Alþýðublaðið - 28.05.1948, Síða 6

Alþýðublaðið - 28.05.1948, Síða 6
r í,rt; — ' r ALÞÝBUB t ABfD_________________________________________________Föstudagur 28. maí 1948. Leifur Leirs: SÖGUR GRAFARANNA úr revyunni: „Akstur bannað- ur“. Gettu, — hvar sífellt menn grafa gryfjur og skurði í stéttir og torg . . . Þú þarft ekki að vera í vafa; þú veist hvað hún heitir, sú borg. Gröfum, gröfum. . . Glamrar við skóflublað ný- lagður steinn. Gröfum, gröfum . . . en hvers vegna og hvað veit ei neinn. Eins stundvíst og Kross- messukría vér komum hér ár hvert og gröfum vorn skurð. Og mjölbrjótum malbikið nýja Svo myndast þar háfjöll og . urð. Gröfum, gröfum . . . Grafa og fylla oní, er starf vort og strit. Gröfum, gröfum . . . Það kallast verkfræðivit, Er við grófum hér fyrst, sást sá fjári, að feilskurð við grófum á rammskökkum stað. Svo grófum við aftur að ári, Því við urðum að leiðrétta það. Gröfum, gröfum . . . til prýðis í götuna skurði og skörð. Gröfum, gröfum . . . gjöldin og skattana í jörð. Og svo átti loks hér að leggja línur og rör, — svo við grófum í fleng Þá vantaði víst hvoru tveggja, sem við þurfti, — pípur og streng. Gröfum, gröfum . . . Framkvæmdir sjái hér sjá- andi menn. Gröfum, gröfum . . . aftur og aftur og enn. Og nu er að síðustu sögð mér saga frá laur.aðri rannsókn arnefnd, — að línan, sem aldrei var lögð hér, sé að líkindum dálítið skemmd. Gröfum, gröfum . . . Lýðum er skaðlegust heimskan hálf. Gröfum, gröfum. . . unz gatan sig grefur upp siálf. FLGSKUBROT. Seint læra þeir. Enn kvað skipaútgerð ríkisins sátla að gera skip sín út á Skotaveiðar á sumarvertíðinni. Sýnir betta glöggt, að við erum enn illa haldnir af þeim sjúkdómi, er sjálfstraust nefnist, er við, sem höfum um langan aldur keppst við að láta alla plata út úr okkur meira en við áttum til ætlum okkur þá dul að jafna hlut okkar með því að græða á Skotunum. — Danir sigruðu í öllum beim handknattleikjum, sem þeir háðu við okkur hérna á dögun um. Þeir, sem mest teljast vita um íþróttir,. kveða þetta stað festingu á því, að þessi íþrótta grein sé í hraðri framför hjá okkur. Vér tökum undir þetta; enda þótt vér höfum ekki mikiö yit á íþróttum, er þetta eins og úr okkar hjarta talað. Hins- vegar getum vér ekki neitað því, að oss hefði, þjóðarremb- ingsins vegna, þótt betri sigur , enda þótt hann hefði kunn- að að sanna afturför. LA PALOMA Skáldsaga eftir Toru Feuk Köld borð og heitur veizlumatur sendur út um allan bæ SÍLD & FISKUB Lesið Alþýðublaðið að þú getir haft áhrif á Hrólf, ef ég get það ekki?“ sagði hann háðslega. ,,Nei, nei, Þórgnýr; það var ekki það, sem ég átti við. En mig langar að.kynnast ungu stúlkunni; — því að þetta er alvara hans; skilurðu það ekki?“ „Skil; — jú, það skil ég vel. En það er ekki víst að allt sé gott, sem er alvara. Það verður líka að vera skynsemi á bak við alvöruna, og það skilur hvorki þú iné Hrólfur.“ Þau þögðu litla stund. Lís- bet tók við þessari ofanígjöf, sem hún hafði fengið, og leit- niður. Stuttu seinna byrjaði Þór- gnýr aftur. „Hvernig veiztu annars að það var alvara? Hefur eitt- hvað skeð á bak við mig, sem ég veit ekki um?“ „Nei, Þórgnýr; ég sé það bara á því, hvernig bréf Hrólfs er skrifað,“ sagði kona hans rólega. Þórgnýr svaraði ekki þessu en sagði: „Ef við förum klukkan átta í fyrramálið, getum við verið meirihluta dagsins í Rud- boda og svo farið heim með kvöldlestinni. Þá gerum við það.“ Lísbet horfði á mann sinn alls hugar fegin. „Þakka þér fyrir, Þórgnýr. Það verður skemmtilegt.“ „Skemmtilegt eða ekki, þá er það nauðsynlegt. Dreng- urinn verður að læra að horf- ast í augu við alvöru lífsins. Það vill hann aldrei. Hann tapar vitinu, bara ef hann sér laglegt andlit. Stundum hefur mér fundizt það synd, að hann skyldi ekki fá að verða hljómlistarmaður, eins og hann vildi svo gjarnan. Þá hefði hann getað helgað sig því, og þá hefði kannske orð- ið eitfhvað úr honum. Með hans skapgerð verðúr hann alltaf undir aðra gefinn. En það er þá ákveðið, að við förum klukkan átta.“ Þegar hann kyssti konu sína fyrir matinn, einmitt á sama blettinn sem hann hafði gert síðast liði-u sextán ár, sagði hann næstum því glettnislega: „Passaðu nú að láta ekki rómantíkina hlaupa með þig í gönur, svo að þú verðir al- veg á hans bandi.“ Lísbet svaraði ekki. Hún gekk á undan inn í setustof- una til þess að hella kaffinu í bollana. Það var eini tími dagsins, sem Minthe lét konu sinni eftir. En þegar búið var að drekka kaffið, Jmeigði hann sig og fór inn í herbergi sitt og fór aftur að vinna. Svo lengi sem vinnubjart var sat Lísbet við sauma sína. Þórgnýr krafðist þess, að kunningj akonur hennar kæmu á morgnana. Hann vildi ekki láta samtal þeirra trufla sig, þegar hann var kominn heim. Ef þau ætluðu í leikhúsið, en það kom sjald- an fyrir, eyddi Lísbet tíman- um í að klæða sig. Minthe kærði sig venjulega lítið um að fara í leikhús; en ef sýnt var leikrit, sem allir sáu, þá fór hann þangað, af því að aðrir gerðu það. En hann hafði enga ánægju af því. Enn verra fannst honum að neyðast til að lesa bók, af því að allir töluðu um hana. í fyrstu hafði hann af mestu skyldurækni lesið og ræ«tt um bækur, en nú kærði hann sig ekkert um.að láta sem hann fylgdist með í bókmenntun- um. Honum leið langbezt, begar hann var að tala um hin og þessi skjöl eða kaup- hallartíðindi, sem hann kunni utanbókar. Hann lét konu sinni skáldsögurnar eftir með mestu ánægju. Aftur á móti fór hann oft á listsýn- ingar, keypti við og við eitt- hvað til að prýða heimili sitt. Oft voru það málverk, en líka oft dýrmæt ábreiða eða einhver listmunur. Hann hafði góðan smekk og vissi nákvæmlega hvar húsgögnin átrtu að standa, svo að þau nytu sín bezt. En hartn spurði aldrei Lísbet um álit hennar. Og henni fannst allt, sem hann gerði, ágætt. Það var hann, sem hafði ákveðið að hún skyldi klæða sig í blátt, af því að það færi bezt við hörundslit hennar og augu. Lísbet sjálfri geðjaðist bezt að einföldum hlutum; en Þórgnýr vildi sjá hana klædda dýrmætum og áber- andi fötum. Og þess vegna klæddi hún sig í þau. Óskir hennar lágu honum í léttu rúmi, en hann langaði til að fólk tæki eftir konu hans og sæi á því, hve örláíur eigin- maður hann var. Allt var hugsað fyrir fram til þess að hafa hag af því, nema ást hans á bróður hans. Þeim var oft boðið í mið- degisverðarboð. Lísbet átti stóra fjölskyldu, og það sem meira var urn vert, það var mjög tigið fólk, og hann vi-ldi gjarnan heimækja það, og það mátti allt af sjá það á heimili hans við hátíðleg tækifæri. Að hann langaði oft heim til að sinna þeim störfum, sem hann var að vinna að, leyndi hann með kurteislegu látbragði, og hann brosti fullur áhuga og hlustaði eftir því, sem talað var. Hann gat heilt kvöld set- ið og talað við gamla æru- verðuga frú og hlustað á inn- antómt þvaður, ef hann dag- inn eftir var viss um að sjá hana sem viðskiptavin sinn. Enginn hafði nokurn tíma heyrt hann tala illa um ann- an mann. En aftur á móti gat hann vægðarlaust ráðizt gegn andstæðingi sínum. Aðr,a lét hann í friði. Tími hans leyfði honum ekki að skipta sér af öðrum en þeirn sem voru í vegi fyrir honum. Og hann var alltaf gagnheiðarlegur. Lísbet var mjög einmana, og hún fór sjaldan heim til föður síns, nema það væri fyrir fram ákveðið. Hann var mikið á ferðalögum. Einu sinni fyrir löngu hafði hann boðið henni í langa utanferð, en því hafði Þórgnýr af ein- hverjum ástæðum verið á móti. Tengdafaðir hans hafði slegið á öxlina á honum og sagt íbygginn á svip: „Svona, gárunginn þrnn. Það eru til aðrar konur“. Hún blóðroðnaði, þegax hún hugsaði um þessi kald- hæðnislegu ofð. Hún óskaði, að hún hefði aldrei heyrt þau. Og hún skildi, hvemig MYNDASAI, V aLDVOUBLAOSINS ORN ELDING NELSON: Heyrðu greifi minn góð ur. Ég er hræddur um að okk- ur komi aldrei saman um skipti farmsins. Gotrt og vel! Við er- um báðir djarfir karlar og höf- um gaman af að eiga hitt og þetta undir hamingjunni. Við spilum um farminn, karl minn. Sá, sem dregur hærra spil úr stokk---------- ÖRN reynir að vara greifann við, en-----------

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.