Alþýðublaðið - 25.05.1948, Blaðsíða 5
S»riðjudagur 25. maí 1948.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
n ðffr
SÉRA FRIÐRIK FRIÐRIKS
SON íagnaði fyrsta sinni sól
og sumri norður í Skagafirði
25. maí 1868, og er hann því
áttræður í dag. Þessi dagur
yerður því all-almennur.hátíð-
ísdagur, þar sem séra Friðrik
á svo miikinn fjölda góðra vina
í Reykjavík, úti á landi og er
iendis. Og ég geri ráð fyrir því,
að þeim finnist eins og mér,
að dagurinn sé þeim ekki óvið
k'omandi.
Það er nú einu sinni þann-
ig, að þegar maður hefur
kynnzt sára Friðrik og fengið
téeikifæri til þess að starfa
með honum, eða njóta sam-
vista hans á annan hátt, þá er
eins og maður eignist hluta af
honum, og það er ekki illa
fenginn fengur, því hann hef
ur sjáffur gefið hlutinn. Þegar
ivið hugsum til þeirra tugþús
unda, sem á liðinni 'hálfri öld
hafa hlýtt á mál hans, þá j
fnætti ætla, að smár væri
skammturinn, sem hver! einn
fengi. En því fer fjarri. Séra
Friðrik miðlar af ótæmandi
auðsuppsprettu, sem hans
sanna, sterka trú hefur gefið
honum. Hann fyrirlítur alla
hálfvelgju, bæði í trúmálum
og daglegu starfi. :Hann vill
líf, heilbrigt starf, hetjudug
og þor. Hinir fjölnaörgu1 söngv |
ar hans og annað það, sem
hann hefur ritað, sýna, hvert
hugur hans stefnir, og hvað
hann krefst af okkur samferða
mönnum hans í lífinu. Hann
segir til dæmis:
Vinnum heit á vonarstundu,
fylgjum því, sem fagurt er,
fórnum því, sem vera ber,
fyrir vora fósturgrundu,
framar enginn hlífi sér!
Starfi hver með fullu fjöri!
Máli góðu leggi lið,
leti og deyfð ei veitist grið;
sérhver skyldu sína gjöri;
sæmd þar hvers eins liggur við.
Fyrir Guð og ættjörð iðjum!
Ekkert hálft og ekkert deilt,
ekkert kveifarlegt og veilt!
Um það biðjum, að því styðjum,
að allt sé göfugt, satt og heilt.
Já, þarna fengum við „dags-
skipunina", sem við áttum að
fara eftir.. Séra Friðrik setur
alltaf skihnerkilega fram það,
sem hann hefui' að segja. Það
eru engar dulrúnir, sem mað
ur þarf að spreyta sig á.
Það er svo ofckar að velja
eða hafna Eflaust mætti iengi
deila um það, hvaða ákvörðun
sérhver piltur eða stúlka hef
ur tekið. Það er því miður ó-
vani margra manna, að „gera
aldrei upp“, að kjósa heldur
„hálft og deilt“. Það er nú
einu sinni þannig að þægilegt
er að lifa lífinuárekstralítiðvið
samvizku sína og aðra menn.
Það finnst okkur víst flestum.
En ég þori að ffullyrða, að þeir
séu >ekki margir ,sem hafa far
ið slyppir og snauðir úr K.F.
U.M., hvort sem þeir hafa ver
ið þar lengur eða skemur. —
Hvar maður- hittur mann á
fömum vegi, sem á unglings-
órum sínum kom þangað,
•hann vegsamar þær stundir,
sé hann hxeinskilirm. Hann
viðurkennir, að fræ náðu að
festa rætur í hjarta hans —
að þau lifa — en hann hari
eflaust ekki 'hlúð að þeim,
sem honum bar.
Séra Friðrik Friðriksson
var kallaður til starfs.
Hann skildi köllun sína til
fulls, því hann hefur unnið að
voryrkjustörfum allt sitt líf,
frá því að hann sleit barns-
skónum — unnið vetur, sum-
ar, vor og haust. Hann hefur
gegnt hlutverki sáðmannsins,
sem gengur út á akurinn að
sá. — Það eru annars margir
menn, sem iðka þann starfa að
sá — en því miður er það ekki
allt gert í góðum tilgangi —
margir kjósa heldur að sá ill
gresisfræjum, sem bera mikinn
ávöxt. Eru ekki styrjaldir með
öllum sínum hörmungum
beinn ávöxtur þeirra verka?
Er ekki úlfúð, batur og sund
urlyndi það líka?
Hversu ómetanlegt er það
því ekki hverri 'þjóð, þegar
fram koma menn, sem setja
ser það markmið, að gera
æskuna að nýtum, göfugum
og drenglunduðum þegnum
þjóðfélagsins. Menn, sem vilja
kenna æskunni skil ljóss og
myrkurs. Menn, sem skynja
hættuna, ef barnssálin er mót
uð í deiglu haturs og eigin-
girni.
Þeim mörgu, sem persónu-
lega þekkja lífsstarf séra Frið
riks, vita fullvel, að uppskera
þess verður hvorki mæld í
máli né vegin á vog, enda
ætlast hann ekki til þess. En
eitt er víst, að mikill fjöldf.
manna, sendir séra Friðrik
hlýjar hamingjuóskir í dag.
Þúsundir xlrengja og ungra
stúlkna, foreldrar og allir þeir
mörgu, sem hafa kynnzt hon-
um á lífsleiðinni, eru einhuga
um það.
Við Skógarmenn, sendum
líka okkar innilegustu ham-
ingjuóskir. Hversu margar
ógleymanlegar stundir eigum,
við ekki úr Vatnaskógi? Seint
munu fyrnast minningar um
kvöldvökur við arineld, seint
minningar um guðsþjónustur í
kyrrlátu, .. blómum skýddu
skógarrjóðri eða heima í skála
Aldrei er séra Friðrik .erns
lífsglaður, eins og þegar h'ann
er í sumarbúðum K.F.U.M. í
skóginum, umkringdur af tug-
um drengja. Það er yndi hans
að sjá þá dökkna í sól og sum
arhlýju — sjá þá sprikla í Eyr
arvatni og róa bátunum —
ólmast kafrjóða í knattspyrnu
— sjá þá iða af lífsfjöri. Svo
þegar dagur er á ■ enda, þá
kveður hann þá með helgi-
stund og' felur þá guði á vald.
Þegar kyrrð er kornin á, setzt
hann inn í herbergi sitt að rit
störfum. Þá er allt orðið hljótt
eins og hann sjálfur lýsir í
kvöldljóði um Skógarmenn:
Nú dvínar dagsins kliður
og draumafróin kemur skjóít;
nú ríkir ró ög friður,
í runnum allt er hljótt;
nú þagnar fuglafjöldi
á fögru sumarkvöldi,
er dýrðleg nálgast nótt.
Hér eru yndisstundir .
og allt, sem hugann gleðja niá;
er eygló gengur undir,
skín æðri sól oss hjá,
og blessun Guðs oss geymir
svo góðan svein þá dreymir
um himinveldin há.
Heill þér áttræðum, séra
Friðrik Friðriksson. Heill þér
um ókomin æviár. Við höldum
hátíð í dag. Fjöll og hálsar —
holt og hæðir — vötnin lygn
og stríðar elfur þakka þér ljóð
in. Fossarnir kveða þér hátíð-
arbrag. Vorblærinn þýtur í
laufi trjánna og syngur þér af
mælisóð. — „Fagnar broshýr
— Úr brekku sinni — Vanta-
skógur — Og veifar limi •—
Iðar af kæti — í árdagsblæn-
.um.“
Sigurður Guðjónsson.
Hvífasunnuferð
Iðnskólans.
SKÓLAFÉLAG Iðnskólans
í Reykjavík, efndi til
skemmtiferðar um hvíta-
sunnuna; í ferðinni tóku
þátt um 110. manns. Farið
var til Stykkishólms og gist
þar aðfaranótt sunnudags.
Ákveðið hafði verið að fara
út í Breiðafjarðareyjar, en
vegna óveðurs var ekki hægt
að koma því við.
Á hvítasunnudag var hald
ið til Borgarfjarðar, ekið var
að Hreðavatnsskála og þar
snæddur ágætis kvöldverð-
ur. Aðfaranóft mánudags var
gist í Rej'-kholti. Á mánudag
var enn ekið að Hreðavatns-
skála og þar snæddur hádeg
isverður. Á mánudag var m.
a. skoðuð Andakílsvirkjunin.
Þetta mun haía verið ein sú
fjölmennasta hópferð, isem
farin var um hvítasunnuna.
Skólafélagið hefur beðið
blaðið fyrir eftirfarandi:
Skólafélag Iðnskólans í
Reykjavík þakkar öllum
þeim, sem á einn og annan
hátt aðstoðuðu við hvíta-
sunnuferð félagsins. Sérstak
lega þakkar félagið þeim
Óla Kristjánssyni og Skúla
Bjarnasyni iðnnemum í
Stykkishólmi, Vigfúsi Guð-
mundssyni, Hreðavatni, skóla
stjóranum að Reykholti og
bóndanum að Ferstiklu fyrir
þeirra miklu aðstoð og frá-
bæru fyrirgreiðslu í sam-
bandi við þessa fjölmennu
ferð Skólafélags Iðnskólans,