Alþýðublaðið - 21.12.1948, Síða 10
10
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. des. 1948.
eru falleg og fjölbreytt að vanda, prýdd
fjölda mynda. í „Norræn jól“ skrifa nú:
Menntamálaráðherrann, dr. Richard
Beck, Páll Patursson, Guðl. Rósinkranz,
Þórir Bergsson, Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti og Lech Fischer. Þá eru
myndir frá öllum Norðurlöndunum,
myndaannáll o. fl. — Kaupið „Norræn
jól“. Sendið vinum yðar „Norræn jól“ í
jólagjöf. „Norræn jól“ fást ennþá öll frá
upphafi, 7 árgangar, og kosta aðeins 70
krónur.
Norræn jól fást í bókabúðunum.
NY BOK.
NY BOK.
Hverjir eru iirkostir mannsandans í viðureign við
ókiíð öriög og eigin vanþroska? Þessari spumingu
er að nokkru svarað í bókinni „Framþróun og fyrir-
heit efíir Gretar Fells.
Útgefandinn.
Sund skólanemenda
fellur 'niður í Sundhöll Reykj avikur frá 17.—10.
janúar. Þann tíma verður hún opin allan daginn
fyrir bæjarbúa. — Á aðfangadag og gamlársdag
verður hún opin til hádegis. Jóladaga og nýársdag
verða SundhöIIin og sundiaugarnar lokaðar allan
dagnn.
Baðhús Reykjavíkin
verður opið til klukkan 10 síðdegis mánud. 20. d-es.
þriðjud. 21., miðvikud. 22. og fhmntud. 23. des.
og til háde-gis aðfangadag, gamlársdag og 'hátíðis-
dagana.
leonhard Frank:
ATTHI
„Þegar litli drengurinn henn
ar kallaði við gluggann, að
mennirnir væru komnir, sagði
konan, að hann skyldi vera
kyrr úíi á götunni um stund.
Hún vildi forða honum frá að
njá föður sinn, vegna þess að
andlit hans var skaddað. Þá
komu tveir menn inn með bör.
ur. En það var ekki sjúkra-
vagninn. Þeir báru dauða mann
imi út. Hún fylgdi þeim út að
dyrunum. Tárin runnu niður
niður kinnarnar á henni. Hún
settist aftur niður við rúmið
og hélt nýju bindi við sár vin
ar míns.
Matthildur, England er dá-
samleg græn eyja fyrir ungar
stúlkur, sem lifa undir verndar
væng foreldra sinna og -geta
látið sig dreyma æskudrauma,
áhyggjulausar, og bræður
þeirra, sem geta til’einkað sér
alla þekkingu veraldarinnar í
beztu háskólunum. Þessi gæfu
börn eru í dag að inna af hönd
Um stríðsskyldur sínar, hver á
sínum stað, fyrir land sitt, sem
hefur gefið þeim allt. En bak
við þessa drauma og háskóla-
byggingarnar er annað Eng-
land :— England verkamanns-
konunnar og manns hennar og
milljóna þeirra líka, — fólks,
sem vex upp í sárustu fátækt
og verður íjórtán ára eða eins
fljótt og það hefur lært að lesa
eða skrifa, að steypa sér út í
þrotlausa baráttu fyrir tilver-
unni, sem ekki hættir fyrr en
það deyr. Þessir menn og konur,
sem hafa bjargað Englandi frá
ósigri með óviðjafnanlegri fram
komu meðan á þýzku loftárás-
unum síóð, eru að gegna sínum
stríðsskyldum fyrir land, sem
ekki hefur gefið þeim neitt. Og
eftir stríðið? —■ Skriíaðu mér.
Ég er í húsi mínu í London.“
Um miðjan júní fór Matthild-
ur aftur heim í húsið þeirra í
borginni. — Svissneskur verzl-
u.narmaður kom að finna hana.
Hann hafði hitt Weston þ. 8.
apríl í svissneska sendiráðinu í
Aþenu. Þjóðverjar, sem höfðu
ráðizt inn í Júgóslavíu þ. 6.
apríl, höfðu tekið Belgrad þ. 13.,
Aþenu þ. 27. og Krít þ. 2. júní.
„Það var eins og hvirfilvind-
ur,“ sagði verzlunarmaðurinn,
sem hallaði sér ekki aftur á bak
í hægindastólnum, heldur sat
alveg uppréttur, því að hann
dró andann ótt og títt. Það var
auðséð, að það var ekkert sem
hann hafði eins mikinn áhuga á.
j Hann var alveg utan við sig.
Eftir þessar pndunaræfingar
! ?at hann um stund alveg graf-
j kyrr, eins og siironaour. áður
'm hann endurtók: „Reglulegur
hvirfilvindur, segi ég yður! —
Meira að segja Englendingar,
: sem höfðu komiö frá Egypta-
' iandi, gáíu ekkert að gert.
-Þeim var sópað burtu eins og
brauðmolum á borði. Ekki nógu
jnargar flugvélar. Það var það.“
Þessi þeldökkj. • maður var
langleitur með þung augnalok.
■ Matthildur hafði ekki vitað,
að. Weston hafði tekið þátt í
orrustunni um Balkan. Hún
hafði ekki fengið neitt bréf
síðan um jól. Hún sá hann fyrir
sér fölna eins og sölnað gras,
þar sérn hainn lá í einhverjum
fjalladal við hliðina á flakinu af
flugvélinni sinni. Á þessum ein-
manalega stað bærðist ekki
ne^jtc .
i- Verzlubarmaðurinn sat niður
sökfeinn í -minningar og andaði
gins og Ká’nn ætlaði að anda sig
íi gegnum stríðið,
\ Matthildur var líka utan við
Gig. Er hann enn þá lifandi? —
Hún sá fyrir sér slys. Þarna lá
hann styrður og hálfþakinn
mold.
Verzlunarmaðurinn leit full-
ur samúðar á Matthildi, sem sat
í hnipri í stólnum, og benti á
brjóstið á henni.
„Þér andið ekki rétt“.
Hún rankaði við sér. ,,Hvað
sögðuð þér?“
Hahn stóð upp, skellti hönd-
unum að mjöðmunum og sneri
þumalfingrunum fram á við.
„Svona ei-gið þér að anda.
Svona! Trúið mér; allt' illt kem-
ur af því, að þér andið skakkt.
Ég fullvissa’ yður um, að ef þér
andið rétt, mun allur drungi
hverfa. Reynið það bara. Þér
verðið eins og önnur manneskja.
Ég hef reynt það sjálfur. —
Það liggur aldrei illa á manni,
seni andar rétt.“
Þegar hann var farinn, opn.
aði hún bréfið, sem Weston
hafði skrifað í Aþenu fyrir níu
vikuni og hafði beðið verzlunar-
manninn að færa henni. Það
var ástarbréf. Tárin brutust
tram í augun á henni og spurn-
ingin: ,,er hann dáinn?“,
skyggði á hvert orð, sem hún
las.
Vliku seinna, 22. júní, fóru
þýzku herirnir yfir rússnesku.
landamærin. Nýr kafli stríðsins
var hafinn. Heimurinn hélt það
cama, seni Þjóðverjar héldu: að
Rússland yrði sigrað á sex vik-
um.
Heimurinn fékk að vita, að
andinn, sem ríkti í Rússlandi,
var ekki -sá sami, s-em ríkti í
Frakklandi.
í október, þegar Þjóðverjar
voru lagðir af stað til Moskva
og höfðu umkringt Leningrad
írá landi, fék-k Matthildur bréf
frá London. Weston lýsti því,
sem hann hafði heyrt í júní
1840 á veitingahúsinu við veg-
inn í Frakklandi.
„Öll þungavopn, s-em England
átti, voru skilin eftir í Dun-
kirk,“ sagði þýzki liðsforing-
„Þeir hafa alls ekkert eftir í
Englandi. Og nú -er tími til inn-
rásar“. Og svo hrópaði hann,
eins og hann sæi hlutina fyrir:
„Ef innrásin verður ekki fram-
kvæmd nú — hver veit? — ef
til vill verðum við að segja: á
þeirri stundu gáfum við frá
okkur heiminn.11
Ég hugsa, Matthildur, að við
getum bætt við: Og með því að
ráðast á Rússland, hefur Þýzka.
land tapað stríðinu.“
7. desember réðst Japan á
Bandaríkin án stríðsyfirlýsing-
ar. Hundrað og brjátíu milljónir
vélvirkja, sem höfðu stærsta
Lramleiðslukerfi h'eimsins til
umráða, hættu að smíða bíla og
ísskápa, og framleiddu þaðan í
frá ekkert nema hergögn. Allur’
heimurinn var í stríði.
Matthildur las stríðsfréttirn-
ar á hverjum degi. — En hann
gat verið að berjast í loftinu
yfir Evrópu, Afríku, eða Asíu,
og hún vissi ekki hvar. Hún
var hrædd um hann og hún sá
hann alls staðar fyrir sér.
Sumarið 1942 sagði blaðið.
Af hinum litla hópi enskra flug.
manna, sem b.örðust í orrust-
unni um Bretland gegn miklu
ofurefli þýzka lofthersins, er nú
70 af hundraði látinn.
„Það er mjög stór hluti,“
sagði hún og brosti ankanna-
lega -eins og manneskja, sem er
bilu.ð á sinninu.
Þá -nótt gat hún ekki sofið.
Þegar sírenan blés —• merki
um það, að brezkar sprengju-
flugvélar flygju yfir Sviss á
miðvikudaginn 22. desember allan daginn.
Klömbrum við Rauðarárstíg.
eimoKin
ní\l
vmsæiu Dðnií
effir Lofí Guðmyndssoii eru komin í bókabúðir.
BLÁFjALLAÚTGÁFÁM