Alþýðublaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 5. febrúar 1949. Útgefandl: AiþýðuflokkurlnB Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjórí: Beneðikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Fundarboð í r»ósti borin of seint út. — Gætu Tru- man og Stalin ekki haldið fund í Reykjavík? — Auglýsingar og landkynning. Tvær sprningar UNDIR HINNI fallegu fyrirsögn „SjóifstæSi og lýð- ræði — fjöregg íslenzku þjóðarinnar“ birtist í Tiraan- um í gær löng grein eftir ung- aru mann, sem sagður er vera formaður Félags ungra Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Við lestur þessarar greinar kemur i ljós, að bún er skrif- uð alveg í anda þeirra, sem undanfarið ihafa barizt af mestum ofstopa og blindni gegn þeirri bugsun, að ísland reyndi að tryggja öryggi sitt, eins og ýmis önnur lítil og fámenn lýðræðislönd Vestur- Evrópu eru nú að gera, með þátttöku í Norður-Atlants- hafsbandaiagi eða einhvers konar samvinnu við það. Hinn ungi Framsóknar- maður þarf ekki, frekar en kommúnistar og samberjar þeirra í Þjóðvarnarfélaginu, að 'bíða neinnar áreiðanlegr- ar vitneskju um það, bvaða skilyrðum þátttaka í þessu bandalagi yrði bundin; bonum nægir alveg, að „gizkað er á“ — af kommúnistum og Þjóðvarnarfélagsmönnum — „að sameiginiegar berstöðvar bandalagsríkjanna ’sé eitt skilyrðið,“ enda telur hann sjálfur „augljóst, að okkur ís- lendingum myndi vart böðin þátttaka í öðru augnamiði en að falast eftir herstöðvum." Og síðan reiðir þessi stórmektugi forustumaður ungra Fram- sóknarmanna refsivöndinn að öllum þeim, sem gerzt hafa svo djarfir að vilja þótt aldrei væri nema athuga, hvaða skilyrðum ‘það væri bundið, að Ísland gerðist aðili að Norður-Atlantshafsbandalag- inu í þíví skyni að -tryggja öryggi sitt. Allir eiga þeir að vera vargar í véum sjálfstæð- isins og lýðræðisins, rétt eins og kommúnistar og Þjóð- varnarfélagsmenn segja, Al- þýðuflokkurinn og Sjólfstæð- isflokkurinn ekki að vera neinir lýðræðisflokkar, held- ur íhald og auðvald, eða bara ,,heildsalaauðvald“, sem sé í eigin hagsmuna skyni að berjast fyrir „bandarískum málstað“, gegn sjáfstæði og lýðræði íslenzku þjóðarinnar, og reiðubúið til þess að selja hvorttveggja fyrir dollara og aðild að- Norður-Atlantshafs- bandalaginu! * Þessi fáránlegu brígzlyrði hins unga Framsóknarmanns, sem myndu vissulega sæma sér vel á síðum Þjóðviljans, en eiga óneitanlega fremur illa við í dálkum Tímans við hlið þeirra mörgu ágætu FORMAÐUR í stóru félagi skrifar mér eftirfarandi bréf. „Ég verð að skrifa þér, Hannes minn. kvörtunarbréf yfir póstaf greiðslunni í Reykjavík. Á þriðjudagskvöld klukkan sex1 setti ég í póstinn fundarboð til félaganna í .félaginn og átti fundurinn að vera á þriðjudags kvöld. Á miðvikudag var ekk. ert af þessum bréfum borið út, en um hádegi á fimmtudag varð ég var við að verið var að bera fundarboðin út. ÞETTA VAR mjög bagalegt fyrir okkur, því að það er of seint að bera út fundarboð til fólks sama daginn og fundurinn á að vera, enda datt mér ekki annað í hug en að fundarboðin yrðu borin út daginn eftir að þau væru sett í póstinn. Ég hafði haldið að póstur væri sortéraður strax og hann kæmi í pósthúsið, og þá í þessu- til. felli, á miðvikudagsmorgun. En þessu er ekki þannig farið, ann að hvort heíur pósturinn ekki verið sortéraður frá þriðjudags kvöldinu, á miðvikudag síðdeg is eða að hann hefur ekki verið sortéraður fyrr en á fimmtudags morgni. MÉR ER fullkunnugt um það, að póstmenn eiga við mjög erfið vinnuskilyrði að búa, bæði eru þeir of fáir og svo er húsnæði þeirra fyrir langalöngu orðið allsendis ófullnægjandi. En þrátt fyrir það taldi ég alveg víst að bréf sem látið væri í póstinn á þriðjudagskvöld mundi verða borið út á miðviku dag, að minnsta kosti síðdegis á miðvikudag. Þessi er ekki raun in, og er nauðsynlegt fyrir póst húsið að láta almenning vita af þessu svo að þau valdi ekki erf iðleikum. ST. G. SKRIFAR: „Margt er er nú ritað og rætt um h-sims. málin, Hannes minn, og harla stórkostlegar fréttir berast nú frá hinum æðstu mönnum þessa veraldarkrílis okkar, þar sem sagt er að þeir ætli að fara að hittast, í eigin háum persónum, Stalin og Truman. Að vísu er nú aftur að draga eitthvað úr þeim fréttum, en eitthvað mun þó vera 1 bígerð.— HEYRZT HEFUR a. m. k. um einn aðila, sem hefur, með góð ÞÓRSCAF É: um árangri, gjört tilraun til að auglýsa sig og sitt fólk í sam- bandi við iiinn fyrirhugaða fund stórmenndnna. Borgarstjórinn í París var; ekki lengi að hugsá sig um, Keldur lét þau boð út ganga, aðlþeim peiunum, Stalin - og Trumán, væri velkomið að eiga hið umrædda stefnumót inn an borgarmúra hinnar frönsku höfuðborgar. Á þessi auglýs. ingabrella borgarstjórans ef- laust eftir að valda miklu um ákvarðanir skemmtiferðamanna á sumri komanda. STRAX OG ÉG heyrði þetta herbragð borgarstjórans í París, þá hugsaði ég sem svo: Mikil bannsett vandræði eru það, að hafa ekki svona vakandi náunga í borgarstjórasæti hinnar ís. lenzku höfuðborgar. Bara ímynd ið þið ykkur slíka auglýsingu á fréttasíðum heimsblaðanna: Borgarstjórinn í Reykjavik, höf uðborg yngsta lýðveldisins í Evrópu, segir þá Truman og Stalin vslkomna til Reykjavík ur til viðræðna. Reykjavík, höf uðborgin á íslandi, hefur þá sér stöðu að liggja hér um bil miðja vegu milli Moskvu og Washing ton, væri því á hvorugan hallað ef hittust þeir þar, hvað ferða- lög snertir. EN ÞVÍ MIÐUR. Gunnar okk- ar blessaður Thoroddsen var ekki nógu sniðúgur til þessa. Hann hefur ef til vill verið hræddur um það, blessaður, að lyktin af síldarbræðslunni í Örfirisey myndi fæla stórmenn !in frá? Ekki hefði hann þó þurft að skammast sín fyrir að bjóða þeim inn í blessaðan ylinn af hitaveitunni. Ekki hefði hann heldur þurft að skammast sín fyrir mannvalið, sem bærinn hef ur í sinni þjónustu, þegar hann væri búinn að raða því upp í röð, hetjunum til heiðurs. EN ÞVÍ EKKI að athuga þetta nú þegar, herra borgar. stjóri? Eitt er víst. Slíkt væri 1 bezta og ódýrasta auglýsing, sem við gætum fengið og myndi eflaust færa okkur mikið af velkomnum gjaldeyri inn í land ið. Hitt er svo annað mál, að auðséð er á öllu, að hinir miklu menn mundu aldrei notfæra sér hið góða boð, en auglýsing væri það engu að síður.“ Göm u öansarmr í kvöld klukkan 9. Símar 7249 og 80960. Miðar afhentir frá kl. 5—7 í Þórscafé. Ölvun stranglega- bönnuð. FLUGVALLARHOTELBE). Dansleikur í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Bílar frá Ferða- skrifstofunni kl. 9—10 Bílar á stgðnum eftir dansleikinn. Ölvun slranglega bönnuf Flugvallarhótelið. F. I. A. Dansíeikur í samkomusal. Mjólkurstöðvarinnar í kvöld klukkan 9 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í anddyri hússins frá klukkan 6 síðdegis. ÁRMANN. Ég undirritaður gerisl hér með kaup- andi að Alþýðublaðinu Kaupum fuskur. íífiffB -7" 1 } Álþýðuprenfsmiðjan hJ, greina, sem þar ihafa bh-zt um Island og Norður-Atlantshafs- bandalagið, eru ekki þess virði, að eytt sé mörgum orð- um að þeim. Þau eru líka vel þekkt af skrifum Þjóðviljans og ræðum Þjóðvarnarfélags- manna undanfarið og hafa fyrir löngu verið hrakin sem staðlaus rógur og sleggjudóm- ar. En eina eða ívær spurning- ar vill Alþýðublaðið þó engu að síður leggja fyrir hinn unga og yfirlætisfulla Fram- sóknarmann: Hve lengi heldur jhann, að lánd okkar fengi að halda fjöreggi sínu, — sjálf- stæðinu og lýðræðinu — sem hann þykist bera svo mikið fyrir brjósti, ef ekkert yrði úr Norður-Atlantshafsbanda- laginu og lýðræðisríkin í Vestur- og Norður-Evrópu héldu áfram að vera sundruð og varnarlaus fyrir út- þenslu Rússlands vestur á bóginn, eins og smáríkin í Austur- og ( Mið-Evrópu, sem Rússland er búið að undiroka síðan í ófriðar- lok? Hefur hann hugsað þessa hugsun til enda? Og hve mikið lið' heldur hann, að sjálfstæði og lýðræði íslenzku þjóðarinnar yrði að banda- mönnum hans í baráttunni gegn þátttöku Islands í Norð- ur-Atlantshafsbandalaginu, — kommúnistum og vinum þeirra í Þjóðvarnarfélaginu, — þegar Rússland teldi röð- ina vera konma að Islandi? Hvað finnst honum örlög Tékkóslóvakíu geta kennt okkur í því efnd? Það land vildi fá að vera í friði milli austurs og vesturs, eins og hinn ungi Framsóknarmaður vill, að land okkar fái að vera. En m-eðan sem hávær- ast var talað um nauðsyn hlutleysis til beggja handa, ekki hvað sízt af kommúnist- um, voru einmitt þeir að draga lokur fró dyrum að austan — með þeim afleiðing- um fyrir sjálfstæði og lýð- ræði Tékkóslóvakíu, sem ekki þarf að lýsa. Þessar tvær spurningar teldi Alþýðublaðið heilsusam- legt fyrir hinn stórorða, unga Fraansóknarmann að íhuga, áður en hann skrifar fleiri gx-einar í Tímann gegn Norð- ur-Atlantshafsbandalaginu og þeim mönnum, sem vilja að mimxsta kosti athuga hugsan- lega þátttöku Islands í því til þess að tryggja öryggi, sjálf- stæði og lýði’æði þjóðarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.