Alþýðublaðið - 16.07.1948, Síða 6

Alþýðublaðið - 16.07.1948, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 16. júní 1948. lÆSBg Filipus Bessason hreppstjóri: AÐSENT BRÉF Ritstjóri sæli. Nú les maSur blöðin á hlaup- um í sveitinni, því nóg er að gera, en of fáar hendur til að leysa af hendi öll þau störf, sem að kalla. Jú, ég rétt renni aug- unum yfir blaðsíðurnar á meðan ég er að gleypa í mig matinn, les stundum lítið meira en fyr- irsagnirnar, — og veiztu hvað? Ég þykist hafa komizt að raun um, að slíkt lestrarlag nægi fyllilega til þess að öðlast þann fróðleik, sem blöðin flytja. Já, það er eins og maður fái betri heildarsýn yfir atburðina og gang málanna með þessu móti, því þá kemst maður hjá því að aukaatriði og útskýringar leiði afvega. Ekki þarf til dæmis annað en fyrirsagnalestur til þess að komast að raun um, að nú ligg- ur höfuðstaður vor undir innrás frá flestum löndum heims og að við munum kunna flestum þjóð um betur að taka slíkum inn- rásarmönnum. Virðist hver ein asti hópur, sem hingað kemur, livort sem um er að ræða spark ara eða menn, sem ekki geta einu sinni sparkað, vera leiddur til opinbers fagnaðar á vegum bæjar- og ríkisstjórnar, troð- fylltur af veizluréttum og víni og síðan inn í skrautvagna rek- inn og honum ekið til allra helztu staða, hvar yfir honum eru kyrjaðar sögur um forfeður vora og annar sá fróðleikur, er forráðamenn vorir virðast álíta að útlendinga helzt skorti. Er þetta að sönnu ekkert annað en íslenzk gestrisni og höfðings- lund og allt gert í því skyni. að gestir þessir beri oss sem bezta söguna. Auðvitað kostar slík gestrisni drjúgan skilding, enda kaupir sér enginn hól fyrir ekkert. Út- gjöldin eru heldur ekki svo hættuleg, því alltaf er hægur nærri að sækja meira í vasa þegnanna og forða þeim þannig frá þeim syndsamlegu áhyggj- um, er allri fjársöfnun kváðu fylgja að sögn meistara Jóns. Hitt finnst mér dálítið varhuga verðara, að eftir heimildum blaðanna að dæma sitja forráða menn ríkis og bæjar að öllum jafnaði veizlufagnað þennan með gestunum og taka síðan þátt í ferðalögunum með þeim, og virðist mér þá ekki nema tvennt til, annað það, að ekki hafi forráðamenn þessir ýkja mikið að gera, eða þá hitt, að þeir skjóti störfum á frest í bili og leggi síðan meira að sér til að vinna það upp, heldur en þeim hollt getur talizt. Hingað í sveitina streyma nú sumardvalargestir og eru marg- ir þeirra vel metnir borgarar í höfuðstaðnum. Er ég nú að velta því fyrir mér, hvort mér beri ekki sem æðsta manni sveitarinnar og fulltrúa ríkis- valdsins, að fara að dæmi hús- bænda minna og bjóða hverjum slíkum gesti í dýrlegan fagnað á sveitarinnar kostnað og aka síðan með hann í jeppábíl upp á öræfin. Geng ég þess eigi dul- inn, að slíkt mundi mjög auka menningarhróður sveitarinnar í höfuðstaðnum, auk þess sem það mundi tryggja sjálfum mér höfðinglegar móttökur og hvers kyns munað, er ég heiðraði borgina með heimsókn minni. Hef ég enn ekki afráðið neitt i málinu, meðal annars vegna þess, að ef ég tek þann kostinn að feta í fótspor húsbænda minna, er ég hræddur um að lítið verði slegið og enn minna hirt af hreppstjóratúninu í sum- ar. En hvað er það á móts við allan orðstírinn? Auðvitað mundi þetta einnig óhjákvæmi- lega hafa í för með sér nokkra hækkun sveitarútsvara, og að því kynni einnig að reka, að sveitin yrði nokkurs styrks þurfandi, en hver mundi ekki með glöðu geði vilja hlaupa undir bagga með slíku menn- ingarhéraði. ... En ég ætla nú samt að slá hlaðteiginn. áður en ég tek að menningarauglýsast. Virðingarfyllst. Filippus Bessason. LA PALOMA Skáldsaga eftir Toru Feuk henni frá sér og leit kulda- lega á hana. • ,Geirþrúður, skilurðu hvað við höfum brotið af okkur gagnvart Hrólfi?“ „Við?“ sagði hún móðguð og setti stút á munninn. „Já, einmitt við, þó að ég hefði átt að vita betur. Ég hlý að hafa vtirð geggjaður. Kvernig gazt þú .töfrað mig svona Geirþrúður yppti öxlum og hafði svolítið samvizkubit og hló vandræðalega. Minning- in um Kaupmannahafnarferð ina stakk aðeins upp kollin- um. Það leiftraði örlítið í augum hennar. Þórgnýr sá það og ýtti henni ákaft frá sér og gekk hröðum skrefum gegnum skóginn. Geirþrúður stóð andartak kyrr og horfði á eftir honum. Á andliti hennar var undrun- ar- og hryggðarsvipur. Við og við hrasaði hann um stein. Hún heyrði greinarnar bresta undir fótum hans. Hljóðið varð stöðugt veikara og síð- ast heyrði hún ekkert nema þytinn í grenitrjánum. Hún sléttaði kjólinn sinn svolítið utan við sig og þegar hún sneri við til kofans lá sigur- bros á vörum hennar og hún gekk létt og svífa-ndi. Andartak leit hún upp til himins. Sólin skeim og geisl- arnir smugu millum trjástofn anna, en vindurinn var sval- ur. Ágúst var bráðum liðinn. Þórgnýr Minthe rataði aftur í gegnum skóginn, komst óséður inn í húsið og sótti hatt sinn og frakka. Það var kyrrð í húsinu. Það voru liðmir f jórir tímar síðan hann kom til Rudboda. Hann vissi, að það fór lest eftir stutta stund. Hann gekk með frakk- ann á handleggnum til stöðv- arinnar. Hann hafði ekki skrifað bréfið til Hrólfs- og hann gat aðeins talað fáein orð við Vernheim áður en lestin kom. Hafi hann farið þessa ferð til . Rudboda í undarlegum hug og verið einkennilega innar.br jósts, þá voru tilfinn- ingar hans á heimleiðinni eklci síður undarlegar. Iðrun, sjálfsfyrirlitning og beiskja. Hann sat hreyfingarlaus og rifjaði upp í huganum síð- ustu fjóra tímara. Því meir sem hann hugsaði, því napr- ari var ákæran, sem hann hafði á sjálfan sig. Það voru svitadropar á enni hans, þeg- ar hann hugsaði um Hrólf. Litli bróðir hans, sem hann. alla ævi hafði verndað og elskað. Nú var hann búinn að eyðileggja allt það inntak lífsins, sem bróðir hans hafði loksins fundið. Eftir það. sem komið hafði fyrir. varð hann að reyna að koma Hrólfi í skilning um, að það var ó- mögulegt fyrir hann að gift- ast Geirþrúði. En hvernig átti hann að fara að því? Nú kom öl'l lögfræðikunnátta hans, öll hans fræga mælska, að litlum notum. Hann vissi, hve Hrólfur gat verið þver. Harin hafði engar áhyggjur út af því- hvað yrði um stúlk una. Frá því að áhugi hans dvínaði fyrir henni og ákafar tilfinningar hans Urðu að fyrirlitningu, hugsaði __hann ekki lengur um hana. Öll ör vænting hans var út af bróð- ur hans. AjÍM, sem hafði komið fyrir hann og Geirþrúði, varð eins og illur draumur. Hann ýtti öllurn minningum um hana kuldalega til hliðar. Ölvándi æska hannar myndi aldrei örva hvatir hans framar. Hann var aftur orðinn kulda- legur og þegjandalegur, og því sem skið hafði ýtti hann frá sér ejns og einhverju illu og hræðilegu. sem hann skammaðist sín fyrir. Hann var fullur af sam- vizubiti, og þegar lestin kom til Stokkhólms, fór hann beint heim. Heim! Nú varð það allt í einu vandamál, hvað hann ætti að segja við Lisbetu, en hana hafði hann ekki hugsað um síðan í gær- kveldi. Maður heilsaði hon- um. Hann hrökk við. Þetta var einn af beztu viðskipta- vinum hans. Hvað ætli þeir segðu, ef þeir vissu. — Hann varð að herða sig upp, mátti ekki sýna, hve honum leið illa. Þegar hann kom inn á helmili sitt, var hann aftur búinn að fá sinn kuldalega og hörkulega svip, og enginn gat séð neitt á honum. En hann var þreytulegur. Lisbet tók á móti honum í forstofunni. Það var eftir- væntingarsvipur á andliti hennar og há'lffeimnislegt bros á vörum ehnnar. Hann horfði með athygli á hana. Og allt í eir(u sá hann. að það var einmitt svona, sem hann vildi hafa konu sína. Stillt og bar með sér vott um hreint' hugarfar og snyrtHeg að ytra útliti. Það var ekkert í fari hennar, isem kom ringulreið á hvatir hans. Hún var alveg eins og húri átti :að vera. Til- litssöm, stillt í framkomu en þó vingjarnleg. Hann rétti sig upp og fann allt í einu til fegin'leiks fyrir að hann hafði sleppt öllu hiinu æsta og ofsafengra. sem ekki átti við hann og hafði ruglað dómgreind hans.Hann gekk hratit tiil Lisbetar og tók um báða handleggi hennar og laut að henni. „Lísbet, þú ert eina konan, sem ég virði —“ Hann ætlaði að segja eiitthvað fleira, en eftirvæntingarsvipurinn á konu hams kom fáti á hann, og hanri sleppti henni og fór inn til sín. Lisbet sitóð kyrr og horfði á eftir honum. Hún hafði Iært það af feynslunni, að spyrja aldrei um það, sem hún skildi ekki, en nú fanrst henni maður hennar jafnvel ennþá undarlegri en í gær. Tárim komu fram í augun á henni, þegar hún hugsaði um það, sem hann hafði sagt. í öllu þeirra hjónabandi hafði Þórgnýr Minthe aldrei sagt eitt hrósyrði við konu sína né þakkað henni fyrir nokkurn hlut. Hafi henni heppnazt að vera honum góð kona, þá hefur hann vel get- að látið það ósagt. Þess vegna voru þessi orð, sem hann sagði núna- svo óskiljanlega stór, að þau gerðu hana næstum því hrædda. Hún skalf í hnjáliðunum og gekk hægt inn og settist í dagstof- unni. Hún endurtók hálfhátt aft ur og aftur þau orð. sem hann hafði sagt og tárin runnu nið- MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINSi ÖRN ELDING ÖRN: Við skulum fylgjast með rás viðburðanna .... en varast að koma of nærri. SPILAVÍTISGESTIRNIR taka Greifann, er þeir hafa brotið og bramlað allt inni í húsakynn unum, og bera hann út á eyði- mörkina, en þar bíður Arabi einn, ....

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.