Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 7
Föstudaguí 24. des- 1948. _ ALEfÐUfíLABíÐ *........... .. : 1 ' ?
Furðulegar höggmyndir frá Söngu liðn-
um öfdum, sem ero eio dolarfyilsta ráð-
gáta fornIei<pfræðinriar«
FRÁ ÞVÍ LÆNDKÖNNUÐIR fvrst fundu steinhöfuðin
mifclu á Páskaeyjunni, hafa sérfróðjr msim brotið heilann
um þau og rannsakað bau, án þess að komast að nokkurri
niðurstöðu um upprur a þeirra. Nýlega kom þó út bókin
,,Dauðaeyjan“ e-ftir ameríska vísindamanninn dr. Werner
Wolff, þar sem hann skýrir frá öllu því, sem upplýst hefur
verið um þjó'ð þá, ssm eyjuna byggði .að fornu og hefur því
gert steir.höfuðin miklu- Bókin gefuir þó engin endanleg
svör við ráðgátum eyjarinnar, bótt hún komizt nær því en
nokkur hefur áður komizt að skýra uppruna hinna frum-
stæðu iistaverka.
Páskeyjan er á Suður-Kyrra
hafi, langt frá öðrum eyjurn, og
um 3200 km. frá vesturströnd
Suður-Ameríku. Er það álíka
vegalengd og frá Reykjavík til
Leningrad eða Feneyja, og
næstu byggðar eyjar eru um
1800 km, frá eynnþ eða sem
svarar frá Reykjavík til Parísar.
Á pessari litlu eyju búa nú
nm 500 rnanns, frumstætt fóík
af Malayaættum. Eldfjöll eru á
eynni og í hlíðum þeirra -eru
steinhöfuðin; sem - myndin sýn-
ír. Höfuðin eru auðsýnlega æva-
forn, og ráðgáían er því, hvern-
íg þau voru búin til, af hverju
<og hvernig þau voru flutt til
fjallsins eða upp úr gígnum og
niður í hlíðina, ef sú tilgáta er
rétt, að höfuðin hafi verið
höggvin í gígnum.
Dr. Wolff hefur í bók sinni
safnað saman miklum fjölda
heimilda um hina fornu íbúa
eyjarinnar. Hann segir, að þeir
hafi verið myndarlegir menn,
en mannætur miklar. Þeir átu
frændur sína og nágranna, for-
eldrar átu jafnvel börn sín, en
enginn mun þó hafa snert við
móður sinni. Það var eina und-
antekningin segir Dr. Wolff.
Mannát þetta stóð í sambandi
við drungaleg trúarbrögð. Sam-
kvæmt gömlum sögnum, sem dr.
Wolff hefur grafið upp, var það
dauðinn og óttinn við dauðann.
Það var hverjum manni gott að
leggja sér aðra til munns, þá öðl
uðust þeir líf „langfætts fiskj-
ar“. Mannfórnir voru og tíðar
•—lifaadi fólki var kastað í gíg
eldfjallsins — og var tilgangur
þeirra að gefa sólinni nýtt líf.
Hihir fornu íbúar Páskaeyjar
innar voru miklir fugladýrkend
ur. Á hverju vori kom kríuteg-
una til eyjarinnar til að verpa
þar. Um það bil, sem fyrstu
fuglarnir komu til eyjarinnar.
hófst mikið kapphlaup milM
karlmanna um að finna fyrsta
eggið. Sá, sem fyrstur fann egg,
hljóp með það upp á fjallstind,
en hinir hrópuðu: „Rakaðu höf-
uð þitt, þú hefur egg.“ Hann
krúnurakaðí síg og málaði höf-
uð sitt rautt en hinir, sem ekki
fundu eggið, skáru sig til blóðs.
Margt er að fihna á eynni,
sem .bendir. til furðulegrar xnenn
ingar. I hellum er mikið af
be'inum og málverk erú á veggj-
um. Útskornir steinar eru márg
ir og gerðir í hinum furðuleg-
ustu myndum, til dæmis eru þar
menn með vængi og fuglafætur.
Mikið hefur fundizt af áletrun-
um, en enginn hefur getað les-
ið> þær rúnir. Dr. Wolff gerir
Itröftuga tilraun til þess (sjá
mynd) og heldur að letrið sé
skylt 5000 ára gömlum indversk
um-mákim.
En allt þetta leysir þó ekki
gátuna u.m steinhöfuðin, sem
eru sum fimm lestir á þyngd,
nema hvað við vitum nú að
hinir fornu íbúar eyjarinnar
höfðu hvorki timbur né málma
til aðstoðar. Sagnir á eynni
herma, að „menn með löng
eyru“ hafi gert höfuðin (þau
hafa löng hundseyru, sbr.
naynd), en svo hafi , menn með
smóeyru“ komið og drepið hina.
Dr. Wolff heldur, að höfuðin
séu gerð til þess að vernda sálir
látinna fyrir dauðanum sjálf-
um og vernda eldfjöllin, sem
eru tákn endurfæðingarinnar.
Hinir innfæddu segja hreinlega,
ao höfuðin hafi flogið út. úr gíg
eldf jallsins, og þeir halda enn
að höfuðin geti flogið, ef þau
fái nægilega mikið af ,,mana“
eða lífskrafti. í lok bókarinnar
er eins og dr. Wolff smitist af
sögnum hinna innfæddu og velti
því fyrir sér, hvort höfuðin
hafi ekki í raun og veru flogið.
Hver veit nema íbúarnir hafi
höggvið þau í gígnum og síðan
hafi eldfjallið gosið öðru hverju
og kastað þessum risahöfðum
út úr gígnum.
Gátan er ennþá óleyst, og bók
dr. Wolffs hefur. með öllum
þeim upplýsingum, sem þar eru,
aðeins gert ráðgátuna um stein-
höfuðin á Páskaeyjunni ennþá
furðulegri.
HITT OG ÞETTA
UM MISTIUTEININN
Hér á landi þekkja menn;
mistilteininn aðeins úr náttúru-
fræðibókunum og af annarri af-
spurn. Þessi fræga sníkjuplanta
sem Mfir á öðrum trjám og er
græn um miðjan vetur, er mikið
notuð til jólaskrauts í öðrum
löndum. í Englandi og Ameríku
er það siður, að piltur má kyssa
stúlku, ef hann sér færi á beint
undir mistilteininum.
Ber mistilteinsins eru svo
Mmkennd, að fugiar geta ekki
borðað þau. Ef þeir bíta í þau,
er það svipað og að fá stórt
tyggigúmmístykki undir skó-
sóla. Fuglinn verðúr því að
strjúka berin af sér, á trjáboln-
um. Við það rífur hann oft
börkinn og hjálpar þannig fræ-
inu að festa rætur.
Fátt getum við íslendingar
gert án þess að það kosti gjald-
eyri nema éta fisk og hangi-
kjöt. Árið 1946 kosíaði það bjóð
ina 100 000 krónur í erlendum
gjaldeyri að flytja inn 55 tonn
af jólatrjám og 348 kg. af jóla-
skrauti.
Hin dularfullu steinhö fuð á Páskaeyjunni
Efri myndin sýnir steinhöfuðin frægu á Páskaeyjunni. A neðri myndinni sést dr. Wolff með
forna áskrift frá eyjunni.
Tólf ára gamall rithöfiindur.
EFTIRFARANDI vísur ' eru
eftir 12 ára dreng, sem nú er í
Melaskólanum í Reykjavík. Orti
hann þetta 10—12 ára gamall
víð ýms tækifæri, vélritaði það
síðan í nokkrum eintökum á rit-
vél föður síns, og gaf þannig út.
Setti hann jafnan glanspappír
utan um, eins og bókaútgefend-
ur gera nú hér á landi, og gaf
ritunum nöfn eins og ,Lausa-
vísur“, „Nýjar lausavísur“,
, Áki“ og „Frá upphafi til
enda“. Hér fara á eftir nokkrar
af vísum hans.
Jólin.
Bráðum boðast íriður,
bráðum sést ei sól
enginn snjór því miður,
samt eru komin jól.
Á jólunum flestir eitthvað fá,
fallega muni eða góðar bækur.
Alltaf er hátíðarmatur þá,
hangikjöt, svín eða rækjur.
Gráni.
Eitthvað er Grána gamla að,
gengur með einhverja sýki.
Enginn getur læknað bað
nema guð í himnaríki.
Vetur.
Von er á vetri,
vertíðinni er lokið.
Snjórinn er betri
betri en bölvað rokið.
Engin mjóík.
(Ort í biðröðinni.)
Mikil er sú mæða
með þessa blessaða mjólk,
í búðinni er mikið fólk,
um mjólk er ei að ræða.
Draugur.
Um dimma og drungalega nótt
draug sé ég að læðast.
Innanbrjósts mér er ei rótt.
En samt skal ég ei hræðast.
Á íslandi höfum. vér.
Á íslandi höfum vér fossa og
íjöll,
sem falla um hamra og gil.
Af jöklum eru. hér ósköpin
öll,
ó. bara ef skógar hér væru til.
Skáid.
Hér sit ég og skrifa,
skrifa litia sögu,
um hvað gaman sé að lifa
og geta búið til bögu.
Strætisvagninn.
Ég bíð eftir strætisvagni,
en veit ei hvort hann verður
mér að gagni.
Mikið ósköp er hann lengi,
ég væri kominn ef ég géngi.
MÁLARINN
Eftirfarandi smásaga ■ er
eftir. sama þilt, 12 ára,
ÉÍNS OG nafnið bendir til
fjallar saga þessi um málara,
sem nefndur er ísak. Hann á
konu og tvö börn. ísak var
skrifstofumaður og vann upp á
sín mánaðarlaun. En einn dag-
inn hætti hann að vinna og tók
að mála. Og svo liðu stundir að
ísak vann ekkert, heldur mál-
aði. Hann varð æ undarlegri og
undarlegri með hverjum degin-
um. Kona hans botnaði ekki í
neinu. Hún var ekki búin að
átta sig á þeim sinnaskiptum,
sem maður hennar hafði tekið.
Hún afréð loks að tala í alvöru
við mann sinn.
Er hún spurði hann hvers
vegna hann væri hættur að
vinna og hvort hann ætlaði að
láta hana og börn hennar svelta
i hel, varð hann öskuvondur og
sagði: „Sérðu ekki að ég vinn
nótt og dag, og líttu bara á
þessi listaverk; sem ég heí mál-
að og þú munt sjá að effcir nokk
ur ár verða þau mörg þúsund
króna virði.“
,Mér sýnist þetta ekki vera
n.ein iistaverk, maður gæti hald
ið að hundur hefði gert þetta,“
svaraði hún.
Morguninn eftir var kona Is-
aks farin frá honum og hafði
hún tekið börn þeirra einnig
með sér. ísak skeytti því engu,
en hélt áfram að mála. Nú
fannst ísaki mál til komið að
hann sýndi þjóðinni listaverk
sín. Og ekki veitti heldur af að
kynna þjóðinni hina nýju list,
sem hann var ættfaðir að. Þessa*
list,kallaði hann abstrakt. Síð-
an fór hann til gamalla skóla-
bræðra sinna. Þeir lánuðu hon-
um peninga til að leigja sal, þar
sem hann ætlaði að hafa mál-
verkasýningu. Sýningin stóð
yfir. í eina. viku. Sárafáir sóttu
hana og aðeins 2 m'álverk seld-
ust. Var því stórtap á sýningu
þessari. Þegar ísaki var Ijóst
hvernig þetta hafði farið. pant-
aði hann vörubíl og lét aka öll-
Framh. á 9. síðu1.