Alþýðublaðið - 07.07.1948, Page 3
Miðvikudagur 7. júlí 1948
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
MIÐVIKUD AGURINN' 7.
JÚLÍ. Alþýðublaðið segir fyrir
rétíum 12 árum: „Síldarflotinn
■væntanlegur í kvöld með full-
fermi. Ágætisveður og nóg af
síld xim allan sjó. — í nótt og í
morgun hefur verið landað úr
20 síldveiðiskipum, og hafa þau
samstundis farið út á veiðar.
Enn bíða þó um 20 skip, en úr
þeim öllum verður að líkind-
um landað í dag. — Síldaraflinn
er alls 326,842 hl, Allir búa sig
nú undir síldarsöltun, og mun
söltun að líkindum byrja af
fullum krafti síðari hluta vik-
unnar“.
Sólarupprás var kl. 3,18, sól-
arlag verður kl. 23.45. Árdegis
háflæður var kl. 6.40, síðdegis
háflæður verður kl. 19.05. Sól
er hæst á lofti kl. 13.33.
Næturvarzla: Ingólfsapótek,
sími 1330.
Næturakstu?j Hreyfill, sími
6633.
Heilsuverndarstöðin í Templ-
arastudi 3 fyrir. ungbörn og
barnshafandi konur verður lok
uð, fyrst um sinn, um óákveð-
inn tíma, vegna viðgerðar. Aug
lýst verður síðar hvenær stöðin
tekur til starfa.
Veðrið í gær
Klukkan 15 í gær var yfir
leitt hægviðri um allt land, 1—
2 vindstig. Víðast hvar var al-
skýjað, en yfirleitt úrkomu-
laust. Hiti var víðast 10—12
stig sunnanlands en 8—9 stig
norðanlands. Mestur hiti var á
Loftsölum og Hólum í Horna-
firði, 13 stig, en kaldast var á
‘Dalatanga, 7 stig. í Reykjavík
var 11 stiga hiti.
Flugferðir
AOA: í Keflavík kl. 8—9 árd.
frá New York, Boston og
Gander til Kaupmannahafnar
og Stokkhólms.
Skipafréttir
Laxfoss fer frá Reykjavík kl.
7,30, frá Akranesi kl. 9, frá
Reykjavík kl. 17, frá Akranesi
kl. 20.
Hvassafell er á Siglufirði
Vigör er á leið frá Patreksfirði
til Stykkishólms, Varg fór frá
London 4. þ. m. til Reykðarf jarð
ar. Plico er væntanlegur til
Vestfjarða á morgun frá Ála
borg.
Brúarfoss er í Leith. Fjallfoss
er í Rðykjavík. Goðafoss er í
Antwerpen, fer þaðan væntan-
lega á morgun 7/7. til Reykja-
víkur. Lagarfoss er á Akranesi.
Selfoss fer frá Reykjavík kl.
22.00 í kvöld 6/7. vestur og
norður. Reykjafoss fór frá Lar
vik 5/7. til Hull og Reykjavík-
ur. Tröllafoss er í New York.
Horsa fór frá Leith kl. 24.00
4/7. til Reykjavíkur. Madonna
lestar í Hull 7/7.
Érna Finnsdóttir (Sigmunds-
sonar, landsbókavarðar), Máfa-
hlíð Tl, og Geir Hallgrímsson,
lögfræðingur, (Benediktssonar,
alþingismanns), Fjólugötu 1.
(6. júlí).
Hjónaíéfns
Elísabet Guðmundsdóttir,
Ránargötu 8 A og Eskild Jo-
iransen, BrumundaL Noregi.
Hér er mynd af verðlaunapen-
ingunum, sem veittir verða á
Olympíuleikjunum í London í
sumar. Áður voru fyrstu verð
launin úr gulli, en nú úr
brenndu silfri.
Katrín Einarsdóttir, Hring-
braut 137, og Bragi Sigurðsson
stud, jur. Hringbraut 137.
Soffía í. Kristbjörnsdóttir,
Bergstaðastræti 6C og Ólafur
Stephensen stud. med. Hring-
braut 154.
Blöð og tímarit
Alþýðublaðinu hefur borizt
Júní — júlí hefti sjómannablaðs
ins Víkings. Efni þess er meðal
annars: Hornafjörður, eftir Kr.
Imsland; Diesel- eða gufutogar-
ar, eftir Þorkel Sigurðsson. í
Bremerhaven vorið 1948, eftir
M. Jensson; Sjóhrakningar, eft-
ir Pétur B. Jónsson; Eru nýsköp
unartogararnir úreltir? eftir
Þorkel Sigurðsson; Mataræði,
eftir Júlíus Kr. Ólafsson. Einn-
ig eru myndir af hvalveiðum,
sögur, kvæði og fjölmargt ann
að efni.
Söfn og sýningar
Listamannaskálinn: Minning-
arsýning Tilraunafélagsins
Njáls. Opin kl. 2—11.
Skemmtanir
KVIKMYND AHÚS:
Nýja Bíó (sími 1544): „Gleði
dagur á Bowery" (amerísk).
Wallace Beery, George Raft,
Fay Wry, Jackie Cooper. Sýnd
kl. 9. „Einkaspæjarinn" (ame-
rísk). George Montgomery,
Nancy Guild. Sýnd kl. 5 og 7.
(amerísk). Sýnd kl. 5.
Austurbæjarbíó (simi 1384);
„Sjálfstætt fólk“ (amerísk).
Zachary Scott, Betty Field. Sýnd
kl. 9. „Allir vildu eiga hana“
(amerísk). Sýnd kl. 3 og 7.
Tjarnarbíó (sími 6485): —
,,Órabelgur“ (dönsk). Margu-
erite Viby. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Tripoli-Bíó (sími 1182); —
,,í skuggahverfum Lundúnaborg
ar” (amerísk). Gary Grant.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími
9184): „Og dagar koma“ (ame-
rísk). Alan Ladd, Loretta Young
Susan Hayward, Barry Fitzger-
ald. Sýnd kl. 7 og 9.
Hafnarf jarðarbíó (sími 9249):
„Scotland Yard skerst í leik-
inn“. .. (ensk) Eric Portman,
Dulcio Gray. Sýnd kl. 7 og 9.
SAMKOMUHÚS:
Hótel Borg: Danshljómsvcit
frá kl. 9—11,30 síðd.
Sjálfstæðishúsið: Kveðju-
dansleikur fyrir finnsku knatt-
spyrnumennina kl. 9.
SKEMMTISTAÐIR:
Tívolí: Opið kl. 8—11,30 s.d.
HLJÓMLIST:
Austurbæjarbíó: Stefán ís-
land syngur kl. 7,15.
banjó og balalaika (plöt
Otvarpið
19.30 Tónleikar: Lög leikin á
anjó og balalaika (plöt-
ur).
20.30 Útvarpssagan: ,Jane Eyre1
eftir Charlotte Bronte
(Ragnar Jóhannesson
skólastjóri).
21.00 Tónleikar: Symfónía nr. 2
í D-dúr eftir Sibelius
(endurtekin).
21.35 Þýtt og endursagt: Mynd
ir úr tónlistarlífi Vínar-
borgar fyrir aldamótin
(Jón Þórarinsson).
Rabb við Otto voo Pöfát, Icurioasta
hoefaleikara NorÖmaooa um hoefalelk.
KROSSGATA NR. 69.
Lárétt, skýring: 1. Kantur, 7.
vökvi, 8, merki, 10, glíma, 11.
Ameríkani, 12. hjálparsögn, 13.
verzlunarmál, 14, gælunafni, 15.
blóm, 16. afltaug.
Lóðrétt, skýring: 2. Eind, 3,
ullarílát, 4, titill, 5. skemmd, 6.
kvenfuglinn, 9. skógarguð, 10.
svað, 12. hestur, 14. ílót, 15. slá.
LAUSN: Á NR. 68.
Lárétt, ráðning: 1. Erfiði, 7.
jól, 8. ljót, 10. D.D., 11. tað, 12.
fræ, 13. Ag. 14. kjól, 15. æra,
16. stáss.
Lóðrétt, ráðning: 2. Rjóð, 3.
fót, 4. il, 5. indæll, 6. eltar, 6.
jag, 10. dró. 12. fjas, 14. Zirá
15. æt.
.; li .1 i'Twti.
Kvöidverðarboð lil
fíeiðun Craigie
SÍÐASTLIÐINN þriðjudag
hélt Háskóli íslands kveld
verðarboð í Tjarnarcafé til
heiðurs Sir. William A
Craigie, hinum mikilsvirta
málfræðingi og heiðursdokt-
or háskólans. Varaforseti há
skólaráðs prófessor Ásmund
ur Guðmundsson, stýrði hóf-
inu, en meðal boðsgesta voru
sendiherra Breta, háskóla-
kennarar í íslenzkum fræð
um, fulltrúar Bókmenntafé
lagsins, Rímnafélagsins og
Kvæðamannafélagsins og
nokkrir aðrir fræðimienn
Skemmtu menn sér hið bezta
við ræður og rímnakveðskap
m. a. hélt heiðursgesturinn
merkilega raeðu um fyrstu
kynni sín af íslendingum og
um ferðir sínar hér á landi
Aíhending aðgön,gumiSa að Ólympíufeikjunum fer
ifram í skrifstofu Raftækjaverzluniar íslands í Nýja
Bióhúsinu við Lækjargötu (4. hæð) kl. 4—6 daglfga.
Miðarnir sækkt fyrir 13. þ. m. og slkal þá jafnframt
greiða fargjaid cg hótelkostnað fyriæ þá, sem íara á
vegum nefndarinnar.
Þeir, sem cska að fá samhiiða sæti, vsrSa að taka
miðana samtímis.
v Ófympfuiiefnd íslands.
OTTO VON PORAT, kunnasti hnefaleikari Norðmanna,
er staddur ’hér á landi um þessar mundir. Kennir hann við
hneíaleikanmáskeið, sem nú stendur á vegum glímufélagsins
,Ármiaam“. í gær hittu tíðindamenn blaða hann að máli og
ræddi hann mangt um iþrótt sína, en hann er þar margfróðúr
og reydur. Árið 1924 keppti hann á Ólympíuleikjunum, í París.
og varð ólympískur meistari í Imefaleik, fór íveim árum sliðar
til Ban'daríkjanna og keppti þar við þá hnefaleikara, sem beztir
vcru taildir og gat sér mikla frægð.
—- Hvað segið þér um^
hnefaleika sem í þrótt?
„Ég tel þá holla íþrótt og
drengilega. séu þeir rétt iðk-
aðir. En, það má áils ekki
blanda þeim saman við „salgs
mál“, sem því miður er
stundum gert“.
— Hvað leizt yður um
hnefaleikana eins og þér
sáuð þá iðkaða í Bandaríkj-
unum?
„Meðal áhugamanna leizt
mér það allt með felldu. En
meðal atvinnumanna virtizt
mér það dálítið annað. Þar
er það auglýsingastarfsemin,
sýndarleikurinn og gróðafíkn
in., sem mestu ræður. Þannig
virtizt mér og með margar í-
þróttir atvinnumanna, t. d.
f j ölbragðaglímuna“.
— Hvað álítið þér valda
því, að svo mjög ber á bana
slysum við hnefaleika nú á
síðari árum?
„Ég álít, að hnefaleikur
þurfi ekki að vera hættulegri
öðrum íþróttum, sé hann rétt
iðkaðuir. Aðalorsök banda-
höggs tel ég þá, að keppend-
ur noti of litla hanzka. Kom
ið hefur til mála að lögleiða
sérstaka stærð hanzka. en
ekki hefur því enn verið
hrundið í framkvæmd".
— Hv-ert er álit yðar á ís-
lenzkum hnefaleikurum?
•,Þeir, sem ég hef kynnst,
eru duglegir og líklegir tií að
geta náð góðum árangri. ef
þeir hljóta rétta þjálfun, en
þá skortir mjög kunnáttu sem
vonlegt er. Og að endingu
vil ég taka þetta fram: Ár-
angur sá, sem íþróttamenn-
irndr ná og það menningar-
stig, sem íþróttirnar standa. á
á hverjum tíma, fer eftir for
usumönnunum, og tel ég það
lögmál ekki hvað sízt í gildi
þegar um hnefalejka er að
ræða“.
FFSÍ vifl aS nýju
fogararnír mWi orönír
75 árið 1953
FARMANNA og fjski-
mannasamband íslands, hef
ur lýst ánægju sinni yfir
þeirri ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar. að semja nú þegar
um smíði 10 togara til viðbót
ar og telur það spor í rétta
átt. En jafnframt telur sam-
bandið nauðsynlegt að ríkis
stjórnin tryggi sér enn meiri
og áframhaldandi aukningu
togaraflotans,, svo að náð-
verði því marki, að nýju tog"
ararnir verði orðnir ekki
færri en 75 á árjnu 1953, svo
sem 11. þing sambandsins á-
lyktaði.
Þá telur sambandið mjög
þýðingarmikið að jafnframt
verði gerð gangskör að því a-5
athuga þær framfarir og um
bætur, sem heppilegastar
kunna að þykja á útbúnaði
hinna nýju togara til sem full
komnastrar hagnýtingar á
afla svo sem mjölvinnslutæki
og fleira.
Loks leggur sambands-
stjórnin áherzlu á. að Far-
manna og fiskimannasam-
bandinu verði gefinn kostur
á að fylgjast með öllum und
irbúningi og framkvæmdumi
í sambandi við smíði nýrra
togara, og að koma með til-
lögur varðandi þau mál, enda
var slíkur háttur viðhafðvrr
við undirbúning að byggingu
hinna 30 nýbyggingartogara.
Þá vill sambandsstjórninj
leggja áherzlu á að nýju tog
urunum verði úthlutað sem
réttlátast til heppilegusíu
útgerðarstaða á landinu. ,