Alþýðublaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 10
10 ALÞYÐUBLAÐIÐ Mikvikudagiw 12. des- 1948. Leifur Leirst (Leikisí eingöngu á svörtu (Leikis eingöngu á svörtu nóíurnar). Hver gerði jólin að hátíð hundraðkallanna? Guðlast? Ef til vill, en ekki frá minni hendi — Hver fyllir öll blöð, útvarpið, og alla búðarglugga af auglýsingum, sem ýmist enda eða byrja eða bæði enda og byrja á þessu fornhelga orði barnanna: Jól---------- Og auralítill maður gengur um götuna------------ Hlakkar hann til jólanna? Hvor jólaboðskapurinn sá gamli eða nýi má sín meira í sál hans? Jól! Kaupið! Fagnaðarhátíð! Kaupið! Jól, jól, jól! Kaupið! kaupið! Kaupið! Leifur Leirs. SNJÓKÚLIJR Fyrir skömmu eru komnir út „Merkir íslendingar“, og nú fyrir nokkrum dögum „Skyggn ir íslendingar“; — ef ráða má af því framhaldi, sem að undan förnu hefur á orðið, þegar eitt hvert bókarheiti hefur komizt í tízku, má fastlega gera ráð fyr ír að ekki líði á löngu áður en út koma „Góðir íslendingar!“ .— safn útvarpserinda, er haldin hafa verið í vissum tilgangi; „Horfnir íslendingar“ (saman ber Horfnir góðhestar), minn ingar um öndvegisklerka og heiðvirða stjórmnálarnenn; „Frómir íslendingar“; (smárit lingur) og „íslendingar“ — samið eftir heimildum Skarp héðins íþróttaskólastjóra. Að gefnu tilefni viljum vér lýsa því yfir, að enginn sam starfsmaima vorra, — hvorki Filipus Bessason né frú Dáríður Dulheims, — rita í Mánudags blaðið undir dulnefninu „Jón Reykvíkingur“. Hafa þau bæði gert ráðstafanir til að niðrandi ummæli birtist um þau í þeim „þönkum“ á næstunni (saman ber dr. Guðbrand og Vilmund), til þess að fá hnekkt þeim raka lausa óhróðri. Annars vitum vér ósköp vel, hver ritar þá pistla, — og eins vitum vér hver er „Anpnymus“, en vér setjum bara upp dularfullan svip og svörum ekki, séum vér spurðir, þar eð vér viljum teljast umtals frómir menn. Gegndarlaus vatnseyðsla ger ir hitaveituna nú óstarfhæfa hvað eftir annað. Hóta yfirvöld neðanjarðarhitans nú refsiað gerðum, — en ef marka má árangur refsiaðgerðahótana svona almennt, má gera sér í hugarlund árangurinn. Væri ólíkt skýnsamlegra af nefndum yfirvöldum að gera annaðhvort, — beita sér fyrir því að menn drekki dræ, — eða, hvað verða mundi áhrifameira, — blanda slatta af dönsku pillunum í Gvendarbrunnavatnið, ' svo menn drykkju ekki framar í heitu, og þá auðvitað ekki í köldu heldur, (hvað ekki gerði þó neinn mismun nú orðið). Skattaframtöl, kærur, leiSbeiningar og skipu- lagning bóMærslukerfa. ÖSgfyr PjeSursson endurskoðandi. Freyjug. 3. — Sími 3218. Púsaingasandur Fbm og grófur skelja- sandur. — Möl Guðmímdur Magnússon. Kirkjivegi 16, Haínarfirði —- Sfmi 9199. I Leonhard frank: verjum, jafnvel þó að þeir næmu staðar þegar krafizt yrði. Weston sagði: „Þar ■ með er draumurinn búinn“. Sú tilfinning, að þeir væru umkringdir greip þá alla. Þög ulir leiddu þeir hjólin sín út fyrir þorpið. Nú þorðu þeir ekki að fara inn í þorp, nú gátu þeir hvergi verið öruggir eitt einasta andartak. Allt lif airdi, sern þeir sáu í fjarska, var óvinur. Gatan, sem þeir fóru um lá að tjörn. Þeir fóru yfir kartöflugarða og inn í skóg, skriðu á bak við bróm berjarunna og horfðu á ■ t.rjá stofnana eins og til að spyrja þá, hvernig þeir ættu að kom ast í gegnum þýzka- netið. Þarna var jarðvegurinn gró inn þykkum mosa, þá var allt í einu fyrir þeirn maður, sem stóð þarna eins og stirnaður. Af bví að þeir höfðu séð ótta á honum og hann á þeim, þá gátu þeir ekki anna"ð en bros að rétt sem snöggvást. Þessi ungi Frakki sagði þeim, að ver ið værí að skipuleggja franska andstöðuhreyfingu í Dondon. Milli hans, þessa tuitugu ára unglings og takmarks hans voru enn margar tálmar.ir og óþekktar hættur. En það var enginn vafi í augum hans.. Weston gaf honum peninga. Hann hvarf inn milli trjánna eins og villidýr. Það var langur vegur þaðan til London. Þeir drógu áfram hjólin sín gegnum nýplantaðan furuskóg, þar sem. trén náðu þeim aðeins í mitti, og inn á skógarstíg, sem þeir gátu ekki hjólað vegna þess að trjáræturr.ar stóðu alis staðar upp úr honurh. Að lokum komu þeir á sléttan en mjög mjóan vegslóða, Þeir urðu að hjóla hver á eítir öðr um. Og herðar þeirra rákust i greinarnar. Þegar þeir loksins komu í rjóður var komið sól setur. Þaðan lá breiður vegur þráð beinn milli furutrjánna, iangt út í íjarskann og, sýndist langt í burtu eins og krítar strik. Það fór að rigna. En það leit eklti út fyrii* hvassviðri fremur en það hafði gert allan daginn. Þetta var indælt sumar regn á kyrrlátri nðttu. Eftir svo litla stund voru það ekki leng ur neinir dropar, heldur héilt ist vatnið niður í strfðum straumum. Þeir uröu að fara af hjólunum; vegurinn var orðinn eins og lækur. Svo datt myrkrið á. í skóg -inum voru engir bóndabæir og skógurinn var' óendanlegur. Þeir gátu ekki lagzt niður í vatnio. Þeir þrömmuðu áfram með erfiðismunur.i 1 myrkrinu Ékkert var sagt. Eftir dálitla stímd kallaði sagnfræðingurinn „Halló!“ aðeins til að fullvissa sig um, að hann hefði ekki misst af hinum. Þeir voru eins blautir eins og þeir hefðu geng ið naktir í þessari rigningu. ;í-íjarska heyrSist hundsgelt. Skógurinn var á enda til hægri. En þeir höfðu ekki tekið eftir því fyrr en nú. HundMi'inn. gelti aftur. Eig andi hans hlekkjaði hann, gekk upp á veginn og spurði: ,,Er nckkur þarna?“ f dimmunni höfðu þeir farið bæði fram hjá honum og bónda bssnum. Hann. bætti miklu brenni á eldinn. Kona hans kom með heitt kaffi, sem þeir höfðu beð ið um. Bóndinn yfirgaf þá fíka. Fötin þeirra og skyríurnar héngu á snúrunum til þerris. Þsir vöfðu sig innan í ábreið ur og lögðust til svefns á gólf ið íyrír framan arininn. Þrír þeirra voru þegar sofnaðir. Sagnfræðingurinn liorfði inn í eldinn. Augu hans voru full af tárum. Ekki af þreytu eða ótta. Hér var hlýtt. Hann var þurr núna og fann að hann var ör uggur. Það,. sem svipti liann sjálfssíjórn í fáeinar sekúndur, var hugsunin um það, að í stað hins fuiJkomna, stórfenglega lifs síns var hann nú á flótta gegnum skóginn eins og morð ingi. Daginn eftir var hann gjörbreyttur maður. Hann var orðinn ákveðinn á svip og festu legdr. Weston sat í garðinum við bóndabæinn og skoðaði kortið sitt. Hann hafði merkt með bleki á línuna miili hernumda og óhernumda hlutans. Bónd inn kom aítan að honum og benti á kortio. Þarna, í nokk urri fjarlægð. frá mörkunum vár upphlaðinn járnbrautar gáfður, sem var mjög vel gætt af pjoðverjum -— ekki vissi hann hvers vegna. Það voru verðir msð hundrað metra milli bili. Það mundi . vera ómögu legt fyrir neihti að komast yfir garðinn án þess að í mann næð ist, nema hann þekkti vel um hverfið. Þó að bóndinn hefði lesið þýzku yfirlýsinguna í þorpinu og vissi, hve það var hættulegt fyrir hann að hjálpa fjórum mönnum að komast yfir á óher numda hlutann, þá bauðst hann samt til að fylgja þeim. Hann var lágvaxinn, horðaður mað ur, miklu yngri en kona hans. Þau áttu tvö börn. Hann fór á undan þeim yfir alla þvervegina og troðningana án þess að þurfa nokkurn tíma að nema staðar til að átta sig. Um hádegi sté hann af baki. í fjarska sáu þeir háa járnbraut argarðinn. í meira en klukkutíma fygldi hann þeim yfir vegleysui', þar sem ekkert óx nema mosi og illgresi og um hríð eftir upp þornuðum lækjarfarvegi og ao lokum yfir næpuakur inn í lít inn húsagarð bak við lcofa, járnbrautarvarðmannsins, en í kringúm kofann óx þéttur beykiskógur. Feitur maður, með opið hálsmálið á skyrt unni sinni og sveitta bringuna, var að segja eitthvað við lag lega konu varðmannsins og brosti til' hennar. Bóndinn bar þegjandi fingurinn upp að húf unni sinni, þegar hann kom inn í garðinn. Hann leiddi þá yfir hjólförin, benti beim í átt ina, sem þeir áttu að fara í. og óskaði.þeim góðrar ferðar. Þeir horfðu á eftir honurn þar, sem hann fór með hjólið sitt yfir næpuakurinn og hvarf á bak við kjarrið. Feiti maðurinn og kona varðmannsins voru aftur ein. Þeir nálguðust nú svæði, sem er álitið verá frjósamasta og fegursta hérað Frakklands. En fyrir augum þeirra var þessi víði dalur með svörtum ökrum ,sem líktust vel hirtum blómabeðum, þó ekki annað en eitt svæðið, sem þeir yrðu að komast yfir. Þeir ferðuðust klukkutímum saman gegnum geysiyíðáttú mikla skóga án þess að láta þögn þeirra nokk uð á sig íá, fram hjá höllum, í'rægum frönskum söguminjum, hugsunarlaust og án þess að líta á þær, frekar en þær væru einhverjar steinahrúgur; sváfu þessa nótt 1 hesthúsi, þar sem gamall áburðarklár var inni, sem var að krafsa allá nóttina, ÞAU MEGA sín mikils áhri^ prófess orsins þarna, að minnsta kosti er •skkcst runast við ferðunC' þelrru félaga. Eitlhvað rekst samt í koll inn á Kára. — „Það ætt.i að banna þessi ólukkans flugteppi“, segir, Jaxon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.