Alþýðublaðið - 02.12.1948, Page 5
Fimmtudagur 2- des- 1948.
ALÞýÐCÍBLÁblÐ
ÞÓRLEIFUR BJARNA-
SON sannaði það greinilega
með Hornstrendingabók og
skáldsögunni Og svo kom
vorið, að mikils má af honum
vænta sem rithöfundi- Þess
vegna verða gerð.ar til hans
miklar kröfur, þegar hann nú
færi'st það stórvirki í fang að
skrifa sagnabálk. Fyrsta
bindi hans, Hvað sagði tröll-
ið, bendir ótvírætt til þess, að
hann sé vaxinn vanda þessa
nýja viðfangsefnis.
Astæðurnar fyrir því, að
Hvað sagði tröllið svarar
miklum kröfum, eru ærið
margar- Helztar mætti nefna
þær, að sagan fjallar um efni,
sem er nýstárlegt í bókmennt
um okkar og hlýtur að vera
Islendingum mjög að skapi;
málið er kjarnmikið, stíllinn
persónulegur og gerð sög-
unnar traust og mótuð- Höf-
undurinn velur sér viðfangs-
efni, sem hann þekkir og
skilur. Sögusviðið er átthagar
hans á Horr.ströndum, ívaf
söguþráðarins' er ilíf, starf og
barátta fólksins, sem byggði
þessar hrjóstrugu en þó oft
kostaríku sveitir þar norður
frá áður en vélaöldín lagði
undir sig landið. En mergur
sögunnar er persónulýsing-
arna.r. myndirnar af fólkinu,
sem heyjr þessa erfiðu lífs-
baráttu, án þess að gera sér
í hugarlund, að þáttur þess sé
íslenzk hetjusaga. Kaflar
sögunnar. sem gerast á bjarg
inu og í, hefðu naumast ver-
ið stílfærðir betur af öðrum
núlifandi íslenzkum rithöf-
undi en Þórleifi Bjarnasyni-
Þeir eru íslenzkum bók-
menntum mikillfengur. Sama
er að segja um þá kafla bók-
arinnar, er greina frá skipt-
um Hornstrendinga við hina
frönsku gesti, þó að þair séu
raunar ekki eins nýir af nál-
inni. Brúðkaupsveizlum hef-
ur oft verið lýst áður af ís-
ienzkum rithöfundum og af
sumum sniUdarlega. En það
er eitthvað sérstakt og per-
sónulegt við brúðkaupsveizl-
una í skáldsögu Þórleifs, og
það mun leit á góðtemplara,
sem bregði. upp anrarri eins
mynd .af drykkjuhófi og þar
er gert!
Sögufólk Þórlejfs Bjarna-
sonar er ekki ýkt eð.a losið-
Þetta er í raun og veru ósköp
venjulegt fólk ef litið er á
það isiem fulltrúa samtiðar
sinnar og lífskjara. En Þór-
leifur er skygg.n á sérkenni
þess og kann að velja því
hlutverk og stöðu á sögusvið-
inu, og þess vegra stendur
bver maður og kona sögunn-
ar glöggum lesanda skýrt
fyrir hugarsjónum að bókar-
lokum. Þarra er hvorki um
að ræða eng.la ré diöfla. Höf-
undurinn lýsir fólki, sem
R&fðj aillt getað lifað og starf-
að, meðan Hornstrandir voru
hejmur íslenzkrar albýðu,
sem sótti aflaföng á sjó og í
björg og erjaði harðvellina
\úð víkur þeirra og voga-
Þetta er saga með einni að-
alpersónu og mörgum auka-
persónum. Bæring í Dufans-
Þórleifur Bjaraason.
vik og Einar Jósúason sýna
vel, hvers höfundurinn má
sín. í • vanda persónulýsing-
anna- Elínborg húsfreyja á
Hóli mun einnig verða minn-
isstæð fiestum þeim, sem
söguna lesa, og þó er þáttur
hennar enn ekki ailur. Hitt
er rélt, ssm á hefur verið
bent í ritdómi, að Agnar Al-
exíus er ekki aðsópsmikil að-
alsöguhetja- En saga hans er
eigi að síður hinn rauði þráð-
ur bókarinnar, og honum vex
æ ásmegin eftir því sem á líð-
ur- í bók.arlok tekur hann
völdin yfir öðrum persónum
sögunnar, og fyrir honum á
að liggja að hafa á hendi for-
ustuna í tveimur framhalds-
bindum. Hlutverk hans verð-
ur áreiðanlega ekki misskilið,
þegar sögunni er lokið, og
það er þegar augljóst, að höf-
undurinn ætlar honum mik-
ið. Hér er hann síður en svo
vanræktur. Sveinrinn,. sem í
upphafi sögunnar leitar á
náðir Bærings í Dufansvík,
hrekst þaðan að Hóli, vex þar
að vextj. og mannvirðingum,
kvænist í bókar t-OiY Elínborgu
húsfreyju og fórnar helft
gleði sinnar fyrir höfðing-
dóminn á Hóli, er fjarri því
ao vera aukvisalegur, þótt
örbirgð og hallæri kreppíu
hann í kút volæðis og táp-
leysis í æsku. Agrar Alexíus
er komjnn vel til rnar.ns í lok
þessa bindis, og hann mun
enn. eiga efíir að vaxa að at-
gervi og skapnöfn áður en
höfundurir.n sleppir af hon-
um hendinni.
Hvað sagði .tröllið er ramrn
íslenzk saga. Höfundur henn
ar sækir efnivið sinn í heim
þjóðsagr.anna, og hann gerjr
hlut alvinnuveganna og lífs-
baráttunnar rnikinn. Þessi
saga hefði ekki getað gerzt í
neinu öðru umhverfi en á
Horr.ströndum norður á ís-
landi. Sögufólkið ber sterkan
svip af þessu umhverfi sínu,
sem hefur mótað það og hert.
Það er áslæða til þess að æi la
að höfundurinn hugsi sér, að
skáldsaga hans verði, þegar
hún er fullgerð, minnisvarði
horfnum og tápmiklum kyn-
slóðum alþýðufólks, sem af
er hetjusaga þei.rra karla og
kvenna, er unnu afrek og
dáðir, án þess að gera sér
þess g.r.ein, enda var hugur
þeirra löngum við það bund-
inn, að annaðhvort væri að
duga eða drepast.
Ytri búningur bókarinnar
er Norðra og prentverki Odds
Björnssonar til mikils sóma-
Það er enginn svikinn, sem
hefur hana til jólanna!
Helgi Sæmundsson.
frá Húsm
íB(
iraskóla
I r
kiii
rv
na.
Stúlkur þær, sem sott hafa um skólavist í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur næst-a skólaár, verða
að endurnýja umsóknir sínar fyrir 1. febrúar nk.
• Annars verða eldri umsóknir ekki teknar tll
greina.
ríukta Síefánsdóítir.
Fúi í tré, sem fyrrum var grænf
SKÍRNIR er tímarit, sem á
sér langa og merka sögu, enda
er góður að því nauturinn, þar
sem er Hið íslenzka bókmennta
félag. En sannarlega má það
muna sinn fííil fegri en raun
er á um hefti þess fyrir árið
1947.
Um greinar hinna innlendu
höfunda í þessu síðasta Skírnis
hefti má segja, að svipmót
þeirra minni nokkuð á lands-
lagið í Geldinganesi. En land
Geldindaness mun hafa sJna
kosti, þegar vel er að gætt,
þótt yfirbragð þess verði naum
ast talið sviptigið. Svo er og
um greinar hinna innlendu höf
unda í Skírni, en það eru ekki
ófáar skóflustungur niður á
gullið í sumum þeirra. Af grein
um þessum er ritsmíð Lárusar
Sigurbjörassonar um Leikfélag
andans skemmtilegust og ; at-
hyglisverðust. Höfundurinn
opnar lesendunum fjallasýn,:
sem fær þá til að gleyma því
góða stund, hvar þeir eru stadd
ir.
Ritsmiðar eftir erlenda höf-
unda flytur Skirnir tvær að
þessu sinni. Hákon Hamre
skipar bekk með höfundum
hinna innlendu greina, en Pla-
tón sálugi situr á palli drjúg-
um ofar en aðrir greinahöfund
ar ritsins. Kaflinn úr Sam-
drykkjunni er þarna til mikill
ar prýði, en fremur er hann
skrautblóm en nytjajurt í riti,
sem kjörið e.r til að rækja ís-
lenzk fraeði.
En þá kastar fyrst tólfunum,
þegar kemur að ritfregnunum
í hinu nýja Skírnisheíti. Einu
sinni var virðing Skirnis slík,
að ritfregnir hans réðu bóka-
vali fjölmargra lesenda þessa
íornfræga rits. Nú er hins veg
ar svo komið, að ritfregnir
Skírnis eru eins og fúi í lifandi
tré. Út af fyrir sig gæti það
verið gott og blessað, að rit-
dómararnir ljúka lofsorði á
bvo til hverja bók og hvern
höfund. Hitt er alvarlegra,
hvað er lofað. Þarna er ritað
um leikritin Pálu og í sortan
um eftir Sigurð heitinn Eggerz
áugIýsI§• I áíþyðublaSÍnu
rýít eiiis og Bjarmi væri að
ieggja blessun sína yfir guðs-
orðabók í sínum anda. Þýdd
sjálfsævisaga danskrar leik-
konu, sem snérist til fylgis við
trúarstefnu hvítasunnumanna,
er lofuð að flestu öðru en því,
að þýðandinn er húðskammað-
ur, en hann er líka einhver
ritsnjallasti klerkur á íslandi!
Fjölrituðu Ieikriti eftir Valdi-
mar sáluga Briem er tekið feg
ins hendi! Ein ljóðabók er gerð
að umræðuefni í heftinu. Það
er Þorpið eftir Jón úr Vör.
Ég heyrði eða sá einhvers
staðar ritstjóra Skírnis hall-
mælt fyrir þá sök, að tímarit
hans minnist ekki ritgerðasafns
fyrirrennara hans, Árna pró-
fessors Pálssonar. En þetta er
með öllu ástæðulaust. Einar
Ólafur Sveinsson á þvert á móti
þakkir skilið fyrir að sýna
ekki slíkum manni og Árna
Pálssyni ókurteisi í riti því,
sem hann stýrði, meðan Skírn
ir enn var og hét. Hins vegar
er fyllsta ástæða til umkvörtun
ar fyrir hönd Sigurðar Nordals,
þar eð leikrits hans, Uppstign-
ingar, er getið í hinum svo-
nefndu ritfregnum Skírnis.
Vert er og að minnast þess,
að sú var tíðin, að tímarit bók
menntafélagsins flutti Ijóð og.
smásögur eftir snjöllustu skáld
og rithpfunda á íslandi. En það
var fyrir ritstjórnardaga Ein-
ars Ólafs Sveinssonar!
Margir gerast til þess að
hneykslast á bókaútgáfu yfir-
standandi tíma, og mörg eru
reiðiorð þeirra tímabær. Nýju
tímaritin, sem spretta upp á
akri íslenzkrar bókaútgáfu
líkt og gorkúlur á haugi, fá
drjúgmældan skerf af reiði-
lestri vandlætaranna. En í
þessu sambandi er kannski
ekki hvað sízt ástæða til að
hyggja að því, hvert er hlut-
ckipti hinna tímaritanna, sem
kjörin eru til að rækja menn-
ingarskyldu og eiga sér aðra og
merkari sögu en vera dægra-
stytting lesenda, er sækjast að-
eins eftir meira og minna au-
virðilegum skemmtilestri. Sum
þeirra hafa veslazt upp úr and
legri ófeiti, en önnur hanga á
----------------------------I_
á M.b. Síldin frá Hafnarfirði.
Upplýsingar hjá Kristni .Bergmann Norður-
braut 7 Hafnarfirði og Guðmundi Sigurjóns-
syni, sími 9029.
horriminni. Það er ömurlegt
tímanna tákn, að málgagn bók
menntafélagsins. sem ritstýrt er
af ekki ómerkari manni en
próíessor í íslenzkum fræðum
við háskólann og hefur að
stuðningsmönnum marga af rit
færustu menntamönnum þjóð-
arinnar, skuli ekki Ijá málstað
■ siðmenningarinnar öf lugri
stuðning en raun er á um þetta
síðasta hefti Skírnis. Fyrst svo
er um það tré, sem fyrrum var
grænt og laufríkt, við hverju
er þá að búast af hinum? Er
ekki hægt að bæta úr þessu
með því að raska svefnró
stjórnar bókmenntafélagsins,
og væri ekki skemmtilegra að
Iáta af því verða áður en leita
þarf fulltingis sálarrannsókna-
félagsins til þessa menningar-
lega þarfaverks?
Ilelgi Sæmundsson.
Leiðrétt og bent
MÉR var á það bent á dögun
um, að ,,Mánudagsblaðið“ hefði
flutt ritdóm eftir Stefán nokk-
urn Rafn um nýútkomna heild
arútgáfu af barnasögum Sigur
bjarnar Sveinssonar. Fylgdu
fréttinni þær upplýsingar, að
ritdómarinn teldi eitthvað hafa
niður fallið í útgáfunni. Mér er
málið lítillega skylt og kynnti
mér því ritdóminn. Meginefni
hans er nákvæm endursögn á
því, sem prentað er á kápu bók
arinnar, og hef ég síður en svo
nokkuð við það að athuga. En
svo kom það, sem ritdómarinn
hafði fram að færa frá sjálfs
sín brjósti. I-Iann saknaði ævin
týrsins Margföldunartaflan,
sem hann kveðst eiga í ágætri
útgáfu frá 1911, og raunar einn
ig sálma og kvæða skáldsins
áður en Sigurbjörn hóf að
skrifa barnasögur.
í tilefni af þessu vil ég biðja
ritdómarann að taka fram út-
gáfu Margföldunartöflunnar
frá 1911, fletta síðan upp á
blaðsíðu 24 í síðara hefti rit-
safnsins og -bera saman. Ég á
yon á því, að hann finni þar
ævintýrið góða, sem hann
kveðst sakna, þótt höfundurinn
hafi breytt fyrirsogn þess í end
urprentun. Um sálmana og
kvæðin er það að segja, að rit-
safnið er búndið við það, sem
Sigurbjörn hefur ort við hæfi
barna og unglinga, og því eru
aðeins tekin upp þar þau ljóð-
mæli hans, er hann líefur end-
urprentað í barnabókum sín-
um.
,,Mánudagsblaðinu“ vil - ég
gefa það vinarráð að fá sér rit-
dómara, sem kynni sér meira
en titilsíður og fyrirsagnir
bóka. „
Helgi Sæmundsson.