Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 1
Hitt og þetta um jólin. HITT OG ÞETTA UM JÓEATRJÉ Sá siður að skreyta tré á jól- unum er upprunninn á mesin- landi Evrópu og' mun fyrst hafa náð aimennum vinsældum í Þýzkalandi. Þessi siður fluttist ekki til Englands fyrr en Albert, eiginmaður Viktoríu drottning- . ar (en hann var af þýzkum .ætt- um), keypti jólatré fyrir ensku hirðina. Jafnvel Dicltens þurfti að útskýra fyrir lesendum sín- um, hvað jólatré væri. Um 75% af jólatrjám Evrópu koma frá Noregi og álíka mikið af jólatrjám Veslurálfu koma frá Kanada. Flest jólatrén eru 7—10 ára og' eru höggvin frá rótum vegna þess, hve gróða- vænlegt þykir að selja þau, þótt þau yrðu sennilega arðbærari til viðar ef þau fengju að ná full- um aldri. HITT OG ÞETTA UM JÓLASTJÖRNU í borginni Betlehem í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum er nú hægt að sjá hina björtu jóla- stjörnu. Er það rafmagnsstjarna, sem sett var á fjall skammt frá borginni. HITT OG ÞETTA UM SNJÓKORN Það er eins víst, að íslending- ar njóti ekki „hvítra jóla“ frek ar en oft endranær, en samt kynni einhverjum að þykja fróðleikur í því, að það er ,,vís- indag:rein“ að athuga snjókorn- in. Einn Ameríkumaður eyddi ævi sinni í þetta og skráði 5000 tegundir snjókorna. Þegar það byrjaði að snjóa, hljóp hann út með svarta tusku, veiddi g hana snjókorn og hljóp inn til sín, skoðaði snjókornið í smásjá og teiknaði mynd af því. Svo verða: menn að athuga, hvernig skýi kornið kom úr. Snjókorn úr lág skýjum eru oft fagrar rósir, en korn úr háskýjum eru það sjaldnar. Það er sagt, að menn, sem stunda þessa vísindagrein, verði að vera grandheiðarlegir. Það er auðvelt að teikna fallega mynd og segja að hún sé af snjó korni, „sem ég veiddi í bylnum mikla um daginn“. AÐFANGADAGUR JÓLA 1948.2. BLAÐ Bréf til hans hafa horizt hingað frá hörnum í Englandþ Noregi9 Suður- Afríku og Astralíu. BÖRN UIvl AL-LAN HJSIM tr.úa.á jc.lasveina, senni-lega vícast hvar íx.sira en hér á Ir’andi. Oo' bað sem meira er, bör.n um nllan heim trúa því, að jólasveinarnir búi á Islandi. Á h\arjum vetri berast pósthúsinu í Reykjavík hundruð bréía, sem lílikbörn í útlöndum hafa skrifað til jólasveins- ins, þar sem þau ræða við harn og segja honurn frá því, hvers bau óska um jólin. í ár hafa borizt hingað slík bréf frá Englandi, Noregi, Skotlandi, írlandi, Suður-Afriku og Ástralíu, og er bó vitað mál, að allur þor.ri þeirra bréfa, sem böru skrifa til jólasveinsins kemst aldrei lengra en á næsta pósthús. Þar kasta pós 1 afgreið:1 umennirnjr þeim brosandi í körfuna- En þau bréf, sem þó hafa borizt hingað, eru skemmtiieg og athyglisverð, eirs og nú skal greirra. 'LitLu börnin eru ekki í mikl" um vafa um heimilisfang jóla- sveinsins, þegar þau skrifa hon um. Hvort sem hann heitir á þeirra máli Santa Claus, Jule- nissen, Father Christmas eða St. Nikolas, skrifa þau heimilisföng eins og Jólatréshúsi, Álía- stræti, Skýjaborg, Hreindýra" borg, Snjókastala, Hæsta fjalli, Jólasveinshúsi, Reykháfshorni, Leikfangalandi, eða eitthvað slíkt, og allt er þetta, að því er þau halda, á Norðurpólnum á .íslandi. DÚKIÍURNAR VINSÆLASTA LEIKFANGI5) Stúlkur skrifa yfirleitt oftar til jólasveinsins en drengir, og slíkar bréfaskriftir eru lang al- gengastar í Englandi og ensku- mælandi löndum. Senda börnin jólasveininum lista yfir það, sem þau langar til að fá, og þau trúa því svo, að hann fnuni koma með það og skríða niður um reykháfinn á aðfangadags- kvöld. Hengja þau upp soldcana sína, og bregzt það sjaldan, að eitthvað er í þeim um morgun- inn, en í enskumælandi löndum fá börnin ekki gjafir sínar fyrr en á jóladagsmorgun. Því eru engin takmörk sett, hvað börnin biðja jólasveininn að færa sér. Vinsælasta leik" fangið eru þó tvímælalaust dúkk ur, og' biðja svo að „segja allar stúlkur um einhvers konar dúkkur, stórar eða litlar, og flestar vilja þær fá dúkkur, sem geta opnað augun og lokað þeim. Lítil stúlka, sem heitir Shirley Nuthers og á heima í London. bað jólasveininn í sínu bréfi að gefa sér „prinsessu- álfádúkku, sem héti Elísabet“. Piltarnir biðja flestir um járnbraut eða brunabíl og ekki einn einasti biður um stríðsleik- föng eins og flugvél eða skrið- dreka eða herskip. Hins vegar biðja mörg börnin um blýanta, bækur, skólavörur, einn vill „súkkulaðijólasvein, >sem hægt er að borða“; sum börnin biðja um útvarpstæki og hjól. Einn lítill drengur í Skotland-i hefur víst haldið, að hann ætti að fá hvað sem hann vildi ókeypis, og hann skrifaði þrjár blaðsíður með öltu, sem hann gat hugsað sér að eiga, þar á meðal kú, hjóli, peningum, hundi og' alls konar leikföngum. Langflest börnin eru þó hógvær í óskum sínum. Auðséð er á bréfunum, að börnin í Englandi biðja jóla sveininn um ýmislegt, sem ís- lenzk börn mundu telja svo sjálfsagt að fá á jólunum. að þau mundu ekki einu sinni biðja um það, til dæmis sælgæti. Nú skulum við athuga, hvern ig sum þessara bréfa eru, þótt erfitt sé að þýða þau á íslenzku. Hér er eitt: Kæri jólasveinn. Ég vona að þér líði prýðilega eins og' mér. Mig lilakkar til jólanna og langar til að segja þér hvað ég vildi fá, svo hér er listinn: 1. hjól, 2. kvikmyndavél. 3. Eitthvað fyrir bæinn minn, 4. vasaútvarp, 5. kábojföt, 6. litla haglabyssu. Vonandi getur þú komið með þetta. Ég skrifa nú ekki meira, en skrifa fljótlega aftur. , Þinn einlægur Anthony Arrowsmith. PS. Ég vona að það verði snjór svo þú getir komið í sleð- anum þínum. Ég er sjö ára. Þetta bréf er greinilega stílað af móðurinni, sennileg'a eftir ströngum fyrirmælum frá Tona litla. En hér er bréf frá lítilli enskri telpu, sem hún skrifaði sjélf: Kæri jólasveinn. Gæti ég fengið glerdúkku með augum, sem opnast og lok- ast og alvöruhári. sem er krull- að og fallegt, og væri hægt að klæða hana í bleikan kjól og setja húfu á liana. Þín einlæg Joan Jezinings. Og hér kemur bréf .frá ungum dreng, sem býr í Falmouth í Englandi: Kæri Santa. Mig langar að fá rafmagns járnbrautarlest, gátu ,til að setja saman, hund og lifandi mús fyr ir köttinn minn, hann Tinker. Anthony Hallem. Og hér er bréf frá lítilli norskri telpu: Kjære julenisse! Vil du være sá snill á la Rig- mor og meg fá kvar si sove- dukke. God jul ynskjer vi deg. Mykje helsning fra Ase Kvitle. Mörg börnin gæta þess vand- lega í bréfum sínum að vera kurteis við jólasveininn til að þóknast honum. Sean Brennan, lítill hnokki, sem á heima í Tipperary í írlandi, endar bréf sitt á því að segja, vafalaust með ráðum föður síns, sem ekki vissi hverjum stráksi var að skrifa): Ég er þinn ' auðmjúkur þjónn, Sean. Og átta ára gömul telpa, ssm heitir Susan. skrifar einungis til þess að minna jóla- sveininn á, að hún verði í Kan- ada um jólin. svo að hann fari ekki húsavillt. MUNA EFTIR GJÖFUM FYRIR AÐRA Það er auðséð á jólabréfun- um, sem bárust til pósthússins hér, að litlu börnin, sem skrifa jólasveininum, rnuna svo að I segja alltaf eftir að biðja hann um gjafir fyrir aðra um leið, til dæmis bræður og systur og jafn vel hunda og ketti. Ein telpa bað um stórt bein fyrir Prins, hund- inn sinn, og pilturinn í Fal- mouth bað um mús fyrir kött- inn sinn. Oftast muna börnin eftir mæðrum sínum, en aldrei biðja þau um gjafir fyrir feður sína! Ef til vill er þeim ljóst, þótt þau trúi fast á jólasveininn, að pabbi er þrátt fyrir allt sá jólasveinn, sem líklegastur er til að uppfylla óskir þeirra, og er því óþarft að biðja um gjafir fyrir hann. Hann getur séð um sig' sjálfur. Hér fara loks á eftir nokkur lauslega þýdd bréf, þótt ómögu- legt sé að þýða bréf barnanna með öllum nafna og hugsana- Villunum: Til Sánkti Kláusar, Álfalandi, Norðurpólnum, ísland. Noregur. Kæri jólasv>sirm. Mamma sagði Jiún heldur að þú komir ekki þessi jól því við eigum engan pabba núna svo viltu gerasvovel og reyna að senda mér dót og systir mína langar í dót lika. Ég er kölluð Kristín og ég verð sjö ára eftir jól. Rut er 9. Bless frá Kristínu og Rut Bunyan. Mig langar í tesétt og miggi- músbók og biblíu. Rut langar í saumakassa með skærum og prjónum og bók og mömmu langar í eitthvað líka. Ég vona að þú hafir það gott og sért ekki með flensu eins og við. xxxxxx Jólafaðirinn, Snjólandi, ísland. Kæri jólasveinn. Viltu gera svo vel að gefa mér barnadúkku í síðum kjól og eitt af þessum rúmum, sem þú getur borið. Og snjóföt og' blússu fyr- ir Karol. Og silfurdót eins og mamma gaf Súsan. Ann. Jólasveinninn, Hreindýraeyju, íslandi. Kæri jólafaðir. Ég' vona að þú sért ekki las- inn og' komir á aðfangadags- kvöld. Ég ætla að hsngja upp beztu sokkana mína, svo að þeir rifni ekki og nú ætla ég að segja þér hvað mig langir í. Dúkkuföt, litblýanta, stól úr plastik og útvarp úr plastik. Nú ætla ég að segja þér hvað syst- ir mína langar í. Dúkka, bökun- ardót, inniskó, leiksíma og síð- ast ætla ég að segja þér hvað bróðir minn langar í. Fótbolta- hlífar, flugvél, bækur, og nú er þetta búið. Með kærri kveðju frá Davíð. Sheilu og Hilary. Næsta bréf er frá dreng' í Sidney í Ástralíu, og skrifaði hann það í ágúst í sumar, en þá er miður vetur í heimalandi hans, að svo miklu leyti sem vetur verður þar. Bréfið var tæpleg'a þrjá mánuði á leiBinrii til Reykjavíkur, og er' svona: Framh. á 9. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.