Alþýðublaðið - 01.06.1948, Síða 5

Alþýðublaðið - 01.06.1948, Síða 5
E»riðjudagxxr 1. júní 1S48. ALJÞÝÐUBLAMÐ Mörg varfarinförinbröft FYRIR tiltölulega skömmu er útkomin bók, sem heitir Fjöll og firnindi. Eru þetta frásagnir, sem Árni Óla rit- stjóri hefur skrifað eftir hin um aldraða garpi, Stefáni Fiíippussyni, sem er f jöl- mörgum kunnur, einkum^ á Suður- og Aústurlandi. Út- gefandi bókarinnar er Iðunn arútgáfan, og er bókin hin snctrasta að öllurn frágangi og í henni er fjöldi af Ijós- myndum. I formála gerir y\rni Óla stutta grein fyrir Stefáni Filippussyiii, kynningu þeirra og þeim reglum, sem hann heíur fylgt við val frá- sagna. En frásagnirnar skipt ast í tvo höíuðbætti. Sá fyrri heitir Úr heimahögum, og er hann sextíu stórar og þétt- Ietraðar blaðsíður, hinn heit ir Ferðalög og hrakningar, og er um hundrað síður. Síðustu áratugina hefur margt verið skrifað um hætti og atvinnulíf íslendinga á 19. öld, og er orðið allvand- gsrt að ritá um það almenn- asta á því svioi, án þess að úr verði leiðinleg endurtekn ing á margtuggnum smámun um. Þetta hefur Árna Óia auðsjáanlega verið ljóst, þeg- ar hann skrifaði kaflann Úr heimahögum. Raunar er þar ritað um híbýlaskipun, liín- aðarhætti og atvinnulíf -á Ferðaþæffir úr víðri verö HER A LANDI eins og annars staðar er blaðaínönn unum mörgum hverjum ekki nóg að skrifa í blöðin, þó að srnannfæðin og skipulagsleys ið innan stéttarinnar valdi því, að þessi einkennilegi snannhópur verði löngum að vinna svo langan og st-rang- an starfsdag, að heízt líkist vinnuskilyrðum sjómanna í fiskihrotu á vertíð eða bænda að sumri í f-yrstu jburrkaviku eftir rosamanuð. Blaðamennirnir skrifa ljóð, smásögur og skáldsögur og vinna við þýðingar margs konar þóka slík stórvirki hvað framleiðslu snertir, að það hálfa mætti teljast til mikilla tíðinda. Hins vegar gera íslenzkir blaðamenn lít áð að því að skrifa þækúr um efni, sem,- sé .tengt starfi þeirra, en slíkar bókmenntir eru erlendis miklar að vöxt- um og vinsælar og víðlesn- ar. Er þetta illa farið, því að hið daglega starf blaða- mannsins veitir honuín ó- venju góða aðstöðu tjl að lýsa samtíðinni, viðhorfum hennar og atburðum, um- fram það, sem gert er í dag- legum fréttum og venjuleg- um blaðagreínum. En þetta kemur í hendi eins og fleira, enda má sjá þess vottinn. Nú fyrir nokkr um dögum er komin út bók, sem er skrifuð af blaðamanni ig byggS á reynslu og við- horfum sjálfs hans. Þetta er bók Thorolfs Smiths Af stað burt í fjarlægð. Thorolf Smith er löngu þjóðkunnur sem fréttamað- ur, greinahöfundur og út- varpsfyrirlesari. Það er því með öllu ástæðulaust að kynna hann. En það er ástæða til að minna á út- komu þessarar bókar hans, sem flytux nokkurs konar úrval úr ferðaminningum þessa fróða og athiigula lang ferðamanns. Bókin er sér- stæð í bókmenntum okkax pg gefur lesendum sinum kost á að ferðast um víða veröld, þótt þeir sitji kyrrir á sama stað, og það er engin hætta á, að ferðafélagarnir uni ekki fararstjórn Thorolfs Smiths. Það er ungum manni mik- Thorolf Smith. ill skóli að hafa farið ferðir Thorolfs Smiths. Sú hlið snýr þó aðeins að einstak- lihgnum, sem hlut á að máli. En fyrir okkur hin verðui þessi skólaganga Thorolfs Smiths nokkurs virði vegna þess, að honum tekst að láta lesendur bókarinnar njóta með sér þess, er hann sá og heyrði og á daga hans dreif. Menntun hans og fróðleikur leiðir til þess, að hann getur greint frá fleiru en því, sem bar fyrir augu hans og eyru og sneri að honum persónu- lega. Þessir hæfileikar og eiginleikar, ásamt fjörlegum stíl, vönduðu en látlausu máli og skemmtilegri frá- sagnargleði, — allt þetta gef ur bókinni gildi umfram það að vera tilvalinn tómstunda- lestur. Að auki kann Thorolf mætavel að túlka .persónu- legar skoðanir sínar á mönn um og málefnum án þess að gera þann málflutning að innantómum áróðri. Og þó dylst ekki, hverja Thorolí metur og hverium hann hef- ur vanþóknun á, hvað hann álítur heillavænlegt og hvað skaðvænlegt — hann þorir og kann að gera greinarmun góðs og ills. Af stað burt í fiarlægð sýnir, að Thorolf Smith kann mætavel þá list að skrifa góða bók fyrir fólk, sem lifir í heimi raunveruleikans og vill fræðast um veröld sína, lönd og þjóðir, háttu og ör- lög. Helgi Sæmundsson, Núpsstað, en þar er frá ýmsu sérstæðu og fornlegu að segja, og kaflinn er fróðlegur og skemmtilega skrifaður. Þá er sagt frá villtu fé á af- réttum Fljótshverfinga, kola gerð í Núpsstaðarskógum, erfiðum ferðum í fjárleitum og til aðdrátta, viðureign við jökulmóður, sérstæðum hrafnasögum -—- og ýmsu fleiru, sem dregur að sér at- hygli lesandans. Hefur höf- undi bókarinnar tekizt að litka ýmsar þessar frásagnir sérstæðum blæ, samræmum umhverfinu og háttum og gerð þess fólks, sem frá er sagt. Á þetta ekki lítinn þátt í því, hve lesandanum þykja frásagnirnar hugþekkur lest ur. | Eins og nafn siðari og lengri þáttarins bendir - til, er þar einkum fjallað um ferðalög og mannraunir í við skiptum við náttúruna. Frá sagnirnar í þessum þætti mætti flokka í tvo höfuð- flokka, lýsingar á ferðalög- um sögumannsins sem fylgd armanns erlendra ferðalanga og sögur um hrakninga og mannhættu, sem hann hefur lent í eða lagt sig í utan þeirra ferða. í þessum þátt- um fáum við mjög glögga mynd af sögumanninum, greindum manni, sem er glettinn og gamansamur, en þó alvörumaður eigi að síð- ur, er djarfur, en samtímis athuguil, harðgert karl- ménni, en þó tilfinninganæm ur, raunsær, en samt gædd- ur dulúð og ákafr iþrá til ævintýra og mannrauna. Þarna er líka brugðið upp minnisstæðum myndum af ýmsum öðrum, svo sem hinni merkilegu. konu, móður höf- undar, Þórunni, sem nefnd var grasakona, Steini, afa Þórbergs rithöfundar Þórðar sonar, en frá honum hefur Þórbergur nokkuð sagt, en ætti að skrifa um ýtarlegan þátt, — og ekki má gleyma Stúart hinum brezka. Af sér stæðum köflum vil ég nefna Milli'heims og heljar -— um se'Iveiði og mannhættu í Hvalsýki, Ofdirfskuför, um fjárrekstur sunnan úr Fljóts hverfi og austur á Fljótsdals hérað að vorlagi. þá er menn voru yfirleitt heylausir í flestum sveitum og víðast litlir og lélegir hagar, Lækn- is vitjað, lýsing á mikilli svaðilför að vetrarlagi, Ein- kennilegur ferðalangur, um ferðalög Stefáns með Stuart, og loks og ekki sízt hina sönnu, en eigi að síður furðu legu frásögn, Huugurvist í nr. 13.194S frá skömmfciiMnfjóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu \Tara, liefur viðskiptanefndin ákveðiS að fram lengja skömmtunartímabilið fyrir vínnufatnað og vinnu- skó þannig, að vinnufataseðill nr. 2, prentaður með rauo um ht, skuli áfram vera iögleg innkaupaheimild fyrir of angreindum v,prum, unz annað verður ákveðið. Jaínframt heimilar skömmtunarskrifstofan afgreiðslu á samfestingum stærð nr. 44, gegn vefnaSarvÖrueining- um til unglinga yngri en 14 ára, ef þeir geta ekki notað minna húmer. Reykjavík, 31. maí 1948. S kömmtxmarstj óri. í öðrum byggingarflokki. Félagsmenn sendi umsóknir til stjórnar íélagsins fyrir 6. þ. m. .... .. Stjórnin. Tilkynning Viðskiptanefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks verð á I heildsölu I smásölu Pepsi cola .......... kr. 0,75 kr.1.00 Hámarksverð þetta gildir í Reykjavík og Hafnarfirði, en annars staðar á landrnu má bæta við verðið sam kvæmt tilkynningu nefndarinnar nr. 28/1947. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 29. maí 1948. Verðlagsstj órinn. Fafaefnl frá Hoífandi útvegum við klæðskerum og öðrum leyfishöfum. 'Gæðin 100% ul]. Smekklegir litir. Afgreiðsla strax Sýnisihorn fyrirliggjandi'. Umboðsverzlun. Sími 7015. Pósthólf 891. Bjarnarey . . . Sögur þessar eru mjög vel sagðar og veru- lega skemmtilegar, og er í þeim margt, sem vert er að geymist. Yfirleitt er þessi bók bet- ur skrifuð og skemmtilegri en sú, er út kom eftir sama höfund fyrir fáum árum, þó að hún væri fróðleg um sitt- hvað og margt þar vel ritað. Og þau sjónarmið, sem höf- undúr hefur háft um efnis- valið, mættu vel verða til leiðbeiningar ýmsum, sem síðar kunna að skrá minning ar sínar eða annarra. Höf- undur notar ekki stafsetn- ingu, sem Iöggilt er í skólum og á ritum útgefnum.itil notk unar í skólum eða fyrir al- mannafé, og finnst mér það ljóður á hans ráði. Látum menn berjast fyrir þeim breytingum á því sviði, sem þeim þykja skynsamlegar og til bóta. En það er mikill bjar/argreiði við unga fólkið í landinu og eykur á erfið- leika um vandaða bókagerð, að rithöfundar og ráðamenn blaða haldi fast við ein- hverja sérstæða stafsetn- ingu, hvað þá að þeir skipti um svo að segja með hverri nýrri bók, sem frá. þeirra hendi kemur — eins og dæmi eru til hér á landi. Guðm. Gíslason Hagalín.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.