitstjórnarsímar: 4901, 4903. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. AfgreiSslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan fc.f. m siEcti KOMMÚNISTAR hafa upp götvaS einn óvininn enn. Það er síldin, fiskurinn, sem ís- lenzka þjóðin hefur að veru- legu leyti byggt afkomu sína á-síðustu áratugi. Þjóðviljinn var í vetur ærið þungorður í garð síldarinnar, af því að hún óð hér uppi við land- steinana utan við sjálfa höf- uðborgina með þeim illa séðu lafleiðingum af kommúnist- um, að veruleg uppbót fékkst á aflaskortinn á síldarvertíð- inni fyrir Norðurlandi í fyrra sumar. Hatur kommún ista á i'íkisstjórninni gekk svo langt, að þeir skrifuðu hverja æsir.gagreinina af annarri í tilefni þeirrar framkomu síld- arinnar að skapa hér atvinnu og dýrmæt efnahagsleg verð- mæti. Og fjandskapurinn við síld- ina heldur áfram. Nú hefur Þóroddur Guðmundsson og lið hans á Norðurlandi undir. búið og skipulagt nýtt póli- tískt verkfall, sem áað hindra það, að þessi hápólitíski fisk- ur verði nytjaður á komandi isumarvertíð! * Það þarf engum að dyljast, hver sé tilgangur þeirrar iskemmdariðju, sem kommún- istastjórn Alþýðusambands Norðurlands er nú í óða önn að undirbúa. Eftir að sæmi- legur vinnufriður hefur ríkt í landinu í vetur og vor á í byrjun síldarvertíðarinnar að reiða einu sinni enn til höggs gegn atvinnulífi og efnahag landsmanna. Tilgangurinn er sá, að lama atvinnulíf þjóðar- innar með nýrri aðför að síld- •arútveginum um hábjargræð- istímann. Það er verið að und irbúa nýja sýningu á sjónar- spili hinna pólitísku verk- falla kommúnista frá því í fyrrasumar. Nú á að’ reyna að fullkomna þau spellvirki, sem reynd vo.ru í fyrrasumar og í vetur, en mistókust þá, af því að verkalýðurinn léði ekki máls á því að láta beita sér fyrir hinn pólitíska vagn Kommúnistaf lokksi ns. Forsendur kommúnista fyrir þessari skemmdarstarf- semi eru þær, að þeir vilja feigar ráðstafanir ríkisstiórn. ar og alþingis til að stemma Sitígu fyrir dýrtíðinni og verð bólgunni. í samþykkt stiórn- ar Alþýðusambands Norður- lands, þar sem hin þjóðhættu lega stefna kommúnista er mörkuð er skýrum orðum tekið fram, að hinum fyrir- huguðu ráðstöfurum sé bemt gegni dvrtíðarlögunum frá í vetur. Og til þess að ná því marki á að etja verkalvðs- samtökunum út á forað jnvrra pólitískra verkfalla, sem vinnandi stéttir landsins eiga Rússar eru mildir uppfinningamenn æskulýðshöllina. 1 B Bréf um ÞAÐ ER SKOÐUN MARGRA, að Þjóðviljinn okkar sé eitthvert furðulegasta frétíablað og ein- kennilegasta stjórnmálarit, sem til er. En þaff er auðvelt að sann- færast um, að húsbændurnir i austri standa peðunum hér uppi á íslandi framar í einkennileg- um áróðri og það svo að um munar. Glöggt dæmi um það eru ýmsar sögulegar upplýsingar, sem Moskvustjórnin hefur sent frá sér í útvarui og blöðum ný- Iega. Það ér sem sé komið á dag- inn, að rússneskir visindamenn hafa gert svo að segja allar merkilegar uppgötvanir, sem vestræn meiming geíur hælt sér af. ÞAÐ VAR UPPLÝST á „út- varpsdegi" í Moskvu nýlega, að ; Marconi hefði alls ekki fundið upp útvarpið, heldur hefði rúss- í neski- uppfinningamaðurinn Al- | exander Popov fundið það upp 1895. Það var ekki ómerkari maður en ráðherrann Gennady Alexenko, sem gaf þessar upp- lýsingar. Þá hefur nýlega verið skýrt frá því, að James Watt hafi ekki fundið upp gufuvélina,! heldur hafi félagi Ivan Polzu- nov gert það. Thomas Edison á ekki að hafa fundið upp raf- | magnsperuna. Alexander Lodv- gin gerði það. Það voru ekki bræðurnir Wilbur og Orville Wright, sem flugu fyrstu flug- vélinni, helaur rússneski flota- foringinn Alexander Mozhaisky. Áður nefndur Popov á einnig að' haía fundið upp radar, og kom- múnisti að nafni Nikolai Kibal- chich fann upp þrýstiloftsflug- vélina 1881 (!) meðan.hann beið þess, að böðlar keisarans tækju hann af lífi. Þá var það Vyache- slav Manassein, sem fann upp penisillin, en ekki Sir Alexander Fleming, og Vasilievich Sobolov or sagður hafa fundið upp insu- lin 21 ári á undan Kanadamann- inum Frederick Banting! ÞETTA UFPLÝSA ÞEIR nú í Moskvu og kenna börnum sín- um, og er ekki að furða, þótt íslenzkir kommúnistar þykist hafa fundið upp nýsköpunina. En hamingjunni sé lof, að félagi Brynjólfur var ekki kennslu- málaráðherra nógu lengi til þess að „endurbæta11 íslenzkar kennslubækur í samræmi við hinn rauða sannleika. EFTIRFARANDI BRÉF hefur borizt út af dálkinum um Æsku- lýðshöllina í vikunni sem leið: „Er ég las þanka þína í Al- þýðublaðinu 19. þ. m. um Æsku- lýðshöllina, gat ég ekki annað, að loknum lestri, en sezt niður til þess að þakka þér fyrir að hafa vakið athygli á þeim ann- mörkum, sem eru á slíkri „höll“, eins og hún mun fyrirhuguð og oftast hefur verið um hana tal- að. Ég held, að það sé af ótta við að vera andvígúr „höllinni“, að svo fáir hafa minnzt á þær hlið- ar málsins, er þú minnist á í um- getnu blaði. Þeir, sem*um málið hafa fjallað, hafa flestir getið þess með fjálgleik miklum r>g fögrum lýsingum. En það er annað en einhver ógnar stein- steypu-æskulýðshöll, sem æsk- una okkar vantar, a. m, k. til að byrja með; fyrst þarf æskan að öðlast algera hugarfarsbreyt- ingu, en hún kemur innan frá. Heimilin þurfa að gera meira íil þess að forða unglingunum frá utanaðkomandi skaðlegum á- hrifum. Undanfarin velmegunarár hafa gersamlega ruglað velsæm- iskennd margra, ungra og full- orðinna. Það er ekki nóg að búa í fallegu húsi, eiga bíl og hafa nóg fé milli handa, til þess að geta talizt maður, í orðsins fyllstu merkingu, þó að allt sé þétta gott, sé vel og rétt með farið. Ob-“ Dönsku handknatí- leiksmennirnir fara í dag - ósigraðir SÍÐASTI LEIKUR dönsku handknattleiksmannanna hér íór fram á íþróttavellinum á sunnudaginn, en þá þreyttu þeir leik við íslenzkt úrvals lið og sigruðu það með 10 mörkium gegn 7. Hafa Danir því unnið alla leikina. sem þeir léku hér, en þeiflr eru alls fjórir. Fyrst kepptu þeir við úrvalslið úr félögunum hér, síðan við ís landsmeistarana Val, þá við ÍR og loks nú aftur við úr valslið. í gærkvöldi var handknatit leiksmönnunum haldið hóf í Sjálfstæðishúsinu, en í dag munu þeir fara heimleiðis rrueð Dronning Alexandrine. 1 NÆST SÍÐASTI LEIKUR í fyrri unoferð Reykjavíkur- mótsins fór fram í gærkveldi á íbróttavell* num; kepptu bar Valur og Fram, og vann Valur með tveim mörkum geffn engu. Eftir þennan leik eru stig félaeanna þannig: Valur 5 stig. Fram 4, Vfk- inffiur 1 og KR ekkert stig. Síðasti leiku-r í þessari um ferð fer fram n. k. mánudags kvöld o gksppa þá KR og Víkingu-r. að bera ábyrgðina á og skað- ann af, en þjóna eiga hags mur-um kommúni'rtafor. sprakkanna í blindri og von- lausri stjórnrnálabaráttu beirra. * Það mætti sýnast, að verk- fallsárásir kommúnista á síldarútveginn í fyxrasnmar n<r vetur og svör verkalvðsins við þeim væru forsprökkum Kommúnistaflokksins enn í minni. En sé svo, ætla þeir bersýnilega að þrjóskast við að láta vítin sér að varnaði verða. Verkalýðurinn verður því einu sinni enn að hafa vit fyrir þessum mönnum og sýna, að hann varði um þjóð- arhag og eigi því ekki sam- le'ð með Þóiroddi Guðmunds- syni og fálömim hans. Komimúr.iisitar verða áreið anlega að þola þá raun, að síld verði veidd og nytjuð, ef hún á annað borð vitjar mið- anna fyrir Norðurlandi í sumar. Alþýðan mun aldrei gera kommúnistum það til eeðs, að. gerast sinn eigin boðull með því að bægja björginni frá dyrum þjóðar- innar. til þess eins að veita vatni á pólitíska svikamyllu Kommúnistaflokksins. K FU M KFUK í tilefni af áttræðisafmæli síra Friðriks Frið- rikssonar dr. theol., aðalframkvæmdastjóra KFUM, verður hátíðasamkoma í húsi félag- anna við Amtmannsstíg 2B í kvöld klukka 8.30. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. sjö ára barna (fæddra 1941) fer fram í banraskólunum í dag klukkan 2—5 e. 3i. SKÓLAST J ÚRARNIR. Skólagarður Reykjavíkuiibæj'ar mun starfa frá 1. júní til septemberloka, fyrir hörn og unglinga 11—14 ára. Starfsemin fer fram í flokkum.á þeim tímum, sem hér segir: I. flokkur mánudaga og þriðjudaga kl. 3—5 e. h. II. flokkur mánudaga og þriðjudaga kl. 5—7 e. h. III. flokikur miðvikudaga og föstudaga kl. 3—5 e. h. IV. flokkur miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7 e. h. V. flokkur. fimmtud. kl. 3—5 og föstud. kl. 1—3 e.h, Nemendum verður m. a. fcennd ræktun matjurta, ’ og fá þeir -alla uppskeru af ræktun sinni án annars end- urgjalds en þátttökugjalds, sem er kr. 75,00 fyrir allan •tímann og greiðist við innritun. Umsóknir skulu sendar til fræðslufulltrúa eða ræktunarráðunauts Reykjavíkurbæjar, og skulu vera komnar fyrir 29. maí n.k. í umsókninni skal tekið fram nafn, aldur og heimili nemandansí svo. og í hvaða flokki hann óskar að vera. Ræktunarráðunautur Reykjavíkur. Framhaldsauglýsing um bólusetning gegn barnaveiki Bólusetning gegn barnaveiki, sem auglýst var í blöð- unum 1. apríl síðastl., hefst í Melaskólanum næstk. mið- vikudag 26. maí. Verður bólusett þar mánudaga kl. 1.30 —3.30 e. h., miðvikudaga 3—4.30 e. h. og föstudaga 1.30 —3.30 e. h. Þeir, sem óska að fá börn ðín bólusett, verða að hringja í síma 2781 kl. 10—11 árdegis áðurnefnda daga, og verður þeim þá ákveSinn bólusetningartími. Á öðrum thnuin verður siíkum beiðnum ekki sinnt og öhnur börn verða ekki tekin til bóiusetningar en þau, sehi þannig hefur verið tilkynnt um. Síðar verður augiýst um endúrbólusetnmgu. Héraðslæknirinn 1 Reykjavík, 24. maí 1948. MAGNÚS PÉTURSSON.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.