Alþýðublaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. febrúar 1949.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
RUSSNESKU BLOÐIN hafa
yerið heldur önug undanfarna
rnánuði. Bæði dagblöð og tíma-
rit hafa verið full af aðfinnsl-
um. og þeim spjótum hefur ver-
ið skotið að furðulegum fjölda
manna, bæði innan Sovétríkj-
anna og á Vesturlöndum.
Þar sem nu skrif rússriesku
folaðanna eru ekki undir stjórn
Ihinna einstöku ritstjóra, heldur
flokksleiðtogamia, varpa þessar
árásir nokkru ljósi á sálar-
ástand ráðamanna þarna eystra.
Og til að skilja, hversu víðtæk
þessi sókn gegn andans mönn-’
um er, skulum við líta á lista
yfir þá, sem ráðizt hefur ver-
ið á:
ANTON R. ZHEBRAK, pró-
Eessor, fyrir að hallast að kenn-
fingum Mendels í erfðafræðinni.
EUGEN VARGA. frægasti
hagfræðingur Sovétríkjanna,
fyrir að véfengja þá hugmynd
kommúnista, að hrun auðvalds-
ins sé óhjákvæmilegt.
ST J ÓRNENDUR BOLSHOI
THEATERS, stóra leikhússins í
Moskvu, fyrir að hampa „úr-
kynjaðri og formalistískri tón-
íist“.
RITSTJÓRAR KROKADIL,
rússneska , Spegilsins“, fyrir að
ganga ekki nógu vel fram í
kímni í anda hinnar rússnesku
þlþýðu.
K VIKM YNDAIÐN AÐUR
RÚSSA allur, fyrir að leggja
ekki „hugsjónabaráttunni“
nægilegt lið.
RÚSSNESKIR MÁLARAR í
heild, fyrir að takast ekki að
setja fram „hinn innri anda
jrússnesku þjóðarinnar“.
FEODOR DOSTOIEVSKY,
fyrir að skrifa bækur, sem eru
gagnlegar „leiguþýjum Wall-
Btreet".
Þetta eru aðeins örfá dæmi,
Og mætti nefna fleiri. Þar á
meðal eru tónskáldin Dmitri
Shostakovich, Sergei Prokofieff
og Aram Khatchaturinn, málar-
arnir Igor Grabar, Boris Kar-
pov, V. Efanov og A. Geresi
mov, skáldin frá Azerbaijan í
heild margir lífeðlisfræðingar
þg landbúnaðarsérfræðingar,
isögustofnunin í heild og margir
fleiri.
Þá hafa menn og stofnanir á
Vesturlöndum ekki sloppið við
þessa miklu gagnrýnisöldu. Hér
eru nokkrir aðilar, sem ráðizt
hefur verið á:
SIR ALEXANDER FLEMING
fyrir að þykjast hafa fundið
Upp penicillin, sem raunveru-
lega hafi verið fundið upp af
Rússa.
GUGLIELMO MARCONI,
ifyrir að þykjast hafa fundið
upp útvarpið, sem raunveru-
lega hafi einnig verið fundið
upp af Rússa, að nafni Popov.
JOHN STEINBECK, JOHN
DOS PASSOS og ERSKINE
CALDWELL, allir fyrir að
6krifa bækur, sem „hýenur
hefðu getað skrifað, ef þær
ikynnu að nota ritvél“.
EUGENE 0”NEIL, fyrir að
hafa flækinga og vændiskonur
í hávegum.
. BENJAMIN FRANKLIN,
fyrir að hafa fundið upp þrumu
leiðarann, sem raunverulega
hafi verið fundinn upp af Rússa.
IGOR STR AVINSKY, fyrir
öð láta hið vestræna umhverfi
hafa áhrif á tónlist sína.
Þetta eru aðeins fá dæmi, en
hér eru nöfn fleiri manna, sem
Rússar hafa ráðizt á: Richard
[Wright (sem Mál og menning
[vegsamar hér á íslandi), Willi-
am Faulkner, T. S. Eliot, Henry
Miller, André Malraux, Arnold
FRÉTTIR af árásum rússneskra blaða á vísinda-
og menntamenn Sovétríkjanna hafa vakið mikla at-
hygli mn allan heim. Hér birtist gre'n eftir Harrison
Salisbury, amerískan blaðamann, sem lengi var í
Moskvu, og er greinin lauslega þýdd og endursögð á
köflum til styttingar. Greinin birtist í vikuriti New
York Times.
Schönberg, Arthur Honegger,
Paul Hindemith, Benjamin
Britten, Sigmund Freud og
Carlo Menotti.
Þótt þessar árásir séu gerðar
á hina ólíkustu aðila, hafa þær
ýmislegt sameiginlegt. Þær eru
allar gerðar á svokallaða j
menntamenn. Tilgangur árás-
anna er tvenns konar: Að styðja
þá kenningu rússneskra komm-
únista, að Rússar standi Vestur-
landamönnum ekki að baki
menningarlega, og að þær gefa
kommúnistum utan Sovétríkj-
anna „línu“. En þegar ráðizt
er á Rússa sjálfa, er það venju-
lega fyrir einhvern þessara
þriggja „glæpa“:
1) Fyrir að verða fyrir áhrif-
um „úrkynjaðrar auðvalds-
stéttar“.
2) Fyrir að leggja ekki nægi-
lega áherzlu á þjóðlegar dyggð-
ir og menningarleg afrek Rússa.
3) Fyrir að beita ekki kenn-
ingum Marx og Lenins í stétta-
baráttunni.
Ótal dæmi má sýna þessu til
stuðnings. Þannig var ráðizt á
lífeðlisfræðinginn Zhebrak fyr-
ir að fylgja kenningunm Men-
dals um erfðir og eiginleika og
neita að fylgja hinum rússnsku
kenningum Michurins, sem voru
svo að segja gagnstæðar. Rúss-
nesku tónskáldin, sem almennt
eru viðurkennd meðal hinna
fremstu í heimi nú á dögum,
voru gagnrýnd fyrir að endur-
spegla „auðvaldsmenningu“ og
þeim var fyrirskipað að nota
rússnesk þjóðlög í verkum sín-
um. Ráðizt var á rússnesku
sagnfræðinganna fyrir að gera
of mikið úr erlendum áhrifum
á sögu Rússlands og gera ekki
nægilega mikið úr afrekum
rússnesku þjóðarinnar. Rúss-
neskir listamenn voru gagn-
rýndir fyrir að notfæra sér
ekki rússnesk efni í verk sín,
Alþýðublaðið
vantar ungling til blaðburðar á
Vogahverfi.
Seltjarnarnesi.
Talið við afgreiðsluna.
Sími 4900.
Alþýðublaðið
en leggja í þess stað áherzlu á
vestræn efni og aðferðir.
Það er því auðséð, að á bak
við allar þessar árásir liggur
opinskár þjóðrembingur, en allt
erlent er kallað ,,úrkynjað“ eða
,,auðvaldsmenning“. Þetta sást
bezt á ummælum Pravda um
mál Zhebraks. Þá sagði blaðið:
„Vísindamenn Sovétríkjanna
eru fullir af hinum lífgefandi
anda rússneskrar ættjarðarást-
ar og rússnesks þjóðarstolts í
vísindum sínum.“
í beinu samhengi við þetta
er það, að ekki þykir nóg að
ráðast á rússneska lista- eða
vísindamenn, heidur þarf um
leið að ráðast á samsvarandi
Stefán Jóh. Stefánsson:
Islenzka þjóðin stendur í
arskuld við iþróHasamtökin.
Ávarp á 60 ára afmælishátíð Glimufélagsins Ármanns.
SAGA ÍSLENZKRAR END-
URREISNAR og saga hins nýja
íslands, verður síðar rituð. Það
tímabil, er einkennir síðari hluta
aldar, en þó einkum þann tæpa
helming tuttugustu aldarinnar,
sem liðinn er, hefur mestu ork-!
að í þá átt að skapa nýja Islands
sögu. Og á þessu merkilega tima
bili eru það ekki hvað sízt ýms. J
ar þjóðhreyfingar, er sett hafa
svipmót sitt á hinn nýja tíma.
Meðal þessara nýsköpunar.
afla í þjóðfélaginu er íþrótta-
hreyfingin. Hún er sprottin úr
íslenzkum, alþýðlegum jarðT
vegi; en eins og allar þær beztu
og nytsömustu þjóðlegar hreyf
ingar á hún einnig samstöðu
með alþjóðlegum, samkynja sam
tökum. Þannig er íslenzka
íþróttahreyfingin hvort tveggja
í senn: þjóðleg, í bezta skiln.
ingi þess orðs, en einnig alþjóð
legrar starfsemi, sem mótuð er
sama hugmyndakerfi.
Ég hef sagt það nú, og segi
það aftur, að íþróttahreyfingin
á sinn myndarlega þátt í sögu
hins nýja íslands. Og brautryðj
endur þessarar hreyfingar, er
samhæft hafa hana nýjum tím-
um, nýrri tækni og framförum,
hafa vissulega unnið þjóðnytja.
störf.
Framarlega í fylkingarbrjósti
þessarar merkilegu hreyfingar,
stendur Glímufélagið Ármann,
sem á myndarlegan, margvísleg
STEFÁN JÓH. STEFÁNS.
SON, forsætisráðherra, ávarp
aði Glímufélagið Ármann á
kvöldskemmtun, sem haldin
var í Austurbsejarbíó í fyrra
kvöhl í tilefni af 60 ára af.
mælishátíð félagsinsl. Birtír
Alþýðublaðið ávarp forsætis-
ráðherrans hér með.
an og glæsilegan hátt minnist
nú 60 ára starfsemi sinnar.
Þetta elzta starfandi íþróttafé.
lag íslands, á sér vissulega
merkilega sögu og mikil afrek.
Það má sannarlsga segja um
íþróttirnar, ef þær eru iðkaðar
með réttum hætti, að þær „ork-
una styrkja, viljann hvessa“.
íslenzk æska og fólkið á full-
orðinsárunum þarf án efa á því,
að halda, að stæla og viðhalda
þrótti sínum, rneta mátt samtaka
og samhæfni, og keppa í drengi.
legum leik að því að' ná sem
lengst áleiðis í fullkomnun og
félagshyggju.
íþróttirnar eru í þsssu efni
ómetanlegur skóli og uppeldis.
stofnun, sé þeim rétt beitt og
þær skynsamlega iðkaðar.
Þess vegna stendur þjóðin í
þakkarskuld við þau samtök,
er lengst og bezt hafa starfað að
þessum málum. Meðal þeirra er
vissulega. Glímufélagið Ár.
mann. Það hefur náð þroska og
margbreytni, er áratuga starf-
semi ein má veita. Og einmitt á
tímum þess loss og marglyndis,
óþreyju og ólgu, er alltaf siglir
í kjölfar lrinna ægilegu heims.
styrjalda, er þess mikil þörf,
að ekki hvað sízt æskan taki
höndum saman í drengilegum
leik og djörfum samtökum, sér
til persónulegra heilla og sam
félaginu til styrktar. og eflingar.
Og í þessu sambandi er ekki
sízt ástæða til að minnast þeirra
fórnfúsu forustumanna, er nota
naumar stundir til þess ítrasta,
frá hversdagslegu brauðstriti,
til þess að berjast fyrir því að
styrkja og efla íþróttasamtökin
og gera störf þeirra og árangur
sem allra beztan. Og Glímufélag
ið Ármann hefur sannarlega átt
því láni að fagna að eignast
slika óeigingjarna, ötula, hæfa
forustumenn. Þeim ber a5
þakka.
Um leið og ég flyt Glímufélag
! inu Ármanni hinar beztu árnað
aróskir af tilefni 60 ára agæt.
lega unninna starfa, þakka ég
I félaginu, í nafni ríkisstjórnar ís
lands fyrir unnin afrek og gild-
an þátt í sköpun sögu hins nýja
íslands. Og þær óskir veit ég
beztar félaginu til handa, að það
haldi sem ötulast áfram starf-
semi sinni og' sæki djarflega á
brattann með drengilegum
hætti.
menn vestan járntjaldsins.
Þannig er ekki aðeins ráðizt á
Shostakovich og Prokofieff,
heldur þarf um leið að ráðast á
Stravinsky og Hindemith sem.
„erlenda djöfla“, sem séu að af-
vegaleiða rússneska listameim.
Aðeins ein af hinum komm-
únistísku árásum stendur í
beinu sambandi við pólitískar
kenningar. Það er árásin á
hagfræðinginn Varga, sem hef-
ur snúizt gegn þeirri grundvall-
arkenningu kommúnista, að
hrun auðvaldsins sé nú frám
undan.
Önnur deila, sem vakið hefur
mikla athygli, stendur einnig á
pólitískum rótum, en hún er
vegna erfðakenningarinnar. Vís-
indamenn allra landa — ann-
arra en Sovétríkjanna, — hafa
um langt árabil fallizt á erfða-
kenningu Mendels og Morgans,
um erfðir eiginleika. Þetta
túlka kommúnistar nú sem vest-
rænar kenningar um yfirburði
Vesturlanda, og er þetta notað
mjög í áróðri meðal frumstæð-
ari þjóða, til dæmis í Asíu.
Kommúnistar halda hing
vegar fram þeirri kenningu, að
umhverfið, en ekki erfðirnar,
séu mestu ráðandi um eigin-
leika. Þetta fellur betur í kenn,-
ingar kommúnista, sem eru,
samkvæmt kenningum sínum
að bæta mannkynið með því að
bæta umhverfi þess. Þessi
kenning fellur betur í geð al-
mennings frumstæðari þjóða,
sem sjá í henni meiri líkur til
þess, að þeim takist að komast'
á sama þroskastig og Vestur-
lönd.
Þessi sókn gegn menntamönn
um Sovétríkjanna er ekki sú
fyrsta, sem kommúnistar hafa
gert. Skömmu eftir 1930 fór
fram gífurleg hreinsun, og var
þá tekið harðari tökum á „söku-
dólgunum“. Nú virðist vægðin
ríkja; mönnum er ekki refsað,
ef þeir játa syndir sínar og lofa
bót og betrun. Margir hafa að
vísu misst stöður sínar, sérstak-
lega vísindamennirnir. Það,
sem á bak við allt þetta stendur,
er auðvitað baráttan milli vest-
urs og austurs. Rússnesku vald-
hafarnir eru að stappa stálinu í
sitt fólk, ala á grunsemdum
þjóðarinnar gagnvart Vestur-
löndum og afsaka hina gersam-
legu einangrun þjóðarinnar.
Samt felst í þessum árásum
viðurkenning á því, að þrátt
íyrir einangrunina síast vest-
rænar hugmyndir inn í Sovét-
ríkin; það er ekki hægt að rífa
vísinda- og listamenn úr sam
bandi við umheiminn. Sú stað-
reynd, sem árásirnar á þessa
menn hafa leitt í Ijós, er ef til
vill bjartasta hliðin á þessu
máli- ,_____