Alþýðublaðið - 12.12.1948, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.12.1948, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Sunnudagur 12. des- 1948. Frú Dáríður Dulheims: FISKIFRÆÐI OG DULRÆN REYNSLA Allir vita, að fiskifræðin er geysimikið og vísindalegt verk efni, sem margir þaulreyndir og mjög svo gætnir vísindamenn gata á hvað eftir annað, og virð ast þó aRtaf jafnvissir í sinni sök. Hvergi kemur þetta þó jafn greinilega í ljós og í þeirri grein þessarar vísindagreinar, sem um síldina fjallar. Hvergi er verkefnið jafn örðugt og þar og hvergi gata vísindamennirn ir jafn oft og augljóst sem þar, .— og hvergi eru-gatistarnir ein mitt státnari og stoltari af af rekum sínum og vissari í sínum fullyrðingum. Sönnunin er sú, að síldin er ákaflega sálrænn fiskur, sem lýtur óafvitandi æðri lögmálum, og er því ekki á öðru von, ,en að vísindaxnenn irnir eigi örðugt með að átta sig á þessu, því að þeir menn standa alltaf á gati gagnvart öllu því, sem andlegt er, sem líka er von, þar sem þeir vilja aldrei-taka sönsum og trúa. Fyrir boð að handan, frá Þuríði sundafylli, hef ég móttek íð tæmandi upplýsingar um allt, sem síldina varðar, svo og allar ástæður fyrir því að hún kemur ekki hingað í sundin, og ekki heldur í Hvalfjörðinn svo að. nokkru nemi. Og þegar maður heyrir þær skýringar, stendur maður aldeilis gáttaður á því að menn skuli ekki hafa séð þetta fyrir langa löngu, svo virðist þetta allt liggja í augum uppi, ef maður aðeins nennir að veita athygli einföldustu atburðum, , Eem gerast í kring um mann. I Þuríður sundafyllir segir nefnilega, að þetta sildarleysi' Eé allt okkur sjálfum að kenna. Við höfum nefnilega gripið fram í fyrir æðri ákvörðunum, og auðvitað hefnir slíkt sín allt af. Sko, — segir hún, — hval irnir voru ákveðnir sem síldar smalar og hafa alltaf verið. Á hverju hausti sækja þeir síldar torfurnar út á haf, synda fyrir þær eins og þegar smalar hlaupa fyrir rolluhópa, og buga þeim inn undir Reykjanesið. Þegar þeir eru komnir þangað með safnið, bæla þeir það um skeið í kring um Eldeyna, unz þeir álíta tíma til þess kominn að stugga því inn í Sundin og Hval fjörðinn. Þetta hafa þeir gert á hverju hausti um aldaskeið. Þetta hafa þeir gert á hverju haust um aldaskeið. og öðru hverju höfum við borið rfefu til að hagnýta okkur þetta starf beirra. En nú, einmitt í sumar, tókum við það heimskulega at ferli upp að drepa smalana frá safninu, sem síðan dvaldi um hríð, agalaust og aðgæzlulaust kringum Eldeýna, en dreifðist síðan hingað og þangað eins og vonlegt var. Það er ekki í fyrsta sinnið, sem við gerum okkur ctórtjón með græðginni, því hvað skyldi lýsið af smölunum, — í þessu tilfelli hvölunum, — vera á, móts við allt það verð mæti, sem glatast við það að drepa þá frá hjörðinni. Þetta segir nú Þuríður bless unin, og þegar maður skoðar það í ljósi staðreyndanna, er auðséð, að þetta liggur í augum uppi. í haust veiddist þó dálítið af hafsíld við Eldey, — það var einmitt restin af hjörðinni.* — Nei, hættið að drepa smalana, — hvalina, —- og sjáið hvort ekki breytist.um til hins betra; og látið lönd og lcið það, sem þessir svonefndu vísindamenn Gegja. í andlegum friði. Dáríður Dulheims. Nýkomið: Pó'leraðir standlampar úr mahogny, hnotu og bir'ki. Saumaborð, póleruð (birki). Barnasett (borð og tveir stólar). Barnarúm með dýnum. Útvarpsborð úr eik. Húsgagnaverzlunin Atoma, Njáisgötu 49, simi 6794. Leonhard Frank: MATTHILD unni. En eftir hálftíma hætti þá að kenna til. Þeir höfðu strax hætt við að ganga þjóð.veginn. Þeir hugsuðu ekki fremur um Marseilles en einhvern ókynn an depil á annarri stjörnu. Tak mark þeirra var næsta þorp. Þessir fjórir menn, sem hefðu verið dauðir í Guilvinec þrömmuðu áfram vitandi þáð, að hvert skref bar þá nær frelsinu. Framundan lá hvítur vegur inn, óendanlegur. Og þó, að kvöldi lá hann að báki þeirn, gleymdur. Eftir viku voru skórnir þeirra orðnir gjörónýtir og skyrtur þeirra, sem höfðu gegnblotnað af svita ótal sinn um, voru þvalar jafnvel á nótt unni. Húsaskjól léðu bændurnir þeim. Vegna þess að þeir voru að flýja Þjóðverja, voru þeir velkomnir gestir, og enginn spurði þá, hverjir þeir væru. Allir höfðu sömu skoðun um orsök ógæfunnar. Beinaberi ris inn, sem hafði hýst þá nóttina á undan, hafði sagt brosandi: „Ef hann ynni eins vel fyrir landið og hann vinnur tfyrir sjálfan sig, þá væri enn hægt að bjarga Frakklandi.“ Þessum háðslegu orðum var beint til Laval. Þeir biðu eftir sagnfræðingn um, sem var haltur og hafði dregizt svolítið aftur úr og setzt við læk, sem rann meðfram heslirunna. Hann rak fótinn of an í vatnið og sagði," að það væri miklu auðveldara að genga með brotinn handlegg.í fatla en með blöðru á fæti. Sagnfræðingurinn tók út sár ar kvalir við hvert fótmál. Pílviðartré uxu hér og þar á kyrrlátu enginu, sem lækurinn vökvaði. Þeir klæddu sig úr. Þeir áttu svolitla sápuögn. Og nú hófst þvottadagur. Þegar hreinar skyrturnar þeirra höfðu verið breiddar út á grasið til þerris, og þeir stóðu allir fjórir upp í mitti í læknum, þá heyrðist allt í einu í mótorhjóli, sem nam staðar jafn skyndilega. Að vera nakinn á hættustund var sérlega erfitt. Á milli mannsins á mótorhjólinu, félaga hans í hliðarvagninum og þeirra var aðeins heslirunninn. Þeir höfðu numið staðar til að kveikja sér í sígarettu. Fjór menningarnir krupu bak við runnann, gægðust út á milli greinanna og bærðu ekki á sér. Það sem þeir sáu var full komin heild: mótorhjólið, vél byssan og hermennirnir tveir í gulum regnfrökkum. Þeir kveiktu í sígarettunum, skrölt ið hófst og þessi fullkomna gula mynd hreyfðist upp brekk una. Regnfrakkarnir voru svo vel sniðnir, að þeir skýldu fót um mannanna alveg niður á ökla, en þó gátu þeir hreyft sig eins frjálslega og þeir væru bara á buxunum. Daginn áður höfðu þeir líka neyðzt til að fara í felur skyndi lega. Því að í tvær óendanlega langar klukkustundir hafði stórskotalið, flutningabílar og skriðdrekar runnið fram hjá þeim. Þeir voru nú í héraði, sem barizt hafði verið í, og ver ið var að flytja þar um mikið lið. Á horninu, þar sem hliðar vegurinn lá að aðalþjóðbraut inni, sem þeir óttuðust vegna Þjóðverjanna og höfðu forðazt með löngum útúrkrókum þar til nú, stóð einmanalegt veit íngahús með lágri, nýrri hliðar álmu, þar sem seld voru reið hjól. Þeir urðu ofsakátir af þessari heppilegu tilviljun. í nokkra daga höfðu þeir verið að hugsa um að kaupa reiðlijól. ■— Weston átti dálítið af pening um — en á hjólum gátu þeir komizt miklu hraðaf áfram. En það voru engar reiðhjólabúðir á ökrum eða í skógum, og í borgunum voru Þjóðverjar. Þeir settust við borð út við gluggann og báðu um fjögur steikt egg, þar með eitt fyrir Austurríkismanninn, sem hafði farið inn í reiðhjólaverzlunina. Á meðan kom veitingamaður inn með vín handa þeim. Meðan hann var ’að skenkja í glösin kom inn maður, klæddur í borgaraföt. Rétt á eftir komu tveir þýzkir liðsforingjar og héldu áfram að tala um ‘ Eng land, þegar þeir komu inn. Þessir þrír gestir, sem voru saman, sátu í skugganum við barinn og snéru baki að glugg anum. Þeir töluðu þýzku. Sagnfræðingurinn vildi flýja, ■en Weston hélt honum niðri í stólnum. Að hlaupa í burtu áður en veitingamaðurinn káemi með eggin, sem þeir höfðu pantað, væri enn hættulegra en að sitja kyrr. Þeir hlustuðu á samtalið við barinn eins og þeir væru á nál um. Umræðuefnið virtist vera gamalt þrætuepli milli undir foringjans og yfirforingjans, sem var dáltið eldri, og hann hrópaði æstur: ,,Ö11 þungavopn, sem England átti, hafa þeir skilið eftir í Dunkirk. Þeir eiga áreiðanlega ekkert heima í Englandi, svo að þeir eru alls lausir núna. Og nú er réttur tími til innrásar.“ Undirforinginn svaraði þrjóskulega: „Ég get ekki sagt annað en það, að herforingjaráð ið mun vita, hvað bezt er að gera á þessum tímamótum." Sá eldri rétti upp hendurnar í örvæntingu. „Hver undirfor ingi sem er getur séð þetta. Einn dýrmætur mánuður er þegar liðinn. Ef innrásin verður ekki framkvæmd strax — hver veit þá? — Kannski þurfum við þá einn dag að segja: Á þeirri stundu gáfum við frá okkur all an heiminn. — Hvað heldurðu?“ Hann spurði manninn í borgara fötunum, sem svaraði rólega: „Heil Hitler!“ Síðan var sá eldri þögull. Mönnunum þremur við glugg ann varð. mjög óþægilega við að heyra þetta samtal þarna í veit ingahúsinu við þjóðveginn inni í miðju Frakklandi. Köíd bor? o| Nfsir mzkmfai eemdur út un allan bæ. SÍLÐ & S'ÍSKUF Fínn og grófur skelja- sandur. -— Möl. Guðmundur Maguusson. Kirkrivegi 16, Ha fnarfirði. — Sími 9199. Lesið Alþýðublaðið! FRÓFESSORINN: Ég' nýt allmikils álits hérna. Við skulum að minnsta kosti sjá hvernig þetta gengur. —• Gerið svo vel, strákar!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.