Alþýðublaðið - 09.02.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. febr. 1949-
ALÞÝÐUBLÁÐIÐ
Alþjóðasamtök verkalýðsins: Önnur grein
lusiur
ii.
REYNSLAN AF W. F. T. U.
héfur skapað verkalýð heimsins
mörg mikilvæg uinhugsunar-
fefni, varðandi markmið hans,
dæ-gurbaráttu og framtíðarhorf
ur. Grundvallarröksemd A. F.
L. gsgn stofnun W. F. T. U.
var sú. að verkalýðssamtQkin
væru allt annars eðlis og hefðu
allt annan tilgang í lýðræðis-
löndum en í einræðisríkjum,
og þess vegna gætu þau ekki
unnið saman í einu og sama
alþjóðasambandi. Þetta hafði
meðlimum gamla ámeríska al-
þýðusambandsins verið ljóst
um nokkurt skeið. í lýðræðis-
löndum eru ’verkalýðsfélögin
stofnuð af frjálsum vilja. Þau
eru samtök mikils fjölda hins
vinnandi fólks, byggð upp á at
vinnugreinum eða iðnþekkingu,
en ekki stjórnmálaskoðunum,
og hlutverk þeirra er fyrst og
fremst að vernda og efla rétt-
índi og hag verkalýðsins. En
ínnan ramma þessa hlutverks
eru verkalýðssamtökin frjálsar
stofnanir, sem geta haft og .
hafa oft töluverð áhrif á stefnu
stjórnarvalda og löggjöf. Frjáls
verkalýðssamtök eru tæki til
þess að gera Iýðræðisstjórnar ,
völd tillitssamari gagnvart ósk
um og hagsmunum hins mikla
fjölda vinnandi fólks.
í einræðisrikjum, aftur á
móti, er þetta alveg öfugt. í
stað þess að verkalýðssamtökin
hjálpi þar til að móta stefnu
stjórnarvaldanna. ákvarða
stjórnarvöldin þvert á móti
stefnu samtakanna. Verkalýðs-
Samtökin eru þar verkfæri
stjórnarvaldanna — notuð til
þess að þröngva vilja þeirra
upp á hið vinnandi fólk. Þetta
var sá reginmunur, sem var á
vinnufylkingu nazista annars
vegar og verkalýðssamtökum
Bandaríkjanna, Bretlands,
Norðurlanda og annarra lýðræð
islanda hins vegar. Og þetta
heldur áfram að vera hið óbrú
anlega djúp milli verkalýðssam
taka kommúnista og verkalýðs
samtakanna í lýðræðislöndun-
um. Á Rússlandi hefur munur-
inn sýnt sig á dramatískan hátt
í þessum staðreyndum: Síðan í
apríl 1932 hefur allsherjarsam
band rússnesku samtakanna
ekki haldið neitt þing. Mikil-
hæfustu, kjörnir leiðtogar þess
(Tomski og fleiri) hafa verið
fangelsaðir, fyrirfarið sér í ör-
væntingu eða verið skotnir.
Heyrst hefur, að verið sé að
ráðgera sambandsþing í apríl
þetta ár. Þeir, sem nú stjórna
allslierjarsambandinu, hafa
aldrei verið kosnir til þess af
sambandsþingi, heldur verið
valdir af kommúnistaflokknum
og skipaðir af s.tjórnarvöldun-
um. Citrine lýsir í bók sinni,
„Ég leita sannleikans á Rúss-
Iandi“, sovétverkalýðssamtök-
unum sem algerlega , ósjálfstæð
um ríkisstofnunum".
I 126. grein sovétstjórnar
skrárinnar er ekki gert ráð fyr
ír nema einum pólitískum
flokki —■ nefnilega kommún-
Ístaflokkinum.--Þaii er þvi yfir
lýst, að þessi: f.lokk.ur sé ,,for
usta og kjarni allra samtaka
hins vinnandi fólks, bæði í op-
inberu lífi og í ríkínu“. Þann.
íg er það sovétstjórnarskráin
sjálf, sem mælir fyrir um það
að öllum samtökum, hverrar
tegundar sem þau eru, skuli
stjórnað af „sellum“ Kommún
istaflokksins. Hinn 14. marz
cagði Pravda, aðalblað rúss
neska Kommúnistaflokksins:
, I starfsemi verkalýðssamtak
annaer nú að hefja.st nýtt tíma
bil, og á því mikilvæga timabili
verður flokkurinn að veita
þeim nauðsynlega hjálp, vaka
yfir undirbúningi sameigin-
legra samninga og styðja allt
skipulags- og uppeldisstarf
camtakanna . . . í þessum efn-
um er forustuhlutverk flokks-
ins sérstaklega þýðingarmikið". j
Hin hörmulega reynsla, sem
verkalýðshreyfingin hefur feng
ið af kommúnisma, fasisma, i
nazisma og falangisma, hefur
fært henni nægar og raunaleg
ar sannanir fyrir því að í lönd
um, sem eru undir oki einræðis
stjórna, er ekkert svigrúm fyr
ir raunverulega frjáls verka- i
lýðssamtök. Frjáls verkalýðs- j
camtök, •—■ samtök, sem ekki
eru háð eftirliti stjórnarvalda,
atvinnurekenda né stjórnmála
flokka — eru aðeins til í lýð-
ræðlslöndum. Og meira að
segja: Lýðræði er á okkar dög-
um óhugsandi án frjálsra verka
lýðssamtaka, rétt eins og frjáls
verkalýðssamtök eru óhugs-
andi án lýðræðis.
Saga verkalýðshreyfingarinn
ar í Ameríku sýnir, að frjáls
verkalýðsfélagsskapuE gat ekki
dafnað fyrr en öll verkalýðs-
samtök atvinnurekenda — sam
tök. sem stofnuð voru af at-
vinnurekendum og stjórnað af
þeim eða þjónum þeii-ra — 1
höfðu verið kveðin niður. Það,
sem Wagnerlögin hafa þýtt fyr |
ir félagsbundinn verkalýð í 1
Ameríku, er fyrst og fremst j
þetta: að þau hafa veitt frjáls
um verkalýðssamtökum Laga- I
lega vernd. En einræðið á okk
ar dögum hefur skapað nýja teg
und ófrjálsra verkalýðssam- ^
taka, eins og verkalýðssamtaka
atvinnurekenda; -— en nú er <
það aðeins allsráðandi ríkis-
vald og hinn eini, leyfði flokk
ur þess, sem stjórnar þeim. Hlut
verk slíkra „samtaka“ er ekki
það, að vernda hag verka-
manna. Raunvemlegt hlutverk
þeirra er að fylkja verkalýðn
um til framdráttar pólitískum
fyrirætlunum og efnahagsleg-
Um áætlunum hins einráða rík
isvalds. Kenningin er þá ávallt
sú, að hagismunir verkamanna
og óskir ríkisvaldsins geti ekki
rekizt á. í rauji og sannleika
hindra slík samtök verkamenn
í því að taka sjálifir höndum
saman til þess að verja réttindi
sín, sem miskunnarlaust er ráð
izt á, og rísa upp til andatöðu
gegn afleiðingum einræðisins
bæði á sviði efnahags og stjórn
mála.
| í Tékkóslóvakíu er það til
dæmis allsherjarsamband verka
lýðssamtakanna (Ustredni Ra-
da Odboru), sem hefur verið
aðalverkfæri stjórnarvaldanna
-til þess að lengja vinnuvikuna
| og auka vinnuhörkuna. Á Ítalíu
fasismans og Þýzkalandi naz-
ismans höfðu verkalýðssamtök
hins opinbera svipuðu hlut.
verki að gegna. Og það er al-
veg sömu sögu að segja af v-erka
lýðssamtökunum á Russlandi,
þótt þau séu talin hafa 27 millj
ónir manna innan sinna vé-
banda. Þau hafa með höndum
vissa virðingarverða, félagslega
velferðarstarfsemi; en yfirráð
rikisins yfir þeim eru ótak-
mörkuð. Verkamenn hafa eng
an verkfallsrétt. Launin eru á-
kveðin af ríkisvaldinu einu og
stofnunum þess. Verksmiðjufor
i-tjórinn hefur meira vald, en
forstjóri nokkurrar verksmiðju
í Ameríku, jafnvel þótt í
þeirri verksmiðju starfi ekkert.
verkalýðsfélag. Hálfgerður I
heragi ríkir á vinnustöðvun-
um Einu sameiginlegu samn-
ingarnir. sem rússneskir verka
menn þekkja, eru sampingar,
sem skuldbinda þá til að fram
kvæma að fullu efnahagslegar
áætlanir stjórnarvaldanna og'
efla stakhanovvinnubrögð í því
skyni.
En jafnframt því, að „verka
iýðssamtökin“ á Rússlandi eru
innanlands verk'færi stjórnar-
valdanna og hinna ýmsu ráðu
neyta, sem stjórria^ rússnesku-m '
atvinnu- og efnaha'gsm.álum er
hlutverk þeirra á alþjóðavett- '■
vangi það, að styðja utanríkis'’
málastefnu sovétstjórnarinnar |
og vinna að útþenslu Rúss.
lands. Það var af þessum ástæð '
um, að A. F. L. beitti sér á ár- '
unum 1930—1940 gegn sér- '
hverri tilraun til þess að fá
sovétverkalýðssamtökin inn í
gamla alþjóðasambandið, I. F.
T. U.; það hótaði jafnvel að
segja sig úr því, ef rússnesku
samtökunum yrði veitt upp-
taka. Það var einkennandi fyr-
ir ástandið í alþjóðastjórnmál
um á þeim árum, að verkalýðs
samtökin á Bretlandi og í öðr
um löndum, sem þá vildu hefja
samvinnu við rússnesku samtök
in, létu í því atriði frekar stjórn
ast af pólitískum en félagsleg-
um markmiðum, þ. e. a. s. af
nauðsyn þess að koma á banda
lagi með lýðræðislöndum Ev-
rópu og Rússlandi'á móti Þýzka
landi nazismans. Og árið 1945
var samfyikingin við rússnesku
samtökin og stofnun W. F. T.
U. hugsuð sem eins konar hlið
stæða samvinnunnar milli hinna
„stóru þriggja“ í Teheran, Yalta
og Potsdam.
Gamla ameríska alþýðusam-
bandið A. F. L., hefur haldið
því fram, að þrátt fyrir alla
samvinnu við Rússland á sviði
hernaðar og alþjóðastjórnmála,
mætti ekki draga fjöður yfir
þann reginmún, sem er á eðli
og tilgangi verkalýðssamtak.
anna í lýðræðislöndum annars
vegar og einræðisríkjum hins
vegar, — hvort sem þar er um
að ræða fasisma, nazisma kora
múnisma eða falangisma. Og í
öllum umræðum um alþjóða-
samtök verkalýðsins hefur A.
F. L. haldið fast við þá skoðun
að varðveizla tQg efling vissra
grundvallarréttinda — svo sem
málfrelsis, ritfrelsis og funda
frelsis — væri óhjákvæmilegt
tilveruskilyrði frjálsra verka-
lýðssamtaka. Það hsfur allt a£
haldið -því fram, að sérhver til
rau-n til þess að breiðá yfir
bennan sannleika myndi stofna
í hættu þeim árangri, sem tek
ið hefur verkalýðssamtökin ára 1
’tugi að ná. |
Reynslan af W. F. T. U. hef
ur sýnt svo, að ekki verður um í
villzt hvs heimskulegt það er
fyrir frjáls verkalýðssamtök,
að hugsa til samvinnu við hin
öfrjálsu verkalýðssamtök Rúss
lands og léppríkja þess, 'sem
eru álgerlega' háð ríkisvaldinu.
Slik samvinna getur aðeins orð
ið til þess að auðvelda komm.
únistum að köma sér fyrir í hin
um frjálsu verkalýðssámtökum ^
og' ná voldum í þeim. Á Frakk
landi. Ítalíu, í Buður- og Mið-
Amsríku. Japán. Kóreu, Suð-
austur-Asíu o'g í löndunum fyr
ir botni Miðjárðárhafsins hefur
alþjóðasambandið veitt komm
únistum ómetanlegan stuðning
til þess að komast inn í raðir
verkalýðsins' ná völdum í sam
tökum hans, og eitra hug verka
manna með áróðri fvrir Sovét-
Rússlandi, en gegn lýðræðisríkj
unurn. Á Rómaborgarfundi
framkvæmdanefndar W. F. T.
U. tókst kommúnistum, svo
sem Di Vittorio, Kuznetsov og
Sailiant, að varðveita hið
þunna yfirborð „alþjóðaverka-
lýðseiningar“; og það gerði
kommúnistum unnt að halda
völdum í ítalska alþýðusam-
bandinu. C. G. I. L. Andúðin í
garð kommúnista var vaxaridi
í röðum ítalska verkalýðsins
eftir kosningarnar í apríl 1948;
en einingarhjal frarakvæmda.
nefndarinnar á Rómaborgar-
fundinum aftraði því, að hún
fengi útrás.
Slík samvinna hefur aðeins
orðið til þess, að hindra það, að
verkalýðssamtök lýðræðisland.
anna gætu haft þau áhrif á al-
þjóðamál, sem þeim ber. Sú
staðreynd, að hinum frjálsu
verkalýðssamtökum hefur ekki
enn verið beitt að fullu til
þess að tryggja árangur við-
reisnaráætlunarinnar í Evrópu,
er því c^i kenna, að þau hafa
verið lömuð af samvinnu í W.
F. T. U. við „samtök“ Rússa
og leppríkja þeirra, sem hafa
hver um sig og öll í sameiningu
unnið að því að hindra tilætlað
an árangur Marshalláætlunar-
innar. Kommúnistar vestan
járntjaldsins hafa að sjálf-
«:ögðu, tekið þátt í þessari iðju
þeirra.
Annars þarf' hin ofstækis-
fulla barátta kommúnista í al-
þjóðasambandinu gegn viðreisn
hinna vestrænu lýðræðislanda
eftir stríðið ekki að koma nein
um á óvart. Fjandskapurinn við
Marshalláætlunina er aðeins
áframhald á þeirri baráttu, senri
hið rauða alþjóðasamband
Kaupi og sel
Tek í umboðssölu nýia og
notaða, vel með farna
skartgripi og listmuni og
nýtízku kvenkápur, nýleg i
herraföt. Verzlunin verð- j
ur opin frá' kl. 1—6 e. h. j
VERZL. GOÐABORG.
Freyjug. 1. — Sími 6205. j
Kaupum luskur
Baldursgötu 30
Þeir, sem vilja láta færa bókhald sitt í fullkomnum
bókhaldsvélum og fá mánaðarlega reksturs- og efna-
hágsyíirlit tali við okkur senr fyrst.
Tökum ennfremur að okkur véifærslu og mán-
aðaruppgjör fyrir stærri fyrirtæki.
Veitum yður allar nánari upplýsingar.
„REIKNINGSHALD & ENDURSKOÐUNu
Hjörtur Pjetursson cand. oecon.
Hafnarhvoli. — Sími 3028.
verkalýðssamtakanna (gamir
Profintern). hóf eftir fyrri
heimsstyrjöldina. gegn viðreisn
, auðvaldslandanna“. Aiexand'er
Lozovski, aðalritari rauða ál-
þjóðasambandsins iýsti and
ntöðu sirini við viðreisnaráform
in þá með mjög líkum orðum
og Kuznetsov, Saillant og Di
Vittorio nú. Hann sagði:
,,Við lítum ekki á öngþveiti
auðvaldsskipulagsins sem neiria
t'ilviljun eða neitt stundarfyrir_
brigði, sem hægt sé að lækna;
við lítum þvert á móti á það
sem kreppu, sem leiða muni til
algers hruns hins núverandi
þjóðskipulags. Annars vegar er
þess vegna reynt að lækna auð_
valdsskipulagið og tryggja
venjulegá þróun þess í fram-
tíðinni; en hins vegar, að
hindra lækningu þess, eða
lækna það á þann veg, að þáð
deyi. ef svo mætti að orði kom-
ast. Ekki tilraun til þess að end
urlífga, heldur til þess að eyði.
laggja þetta þjóðfélag, sem okk.
ur finnst ekki vera nógu tljótt
að deyja. . . . Alþjóðasamband
okkar hefur það að markmiði
að steypa auðvaldinu og koma á
einræðisstjórn verkalýðsins.
Það er fram tekið í stofnskrá
alþjóðasambandsins og í öllum
aðalsamþykktum, sem gerðar
hafa verið á þingum þess.“
Það er ekki hægt að vitna í
eitt einasta dæmi þess, að sam_
vinnan með verkalýðssamtökum
iýðræðislandanna og einræðis.
ríkjanna í alþjóðasambandinu
hafi orðið til þess, að verkalýð-
ur einræðisríkjanna hafi reynt
að knýja hin einráðu stjórnar_
völd sín til að veita honum
bætt kjör og aukin mannrétt_
indi heima fyrir, eða til að reka
friðarpólitík út á við. Og ekki
or heldur til eitt einasta dæmi
þess, að W.F.T.U. hafi stfitt
í’rjáls verkalýðssamtök, sem
áttu í baráttu, í nokkru landi.
Hins vegar hefur þessi sam.
vinna auðveldað starfsemi hinna
kommúnistísku kvislinga í
þjónustu rússneska imperíalism
ans stórkostlega. Því betur boð.
ar krafa Arthur Deakins á
brezka alþýðusambandsþinginu
í Margats um upglausn W.F.T.
U. bráðleg endalok á þessari ó_
heillavnælegu samvinnu.
Því hefur verið haldið fram,
að lýðræðisöflin í alþjóðasam.
bandinu hefðu orðið nógu sterk
til að hindra að það yrði verk.
£æri rússneskrar utanríkismála.
stefnu og jafnvel til að tryggja
hinum frjálsu verkalýðssamtök.
um völdin í því, ef gamla amer_
íska alþýðusambandið, A.F.L.,
hefði gengið í það. En krafta.
verk getur A.F.L. ekki unnið,
þrátt fyrir efnilega og áhrifa-
mikla starfsemi út á við hin ,síð_
ustu ár; enda sýndi Rómaborg.
arfundurinn í framkvæmda-
nefnd W.F.T.U. enn einu sinni
svo, að ekki verður um villzt,
hve vonlaust það er í alþjóða.
(Fih. á 7. síðu.)