Alþýðublaðið - 07.07.1948, Qupperneq 4
ALÞY-ÐUB&frPIÐ
4
í Miðvikudagur 7. júíí 1948
Efnum tii hópferða til úílanda. — 300 þátttak-
endur með fíeklu til Noregs og Danmerkur. —
Lítil gjaldeyriseyðsla, en ógleymanlegt sumarfrí.
NÆSTA VOB eigum við að
auka ferðastarfsemi okkar. Við
eigum að skipleggja orlofsferðir
með skipum til annarra Iancia.
Mönnum finnst þetta ef til vill
djörf hugmynd, en hún er það
ekki. Þetta er vel framkvæman
Iegt, ferðin þarf ekki að vera
dýr, þegar rniðað er við verðlag
hér og ekki þyrftu þátttakendur
að hafa nema sáralítinn gjald-
eyri. Ég hygg jafnvel, að 300
þátttakendur þyrftu ekki sam-
tals nema 15 þúsund krónur, eða
sem svarar 50 krónum á hvern.
ALLAN ANNAN KOSTNAÐ
við förina gætu þátttakendur
greitt í íslenzkum peningum, ef
vel er séð fyrir öllu og ráð í
tíma tekin. Mér er kunnugt um
það að gífurlegur fjöldi manna
hefur mjög mikinn hug á því
að efnt sé til slíks ferðalags og
að færri myndu fá en vilja, ef
þetta væri gert. Þjóðfélagið,
sem heild, verður líka að líta
svo á, að þetta sé menningar-
starf, enda er það viðurkennt
af löggjafanum að ferðalög séu
nauðsynleg og sjálfsagt sé að að
stoða almenning eins og unnt er
til að ferðast.
FVRST OG FREMST verður
að stefna að því að hjálpa fólki
til að kynnast eigin landi, en
einnig er sjálfsagt að veita þeim
aðstoð sem þess óska til þess að
kynnast öðrum löndum. Hið
eina sem verður að hafa eftirlit
með er gjaldeyriseyðslan meðan
svo er að skortur er á honum
og það verður víst lengst af. —
Ég fékk í gær bréf um þetta
mál frá Hjalta. Ég ræddi þetta í
fyrra, en enginn hefur tekið að
sér að framkvæma hugmyndina.
Bréfið fer hér á eftir.
' „ESJAN OKKAR er nú í
fyrstu Skotlandsferðinni af sex,
sem henni og Heklu er ætlað að
fara í sumar, en aðeins fyrir
erlenda ferðamenn. Enda mun
okkar ágæta viðskiptanefnd
draga úr gjaldeyri til ferðalaga,
þótt flest eða allt hið venjulega
„forr||tinda“-fólk sé enn á ferð
og flug'i, þrátt fyrir auglýsingu
viðskiptanefndar um neitun á
gjaldeyri nema til brýnustu er-
inda, og hinir mörgu forsjálu,
sem undanfarið hafa safnað er-
lendis hinum frægu vina og
skyldmenna fjársjóðum, sér til
heilsubótar.“
jiSTíJNGIÐ HEFUR verið
upp á að senda skip með hina,
^em ekkert fá, en langar þó að
sigla, til Grænlands, Svalbarða
og annara áþekkra þoku- og rign
ingabæla, og tillögurnar fegrað
ar með hressandi sjávarlofti og
sálubætandi samvistum á hafi
úti. En ég hygg að flestir, sem
eigi hafa áður komizt út yfir
pollinn, kysu heldur að sjá gróð
ursælli og sólríkari lönd en þessi
og okkar eigið. Væri skynsam-
legra að senda skip nokkrar
ferðir til vesturstrandar Skot-
lands og Noregs, (aðeins með fs
lendinga) til stuttrar dvalar á
hverjum stað, og sé ávalt búið í
skipinu til að spara gjaldeyri.“
„LANDANUM, ER SIGLDI í
fyrsta skipti, myndi þykja fróð-
legt að sjá stórhorgina Glasgow,
þótt hún sé leiðinleg eins og
flestar stórborgir, — verja degi
i til að skoða Edinborg og Forth-
brúna, tveim dögum í fjörðun-
um fögru Loch Lomond, Loch
Long, o. s. f. vestur af Glasgow,
en svo væri haldið norður með
jfjörðum og farið gegnum Cale-
doniu-skurðinn á heimleið.
Hygg ég að komast mætti af
með 10 sterlingspund á mann, í
slíku ferðlagi, ef húið er í skip
inu eða minna.“
„NOREGSFERÐ tæki mun
lengri tíma og yrði því dýrari.
En ekkert land þekki ég yndis-
legra en vesturstrandlengju Nor
egs. Þótt Esja og Hekla séu of
lítil skip til Miðjarðarhafsferða,
— og slíkra ferða engin þörf fyr
ir almenning, en aðeins handa
lúxuslýðnum, — eru þær ágæt
ar til Skotlands og Noregs-
ferða.“
„FÓLKIÐ, SEM VINNUR
baki brotnu að framleiðslunni, á
heimtingu þess að geta líka kom
izt ut yfir pollinn, sér til fróð-
leiks og hressingar. Ferðirnar
þyrfa ekki að verða mikið dýr-
ari en langferðálög innanlands,
og þeir að sitja fyrir er ekki
hafa komizt áður til útlanda. Ég
skora á Skipaútgerð ríkisins og
Ferðaskrifstofuna að taka þetta
mál til athugunar og undirbún-
ings, hið fyrsta."
ENGINN -hefur tekið að sér
að framkvæma þessa hugmynd.
En nú er bezt að snúa sér að
því að undirbúa förina. Héðan
Framhald á 7. síðu.
- Golíat -
/(/ .
''f'A'o iy, 'ý
Stundum leikur tilveran á Golíat, en
oftar leikur Golíat á tilveruna — eSa
náungann. Alltaf er hann spaugilegur
og ahtaf er eitthvað nýtt að koma
fyrir hann. Ungir jafnt sem gamlir
fylgjast af ánægju með asvintýrum
Golíats á 2. síðu blaðsins daglega.
Á ðeins í A lpý ðuhlaðinu.
Gerizt áskrifendur. -- Símar: 4900 & 4906.
Island fær 608800 dollara ú ári
fyrir aðsfoð við Átlantshafsflug
Og 7.5 milljón króna fyrir tímabiiið frá
miðju ári 1946 tií ársloka 1948.
SAMÞYKKT VAR á ráðstefnu, sem nýfega er lokið í
Genf, að greiða skyldi Isfendinigum 7,5 mihjónir króna vegna
öryggisþjónustu í þá'gu flugsamgangna um Norður-Atlants'haf
frá miðju ári 1946 til ársldka 1948, og 600 þúsund doliara ár-
lega upp frá því. Agn'ar Kofoed-Haarsen, formaður flugráðs,
skýrði blaðamömium frá þessu í gær, en hantn er nýkominn
af ráðstefnunnd.
fslendingar höfðu gert
kröfu um endurgreiðslu á
kostnaði vegna öryggisþjón-
ustunnar þessi ár og lagt
fram reikning að upphæð 9
milljóni'r krón:a, enn fremur
farið fram á árlega greiðslu
er næmi 600 þúsund dollur-
um. En vegna þeirra hlunn-
inda er þjóðin nýtur af flug
samgöngunum og vaxandi
millilandaflugs landsmanna,
var svo álitið. að íslending-
um bæri að greiða hluta
kostnaðarins.
. Þessi lönd skyldu taka þátt
í greiðslum til íslendinga
vegna öryggj sþjónustunnar á
tímabilinu frá 1946 til 1948:
Bandaríkinj 61,7%. Bretland
111%, Belgía 1,2, Kanada
9,3%, Danmörk 1.5%,
Frakkland 4,6%, Holland 5,6
%, Noregur 1,85% og Sví-
þjóð 2,8%.
Iiina árlegu greiðslu, 600
þúsund dollara, skyldu þessi
sömu lönd auk íslands inna
af höndum og í þessum hlut-
föllum: Bandaríkin 48,7%,
Bretlandi 9,9%, Belgía 1,8%
Kanada 7,1% Danmörku 1,7
%, Frakkland 4,1%, Hol-
land 4,9%, Noregur 1,7%,
Svíþjóð 2,6% og Island 17,5
%. íslandi verður því greidd
þessi upphæð árlega að frá-
dregnu framlagi þess.
Forsaga málsins er í stuttu
máli sú, að á flugmálaráð-
stefnu í Duflin árið 1946 var
talið bráðnauðsynlegt að hafa
öfluga veðurfræði- og loft-
skeytaþjónustu á íslandi
vegna öryggis flugsamgangna
um Norður-Atlantshaf. Sendi
nefnd íslands á ráðstefnunni
lýsti og yfir því, að ísland
væri fúst til að taka að sér
þessa þjón,ustu, en taldi land
inu ókleift að istanda straum
af kostnaðinum án utan að
komndi aðstoðar fjárhags-
lega. íslendingar tóku síðan
við þessari þjónustu á miðju
ári 1946.
Á þingi alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar í Montrial í
fyrra báru fulltrúar íslands'
fram formlega kröfu varðandi
þessar greiðslur. Tók stofn-
unin þessar kröfur til með-
ferðar og samþykkti ráð
Framhald á 7. síðu
Útgefandi: Alþýðuflokkarinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsin^fer: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Álþýð’iprentsmiðjan kj.
Eru sextán þjéðir
í Evrópu elntómir
landráðamenn!
ÞJÓÐVILJINN hefur feng-
ið eitt æðiskastið enn, — nú
í tilefni af því, að samningur
íslands og Bandaríkjanna um
Marshallaðstoð hefur verið
undirritaður. Segir blaðið,
að með þessari æáðstöfun
„svipti ríkisstjórnin íslenzku
þjóðina efnahagslegu sjálf-
stæði með nýjum landráða-
samningi“ — hinn fyrri er
auðvitað flugvallarsamning-
urinn, sem líka varð til þess,
að kommúnistar slepptu sér
eins og kunnugt er — og í
áframhaldi af þessu er samn-
ingurinn mistúlkaður lið fyr-
ir lið, og hver staðhæfingin
og hvert fúkyrðið rekur ann-
að.
*
Þessi ólæti kommúnista-
blaðsins verða ekki af nein-
um alvarlega tekin, og það
væri sannarlega þarfleysa að
elta ólar við það í því and-
lega ástandi, sem skriffinnar
þess eru þessa dagana. Al-
menningur gerir sér það auð
vitað Ijóst, að um eitthvað
verða mennirnir að skrifa, og
af tvennu illu kjósa þeir frem
ur að fjölyrða um Marshallað
stoðina en hin nýju stjórn-
málaviðhorf á Balkanskaga
eða úrslit kosninganna á
Finnlandi.
Sextán þjóðir Norðurálf-
unnar hafa gerí með sér sam-
tök um samvinnu til viðreisn-
ar efnahag sínum og atvinnu
lífi, og hver um sig eru þess-
ar sömu þjóðir að gera samn-
ing við Bandaríkin í sama til-
gangi. Hér er um að ræða
þær þjóðir heimsins, sem
lengst eru komnar í hvers
konar framförum og bezt
kunna að meta frelsi, sjálf-
stæði og lýðræði. En Íönd
margra þeirra eru í rústum
eftir að styrjöldin, hefur farið
eldi sínum um þau, og þessar
þjóðir skortir fé og tæki til
að geta byggt upp aftur það,
sem niður var brotið. En
Bandaríkin geta og vilja að-
stoða þær í endurreisnarstarf
inu, og sú boðna hjálp er að
sjálfsögðu þegin.
íslenzka ríkisstjórnin hef-
ur enga ákvörðun tekið um
lántöku í Bandaríkjunum, en
hún hefur hlutazt til um, að
opin leið sé til lántöku þar að
íenginni heimild í íslenzkum
lögum. ísland hefur gerzt að-
ili að Marshallaðstoðinni af
því, að því finnst endurreisn
nágrannaríkjanna í Evrópu
skipta sig miklu máli. En það
er síður en svo, að það hafi
veitt Bandaríkjunum úrslita-
vald í efnahagsmálum þjóð-
arinnar eins og Þjóðviljinn
staðhæíir. Það hefur meira
að segja sett í umræddum
samningi sérstakan fyrirvara
um óbreytta fiskveiða- og at-
vinnulöggjöf landsins, en
slíkam fyrirvara hefur engin
önnur hinna sextán þjóða
sett. Svo heldur Þjóðviljinn,
að það sé alvarlega tekið, þó
að hann fullyrði í hatri ;sínu
og pólitískri blindni, að ríkis-
stjórnin hafi svipt þjóðina
efnahagslegu sjálfstæði og
framið svívirðileg landráð!
Með því er óbeinlínis stað-
hæft, að ríki eins og nágranna
þjóðir okkar á Norðurlönd-
um, svo og, Bretar og Frakk-
ar, hafi afsalað sér efnahags-
legu sjálfstæði og selt það
vestur um haf með einum
pennadrætti! Það er’ sannar-
lega ástæða til þess að vor-
kenna þeim mönnum, sem
hafa atvinnu af að reka slík-
an málflutning.
%
En hvers vegna hefur
samningurinn um Marshall-
aðstoðina komið kommúnist-
um svona áberandi úr and-
legu jafnvægi?
Þeirri spurningu er auð-
svarað. Kommúnistarnir hér
eru engin undantekning að
þessu leyti fremur en öðru.
Þeir kyrja sama sönginn og
kommúnistar allra annarra
landa. En forsöngvarinn er
austur í Moskvu, og hann
hefur gefið Magnúsi Kjart-
anssyni tóninn um leið og
ritstjórum kommúnistablað-
anna í öðrum löndum utan
Rússlands, og Magnús syngur
hvorki betur né verr en þeir.
Kommúnistair um al'lan
heim berjast á móti Mars-
hallaðstoðinni eins og óðir
menn af því, að þeir eru and-
vígir því, að þióðunum, sem
ekki þera ok rússnesku kúg-
unarinnar, gefist kostur á að
byggja upp að nýju efnahag
sinn og atvinnulíf. Þeir lifa í
þeirri trú, að skortur og öng-
þveiti sé ástand, sem fleyti
kommúnistum til áhrifa og
valda. Barátta þeirra gegn
Marshallaðstoðinni er ekki
fyrst og fremst barátta gegn
Bandaríkjunum. Hún er um-
fram allt barátta fyrir fátækt,
atvinnuleysi og upplausn
með þjóðum Norðurálfunnar,
hún er barátta fyrir þeirri
ógæfu, sem kommúnistar
halda að verði vatn á þeirra
myllu.
En aumur er málstaður
stjórnmálaflókks, sem rekur
slíka baráttu, og þungur hlýt-
ur sá dómur að verða, sem
hlutaðeigandi þjóðir kveða
upp yfir honum ' á sínum
tíma. ■,; ■ „i