Alþýðublaðið - 22.10.1948, Side 7

Alþýðublaðið - 22.10.1948, Side 7
Föstudagur 22. okt. 1948. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Minningarorð. ÍSLEIFUR JÓNSSON gjaldkeri andaðist að heimili sínu Bergstaðastræti 3. s- 1. sunnudag, 17. þ. m. Æði mörgum bæjarbúum mun finnast skarð fyrir skildi við fráfall hans, svo kunnur var hann bæjarbúum eftir 28 ár.a starf við Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Það eru aðeins 3 ár siðan ég ritaði stutta grein í Alþýðublaðið í til- efni af því, að þá átti 'ísleif- ur 60 ára afmæli og 25 ára starfsafmæli. í þessari grein réyndi ég að sýna fram á, hverl lán það var fyrir þessa slofnun að fá ísleif Jónsson og konu hans til starfa þegar á þeim árum, sem það átti erfiðast uppdráttar, — hvern ig þau hjónin fórnuðu starfs- kröftum og húsrúmi fyrir þessa vanburða stofnun, og hvernig þeim ásamt stjórn- inni lókist að fleyta S R. gegn um alla erfiðleika og veroa með því fjölda manns að liði þegar mest lá við. Ég ætla sem minnst að endurtaka af því, sem ég sagði þá. En mig langar til, með fáeinum orð- um, þó fáíækleg verði, að minnasl ísleifs Jónssonar eins og hann kom mér fyrir sjónir, og færa honum hinnstu kveðju og þakkarorð frá Sjúkrasamlagi Reykjavík ur og mér sjálfum. Þegar við höfum starfað tugi ára með ágætum mönn- um, og þeir svo hverfa af sjónarsviðinu, þá fer oft svo, að okkur verði orðfátt. Oklcur finnst skarð þeirra vandfýllt, og það sækir að okkur hryggð og kvíði. Svo hefur mér að minnsta kosti farið við fráfall ísleifs Jónssonar. Eftir að hafa haft nærri þvi daglegt samneyti við hann . nærri þrjá tugi ára, — og alltaf vimsamlegt, og alllaf öruggt, þá er sízt að undrast, þótt hans sé saknað, og það þrátt fyrir, að nokkuð er langt síðan varla var hægt að búast við honum aííur til starfa. En það var ekki að skapi íisleifs að fatast við gang lífs né dauða. Hann myndi helzt kjósa, að allt það bezta af störfum hans yrði tekið til fyrirmyndar, og þeim öllum haldið áfram á sama grur.d- að ísleifur Jónsson- efa, þá er óhætt að fullyrða, að ísleifur Jónsson hafi verið mikilmenni í þeim efnum. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða, að við allir sem lengst áltum samstarf með honum, höfum aldrei orðið ósáttir.við hann, né hann við okkur, meira að segja aldrei orðið þess varir, að hann reilddist- Ekki er þó svo að skilja að hann væri alltaf ánægður með allt, eða að honum fyndist alltaf nógu vel ganga og engu áfátt. Fjarri fer því. En þegar vir.na þurfti betur, þegar greiða þurfti úr erfið leikunum, eða ekki var allt í því lagi, sem hann taldi nauðsynlegt, þá lýsti það sér í sársaukakenndri vanlíðan; og dugði það að minni mein- ingu betur, en átölur eða reiði hefði gert; og dugði enda ætíð vel. Enginn sam- starfsmaður, vildi verða þess valdandi að baka honum van líðan, svo vir.sæll var hann. Ég veit ekki, hvort allrr þeir, er þekktu hann, eru mér sam mála um þetta, eða hafa tek- ið eftir því. Ég tel það jafn örugglega rétt eigi .að síður, og það er ekki laust við, að mér þyki vænt um, að ég tel mig öðrum fremur hafa haft tækifæri til að verða þess var. í daglegri umgengni og hóp samstarfsmanna var ís- leifur glaður og skemintinn og átti til saklausa kímni, sem létti mörgum skap frá dag- legu strili og örðugleikum. ísleifur Jónsson byrjaði slörf sín sem kennari og síð ar skólastjóri. Ég get fátt eitt sagt af þeim störfum hans; þó hef ég oft orðið þess var, að börnurn og æskumönnum er nutu hans tilsagnar, þóttj allt af vænt um hann síðan. — velii, og skal það vonað, svo verði. Ísleiíur var maður greind ur vel, hægur • og pruður í íramgöngu, og kunni vel að stilla skap sitt. Einhvers stað ar stendur, að'sá, sem stjórn- ar geði sínu, sé meiri en sá, Mætti það merkilegt vera, að er flytur fjöll. Sé sú fullyrð-1 maður með hans gáfur, góð- ing rétt, sem ég ætla ekki að lyndi og lipurð hafði.ékki ver ið góður fræðari. Hann vann lengi og vel að ýmsum félags- og umbótamálum, og eins og áður er sagt starfaði hann í 28 ár sem aðalgjaldkeri við Sjúkrasamlag Reykjavíkur, og það starf hygg ég að mest hafi reynt á manngildi hans og bezt sýr.t, hversu miklu starfsþreki, skilningi og prúð mennsku hann réði yfir. Framan af var S.R. lílið, en áíti því erfiðara uppdrátt ar. S. 1. 13 ár var það fjöl- mennt- Ég hygg, að frá flest- um heimilum hér í bæ hafi fólk rekið erindi sín við S.R. og mikill íjöldi þess eða vel flest verið afgreitt af ísleifi að einhverju leyti- Auk þess veitti hann mörgum viðtal utan skrifstofutíma, sérstak- lega meðan S.R. var til húsa hjá honum, — og þá sérstak- lega því fólki. sem erfiðast átti og mest þurfti úrlausnar við; því fólki var honum sér- stök ánægja að liðsinna. Eftir að skyldutryggingin kom fyrst í gildi var S.R. ekki vinsælt hjá öllum, og því varð starfsfólkið að svara þeim óánægðu sem hinum sem ánægðir voru; og kom það skiljanlega mjög oft í hluf ísleifs að greiða úr vand kvæðum í því sambandi, en það tókst honum j.afnvel og öll önnur störf. Aldrei veit ég til, að borizt hafi kvörtun né óánægja til stjórnar S-R. eða annarra út af ströfum hans. En ánægju með þau hef ég heyrt hvaðanæfa. Þessa get ég til sönnunar því, er ég þeg ar hefi sagt. Allir, sem þekktu ísleif vel, urðu snortnir af velvilja hans og samhyggð, ef eitt- hvað bjátaði á; og þeir er öðl uðust vináltu hans áttu hana óskipta síðan. ísleifur Jónsson var gæfu- maður, hann átti miklum vin sældum að fagna og verð- skuldaðri tiltrú. Og hann hafði við hlið sér hálfa æfina trausta og trygga konu. — 27. maí 1916 giftist hann Hólm- fríði Þorláksdóttur, og stóð hún ótrauð og örugg við hlið hans við gtörf hans og hugð- arefni. Og síðast en ekki sízl veitti hún honum hjúkrun og hjálp i meira en sex mánaða erfiðum og þjáningafullum veikindum; það starf eins og önr.ur rækti hún eins og þær konur einar geta rækt, sem fæddar eru hjúkrunarkonur og fórna öllu fyrir heimili sitt og ástvini. Þær e:_u þrjár konurnar, sem fráfall ísleifs gengur næst móðir hans r.íræð, kon- an hans og stjúpdóttir- Marg ir munu senda þeim hlýjar hluttekningarkveðjur; það er það eina ,sem kunningjarnir geta gert. En minningarnar um manninn, sem þær unnu, mun duga þeim bezt- Jarðarför móður minnar GuMinny Jdrísdéttur, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, laugardaginn 23. þ. m., og hefst með bæn að heimili mínu Vesturgötu 32 Hafnarfirði kl. 2 s. d. Fyrir hönd okkar stystkinanna Hrefna Eggerisdóttir. vegna jarðarfarar ísleifs Jónssonar, aðalgjaldkera. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Stjórnendur S.R. fyrr og síðar og starfsfólk, mun geyma minninguna um ís- leif Jónsson með virðingu og þakklæti. Felix Guðmundsson. Krýsuvíkurvegur Frh. af 3. síðu. við fjárskorti bæjarins til að leggja fram lán til Krýsuvík- urvegarins, en nú byggðist andslaða hans á því, að valin hefði verið röng leið. Hins vegar sagðist Pálmi fullyrða, að þótt draumurinn eða hug- myndin um Þrengslaleiðina væri kannski ágæt, þá myndi Krýsuvíkurvegurinn lengur fær í snjóum heldur en heið- arvegurinn, enda væri það auðskilið mál, þar eð Krýsu- víkurleiðin lægi mun lægra, og væri þar því snjóléttara. ,,Það væri gaman að kevra Krýsuvíkurveginn á morg un!“ greip borg.arstjóri fram í. — ,,Já, og ganga svo um þrengslin með borgarstjóran um á eftir — til er ég!“ mælti Pálmi. Með því lauk umræðunum, og var dagskrártillaga borgar stjóra borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7. Qeirðir á Frakklandi Farmhald af 1.. síðu. Bsthune.á Norður Frakklandi, særðust 20 lögregluþjónar, en á hinum, í Mið Frakklandi, særðust 30 lö'gregluþjónar, þar af 10 alvarlega. Um það, hve GUÐSPEKINEMAR. Stúkan' Septíma iheldur fund í fcvöld fcl. 8.30. Erindi: Þeíkfcing og blekking, flutt af Gretari Pells. — Gestir velkomnir. VALUR. Aðalfundur félagsins verður hald'inn að Hlíðaremda, föstu- daiginn 29. ofct. 'bl. 8,30. Stjórnin. U.M.F.R. Vi'kivakaæfing í kvöld kl. 9 í fimleifcasal Menntaskólans. Þeh-, sean æfðu vikivafca hjá félaginu' s.l. vetur, ieru vin- samlega beðnir að mæta í kvöld, ef þeh' geta, svo og laðrir, siem kynnu að vilja æfa vikivaka. margir hefðu særst alf hinum, var efcki vitað í Lomdon í gær kve’ldi'. A tveimur stöðum', í Rouen og Dunfcerque, neituðu hafn arverkamenn í gær, samkvæmt fyrirsfcipim sambands síns, sem ier stjórn.að af kommún istum, að sfcipa upp amerísfc um fcoluCTi, sem sfend hafa ver ið til Frafcklands. Nú eru síðustu forvöð að fá íslendingasögurnar á áskriftarverðinu — kr. 428,50. — Eftir mánaðamótin fást þær aðeins á bókhlöðuverði kr. 520,00. Áskrifendur: Vitjið strax bókanna í afgreiðslu útgáfunnar eða látið senda þær heim til yðar. íslendingasagnaútgáfan, Pósthólf 73. KIRKJUHVOLI. Sími 7508.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.