Alþýðublaðið - 22.10.1948, Síða 6

Alþýðublaðið - 22.10.1948, Síða 6
« _____________ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 22. okt. 1948. Fiögurra ára áætlunin Framh. aí' 5. síðu. og eins og hún hefux verið send efnahaigssamvinnu- stofnuninni í Pai'ís, er nán- ast að kalla óskalisti, og drög að áætlun, því að á þeim stuitta tíma, sem var til ráðstöfimar v’ð samninigu hennar, var hvergi nærri hægt að gera tæmandi rann sókn á ýmsum atriðum, sem þó skiptu höfuðmáli- Að samningu þessarar áætl unar óg raunar allra þeirra, er gerðar bafa verið, hafa unnið þeir Þórhallur Ás- geirsson skrifstofustjóri, Dav íð Óiafsson fiskimálastjóri, og frá fiárhagsráði þeir dr- Oddur Guðjónsson og Sig- itryggur Klemensson, en þeir hafa svo aftur haft samráð við þá a-ðila flesta á sviði at vinnulífsins og ríkisstofnan- ir, sem áætlunin snertir, og fengið upplýsinigar frá þeim. Nokkur atriði, sem í áætl- uninni 'eru talin, eru þegar komin til framkvæmda, um önnur hefur verið samið, og framkvæmdir ákveðnar. en langflest þeirra eru á .undir búningsstigi, og hafa verið það lengi, án þess að lengra yrði komist, af ýmsum ástæð um, gjaldeyriskorti, féle-vsi o. fl. Emstakt tækifæri. Hér hefur komið upp í hendurnar á okkur, svo að segja, tækfæri, sem er alveg einstakt. og kannske eini möguleikirm í fyrirsjáanlegri framtíð til að gera þessar hugmyndir að veruleika. Eg viðurkenni að vísu, að hér er um stórkostlega fj ár- festingu að ræða á okkar mælikvarða, þegar tillit er tekið til þess. að þar fyrir utan kemur svo hin venju- lega fjárfesting, húsbygging ar, vegagerðir, brúarbyggíng ar, hafnai’gerðir o. s. frv. — og þegar þess er gætt, að framleiðslustarfsemin í land inu má ekki líða v«»ð það. að missa vinnukraft yfir í þess ar fjárfestingarframkvæmd- ir. Ríkisstjómin hefur þó vilj- að setja markið þeitta hátt, og mun leitast við að fella Öll þessi atriði inn í áætlanir næstu fjögurra ára, eftir því sem rnöguleikar frekast leyfa og íé og vinnuafl verður fá- anJegt tíi. Mér er kunnugt um, þæði frá fundi viðskiptamálaráð- herra Norðurlanda, sem hald inn var í Stokkhólmi fyrir rúmum mánuði, og af þedm fjögurra ára áætlunum þátt- tökuríkjanna, sem hingað hafa borizt, að þátttöburík- in hyggja á miklar fjárfest ingar á svípaðan hátt, til skjótrar uppbyggingar efna- hagsstarfsemi sinnar á þessu tímabili. og að allar meiri háttar framkvæmdir hjá þeim eru miðaðar við Mar- shallaðstoðina. Marshallaðstoðin í framkvæmd. Það eru nú liðnir 3—4 mánuðir síðan Marsihallsamn íngurinn var undirritaður. Á þessu tímaþili hefur komið til framkvæmda: 1- Að íslendingum hefur ver ið úthlutað 11 millj. doll- ara á fyrsta ári, itil 30. júní n. k. 2. Lán að upphæð aliit að 2.3 millj. dollara hefur veríð tekið til að byggja upp síld ariðnað við Faxaflóa, kaupa síldarvinnsluskip o. fi. 3. Sala á síldarlýsi og síldar miöli til Evrópu, að upp hæð 1.9 milij. dollara, heí ur verið greidd i dollurum af þessu fé- og þannig bætt úr yfirvofandi dollara- skorti í sumar. 4. í gegnum þetta greiðslu- kerfi verður unnt að selja eftirstöðvar okkar af hrað- frystum fiski. fyrir um 3.5 m/Mlj. dollara og vinna þannig tvennt í senn, losna við fiskinn fyrir gott verð og . afla nauðsynlegra doll ara. Ef þannig verður fram haldið, eins og byrjað er. má gera sér miklar vonir um að þessi samningur hafi ómetan lega þýðingu fyrir íslendinga næsitu 4 ár, og raunar miklu lengur, fyrir þau framleiðslu tæki, sem við eignumst á þessu tímabili. Mér þykir rétt að taka fram, að lokum. af gefnu til- efni, að fulltrúar Bandaríkj- anna bæði í París og Wash- ington, hafa jafnian haldið því fram, að við ættum fyrst og fremst að einbeita öllum okkar viðskiptum til Evrópu landanna — þátittökuríkj- anna — á þeirri stefnu bygg ist öll von um viðreisn þess ara landa í efnahagsmálum. Frá Ameríku kæmi ekki til greina að kaupa nema þær vörur. sem ekki væri unnt að komast af án, með góðu mótií, og sem ekki væri hægt að kaupa í Evrópu. Allit tal um kaup á afgangs vörum frá Bandaríkjunum, sem verið sé að neyða upp á þátttökuríkin, er hireinn upp spuni. Bnginn doIlarahaSH eftir fjögur ár Þegar reiknað er með öll- um þeim framkvæmdum, sem 4 ára áætlunin gerir ráð fyrir, og #raunar mörgum fíeirum, er áætlað, að íslend ingar muni geta jafnað doll- áraballann á árinu 1952—53 og þó búið við allgóð lífs- kjör. Þessi ályktun byggist á því í fyrsta lagi, að gert er ráð fyrir, að bátttökuríkin muni þá geta látið Íslendíng um í té nauðsynjar, sem nú er aðeins hægt að fá frá Bandaríkjunum. og í öðm lagi, að íslendingar geti auk ið útflutning- sinn úr 3.4 millj. dollara, sem hann er áætlaður 1948—49, í 6 millj- dollara árið 1952—53, og þá er megintilganvinum náð, en harm er sá fyrst og fremst, að ná þessum dollarajöfnuði. Jón Báldvinssonar for- seta fást á eftirtöldum stöð um: Skrifstofu Alþýðu- flokksins. Skrifstofu Sjó_ tmannafélags Rieyikjavíkur. Skrifstofu V.K.F. Fram- sókn, Alþýðubrauðgerð- Laugav. 61, í Verzlun Valdi mars Long, Haínarf. og hjá Svembimi Oddssyni, Akra nesi. V.... Leonhard Frank: “ MATTHILDUR £ vin sinn Weston. Þarna drukku allir. En vinur hans drakk of mikið. Mætti hann segja honum, að benni félli það illa? Hann hélt, að það gæíi haft góð áhrif. Hún roðnaði ákaflega. ,,Ég get ekki bannað hr. Weston að drekka.“ Én hjarta hennar var þegar flogið til Bataviu og var með honum þar. ,,Það er verst!“ Og hann brosti, en fremur með augun- um og skegginu- Og nú lang- aði, hann að fara og sjá kast- alá' gömlu ræningjaharón- anna. ,,Það er ekkert að sjá nema gras og svolitlar rústir af vegg. Húsið okk.ar ,var býggt úr steinum úr kastala- rústunum.“ Þá hefur Baedeker Iogið eða þá að hann hafði lesið skakkt. Við dyrnar spurði hann hvort hann mætti bæta við kveðju frá henni í skeyt- ið til Westons. './Hún kinkaði kolli. Hún gekk aftur á bak, Ikoaði dyr unum og hallaði sér upp að hurðinni- En hné hennar létu undan. Hún gat aðeins látið sig síga niður. Hún var kyrr á hnjánum og hvíldi ennið upp við hurðina. í allri ringulreiðinni, sem á hana komst, var henni þó ljóst, að hana hafði ekki dreymt komu mannsins. Og þegar hún stóð upp, þá var allt öðruvísi en áður. Allt var nú orðið svo mikilvægt. Hún gat verið eins óákveðin og hún vildi, hún þurfti ekkert að hugsa eða gera. Hún þurfti aðeins að anda. Heimurinn var gerbreyttur. Hún hallaði sér upp að ar- inhellunni og horfði út í blá- inn- En það var eitt, sem hún varð að spyrjai sjálfa sig um. Hvernig hafði hún getað blekkt sjálfa sig svona djöf- ullega? Ön þessi ár hafði hún verið að bíða eftir honum. Og hvers vegna hafði hún ekki vitað það fyrr en núna? Já, núna! Allt var í uppnámi í henni- Henni fannst hún hafa annað blóð og alveg nýjar frumur. Þegar maður er svona ríkur er gott að gera ýmislegt smá- vegis. „Ég gæti borið kalk á bohna á .plómutrjánum núna,“ sagði hún, þegar móð- ir hennar kom inn. Að snúa sér við, að taka gömlu svuntuna niður af snaga, að setja hana á sig — í öllum heiminum gat ekki verið til meiri sæla. Stóri burstir.n var bundinn við spýtu. Hún rak hann of- an í kalkdósina og fór að bera á bolina, byrjaði að ofan og niður eftir. Plómumar, sem enn vom mjög litlar og grænar, voru varla greinan- legar frá grænum laufblöðun um- Ótrúlegt, að þær skyldu verða svona stórar, bláar og sætar, hugsaði hún. En þann ig verða þær. Maður þurfti ekki annað en bíða- Hún horfði á sjö hvíta trjá- bolina. Sá, sem hún hafði borið fyrst á, var þegar orð- inn þurr. Sá síðasti var enn- þá blautur og gljáði með olíu- gljáa. Svo bar hún burstann í vinstri hendi og dró á eftir sér kalkkrúsina og kom henni fyrir í skýlinu. Gatan á millum beðanna var svo mjó, að hún varð að setja hvern fótinn fram fyrir an.nan. Þeg- ar hún gerði það, hreyfðist allur líkami hennar og hún fór að brosa. í skýlinu tók hún af sér svuntuna sína, setti ha.na eins hátt og hún g.at og lét hana svífa niður- Það var gaman. Hún hélt af stað út á engið með hendur fyrir aftan bak og gekk hægt sömu þröngu götuna, sem hún hafði svo oft farið með rauðu ævintýra- bókina undir handleggnum, þegar hún var krakki. Og þar sem hún einu sinni hafði bjargað sniglinum og seti hann niður í grasið hinum megin- Og þegar hún fann það, að eftir langan hring í gegnum lifið var hún komin á stað- ir.n aftur þar sem hún hafði hafið för sína, þá gekk hún hægt að skógarjaðrinum, þar sem fjólurnar glitruðu og bærðust örlítið fyrir andvar- anum. Hún teygði úr sér á mosanum og lét sig dreyma. Og það sem hana dreymdi var ekki lengur neinn draum ur, því að raunveruleikinn var sætari og betri en nokk- ur draumur. Hún velti sér á magann full af gáska, hvildi olnbog- ana á jörðinni, setti hökuna ofan á hnefana og horfði inn í skóginn, svo lyfti hún til skiptis fótunum upp frá jörð- inni. Maðui’ verður að taka sæl- una inn í smáskömmtun. Maður getur ekki þolað of mikið af henni í einu, hugs- aði hún og stóð upp. Hún ýtti svolítið við trjábolnum með annarri mjöðminni og vegna þess að tréð hafði enga hand- leggi til þess að geta faðmað hana, þá greip hún sjálf utan um það og hvíldi kinnina við hrufóttan börkinn. Þarna inni á milli trjónna stóð hvíti hesturinn með litlu ævintýraveruna á bakinu og hvarf strax, því að nú var sjálft lífið orðið ævintýri. Hollenzku Austur-Indíur eru langt í burtu. En ef til vill er skeyti mannsins þegar komið af stað til hans og á morgun veit hann allt saman. Hún veit þetta allt núna. Hún snart hrufóttan börkinn með vörunum. „Hvað gengur að þér í dag?“ spurði móðir hennar. ,,En það andlit!“ Nei, hún ætlaði ekki að lóta r.eitt uppi af því. Hún ætlaði ekki að segja orð- „Sertu niður og leyfðu mér að elda í dag.“ En hún gat ekkert borðað. Hún lézt borða svolítið og fór svo beint inn í herbergi sitt. Dálitla stund stóð hún hreyfingarlaus og laut höfði. Hún gekk út að glugganum eir.s og maður, sení gengur í svefni og lokaði hlerunum, þó að það væri ekki enn orð- ið dimmt og kveikti á lamp- anum á máttborðinu sínu. Skólalandakortið hennar stóð á hillu við hliðina á rauðu ævirjtýrabókinni. Hún settist á rúmið, rétt við lampann og gáði að hollenzku Austur- Indium. Hún gætti að Bata- ýíu- Þarna voru þessir sjö ör- smáu bókstafir. Iiún kyssti Batavíu og var þó alveg ró- leg. Heimshöfin lágu miilum hans og hennar- Svo langt, svo lar.gt! Og þó svo nálægt. Hann var hjá henni. Hún tók hreinan náttkjól upp úr kommóðunni sinni og setti har.n undir eins niður aftur. Hún hafði verið í þess- um náttkjól á meðan hún var með Silaf. Hún tók upp ann- an splunkunýjan, sem móðir hénriar var nýbúin að sauma hsnda henni. Þegar hún verður með honum, þá ætlar hún ekki að vera í neinu af því gamla. Ekki svo mikið sem sokk- Hún ætlar að kaupa sér alveg nýjan brúð- arfatrað. Það er mikilvægt. Ó, svo mikilvægt! Hún ætlar að verða alveg ný að utan, en ekki eins ný eins og hennar innri miaður er. Nýi náttkjóllinn var stirð- ur. Hún lá í rúminu og brosti af því að náttkjóllinn var svo slííur og allt of víður. Það leit út fyrir að hún hefði alls engin brjóst. En hún hefur það/ Hún þreifaði á þeim. En svo tútnaði gróft léreftið út aftur, og aftur var eins og þau væru engin. Og þessar víðu, síðu ermar- Hamingjan góða, hun mamma hennar! Hvernig bessi kjóll er! Ég er engjr.n krakki lengur. Hún sofnaði og dreymdi hræðileaasta draum, sem har.ahafði nokkurntíma áævi j Opinbert uppboð verð- ur haldið hjá Áhalda- húsi bæjarins við Skúla tún mánudaginn 1. ! nóvember n.k. kl. 1,30 eftir hádegi. Seldar verða til lúkn- ingar opinberra gjalda eftirtaldar bifreiðir eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og bæjar- gjaldkerans í Reykja- vík: R— , 96, R— 229, R— 1289, R-1323, R-1668, R-1784, R-2011, R-2141, R-2152, R-2190, R-2498, R-2619, R-2624, R-2664, R-2909, R-2924, R-3082, R-3239, R-3432, R-3686, R-3688, R-3695, R-4081, R-4131, R-4183, R-4303, R-4308, R-4759, R-5355, R-5421, R-5452, R-5907 og R-5930. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.