Alþýðublaðið - 26.11.1948, Side 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 26. nóv- 1948.
barasta, barasta — —
Ég' las í blaðinu i gær, að
þetta svokallaða siðmenntaða
fólk teldi siðferðisnauðsyn, að
allir byggju í siðferðistryggum
íbúðum, — það er að segja að
minnsta kosti fimm herbergj-
um eða sex fyrir utan eldhús
og bað og önnur nauðsynlegheit
barasta. Og allur þe^si her-
bergjafjöldi átti fyrst og fremst
að vera til þess að tryggja að
krakkarnir lærðu ekki ósiðsemi
af foreldrum sínum og ekki til
annars barasta. Ég segi nú ekki
annað en barasta, barasta og
spýti í sjötíu gráðu horn hart á
stjór! Ef unglingarnir lærðu
ekki aðra ósiðsemi en þá, sem
þeir læra heima hjá sér, þá
stæð ihún betur á vegi en hún
stæðu þeir betur á vegi en þeir
gera nú, það ætla ég að segja
barasta, því að enda þótt heimil-
in séu ekki öll upp á það bezta,
þá munu foreldrarnir ekki
svona yfirleitt sýna daðurs-
kvikmyndir í heimahúsum,
kenna króum sínum að lesa í
kynferðisritum, eða hafa kok-
teilbar í borðsofunni, barasta.
Þetta kann allt að vera til svona
á heimili og heimili, en ekki
svona almennt og yfirleitt bar-
asta. Ef nokkurt ráð á að duga
barasta, þá er það barasta það,
að hvert hús standi í fimm
mílna fjarlægð frá götunni og
með fimm mílna millibili og
fimm sinnum fimmtíu mílur frá
kvikmyndahúsum, daðurs-
dansknæpum og bílstöðvum
barasta, — og barasta það dygði
barasta!
Ef það er hins vegar barasta
nokkuð, sem að mínum dómi
réttlætir fimm herbergja íbúð-
ir frá siðferðilegu sjónarmiði,
er það barasta það, að börnin
hafi þá síður ljótt og ósæmilegt
fyrir foreldrum sínum; — já
barasta. Ég þori nefnilega að
hengja mig upp á það barasta,
að enda þótt við eldri karlarnir
höfum verið svona og svona
fínir í muninum og fengið okk-
ur neðan í því og allt það bar-
asta og verið breyskir á öðrum
sviðum barasta, þá sunduðum
við barasta ekki ósiðsemina
eins og vísindalega fræðigrein,
— enda. var þá barasta enga
kvikmyndatilsögn á því sviði
að fá, — litli og stóri voru ekk-
ert svoleiðis, — og ekki urðu
neinir bókaútgáfusnápar þá
stórauðugir á því að gefa út ná-
kvæmar kennslubækur varð-
andi barasta öll hugsanleg at-
riði ósiðseminnar, — óirei, bar-
asta. Sérfræði á öllum sviðum,
— og svei því öllu barasta. —'
Barasta, barasta-----!
ÆSKAN HEFUR ORÐIÖ
Fullorðna fólkið segir. að æsk
an sé löt, drykkfelld, lauslát,
eyðslusöm og hugsjónalaus.
Þetta er rakalaus óhróður,
sprottinn af því, að fullorðna
fólkið öfundar okkur af tæki-
færinu tíl þess að taka lífið létt.
Æskan er einmitt skarpdugleg
og iðin, samanber Bretavinn-
una; bindindissöm á allan hátt,
samanber Borgina og fleiri
skemmtistaði; siðsöm með af-
brigðum, samanber hagskýrsl-
urnar og ástandið sáluga; spar-
söm fram úr hófi, samanber
sjoppurnar og bílstöðvarnar, —
og hugsjónaríkari heldur en
æskan er 1 einu og öllu til fyrir
sinni áður verið, — samanher
æskulýðshöllina. Sé svo, að ein-
hver æskumaður finnist, sem
lýsing þessi á ekki við í einu og
öllu, þá er hann áreiðanlega
ekki í neinum skóla. — Nei, ég
get trúað ykk\~ fyrir því, að
æska ner í einu og öllu til fyrir
myndar, og svo félagsleg að af
ber.
Og þeir smávegis gallar, sem
æskuna lýta, eins og til dæmis
leti drykkjuhneigð, lauslæti
eyðslusemi og hugsjónaskortur,
er ekki henni sjálfri að kenna,
heldur uppeldinu og fordæmi
fullorðna fólksins. Æskan hef
ur verið látin of sjálfráð, — og
eina ráðið til að ráða bót á þessu,
er að byggja æskulýðshöll. þar
sem æskan fær að vera alger
lega sjálfráð. Hún hefur fram að
þessu aðeins átt-völ á óheilbrigð
um skemmtunum, vegna þess, að
hún hefur fengið að velja sér
sínar skemmtanir eftir eigin
höfði, en í aeskulýðshöllinni
verður þetta allt öðru vísi, því
að þar fær hún sjálf að ráða
skemmtunum sínum. Það þýðir
heldur ekkert að banna æsk
unni að drekka áfengi því að
þá drekkur hún bara meira, eina
ráðið er að hana hætti að langa
í það, því að þá hættir hún að
drekka. Svo er útvarpið með als
konar fróðleik og annað drep
göfugt efni, sem enginn ungur
maður getur hlustað á! Eina ráð
ið er að hafa allt efni þannig, að
það sé göfgandi og fróðlegt, og
þá skulið þið sjá að æskan hlust
ar á útvarpið.
Ég segi svo ekki meira í þess
um tíma, en vona að allir ha.fi
'Matthildur lauk við þessa
nákvæmu rannsókn og and-
varpaði: „Ég þarf engu að
kvíða, hvað þetta snertir.“
„En það er alls ekki það.
Jafnvel þó að þú værir ekki
falleg, þá væri það alveg sama.“
Þegar hann hafði sagt þetta
einn dag í veiðimannakofanum,
hafði hún svarað: ,,Þá get ég
elzt við hlið þér án þess að
þurfa að kvíða.“
Hún hugsaði: Þó er ég fegin,
að þetta hefur allt gengið svona
vel.
„Ekkert gæti skilið okkur
nú, Matthildur“. ,
Hún lét sumarkjólinn sinii
falla úr hendi sér og stóð
hreyfingarlaus, því að hún vissi
það allt í einu, að fjarlægðin
milli hennar og Westons var
vegna framkomu hennar. —
Þetta kom henni svo á óvart,
að hún gleymdi að klæða sig.
Henni hitnaði í framan. Hún^
settist niður nakin í hæginda-
stólinn, og fór í fyrsta sinn að
íhuga það, hvers vegna hún
hefði fjarlægzt hann svo und-
anfarna mánuði; og hún varð
döpur og vandræðaleg, af því
að hún vissi ekki ástæðuna.
Síðan byrjaði hún, eins og
læknir, sem er að kveða á um
sjúkdóm á því að útiloka allt,
sem ekki gat hafa haft áhrif á
framkomu hennar. Hún elskaði
hann. Þó að ekkert væri
eftir nema minningin um hann
þá hlaut hún að elska minning-
una um hann til æviloka. Svo
að ekki var það það. Og óttinn
um það, að líkami hennar væri
ekki lengur nógu fallegur var
heldur ekki ástæðan. Því að
auðvitað vissi hún, að hann
mundi ekkert síður elska hana,
þó að á henni sæist hrukka. —
En hver var þá ástæðan?
Hún hætti að hugsa. Hún
hallaði sér aftur á bak í stól-
inn, svo máttlaus, að höfuð
hennar hné ósjálfrátt niður á
öxl hennar. Jafnvel hugmynd-
irnar komu sjálfkrafa. Hún sá
Weston koma inn eins og mann,
sem veit að hann er elskaður.
Ég hef verið gift honum hér um
bil í ár núna, hugsaði hún. Ár
er langur tími, þegar fólk sést
á hverjum degi. Það venst því.
Auðvitað getur það verið
hættulegt.
Andartak fannst henni sem
sannfærzt um, að æskan hafi
verið óhróðri borin.
Gitti Bugg.
fyrir hinni breyttu framkomu
fyrir hinni breyttu framokmu
hennar. En á hverjum degi sá
hún; að hún var honum ekki
síður kær nú, • en þegar þau
voru í veiðimannakofanum.
Hvers var henni þá vant? Hún
var elskuð og hún átti hraust
og indælt barn. Hún var gift
kona í hamingjusömu hjóna-
bandi. Auðvitað var hún ekki
lengur sama konan og hún hafði
verið í veiðimannakofanum.
Hún brosti. Hún var vissu-'
lega ekki lengur blómknappur.
Hún hafði orðið barnshafandi
og alið barn. Það breytir miklu.
Þáð breytir allri persónu kon-
urinar.
Allt í einu lagði hún vísifing
ur á lærið á sér, eins og þar
væíte-bietturinn, sem fæli í sér
alía skýringu. Hvað, ástin varð
auS.\y.taö,..að breytast líka, ef allt
áttJ að ganga vel. Ég á við, að
rfferætti hann ekki að búast
við að finna í mér brúðina eins
og á hveiibrauðsdögunum, eins
og á hveitibrauðsdögunum;
hann ætti að elslta mig eins og
ég er núna. Þar í liggur það
Henni létti; hún stóð upp og
hrópaði: „í stuttu máli, hin
unga móðir hélt honum frá sér
vegna þess, að hún vildi láta
hann biðla til sín að nýju, og
á allt annan hátt nú.“
Hún tók upp ljósa sumar-
kjólinn sinn. Guð minn góður,
hugsaði hún; þarna í Þýzka-
landi eru þeir að eyðileggja
allt, en hér stend ég og er að
fárast yfir, hvernig ég eigi að
halda ást hans. En skyldu ekki
konur í Þýzkalandi hugsa um
hvernig þær eigi að forðast að
missa elskhuga sína — jafnvel
þótt þær lifi mitt í þessari blóð-
ugu vitfirringu, sem ógnar öllu
með tortímingu? En við hugs-
um alltaf meira um örlög sjálfra
okkar en um hlutina í heild.
Jafnvel þótt allur heimurinn
væri í björtu báli, mundi hver
og einn hugsa meira um matinn
sinn og þá veru, sem hann elsk-
aði. Þannig erum við verð. Það
er þýðingarlaust að reyna að
blekkja sjálfa sig.
Ur blómvendinum á snyrti-
bórði sínu valdi hún nokkur
hvít blóm til að skreyta með
Ijósgræna kjólinn sinn, sem var
hvítblómstraður. Það var eins
og engi, sem stráð var hvítum
blómum. K-jöllinn náði henni
aðeins niður að hnjám.
Hið fagra, stillilega andlit
hennar var eins og alvarleg
mynd eftir gamlan meistara.
Þegar Weston, sem sat við
skrifborðið í vinnustofu sinni,
heyrði fótatak hennar, þá
hætti hann alveg við níundu
öldina og gekk inn í dagstofuna.
Hún heilsaði honum hjartan-
lega, en þó án þess að nálgast
hann meira, og á þann veg, að
hún hélt áfram þessu yfirskins-
stríði, sem konan gerir sér leik
að að heyja, því að hún veit
meira en hún vill vera láta.
Hann horfði á hana, þar sem
hún gekk fram og aftur, lag-
færandi blómin í vösunum og
sessurnar í stólúnum, án þess að
gruna það, að hreyfingar henn-
ar voru öðru vísi en þær hefðu
verið, ef maðurinn, sem hún
vildi heilla, hefði ekki staðið
við gluggann.
Weston var í vandræðum. En
nú ætluðu þau að borða morg-
unverð á svölunum, og þá yrðu
þau ein og ótrufluð saman þá
stund, og þá ætlaði hann að
spyrja Matthildi, sem vissi allt,
sem varðaði hann, miklu betur
en hann sjálfur, vegna þess hve
tilfinninganæm hún var, hver
væri orsök hinnar breyttu
framkomu hennar.
Það virtist hún líka vita,
hafa skynjað það með tilfinn-
ingum sínum. Því að stuttu
seinna sat hann ásamt lienni og
eldastúlkunni við hreint, gróft
beykiviðarborðið í eldhúsinu.
Hann hefði ekki getað komið í
veg fyrir það án þess að virðast
vera þver. Það var ekkert nýtt.
Þar sem honum þótti gaman að
tala við ungu konuna, sem var
ættuð úr sama dal og Matt-
hildur og var eins og Fjóla búin
að koma sér vel fyrir í lífinu,
höfðu þau oft borðað saman í
hvíta, hreinlega eldhúsinu.
María og Matthildur höfðu
leikið sér saman, þegar þær
voru börn, og kölluðu enn þá
hvor aðra fornöfnum.
Weston var ekki viss um,
hvort Matthildur hafði af á-
settu ráði breytt um og borðað
í eldhúsinu, til þes að losna við
að vera ein með honum meðan
þau borðuðu. Jafnvel síðustu
mánuðina hafði hún aldrei af á-
settu ráði haldið honum frá sér.
Að þetta bil á milli þeirra væri
henni jafn eðlilegt og bilið á
milli tveggja trjáa var það, sem
olli honum mests óróa.
Hún talaði við Maríu meðan
hún saddi hungur sitt, um allt
annað en það, að hún heíði gert
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSSNS
SOLDÁNINN: Við flytjum ykkur
út á eyðimörkina og látum ykkur
\
farast úr hungri.
Segið
þið eitthvað!
KÁRI: Þökk fyrir mig!