Alþýðublaðið - 26.05.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.05.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. maí 1948. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Íægja þá eða gera þá óskaðlega hagsmunum verkalýðsins og Iheiibrigðri þróun sósíalismans, ef á annað borð er við því gengizt, að slíkar ráðstafanir eigi sér stað. Þrælkun verka- lólks við erfiðisvinnu er köll- uð Stakhanóvvinna og þykir fín uppfinning, — og ef rauði herinn er látinn brjóta undir ‘Rússland friðsamar nágranna- þjóðir — eða fimmtu herdeild ir Stalins svipta einhverja þjóð frelsi sínu, þá er það ■— ef ekki með þeirra fulla og frjálsa vilja — gert með það tnarkmið fyrir augum að tryggja ríki sósíalismans og til iþess að gera þjóðirnar saddar og sælar. Kar.l nokkur sagði, og var hreykinn af, að hann væri frá í handleggjunum af að troða grásleppunni ofan í kýrnar sínar — með trélmalli, en sú. varð raunin, að á þessu drap hann beljurnar. Og komm únistar beinlínis hreykja sér yfir því, þá er einhverri þjóð- Inni hefur verið „bjargað" — þ. e. troðið upp á hana ein- xæðisskipulaginu rússneska, þó að þetta kosti þjóðina sjálf stæði hennar, tugir og jafnvel hundruð þúsunda láti lífið, enn fleiri lendi í nauðungarvinnu og fangabúðum, fjöldi flúi land og allir aðrir — að und- anskildri yfirráðaklíkunni — glati því frelsi, sem hverjum manni er skilyrði til hamingju og sjálfstæðs þroska. Vil ég al yeg sérstaklega vara menn við orðablekkingum og hugtaka- brengli kommúnista, sem sann arlega er sama eðlis og það, sem kallað var hér áður fyrr- wm að Snúa Faðivorinu upp á andskotann. ,fÞegar menn brjóta réttinn, kalLa menn það að byggja hann“. segir meist- ari Jón, og víst mætti heim- færa upp á blekkistarfsemi Lax ness og annarra þessi orð hins S&ma meistara: „Svo falsar nú andskotinn guðs steðja Ó með- al vor og setur hans mynd: og yfirskrift á svikinn málm.“ Auk þess, sem Laxness kall ar Överland boðbera stríðs og haturs, sæmir hann hið norska skáld og frelsishetju heitinu „erindreki auðvaldsseggja“, og segir í hans orðastað: „Eg Arnulf Överland er ekki stríðsæsingamaður. Hvernig setti ég að vera það, maður, sem á konu og tvö börn? Þeir, sem Ikalla mig stríðsæsínga- mann, ’þeim fyrirgef ég eins og Kristur á krossinum, því þeir ■vita ekki, hvað þeir gera. Hitt er annað mál, að af tvennu illu mun ég heldur fórna þessum tveimur börnum og konu en lúia austrinu að dæmi fyrir- rennara míns og læriföður í sovétníði Jóseps Göbbels, sem myrti sex börn sín með eigin hendi, konu sína og sjálfan sig, þegar hann sá verkalýðsherinn nálgast. Eitt stendur stöðugt, stríð verðum við að hafa við vterkalýðsríki heimsins, hvað sem tautar og raular, því þau eru djöfullinn“. ’Eins og gefur að skilja hverj um manni með óbrjálaða skyn- semi og dómgreind fer fjarri því, að Arnulf Överland hafi sagt eða meint neitt svipað þessu. Hann hefur sagt, að þar eð Rússinn Tháfi nú undirrokað tíu sjálfstæðar Evxópuþjóðili þá megi Norðmenn Svíar og Danir búast við sama hlutskipti fyrr en varir Það hlutskipti geti hann ekki hugsað sér fyrir þeirra hönd, svo sem öllu er háttað með þerm þjóðum, er Rússar hafa undirokað. En Norðurlöndin muni berjast vonlausri bar áttu mema þau stofni með sér varnarbandalag og eigi vísa hjálp bandalags samein aðrar Vestur-Evrópu og Bandaríkja Norður Ameríku, pg eini möguleikinn fyrir friði sé slíkt' bandalag, nógu sterkt og samfaka, og síðan Banda ríki allra þjóða utan við marka línu Sovétv-eldisins. En útleggj ing Laxnsss sýnir, svo fjarstæð sem hún .er sem túlkun á orð um og meiningu Arnulfs Óver lands, mjög greiniiega skoðun Halldórs Laxness sjálfs á því, hvers sá að vænta og hvernig því beri að taka. Hún er þessi: Ef Norðurlandaþjóðirnar haga sér eins og Överland raun /verulega telur rétt og Ejálf sagt, þá er stríð fram undan, og þá týnir fjöiskylda Över lands lífinu og auðvitað fjöl- margar aðrar. Með öðrum orð um: Arás á Norðurlönd af hálfu Sovétríkjanna er í vændum, og Halldór Laxness lítur þann ig á, að Norðurlandaþjóðun- um beri að „lúta austrinu“ mátmælalaust.. Það eitt fái af stýrt því, að fjöldi kvenna og barna verði lífi firrtur — auk alls annars ills, sem styrjöld fylgir. Minnist nú ekki einhver í sambandi við viðvörun skálds ins Halldórs Kíljans Laxness þeirrar staðreyndar, að sendi herra Þjóðverja í Ósló lét fyr ir innrásina í Noregi í maí 1940 sýna ríkisstjórn Norð manna og fleira stórmenni mynd af ógnum innrásarinnar í Pólland? Minnsta kosti mun það þó rifjast upp fyrir ein- hverjum, að Halldór Kiljan Laxness birti grein. í Þjóðvilj anum í september 1939, eftir árás Hitlers og Rússa á Pól land, þar sem hann sagðist ekki skilja, hvernig mönnum gæti dottið það í hug, að bolsi- víkkum fyndist það nokkurt hneyksli, að ,15 millj. manna væru „þegjandi og hljóða- laust innlimaðar undir bolsi- vismann". Hann talaði þareinn ig um, að þessar milljónir hefðu ),árekstralítið og án veru legra hlóðsúthellinga hoppað inn í ráðstjórnarskipulagið“. Og þá er við lítum á afstöðu hans til atburðanna í Tékkó- slóvakíu, sem hann víkur að í greininni um Överland, og á viðhorf flokksbræ.ðra hans hér á landi og annars .staðar við sömu atburðum, er það ljóst, að hér á meðal okk- ar eru fjölrhargir menn, sem telja rétt og bafa í huga að framkvæmt verði hið sama hér og í hinum tíu þjóð löndum, sem Rússar hafa þeg ar hremmt; að hér verði menn sviptir frelsi, lýðræðið afunm ið, menn fangelsaðir og drepn ir, ef með þarf, og áð þjóðin lúti í hvívetna boði og banni hins rússneska jötuns. Eru það ekki notaleg hlunnindi, sem lýðræðinu fylgja, að geta bað að í rósum undir vernd laga og réttar þrátt íyrir jdirlýstan vilja um byltingu, hermdar veik og frefsissviptingu til handa öllum, sem ekki vilji gera eins og hinir væntanlegu valdhafar og erindrekar sovét ríkjanna óska? Hver er svo Halldór Kiljan Laxness, að hann megi saka Arnulf Överland um erind- rekstur fyrir erlenda auðvalds seggi, saka-hann um stríðsæs- ingar, bera hann rakalaust vömmum og skömmum, ætl- and'i það, að sér verði frekar trúað en honum? Árið 1939 tók Överland röggsamlega svari Pólverja og Finna, en vitti Stalin fyrir bandalag hans við Hitler og árásir hans á Pólland og Finn land. Þá skrifaði Laxness grein ina, sem á er minnzt hér á undan — og varði bræðra- band Stalins og Hitlers í líf og blóð. Árin 1940—1941 stappaði Överland stálinu í þjóð sína til andstöðu við spyrðu- 'bönd kommúnista og nazista, örvaði hana með ljóðum sín- um og jók henrri trú á frelsi og framtíðarsigur, og var settur í fangelsi. Þá barðist einmitt Halldór Kiljan Laxness trú" lega- við hlið Jóseps Göbbels sem áróðursmaður- gegn bar áttu vesturveldanna. Árin 1942—1945 |sat Arnulf Över land í fangabúðum nazista í Sachsenhausen í Þýzkalandi og styrkti með fordæmi sínu, Ijóðum og ræðum samfanga sína til vonar um betri tíma og 'betra líf. Þá lifði Halldór Kiljan Laxness, guð sé lof, við gnægð og ör- yggi undir brezkri og amerískri vernd og naut góðs af því flóði enskra punda og ame- rískra dollara, sem bersetunni fylgdi. Árin 1945 — 48 hefur Arnulf Överland farið vítt um Norðurlönd og talað máli raun sæis og ábyrgðartilfinningar, og varað v.ið háskanum sem yf ir vofir, reynt að forða mönn- um frá blekkingavef erlendra Miili austurs og vesturs Kortið sýnir hin tvö stóru bandalög, sem þegar hafa mynd- ast í Evrópu- — annars végar Sovéit-Rússland og leppríki þess í Austur- og Mið-Evrópu (skástrikuð), hins vegar Vest_ ur-Evrópubandalag Bretlands, Frakklands og Beneluxland anna (svart), Á milli þeirra eru þau lönd, sem enn reyna að halda sér fyrir utan; — lönd, sem flest eiga samleið með Vestur-Evrópu. bæði efnahagsiega og stjórnarfarslega, e,n óttast ofurvald Rússlands og vilja ógjarnan styggja það. Irjáplönfur Þeir, sem hafa ekki enn vitjað pantaðra tfjá- plantna, eru vinsamlega beðnir að gera það í dag, því í kvöld lýkur sölu og afhendingu á þessu ári. Skógrækt ríkisins erindreka og innlendra ný- kvíslinga og andvaraleysi heigla og skýjaglópa. Á sama tíma hefur Halldór Kiljan Laxness notið velsældar, reist sinn Gljúfi’astein og búið sem bezt um sig, sannarlega notið fjár síns frá amerískum „auð- valdsseggjum“, er leggja fé í bókaútgáfu sem verulega arð vænlegt fyrirtæki,. en annars þjónað trúlega málstað þess ríkis, sem nú ógnar bræðra- þjóð okkar og löndum Arnulfs Överlands. Laxness hefur borið stjórnarvöld og þing sinn ar eigin þjóðar landráðasök og heitið verðlaunum þeim, T er slíka sök fái á þau sannað. Þá hefur hann og gert sitt til að stofna í voða íslenzkum hags- munum og öryggi xslands út á við með hinum fáránlegasta og furðulegasta fréttaburði. . . Þeir sögðu mér bæri að skauta, sagði kerlingin og setti upp roðskupluna! Loks kemur það fram í grein Laxness, að hann er mjög hneykslaður á því, að Överland skuli hafa dirfzt að „veitast með aurkasti“ að ýms um stofpimum, rikjum og ein stakhngum, sem honum hafi ekki iþótt „nógu frakkir stríðs æsingaþrælai’“. Nefnir Lax- ness tékkóslóvakíska lýðveld ið, , Sameinuðu þjóðirnar, Tryggva Lie og fl. Fræðir hann síðan Arnuif' Överiand um, að það séu ekki taldir mannasiðir á Islandi, að gestur ófrægi fjar statt fólk, og að sá er slíkt geri, sé kallaður nafni, sem „jafnan þykir ástæðulaust að prenta, enda mun það ekki gert hér, þó að Mr. Överland hafi unn- ið tíil þess með fleipri sínu.“ „Svalua maður Mx-. Örer- land“, segir Laxness á einum stað í grein sinni. En hvaða orð skyldu hæfa Halldóri Kilj- an Laxness út af umvöndun hans? Aftur detta mér í hug nokkur orð meistara Jóns. Hann segir: „ . . . Það, sem vér erum sjálfir hvað mest gefnir fyrir, það drepum vér út á öðrum, sem er stakt blygðunarleysi.“ Eftir því, sem ég bezt veit, var Arnulf Överland boðið hingað í heiðursskyni sem and legu mikilmenni og til þess mælzt, að hann læsi upp úr skáldverkum sínum ’og héldi fyrirlestra um alþjóðamál, menningarmál, eða hvað ann að, er honum lægi mest á ■hjarta. Nú er það síður en svo, að hann, þrátt fyrir harð- fylgi við það, sem 'hann tel- ur sannast og réttast, viðhefði nein miður sæmileg orð í fyr- irlestrum sínum, en hverjum nema Moskvumönnunum, sem sjálfir eru allra manna illmálg astir og orðverstir, skyldi hafa getað dottið í hug að ætlast til þess, að hann minntist ekki á Tékkóslóvakíu af jþví að Gottwald var ekki viðstaddur, ekki á Sameinuðu þjóðirnar af því að Trygve Lie var hvergi næiri og s. frv.? Ég hygg og, að. það mundi hafa reynzt gersamlega órangurs- laust að reyna að fá Överland hingað án þess að hann um leið fengi tækifæri til að kynna mönnum hér skoðanir sínar á þeim málefnum, sem hann telur nú mest um vert, að tekin sé til heillavænleg af staða. Ég býst t. d. við, að hann hefði alls ekki gefið þess kosö, Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.